Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 Loftpressur - stórar sem smáar – fyrir dýrin þín Ást og umhyggja fyrir dýrin þín Veldu bosch hundafóður fyrir hundinn þinn Þýskt hágæða fóður – fersk innihaldsefni án aukaefna. Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranes | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is 15 kg 8.990 kr. Til að hægt sé að ráðast í uppbyggingu á flugvöllum eins og Akureyrarflugvelli þarf að koma til sér- stök fjárveiting frá ríkinu. Uppbygging flughlaðsins og bætt- ur aðflugsbúnaður, svokallaður ILS bún- aður, hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og hefur Njáll Trausti Friðbertsson, fyrrverandi flug- umferðarstjóri og bæjarfulltrúi á Akureyri og núverandi þingmaður, verið duglegur að halda þeirri um- ræðu á lofti. Nú er staðan þannig að hluti að efninu sem þarf í flughlaðið er kominn og loks er komin beiðni frá Samgönguráðuneytinu til ISAVIA um að ganga í að setja upp ILS aðflugsbúnaðinn. Það hins vegar kemur of seint til að það nýtist í vetur fyrir leigu- flug SuperBreak-ferðaskrifstof- unnar og verður væntanlega ekki klárt fyrr en undir þar næstu ára- mót eða 2019-2020. Þessi seina- gangur í svona málum er að hefta uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi, Austurlandi og Vest- fjörðum lofa ég mér að fullyrða. Með því að hefja byggingu nýrr- ar flugstöðvar á Akureyri sem þjónar betur millilandaflugi og semja við flugfélag með góða tengiflughöfn í Evrópu um milli- landaflug tvisvar til þrisvar sinn- um í viku til að byrja með, þó ekki væri nema í 6 mánuði frá vori til hausts, er ég sannfærður um að við værum innan tveggja ára frá því að uppbyggingu lýkur komin með 5 til 7 flugferðir á viku og flugferðir flesta mánuði ársins. Það þýðir ekki að ætla að byggja millilandaflug til Akureyr- ar eingöngu upp á leiguflugi eins og nú er verið að gera þó svo að það geti gengið með. Við verðum að fá reglulegt áætlunarflug ef við ætlum að byggja Akureyri og Norðurland upp sem ákjósanlegan búsetukost. Staðreyndin er nefni- lega sú að Íslendingar eru að fara til útlanda, margir hverjir oft á ári, og þá skiptir fjarlægð frá millilandaflugvelli orðið máli þeg- ar þeir velja sér búsetu. Tækifærin fyrir ferðamenn sem opnast við að fljúga inn á Akur- eyri og ferðast t.d. á bílaleigubíl vestur eða austur fyrir og fljúga út frá Keflavík eru stórkostleg. Það skiptir máli þegar fólk er farið að stytta ferðir til landsins, eins og nú er vegna gengis krónu. Aðrir sem fljúga inn á Keflavík ættu þá þess kost að fljúga til baka frá Ak- ureyri. Við höfum ekki efni á að bíða og gera ekki neitt! Við þurfum að ráðast í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli strax og hætta að láta hagsmunaaðila á suðvesturhorninu stjórna því hvar uppbygging al- þjóðaflugvalla á landinu á sér stað. Akureyri er að dragast aft- urúr þegar kemur að fólksfjölgun og við verðum að sporna við því með einhverjum hætti. Ekki er hægt að byggja upp raforkufrekan iðnað á svæðinu vegna takmarkað- ar flutningsgetu rafmagns inn á svæðið því er uppbygging Akur- eyrarflugvallar fljótlegasta leiðin til að bregðast við. Í samgönguáætlun, kafla 2.5, segir um Markmið um jákvæða byggðaþróun. „Samgöngur og samkeppnis- hæfni svæða Markmið stjórnvalda er að efla samkeppnishæfni landsins í heild, sem og einstakra svæða. Leitast þarf við að skapa forsendur fyrir ný og fjölbreytt störf sem eru vel launuð, aðlaðandi og gjaldeyris- skapandi. Samgöngur eru lykil- þáttur í að efla samkeppnishæfni svæða.