Morgunblaðið - 23.10.2018, Qupperneq 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018
Venom 1 2
A Star Is Born (2018) 3 3
Johnny English Strikes Again 2 3
Smallfoot 5 5
Lof mér að falla 6 7
Bad Times at the El Royale Ný Ný
Here Comes the Grump 8 2
Undir halastjörnu 7 2
First Man 9 2
The House With A Clock In Its Walls 12 5
Bíólistinn 19.–21. október 2018
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Kvikmyndin Venom skilaði mestum
tekjum í kvikmyndahúsum landsins
um nýliðna helgi, aðra vikuna í röð.
Alls sáu tæplega 3.600 gestir mynd-
ina um helgina, en um 16 þúsund
manns hafa séð hana frá því hún var
frumsýnd fyrir tveimur vikum. A
Star is Born er í öðru sæti listans
þessa vikuna, en rúmlega 3.200 gest-
ir sáu hana um helgina, en um 15 þús-
und manns hafa séð hana frá frum-
sýningu fyrir þremur vikum.
Johnny English Strikes Again ratar í
þriðja sæti listans með rúmlega 3.300
áhorfendur um helgina, en tæplega
22 þúsund alls frá frumsýningu. Smá-
fótur ratar í fjórða sætið með tæp-
lega 2.000 gesti um helgina og í
fimmta sæti er Lof mér að falla sem
tæplega 1.200 manns séu um helgina.
Bíóaðsókn helgarinnar
Eitrið heldur velli
Samlíf Tom Hardy fer með hlut-
verk fréttamannsins Eddies Brocks
sem geimveran Venom leggst á.
Leikkonan og framleiðandinn Julia
Louis-Dreyfus hlaut um helgina
Mark Twain-verðlaunin þegar þau
voru afhent í beinni sjónvarps-
útsendingu frá Kennedy-miðstöð-
inni í Washington. Louis-Dreyfus
leikur aðalhlutverkið í gamanþátt-
unum Veep, en sló í gegn fyrir
tveimur áratugum sem Elaine í
gamanþáttunum Seinfeld. „Ég held
að þáttaröðin hefði aldrei notið
sömu velgengni ef ekki hefði verið
fyrir hana,“ sagði Jerry Seinfeld í
ávarpi við afhendinguna.
Árið 2017 upplýsti Louis-Dreyfus
að hún hefði greinst með brjósta-
krabbamein og var af þeim sökum
gert hlé á framleiðslu Veep. Í síð-
ustu viku var tilkynnt að Louis-
Dreyfus væri laus við meinið og
verið væri að leggja lokahönd á
næsta þáttaröð af Veep.
Mark Twain-verðlaununum var
komið á fót hjá Kennedy-stofnun-
inni 1998 . Þau eru veitt manneskju
sem haft hefur jafnmikil samfélags-
leg áhrif og rithöfundurinn og
húmoristinn Mark Twain. Meðal
fyrri verðlaunahafa eru Tina Fey,
Whoopi Goldberg og Bill Murray.
Hlaut Mark Twain-verðlaunin
Ljósmynd/Gage Skidmore
Heiðruð Julia Louis-Dreyfus.
Bandaríska leik-
konan Selma
Blair upplýsti í
færslu á Insta-
gram um helgina
að hún væri með
taugasjúkdóm-
inn MS. Í færsl-
unni, sem fjallað
er um á vef BBC,
kemur fram að
hún hafi formlega verið greind í
ágúst, en verið með einkenni í
nokkur ár. „Ég er fötluð. Stundum
dett ég. Ég missi hluti,“ skrifar
Blair í færslunni og tekur fram að
það hafi þyrmt yfir hana þegar hún
fékk greininguna.
Blair leikur í þáttunum Another
Life á vegum Netflix. Segir hún að
sú mikla hjálp sem hún fékk frá
búningahönnuðinum Allisu Swan-
son hafi verið sér hvatning til að
greina opinberlega frá veikindum
sínum. Í færslu sinni segist hún von-
ast til að geta veitt öðrum von með
því að tala opinskátt um veikindi
sín.
Selma Blair greind með MS
Selma Blair
Silja Aðalsteins-
dóttir fjallar um
Kapítólu eftir
Southworth í
Borgarbóka-
safninu í Gerðu-
bergi annað
kvöld kl. 20. Silja
þýddi og hafði
umsjón með ný-
legri endur-
útgáfu á bókinni.
„Kapítóla kom fyrst fyrir sjónir
Íslendinga í formi framhaldssögu í
Heimskringlu á árunum 1896 og
1897. Í bókinni segir af fjörkálf-
inum snarráða sem flyst af götum
New York borgar til skapstirða
majórsins Ira Warfield í Fellibylja-
höll hans í Virginíu. Þar lendir hún
í ekki síðri ævintýrum en tekst um
leið að heilla alla upp úr skónum,
jafnt karlfauskinn Warfield, sem
reynir af veikum mætti að gera úr
henni hefðardömu, sem ræningja-
foringjann svarta Donald,“ segir í
tilkynningu. Höfundurinn Emma
Dorothy Eliza Nevitte Southworth
fjallaði í mörgum bóka sinna um
sjálfstæðar og uppreisnargjarnar
stúlkur. „Southworth var einhver
víðlesnasti og hæst launaði rithöf-
undur Bandaríkjanna á seinni hluta
19. aldar.“
Bókakaffi með Silju um Kapítólu
Silja
Aðalsteinsdóttir
Mæri
Metacritic 78/100
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 17.50, 20.00
Bráðum verður
bylting!
