Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það getur nú varla talist stórmál þótt svona hópur fari í smá göngutúr um Þjórsárdal,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, í samtali við Morg- unblaðið og vísar í máli sínu til hóps bandarískra landgönguliða sem tóku þátt í svokallaðri vetraræfingu 19. og 20. október síðastliðinn. Fór æfingin þannig fram að her- mennirnir gengu um 10 kílómetra vegalengd með útbúnað sinn og slógu upp nokkrum tjöldum á leið- inni. Var tilgangur ferðarinnar sá að leyfa landgönguliðunum að upplifa hressilegt rok, rigningu og kulda. Óverulegar gróðurskemmdir Nokkuð hefur verið fjallað um gönguferðina og sitt sýnist hverjum. Meðal þeirra sem mótmæltu viðveru hersins voru nokkrir íslenskir friðar- sinnar sem mættu í Þjórsárdal á sama tíma og landgönguliðarnir voru þar. Höfðu friðarsinnar einkum áhyggjur af gróðri á svæðinu og í kvöldfréttum RÚV sama dag var við- tal við einn þeirra sem sýndi birki- plöntu sem hafði slitnað upp með rót- um. „Mér finnst það ótrúleg smekkleysa að vísa her á æfingu þar sem eru eins og upp í fimm ára gaml- ar birkiplöntur,“ sagði sá í viðtali. Björgvin Skafti segir skemmdir á gróðri óverulegar. „Það koma sennilega hátt í 100.000 manns á ári inn í Þjórsárdal. Þetta er því dag- skammtur sem þarna var á ferð. Skógræktarmenn segja að þetta sé ekkert mál. Þetta nær ekki 100 plöntum og tjónið hleypur á svona 20 til 30 þúsund krónum,“ segir hann og bætir við: „Það er nú ekki mikið að gerast ef þetta er aðalfréttin.“ Björgvin Skafti segir land- gönguliðana hafa verið án skotfæra á ferð sinni um Þjórsárdal og í fylgd lögreglunnar á Suðurlandi og sér- sveitar ríkislögreglustjóra. „Það veitti kannski ekkert af fylgdinni, því þeir hefðu ekki getað varið sig ef ráð- ist hefði verið á þá,“ segir hann. „Lýsir firringu okkar“ Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps síðastliðinn miðvikudag lagði Anna Sigríður Valdimarsdóttir sveitarstjórnar- fulltrúi fram bókun þar sem hún harmar æfinguna. „Að hafa æfingar í tengslum við hernað í flimtingum lýsir firringu okkar sem Vestur- landaþjóðar blindaðrar af forrétt- indum okkar, hafandi ekki upplifað slíkar hörmungar á eigin skinni,“ segir þar, en talsverðar umræður urðu um málið í sveitarstjórn í fram- haldi af bókuninni. Björgvin Skafti segist ekki eiga von á öðru en málið sé útrætt og sumir hafi einfaldlega „þurft að losa sig“ aðeins. „Varla stórmál“ þótt herinn fari í göngu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kuldalegir Þeim virtist vera heldur kalt landgönguliðunum sem þrömmuðu 10 km í Þjórsárdal í roki og rigningu.  Kostnaður vegna gróðurskemmda 20-30 þúsund krónur Ágúst Ingi Jónsson mbl.is Þriggja vikna greiðslustöðvun rækjuvinnslunnar Hólmadrangs á Hólmavík rennur út um mánaða- mótin. Viktoría Rán Ólafsdóttir, stjórnarformaður Hólmadrangs og kaupfélagssstjóri Kaupfélags Steingrímsfjarð- ar á Hólmavík, segir að sótt verði um framlengingu á greiðslustöðv- uninni til þriggja mánaða. Á þeim tíma verði unnið áfram að því að end- urreisa fyrirtækið, m.a. með endur- skipulagningu og sölu eigna. Vinna hráefni í verktöku Fyrirtækið er í fullum gangi, en í stað þess að kaupa hráefni frá Kan- ada eða Noregi, vinna það og selja hefur verið stillt upp nýju rekstrar- líkani. Núna er hráefni sem aðrir eiga tekið inn í verktöku, en Hólma- drangur vinnur það gegn þóknun. Viktoría segir að þetta stytti allt ferlið og á þennan hátt fáist tekjur sem gangi þá til þess að minnka skuldir fyrirtækisins. Það ætti að leiða til þess að mögulegt verði að semja við