Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Baldur Arnarson baldura@mbl.is Raunverð íbúða á höfuðborgar- svæðinu hefur nánast staðið í stað síðustu 12 mánuði. Vísitala raun- verðs íbúða stóð í 159,5 stigum í lok september, borið saman við 157,74 stig í september í fyrrahaust. Það er um 1,1% hækkun á einu ári. Til samanburðar hækkaði vísital- an um 18% milli september 2016 og september 2017. Á móti kemur að raunverðið hefur aldrei verið hærra síðan vísitalan byrjaði árið 2000. Hvert prósentustig í hækkun þýð- ir því fleiri krónur en nokkru sinni. Fjallað er um raunverðið í nýjum Fjármálastöðugleika Seðlabankans. Eftirspurn hefur áhrif á þróun fasteignaverðs. Því er spurning hvaða áhrif fyrirhuguð mannfjölgun næstu ár mun hafa á markaðinn. Íbúum fjölgar um 11 þúsund Fjallað var um nýja mannfjölda- spá Hagstofu Íslands í Morgun- blaðinu í gær. Samkvæmt miðspá verða íbúar landsins orðnir um 364 þúsund árið 2020, eða um 11 þúsund fleiri en á miðju þessu ári. Til sam- anburðar voru landsmenn um 333 þúsund talsins í byrjun árs 2016. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræð- ingur hjá Íbúðalánasjóði, segir að í útreikningum sjóðsins á íbúðaþörf hafi verið gert ráð fyrir því að um áramótin 2012-2013 hafi framboð íbúða verið í takt við þörf á landinu öllu. Frá árinu 2013 hafi íbúðaþörf hins vegar aukist meira en framboð nýrra íbúða. Það hafi leitt til skorts. „Mannfjöldaspáin birtir ákveðnar sviðsmyndir um fólksfjölgun. Þar er gert ráð fyrir talsverðri fjölgun á næstu árum, sem er þá drifin áfram af aðflutningi erlendra ríkisborgara. Það er útlit fyrir að í ár munum við ná að saxa eitthvað á þann uppsafn- aða skort á íbúðum sem hefur mynd- ast á undanförnum árum. Með hlið- sjón af miklum uppsöfnuðum skorti er ekki vanþörf á talsvert mikilli uppbyggingu á næstu árum,“ segir Ólafur. Hann segir aðspurður erfitt að áætla nákvæmlega hvernig stað- an verður árið 2020, þegar Hag- stofan spáir um 364 þúsund íbúum. Þurfa 2.200 íbúðir á ári „Við áætlum að til langs tíma þurfi að byggja árlega um 2.200 nýjar íbúðir á landinu öllu. Við erum hins vegar að koma úr ástandi þar sem mikill skortur hefur verið á íbúðum. Því er ef til vill þörf á meiri fjölgun íbúða allra næstu árin. Í ár er útlit fyrir að um 2.000 íbúðir verði byggð- ar á höfuðborgarsvæðinu og hátt í 3.000 íbúðir á landinu öllu. Sam- kvæmt spá Samtaka iðnaðarins verða um 2.200 nýjar íbúðir full- búnar á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári og um 2.700 íbúðir árið 2020. Mér sýnist þessi fjöldi íbúða munu verða í takt við þörf á mark- aðnum,“ segir Ólafur Heiðar. Hann telur aðspurður því ekki horfur á offramboði á markaðnum miðað við mannfjöldaspána. Hins vegar geti ýmsir þættir haft áhrif. Þá einkum efnahagsþróun og bú- ferlaflutningar til og frá landinu. Uppbyggingin muni halda í við íbúafjölgun  Íbúðalánasjóður spáir meira jafnvægi á íbúðamarkaði Íbúðaþörf og fullbúnar íbúðir 2018 til 2020 Raunverð íbúða 2011 til 2018 170 160 150 140 130 120 110 100 90 80 70 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Íbúðaþörf og raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Heimildir: *Spá SI. **Spá Hagstofunnar (miðspá) 2.084 2.226 2.695 3.621 3.099 2.831 8.329 7.127 6.511 2018 2019 2020 Íbúafjölgun** Íbúðaþörf m.v. 2,3 íbúa í hverri íbúð Fullbúnar íbúðir á árinu* Raunverð = verðvísitala íbúðarhúsnæðis í hlutfalli við vísitölu neysluverðs Í hlutfalli við launavísitölu Í hlutfalli við vísitölu byggingarkostnaðar Í hlutfalli við vísitölu leiguverðs Heimildir: Hagstofa Íslands, Þjóðskrá Íslands janúar 2011 = 100 2.546 er spá um íbúðaþörf umfram fullbúnar íbúðir 2018-2020 Spáð íbúafjölgun 2016- 2020 jöfn íbúafjölda efri hverfa Reykjavíkur Íbúafjöldi í Árbæ, Breiðholti og Selja- hverfi 1. jan. 2018 Áætluð íbúafjölgun á Íslandi 2016-2020 (háspá) 34.373 Samkvæmt háspá Hagstofunnar 33.000 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Höfuðborgarsvæðið er langt á eftir í þróun og notkun umferðarljósa- kerfa sem geta hámarkað nýtingu þeirra samgönguinnviða sem þegar eru fyrir hendi, segir Páll Guðjóns- son, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Á fundi stjórnar SSH fyrr í mán- uðinum var kynnt tækni sem nýtt er við stýringu umferðarljósa í Ósló og segir Páll ljóst að áhugi sé fyrir því að skoða úrbætur á þessu sviði, þótt ekki sé vitað á þessu stigi ná- kvæmlega hvenær slíkt kæmi til. Kostnaðurinn ekki þekktur Hann bendir á að verulegar um- bætur á sviði ljósastýringa séu ein leið meðal fleiri sem hægt er að nýta til þess að bæta samgönur á höfuðborgarsvæðinu. „Tæknilegu lausnirnar eru til, kostnaðurinn við að innleiða verulegar breytingar er ekki þekktur en hann er örugglega nokkur. Þetta er sennilega fljótvirk- asta aðgerðin af öllum þeim sem við erum að skoða,“ segir Páll. Að hans sögn er um að ræða al- gjörlega nýja tækni. „Tækni sem byggist á skynjurum, innrauðum myndavélum og allt öðruvísi stýr- ingu en við notum í dag. Sú er nokkuð frumstæð og tekur ekki til- lit til þess sem er að gerast á gatna- mótunum hverju sinni, það er bara settur ákveðinn tími á ljósin.