Morgunblaðið bbbmn
Bíó Paradís 18.00
Sorry to Bother You
Metacritic 81/100
IMDb 7,4/10
Bíó Paradís 20.00
Mandy
Metacritic 81/100
IMDb 6,8/10
Bíó Paradís 22.10
Kler
IMDb 6,8/10
Bíó Paradís 20.00
Happy as Lazzaro
Metacritic 82/100
IMDb 7,5/10
Bíó Paradís 22.30
Touch Me Not
Metacritic 68/100
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 17.40
Bad Times at the El
Royale 16
Sjö gerólíkir einstaklingar,
sem allir hafa einhverju að
leyna, hittast á El Royale-
hótelinu við Tahoe-vatn þar
sem skuggaleg fortíðin svíf-
ur yfir vötnum.
Metacritic 60/100
IMDb 7,5/10
Laugarásbíó 22.00
Smárabíó 19.30, 21.50,
22.40
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 21.30
Billionaire
Boys Club 12
Hópur auðugra ungra
manna í Los Angeles
ákveður að búa til svika-
myllu til að auðgast með
hröðum hætti.
Metacritic 30/100
IMDb 5,6/10
Sambíóin Egilshöll 17.40,
20.00, 22.20
Sambíóin Akureyri 22.20
Undir halastjörnu 16
Morgunblaðið bbbmn
Smárabíó 20.00, 22.20
Háskólabíó 18.20, 21.40
Borgarbíó Akureyri 17.30
Johnny English
Strikes Again Metacritic 35/100
IMDb 6,7/10
Laugarásbíó 17.45, 20.00
Sambíóin Álfabakka 18.00,
20.00, 22.00
Sambíóin Keflavík 17.40,
19.40
Smárabíó 15.20, 17.40
Háskólabíó 17.40, 19.40
Borgarbíó Akureyri 19.30
A Star Is Born 12
Metacritic 87/100
IMDb 8,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.30, 22.10
Sambíóin Egilshöll 18.00,
20.00, 21.00
Sambíóin Kringlunni 16.45,
19.30, 21.00, 22.15
Sambíóin Akureyri 19.30,
22.20
Sambíóin Keflavík 21.40
Night School 12
Metacritic 43/100
IMDb 5,5/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.20
The Nun 16
Metacritic 46/100
IMDb 5,8/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
The House with a
Clock in Its Walls
Metacritic 57/100
IMDb 5,9/10
Sambíóin Álfabakka 17.40
Sambíóin Kringlunni 18.50
Sambíóin Akureyri 17.15
A Simple Favor 12
Háskólabíó 20.20
Smáfótur Metacritic 58/100
IMDb 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 17.50
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Kringlunni 16.45
Sambíóin Akureyri 17.20
Sambíóin Keflavík 17.30
Grami göldrótti
Laugarásbíó 17.45
Smárabíó 15.00, 17.15
Hótel Transylvanía 3:
Sumarfríið Metacritic 54/100
IMDb 6,4/10
Smárabíó 15.10
Mamma Mia! Here
We Go Again Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 60/100
IMDb 7,2/10
Laugarásbíó 19.50
Kona fer í stríð
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 81/100
IMDb 7,7/10
Háskólabíó 18.00
Morgunblaðið bbnnn
Metacritic 35/100
IMDb 7,1/10
Laugarásbíó 19.50, 22.15
Sambíóin Álfabakka 17.10, 17.30, 19.30,
20.00, 21.50, 22.25
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 19.40, 22.10
Smárabíó 16.30, 17.30, 19.10, 19.50, 22.30
Borgarbíó Akureyri 19.30, 21.50
Venom 12
First Man 12
Myndin er byggð á ævisögu James Hansen; First Man: A Life
Of Neil A. Armstrong, og segir
söguna af fyrstu ferðinni til
tunglsins, með sérstakri
áherslu á geimfarann Neil
Armstrong.
Metacritic 84/100
IMDb 6,6/10
Laugarásbíó 17.10, 22.15
Sambíóin Kringlunni 17.00,
20.00
Sambíóin Akureyri 19.30
Lof mér að falla 14
Þegar Magnea 15 ára kynnist
Stellu 18 ára breytist allt. Stella
leiðir Magneu inn í heim fíkni-
efna sem hefur alvarlegar af-
leiðingar fyrir þær báðar.
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 8,7/10
Smárabíó 16.40, 19.40, 22.40
Háskólabíó 20.40
Bíó Paradís 22.00
Borgarbíó Akureyri 17.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio