Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018
VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA og ÁREIÐANLEIKI
Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is
VÍKURVAGNAR EHF.
MIKIÐ ÚRVAL AF KERRUM
FYRIR IÐNAÐARMENNOGVERKTAKA
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Gengisáhrifin af veikingu krónunnar
á efnahag samstæðu Orkuveitu
Reykjavíkur eru jákvæð um fimm
milljarða króna það sem af er árinu.
Þetta má lesa út úr ársskýrslu
2017 og þróun lykilstærða.
Um helmingur
skulda Orkuveit-
unnar og dóttur-
fyrirtækja er í er-
lendri mynt og
hinn helmingur-
inn í krónum.
Langtímaskuldir
samstæðunnar
voru um 144,5
milljarðar króna
um síðustu ára-
mót. Þar af um 81 milljarður í er-
lendri mynt.
Skuldir í erlendri mynt eru lang-
tímaskuldir. Með skammtímaskuld-
um voru skuldirnar 167,4 milljarðar
um síðustu áramót.
Þrjár myntir vega þyngst
Samkvæmt ársskýrslu fyrirtækis-
ins voru um 56% langtímaskulda í
fyrra í erlendri mynt. Þrjár erlendar
myntir vega þyngst í bókhaldinu;
svissneskur franki, evra og banda-
ríkjadalur. Skuldir í evrum og doll-
urum voru alls um 60 milljarðar.
Að sögn Ingvars Stefánssonar,
fjármálastjóra Orkuveitunnar, er
stærstur hluti erlendra lána í evrum
og bandaríkjadal. Vægi sænskrar
krónu, bresks punds og japansks
jens sé orðið hverfandi í bókhaldinu.
Gengi krónu hefur gefið eftir í
haust. Til dæmis var miðgengi evru
um 123 krónur í byrjun ágúst en var
um 137 krónur síðdegis í gær.
Ingvar segir aðspurður að veiking
krónunnar hafi jákvæð áhrif á efna-
hagsreikning félagsins. Virði eigna
aukist meira en skuldir þegar hvort
tveggja er umreiknað úr erlendri
mynt.
„Við eigum enda meiri eignir en
skuldir í erlendri mynt. Gengisveik-
ing hefur því jákvæð áhrif á eigna-
stöðuna. Eignastaða samstæðunnar í
erlendri mynt er jákvæð um rúma 30
milljarða,“ segir Ingvar og bendir svo
á að allar eignir Orku náttúrunnar
séu bókfærðar í bandaríkjadal.
„Þar vega þyngst Hellisheiðar-
virkjun og Nesjavallavirkjun. Sam-
tals eru eignir ON um 100 milljarðar
króna. Erlendar skuldir samstæð-
unnar í erlendri mynt eru rúmir 80
milljarðar,“ segir Ingvar.
Neikvæð áhrif á reksturinn
Á móti jákvæðum áhrifum á efna-
hag komi neikvæð áhrif gengisveik-
ingar á reksturinn. Þar muni nokkur
hundruð milljónum í ár.
Ingvar segir bætt lánshæfismat
ríkissjóðs hafa óbein jákvæð áhrif á
lánakjör félagsins. Endurfjármögn-
un sé fram undan. Samstæðan sé að
fara að draga á langt erlent lán sem
tilkynnt var um á sínum tíma.
„Þessi þróun lánshæfisins hefur já-
kvæð áhrif á erlend lán. Við erum til
dæmis með lán hjá Norræna fjárfest-
ingabankanum (NIB) sem er með
vexti sem eru endurskoðaðir árlega.
Þeir taka meðal annars mið af láns-
hæfismati.
Jafnframt hafa verið gerðir varn-
arsamningar á vöxtum og gjaldmiðl-
um til þess að verja okkur fyrir geng-
issveiflum og breyttu vaxtastigi. Þar
hefur bætt lánshæfismat líka áhrif.
Við fáum betri kjör,“ segir Ingvar.
Tekjur samstæðunnar jukust milli
ára 2016 og 2017, úr 41,42 milljörðum
í 44 milljarða.
Ingvar segir aðspurður ólíklegt að
veltan fari yfir 50 milljarða í ár. Hann
segir aukna notkun skýra auknar
tekjur, auk verðbólguáhrifa. Þá séu
tæpir sjö milljarðar í erlendu tekju-
flæði, nær eingöngu í bandaríkjadal.
Þær tekjur aukist í krónum með veik-
ingu krónunnar.
Nýir samningar í evrum
Stefnt er að því að gera nýja sölu-
samninga í evrum til að draga úr
gengisáhættu.
„Við viljum gera nýja sölusamn-
inga í evrum til að draga úr gengis-
áhættu,“ segir Ingvar.
Spurður hvort vaxtabyrðin sé að
verða léttari miðað við tekjur bendir
Ingvar á að fyrirtækið skuldi nú
meira í íslenskum krónum. Þau lán
beri hærri vexti en lán í erlendri
mynt. Vaxtabyrðin minnki því ekki
jafn hratt og hlutfall skulda.
Reykjavíkurborg er langstærsti
hluthafinn í Orkuveitu Reykjavíkur.
Sveitarfélagið átti 93,5% hlut í byrjun
árs en Akraneskaupstaður 5,5% og
Borgarbyggð 0,93%.
Undir samstæðuna heyra Veitur,
Orka náttúrunnar og Gagnaveita
Reykjavíkur.
Skuldastaða Orkuveitunnar versn-
aði til muna við efnahagshrunið 2008
og gengishrun krónunnar.
Við því var brugðist með Planinu,
áætlun um endurreisn félagsins.
Planinu er lokið og er eiginfjárhlut-
fallið nú um 46%.
Eignir aukast með veikari krónu
Sviptingar í gengi krónunnar hafa að þessu sinni jákvæð áhrif á efnahag Orkuveitu Reykjavíkur
Fjármálastjóri félagsins segir því bjóðast betri lánakjör Aukin lántaka í krónum þýðir hærri vexti
Orkuveitan og erlendar skuldir
Þrír erlendir gjaldmiðlar skapa einkum gengisáhættu
Verðbætur og gengismunur lána
2016 2017 2018 Breyting
Meðal-
gengi
Meðal-
gengi
Miðgengi
25.10.
2016-
2018
2017-
2018
Svissneskur franki 122,5 108,4 120,1 -1,9% 10,8%
Evra 133,6 120,5 136,9 2,5% 13,6%
Bandaríkjadalur 120,7 106,8 120,1 -0,5% 12,4%
Þröng viðskiptavog
Seðlabanka Íslands 179,6 160,4 169,7 -5,5% 5,8%
Heimildir: Ársreikningur samstæðu 2017/gengisskráning 25.10.2018
2016 2017
-6.806 milljónir kr. 5.276 milljónir kr.
Langtímaskuldir í erlendum gjaldmiðlum 2017
Svissneskur
franki
Evra
Banda-
ríkjadalur
Sænsk króna
Jen
Aðrar myntir
Erlendir gjaldmiðlar 2018: 50%* 2017: 56%
Innlendir gjaldmiðlar 2018: 50%* 2017: 44%
Langtímaskuldir
Samtals
81
milljarður kr.
10,5
35,1
25
4,8
3,4
2,3
*Skv. áætlun OR
Ingvar
Stefánsson