Morgunblaðið - 23.10.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.10.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018 AF HÖNNUN Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Davíð Jóhannesson V&A Dundee er fyrsta hönnunar- safn Skotlands og var það opnað um miðjan síðasta mánuð. Við arkitekt- arnir Hjördís og Dennis vorum stödd í Dundee um þetta leyti og fengum því tækifæri til að heim- sækja safnið og skoða sýningarnar. V&A Dundee er eina V&A safnið utan London. Safnið í London, sem margir þekkja, er 150 ára gamalt og leiðandi á heimsvísu. Það dregur nafn sitt af Viktoríu drottningu og Alberti prins en hann var mjög áhugasamur um að Bretar nýttu sér hönnun í framleiðsluiðnaði. Elstu dæmi um hönnun í V-Evrópu eru á Orkneyjum V&A Dundee er ætlað að vera alþjóðleg miðstöð fyrir hönnun, staður til að fá innblástur, að upp- götva og fræðast. Gestum safnsins er gefinn kostur á að kynnast hinni stórmerku sögu skoskrar hönnunar í fortíð, nútíð og framtíð og því lífs- nauðsynlega framlagi sem hönnun gefur lífi okkar allra. Þess má geta að á Orkneyjum er að finna elstu dæmi um hönnun sem fyrirfinnast í Vestur-Evrópu. Þar eru rúmlega 5000 ára gamlar rústir steinaldar- þorps sem kallast Scara Brae. Híbýlin, sem eru ótrúlega vel varð- veitt, eru með innréttingum úr steini svo sem rúmum, skápum, borðum, stólum svo og hreinlætis- aðstöðu. Íslensk hönnunarsaga samofin þeirri skosku Þess má geta að hönnunarsaga Íslands er samofin þeirri skosku allt frá landnámi og mörg mannvirki á Íslandi eiga sér rætur í Skotlandi, svo sem manngerðir hellar á Suður- landi, hringlaga kirkjugarðar, fjár- borgir og önnur borghlaðin hús. Seinni tíma dæmi er Kastalastíllinn, sem einkennir mörg þekkt hús í Reykjavík, en hann barst til Íslands frá Edinborg með skoskum kaup- mönnum um aldamótin 1900. Báru- járnsklæðningar og Nissen-braggar bárust einnig frá Bretlandseyjum og margt fleira mætti nefna. Nýtt kennileiti fyrir Dundee Þessi eftirtektarverða bygging við fljótsbakka Tay er byggð eftir verðlaunatillögu japanska arkitekts- ins Kengo Kuma og er hluti af um- fangsmikilli umbreytingu gamla hafnarsvæðisins, þar sem áður voru skipasmíðar og annar iðnaður. Við hönnun hinnar flóknu geometríu byggingarinnar fékk arkitektinn innblástur frá stórbrotnum klettum við austurströnd Skotlands. Bygg- ingin teygir sig út yfir bakka árinn- ar Tay og er nýtt kennileiti fyrir Dundee sem tengir borgina við árbakkann. Hún er jafnframt mik- ilvægur hlekkur í menningarlegri þróun Skotlands. Arkitektinn segir að stóra hugmyndin að baki hönn- uninni sé að tengja saman náttúru og byggingarlist, jafnframt því að skapa nýtt borgarrými eða „urban living room“ fyrir borgarbúa. Þetta nýja safn er með fastasýn- ingu um skoska hönnun en einnig metnaðarfulla alþjóðlega dagskrá af breytilegum sýningum á því besta sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Jafnframt eru til sýnis ný hönnunarverkefni og verk upprenn- andi hönnuða. Merkasti arkitekt Skotlands Fastasýningin Scottish Design Galleries segir sögu skoskrar hönn- unar og áhrifa hennar erlendis. Þar eru til sýnis 300 sýningarmunir og mátti þar sjá byggingarlist, leir- muni og gler, verkfræðiafrek og hátæknivörur, tísku og vefnað, hús- gögn og innréttingar, vörur tengdar heilbrigðisþjónustu, hönnun tölvu- leikja og margt fleira. Sérstakt sýn- ingarsvæði er tileinkað