lánardrottna. Langtíma- skuldir fyrirtækisins nema nú um 120 milljónum króna og rekstrar- skuldir eru rúmlega sú upphæð, að sögn Vktoríu. Erfiðleikar tengdir Brexit Erfiðleika í rekstri fyrirtækisins rekur Viktoría til ákvörðunar Breta 2016 að ganga úr Evrópusamband- inu, en stærsti markaður fyrirtækis- ins sé Bretland. Eftir Brexit hafi gengi pundsins fallið og afurðasala frosið. Engin hreyfing hafi verið á rækjubirgðum Hólmadrangs og til- raun til að koma hreyfingu á söluna hafi leitt til óhagstæðra samninga og um tíma hafi verið selt undir kostn- aðarverði. Síðustu ár hafi innkaupaverð verið hátt en söluverðið lágt og frá 2016 hafi fyrirtækið velt skuldabagga á undan sér. Undanfarið hafi gengið tekið við sér til hagsbóta fyrir út- flytjendur og segir Viktoría að hún hefði viljað sjá það gerast fyrr. „Í raun er allt undir“ Kaupfélag Steingrímsfjarðar á 50% í Hólmadrangi og FISK Sea- food hinn helminginn. Nú starfa um 20 manns hjá Hólmadrangi og held- ur fleiri hjá Kaupfélaginu. Þessi tvö fyrirtæki eru burðarásar í atvinnulíf- inu á Hólmavík og segir Viktoría að hagsmunir fyrirtækjanna séu sam- tvinnaðir og þau séu rekin sem sam- stæða. „Í raun er allt undir og brott- hvarf annars mundi hafa gríðarleg áhrif á hitt og þá um leið á allt sam- félagið hér á Hólmavík,“ segir Vikt- oría Rán Ólafsdóttir. Hún bætir því við að stjórnendur geri allt sem þeir mögulega geti til að vinna úr þessum erfiðu aðstæðum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hólmavík Um 20 manns starfa við rækjuvinnslu hjá Hólmadrangi. Unnið er að því að endurreisa Hólmadrang  Óskað verður eftir lengri greiðslustöðvun Viktoría Rán Ólafsdóttir Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sem haldinn var síðastliðinn miðvikudag, kemur fram í bókun Önnu Sigríðar Valdimars- dóttur sveitarstjórnarfulltrúa að hún harmi að æfing landgönguliða hafi verið leyfð í sveitarfélaginu. „Ég harma að æfingar í þágu hernaðar hafi verið leyfðar í sveitar- félaginu Skeiða- og Gnúpverja- hreppi og myndi kjósa að slíkar æf- ingar færu ekki fram hér framar. Í mínum huga er hvers kyns stuðning- ur við hernað stuðningur við vald- beitingu og ofbeldi. Ef ekki væri ójöfnuður og misskipting í heiminum tel ég að ekki væri þörf á hernaði og vil ég því frekar beina kröftum mín- um í að stuðla að jöfnuði í samfélög- um manna,“ segir í bókun. Komu ekki að leyfisveitingu Björgvin Skafti Bjarnason oddviti segir hvorki sveitarstjórn, sveitar- stjóra né oddvita hafa gefið leyfi fyr- ir göngu hermanna í Þjórsárdal. „Haft var samband við oddvita fyrir nokkrum vikum og hann látinn vita að hugsanlega yrði hluti her- æfinga sem fyrirhugaðar voru hafð- ur í Þjórsárdal. Ekki voru nein önn- ur samskipti við yfirvöld Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrr en eftir að oddviti frétti daginn fyrir sveitar- stjórnarfund að heræfing stæði fyrir dyrum. Haft var samband við utan- ríkisráðuneytið. Þar fengust þær upplýsingar að um gönguæfingu væri að ræða og væri búið að hafa samband við landeigendur. Oddviti kynnti sveitarstjórnarmönnum í lok sveitarstjórnarfundar daginn eftir þessa niðurstöðu,“ segir í bókun Björgvins Skafta á fundinum. Að sögn hans er umrætt svæði skilgreint sem þjóðlenda, en forsæt- isráðuneytið fer með málefni slíkra svæða. „Landeigandi í þessu tilfelli er forsætisráðherra og forsætisráðu- neytið. Utanríkisráðuneytið sagðist hafa verið í sambandi við forsætis- ráðuneytið vegna æfingarinnar,“ segir hann. Harmar leyfisveit- ingu æfingarinnar  Forsætisráðherra í hlutverki landeiganda Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.