“ Páll bætir við að nú séu tímastill- ingarnar á ljósum gerðar með um- ferðarflæði í huga, en þær taki ekki tillit til stöðunnar í rauntíma. Bæta nýtingu Spurður hvort notkun nýrrar tækni á þessu sviði sé til þess gerð að bæta nýtingu á innviðum svarar Páll því játandi. „Meðan unnið er að stærri verkefnum sem kalla á ennþá meiri fjármuni og meiri tíma gæti þetta verið leið til þess að gera ástandið á núverandi innviðum betra enn er í dag. Það er alveg ljóst að við nýtum ekki þessa innviði eins vel og við getum,“ segir hann. Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu hafa ekki tekið neina ákvörðun um framhaldið. „Þetta er á það miklu byrjunar- stigi að við höfum verið að kynna okkur hvernig þetta hefur verið unnið í Ósló og það er ljóst á grund- velli þess sem við sáum að við erum verulega langt á eftir. Það þarf meðal annars að ræða þetta við Vegagerðina,“ segir Páll og vísar til þess að Vegagerðin beri ábyrgð á helstu stofnæðum höfuðborgar- svæðisins. Hann segir stjórn SSH einbeitta í því að taka þetta til frekari skoð- unar en það verði ekki fyrr en eftir áramót. Jafnframt að umbætur á þessu sviði verði verkefni sem yrði unnið í sameiningu. „Þetta verkefni virðir engin sveitarfélagamörk. Þetta er eins og ruslið og vatnið; það flæðir þvert á öll mörk og það sama gildir um umferðina,“ segir Páll Umferðarljósakerfið frumstætt Morgunblaðið/Hari Umferðarstýring Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vilja skoða nýtingu nýjustu tækni til þess að auka umferðarflæði og stytta tafir.  Tímastillingar á ljósum gætu heyrt sögunni til  Vilja skoða notkun skynjara og innrauðra mynda- véla á umferðarljósum á höfuðborgarsvæðinu  Fljótvirkasta aðgerðin, en kostnaðurinn ekki þekktur Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum (SSS) á í viðræðum við ríkið um skaðabætur vegna þess að inn- anríkisráðherra felldi á sínum tíma niður einkaleyfi SSS á akstri milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur þrátt fyrir samning þar um. Niðurstaða dómkvaddra matsmanna er að samtökin hafi orð- ið af um þriggja milljarða króna hagnaði. Vegagerðin og sambandið gerðu með sér samning snemma árs 2012 um uppbyggingu almenningssam- gangna á Suðurnesjum. Í honum fólst m.a. að SSS fengi einkaleyfi á áætlunarferðum milli Flugstöðvar og Reykjavíkur. Það var eina leiðin sem skilaði hagnaði og átti að nota hann til að halda uppi almennings- samgöngum innan Suðurnesja. Var aksturinn boðinn út og samið við Kynnisferðir og dótturfélag þeirra, SBK. Samkeppniseftirlitið taldi það ekki samrýmast EES- samningnum að veita einkaleyfi á leið sem skilar hagnaði og í fram- haldi af því felldi Vegagerðin ein- hliða niður einkaleyfið, samkvæmt ákvörðun ráðherra. Það var síðla árs 2013. SSS taldi á sér brotið og stefndi ríkinu. Dómkvaddir mats- menn töldu SSS hafa orðið af þriggja milljarða króna hagnaði. Berglind Kristinsdóttir, fram- kvæmdastjóri SSS, segir að reynt sé að komast að niðurstöðu um skaðabætur með viðræðum aðila. Það snúist um að fá viðunandi lausn fyrir þá sem nota almenningssam- göngur því skaðabæturnar myndu fara í að byggja upp gott kerfi. ABK gjaldþrota SBK, sem annaðist almennings- samgöngurnar áfram, rifti einhliða samningum um tvær leiðir í strætó- kerfi Suðurnesja í nóvember sl. Ástæðan var sögð villa í tilboði fyr- irtækisins á sínum tíma og að svo mikill halli væri á akstrinum að hann myndi enda í þroti. SSS samdi við Hópbíla og Hópbifreiðir Kynn- isferða um að annast akstur á þess- um leiðum fyrir hærra verð. Jafnframt var SBK, sem breytt hafði nafni sínu í ABK, stefnt í júní sl. vegna samningsbrota en áður en málið var tekið fyrir var fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta og komið í hendur skiptastjóra. Berglind segir að SSS hafi lagt fram 63 milljóna króna kröfu í þrotabúið. Þess ber að geta að SBK og ABK eru dótturfyrirtæki Kynnisferða. Verða af 3 millj- arða kr. hagnaði  Krefjast skaðabóta vegna einkaleyfis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.