Morgunblaðið - 26.10.2018, Side 21

Morgunblaðið - 26.10.2018, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum eða fyrirtækinu. Ertu að byggja, breyta eða bæta? Endilega kynntu þér málið. Snjalllausnir – nútíma raflögn Sjanghæ. AFP. | Myndir af ungum Kínverjum að velta sér upp úr auði sínum hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum í Kína og þeim hefur verið svarað með því að not- endur miðlanna keppast við að birta myndir af sér með það fyrir augum að hafa nýríka Kínverja að háði og spotti. Slíkar myndir hafa verið skoðaðar rúmlega 2,3 milljörðum sinnum og rúm milljón athugasemda hefur verið skrifuð um þær á kín- verska samfélagsmiðlinum Weibo. Hjarðhegðunin hófst á samfélags- miðlum í Rússlandi í júlí þegar vin- sæll rússneskur plötusnúður og upp- tökustjóri tók að birta myndir af sér liggjandi á gólfinu í einkaþotu sinni. Sjónvarpsstjarna nokkur tók síðan upp á því að birta myndir af sér detta niður stiga lystisnekkju. Þær vöktu talsverða athygli í Rússlandi, þó ekki eins mikla og myndirnar í Kína þegar þetta tískufyrirbæri barst þangað. Hegðunin felst í því að notendur kínversku samfélagsmiðlanna birta myndir af sér detta þegar þeir stíga út úr bílum sínum og liggja á gang- stéttinni innan um peninga, greiðslukort, skartgripi, innkaupa- poka frá tískuverslunum, raftæki og ýmsan lúxusvarning. Mikill hagvöxtur í Kína síðustu áratugi hefur orðið til þess að þar eru fleiri milljarðamæringar í bandaríkjadölum en í nokkru öðru landi, eða 620. Margir af kínversku auðkýfingunum hafa ekki verið feimnir við að monta sig af glæsi- bifreiðum sínum og öðrum stöðu- táknum. Margir notendur samfélagsmiðl- anna hafa birt skopstælingar á myndunum til að hæðast að nýríku Kínverjunum. Til dæmis var birt mynd með fyrirsögninni „duglegur starfsmaður“ af manni sem lá á gangstétt við skrifstofubyggingu, innan um þvottaefni, kústa og annan búnað til ræstinga. Opinberir starfs- menn hafa tekið þátt í þessu með því að birta myndir af sér innan um hluti sem þeir nota í vinnunni, þeirra á meðal slökkviliðs- og lögreglumenn. Mörgum þykir nóg um og í mörg- um athugasemdanna er myndbirt- ingunum lýst sem tímasóun. „Eru þessir menn gengnir af göflunum?“ spurði einn þeirra. „Líf þeirra hlýtur að vera mjög innantómt úr því að þeir eyða tímanum í að finna nýjar leiðir til að sanna tilveru sína.“ Nýríkir Kínverjar hafðir að háði og spotti  Myndir af fólki að velta sér upp úr auði skopstældar AFP Djásn og dýrmæti Vel til höfð kona liggur innan um dýrindisvörur í töskum. AFP Gull og gersemi Nýríkur Kínverji liggur á gólfinu, innan um gullstangir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.