arkitekt- inum Charles Rennie Mackintosh. Hann er merkasti arkitekt Skot- lands og hefur án efa haft mikil áhrif á þá íslensku hönnuði og arki- tekta sem stundað hafa nám í Skot- landi. Rannsaka áhrif stórra farþegaskipa á hönnun og menningu Alþjóðlega sýningin Ocean Liners: Speed and Style er sú fyrsta sem rannsakar áhrif stóru farþegaskipanna á hönnun og menningu á alþjóðavísu. Hún end- urskapar gullöld ferðalaga með glæsilegum farþegaskipum og skoð- ar allar hliðar skipahönnunar, allt frá verkfræði, byggingarlist og inn- réttingum að þeirri íburðamiklu tísku og lífstíl sem þreifst um borð. Mörg þessara skipa voru hönnuð og smíðuð við ána Clyde í Glasgow sem var miðstöð skipasmíða og er Queen Elizbeth 2 eflaust þeirra þekktast. Þess má geta að fyrsti togarinn, sem Íslendingar eignuðust, var smíðaður í Glasgow. Byggingin tilnefnd til umhverfisverðlauna Margt fleira var um að vera í byggingunni svo sem vinnustofur, Alþjóðleg miðstöð fyrir hönnun  V&A Dundee nefnist fyrsta hönnunar- safn Skotlands sem nýverið var opnað Verðlaunatillaga Stóra hugmyndin að baki hönnun V&A Dundee er að tengja saman náttúru og byggingarlist. Ljósmynd/Hufton+Crow Borgarstofa V&A Dundee er hugsuð sem borgarstofa eða „urban living room“ sem er öllum opin. Í byggingunni eru meðal annars vinnustofur, bókabúð, hönnunarverslun, veitingastaður og kaffistofa fyrir gesti. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Ég get sagt að þessi plata kom þægilega á óvart vegna þess að ég hélt að ég væri bara búin að gefa út mína síðustu plötu, ég hélt að allir væru hættir að gefa út,“ segir Guð- rún Gunnarsdóttir söngkona um plötuna Eilífa tungl sem er fyrsta sólóplatan sem Guðrún gefur út í níu ár. Guðrún fagnar plötunni með tón- leikum í Salnum annað kvöld kl. 20. Platan róleg á tilfinningarófinu Titillinn Eilífa tungl hefur hlýjan brag og lýsir innihaldi plötunnar að sögn Guðrúnar. „Þessi titill leitaði alltaf á mig, Eilífa tungl. Fyrir mér merkir tungl tilfinningar, platan er róleg á tilfinningarófinu og svo er tunglið líka eilíft, það er alltaf með okkur,“ segir Guðrún. Titillinn er eftir laginu „Eilífa tungl“ sem er að finna á plötunni, en það samdi org- anistinn Sveinn Arnar Sæmundsson við ljóð eftir Sigurbjörgu Þrastar- dóttur. Á Eilífu tungli eru íslensk söng- ljóð í fyrirrúmi, ásamt völdum er- lendum lögum með nýjum íslenskum textum. Guðrún hefur verið upp- tekin við að syngja um allt land með ólíkum sönghópum þrátt fyrir að vera í fullu starfi sem dagskrárgerð- armaður á RÚV. Á ferðalaginu hefur hún safnað saman lögum sem mörg hver eiga sér mismunandi bakgrunn. Hún segir að í ljósi þess að sala geisladiska hafi farið mikið niður á við sé landslagið breytt miðað við áð- ur fyrr, svo að geisladiskaútgáfa hef- ur ekki verið ofarlega í hennar huga. Íslensk söngljóð í fyrirrúmi „Líf tónlistarmannsins hefur breyst að því leyti að nú er allt fólgið í tónleikahaldi, frekar en plötuút- gáfu. Allt þetta tónleikahald allan ársins hring hér og þar, einn og með öðrum er líklega nýi vettvangurinn til að selja sína afurð. Ég hef verið að taka eitt og eitt lag í fóstur, íslensk og erlend lög sem ég hef verið að flytja á tónleikum. Svo áttaði ég mig á því að þau eru orðin þónokkur sem „Kom þægi- lega á óvart“  Guðrún Gunnarsdóttur fagnar plöt- unni Eilífa tungl í Salnum annað kvöld Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.