Morgunblaðið - 26.10.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.10.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 Þorsteinn Víglundsson hafnar þvíað bera saman epli og epli, en telur eðlilegra að bera epli saman við banana. Þetta má lesa út úr við- brögðum hans við ábendingu Sigríð- ar Andersen dómsmálaráðherra um að launamunur hér á landi mælist mun minni en stundum er haldið fram.    Málið snýst umhvort horfa eigi á óleiðréttan launamun, sem sagt bera saman epli og banana, eða hvort bera eigi saman þá sem eru í sambæri- legum störfum, sem sagt leitast við að bera saman epli og epli.    Sigríður fjallaði um rangfærslurum mælingu á launamun karla og kvenna og sagði: „Tölfræði Hag- stofunnar um atvinnutekjur manna tekur ekki tillit til vinnu manna, vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða eða annarra þátta sem jafnan er litið til í launakönn- unum sem gerðar eru til að kanna kynbundinn launamun.    Í könnunum um kynbundinnlaunamun, þegar leiðrétt er fyrir þessum mælanlegu þáttum, stendur eftir um 5% tölfræðilega marktækur munur á kynjum körlum í vil. Þessi kynbundni munur gefur þó ekki til- efni til að álykta nokkuð um kyn- bundið misrétti. Launakannanir eru of takmarkaðar í eðli sínu til þess að slá nokkru föstu um það.“    Að auki benti Sigríður á að ungarkonur hjá hinu opinbera væru með hærri laun en ungir karlar. Það er því óhætt að segja að heilmikill árangur hafi náðst í baráttunni um launajafnrétti og mikilvægt að hann sé viðurkenndur. Sigríður Andersen Epli eða bananar? STAKSTEINAR Þorsteinn Víglundsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Í fyrsta skipti síðan makrílveiðar hófust af krafti hér við land veiddist meira en helmingur aflans utan ís- lenskrar lögsögu á nýlokinni vertíð, að því er fram kemur á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, gerði þróun makrílveiða hér við land að umræðuefni á aðalfundi LS í síðustu viku og hvatti stjórnvöld til að gefa færaveiðar smábáta frjálsar, öll höft á veiðarnar við strendur landsins væru óþörf. Þar sem upp- sjávarskipin þyrftu í vaxandi mæli að leita á mið utan landhelginnar til að ná heimildum sínum ætti að efla færaveiðar eins mikið og hægt væri, að því er segir á heimasíðu LS. Alls veiddu smábátar 3.751 tonn af makríl á árinu 2018 og nam afla- verðmæti þess um 250 milljónum. Hlutdeild smábáta í því sem veidd- ist í landhelginni var 6%. Í ályktun aðalfundar LS um makríl er lagt til að reglugerð sem gefin var út fyrir fjórum árum verði felld úr gildi og heildarúthlut- un til smábáta verði 16% af heild- inni. Ennfremur er lagt til að „leigupottur makríls (ráðherrapott- ur) verði festur í sessi og að ónýtt- ar makrílveiðiheimildir umfram leyfilega tilfærslu milli ára verði færðar sem viðbót við leigupott næstu makrílvertíðar“. aij@mbl.is Meira veiddist af makríl utan lögsögu  Vilja að færaveiðar verði frjálsar Skipting makrílafla eftir veiðisvæðum Tonn afla 2014-2018 Ár Leyfilegur afli Afli í lögsögu Afli á NEAFC Afli Alls 2014 154.100 157.490 3.314 160.804 2015 179.833 148.280 19.507 167.787 2016 167.767 152.849 11.403 164.252 2017 176.192 105.253 58.668 163.921 2018 146.155 61.855 74.697 136.552 Samtals 824.047 625.727 167.589 793.316 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Samþykkt var á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í fyrradag að leggja bann við akstri hópbifreiða upp Njarðargötu. Að óbreyttu verður bannið merkt með umferðarmerki sem á stendur: „Inn- akstur hópbifreiða bannaður“. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður ráðsins, segir íbúa við Njarðargötu lengi hafa kallað eftir aðgerðum vegna ónæðis frá umferð og að stórir hópbílar hafi ekið utan í ökutæki vegna mikilla þrengsla þar. „Það er mjög erfitt fyrir þessar stóru rútur að mætast vegna þess hve lítil og þröng gatan er. Og þess- ar rútur hafa í raun verið að skemma bíla í götunni og auðvitað valdið ónæði,“ segir Sigurborg Ósk og bendir á að ákvörðun um fyrrgreint bann sé niðurstaða mjög víðtæks samráðs. Akstur rútubíla niður Njarðargötu verður aftur á móti heimilaður áfram. Sumarið 2017 tók gildi breytt fyr- irkomulag um akstur hópbifreiða í miðborg Reykjavíkur. Aðspurð segir Sigurborg Ósk reynsluna af breyttu akstursfyrirkomulagi almennt góða. „Það hefur skapast mikil sátt og við eigum í góðu samstarfi við rútufyrir- tækin,“ segir hún. Hópbílar aki ekki upp Njarðargötu  Íbúar lengi kvartað undan mikilli umferð og bílar skemmast vegna þrengsla Morgunblaðið/Ófeigur Miðborg Víða má finna safnstæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.