“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, birtri 30. nóvember 2017, segir einnig: „Huga skal að möguleikum til þess að opna fleiri gáttir til lands- ins og fjölga þannig þeim svæðum sem geta notið góðs af ferðaþjón- ustu“. Ef þetta er raunveruleg stefna þessarar ríkisstjórnar, því er samgönguáætlun ekki í takt við þessa stefnu og flugvellirnir settir á dagkrá nú þegar en ekki eftir 10 og 15 ár eins og áætlunin gerir hugsanlega ráð fyrir? Ég er ansi hræddur um að þá verði komin önnur ríkisstjórn og þetta tæki- færi til að hefja uppbygginguna runnið okkur úr greipum. Því vil ég skora á hagsmuna- samtök í ferðaþjónustu og aðra íbúa Vestfjarða og Norðurlands að leggjast á eitt með Akureyringum og þrýsta á stjórnvöld um upp- byggingu Akureyrarflugvallar sem millilandaflugvallar og annarrar gáttar inn í landið og að hafist verði handa strax á næsta ári. Samkvæmt skýrslu sem var unnin fyrir Eyþing er áætlað að það kosti um 3-4 milljarða að byggja upp viðunandi aðstöðu á Akureyr- arflugvelli. Ef það verður gert hugsa ég að hann gæti jafnvel orðið sjálfbær í komandi framtíð. Vestfirðir, Norðurland og Austur- land er tilbúið að taka vel á móti fleiri ferðamönnum þó að sam- gönguáætlun gefi annað í skyn. Uppbygging Akur- eyrarflugvallar Eftir Þórhall Jónsson Þórhallur Jónsson »Nauðsynlegt er að hefja millilandaflug um Akureyrarflugvöll til að jafna tækifæri í ferðaþjónustu og dreifa ferðamönnum betur um landið. Höfundur er bæjarfulltrúi D-lista á Akureyri. thorhallur@akureyri.is Allt um sjávarútveg Það fauk í mig á fundi skóla- og frístundaráðs í vikunni. Við vorum að ræða alvarlegar athuga- semdir sem Vinnueftir- litið gerði við leikskól- ann Lyngheimar í árs- byrjun 2013 og vanda- málið sem fylgdi þegar fyrirmælum var ekki fylgt. Vinnueftirlitið hef- ur eftirlit með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi starfsmanna að gera. Fyrirmælin höfðu ekki ratað rétta leið innan borgarkerfisins og við þeim var ekki brugðist, því setti Vinnueftir- litið dagsektir á borgina fyrr í þessum mánuði, tæpum sex árum síðar. Mér fannst ekki við stjórnanda leikskólans að sakast, sá hafði nóg á sinni könnu og ekkert með úrbætur á starfsstöðinni að gera, það voru aðrir. Ég var heldur ekki reiður þeim, enda brugðust þeir fljótt og örugglega við at- hugasemdum Vinnueftir- litsins, um leið og þeim varð ljóst hver staða mála væri. Ég reiddist hins vegar þegar það var upplýst að Vinnueftirlitið sendi tvö bréf, annað á starfsstöðina og hitt á borgarstjóra. Reiði mín beindist ekki gegn ein- staklingi, enda tveir sinnt starfi borgarstjóra á þessum sex árum. Held- ur lausatökunum í rekstri og stjórnun borgarinnar. Vinnulag vantar Nú er það ekki svo að borgarstjóri lúslesi allan póst sem berst inn á hans borð, en hann hlýtur að hafa einhvers konar vinnulag á því hvernig eigi að takast á við svona erindi. Vinnueftirlitið gæti treyst því að þó þeirra bréf væri afhent starfsmanni áhaldahúss í sveit- arfélagi á landsbyggðinni eða verka- manni hjá skipafélagi í Reykjavík, þá færi það rakleiðis áfram og á endanum til stjórnenda, sem myndu sjá til þess að brugðist væri við athugasemd- unum. Þannig er þessu því miður ekki háttað hjá Reykjavíkurborg. Er virkilega ekki nóg að senda al- varlegar athugasemdir sem lúta að að- búnaði, hollustuháttum og öryggi starfsmanna til borgarstjóra? Auðvit- að snöggreiddist ég. En ég jafnaði mig fljótt þegar tilkynnt var að samið hefði verið við Vinnueftirlitið að hætta að senda borgarstjóra bréf af þessu tagi. Þau ættu ekkert erindi þangað. Það yrði að fara annað, ef bregðast þyrfti við. Það fauk í mig Eftir Örn Þórðarson » Athugasemd Vinnu- eftirlitsins á borði borgarstjóra í sex ár. Leikskóla lokað og dag- sektum beitt. Örn Þórðarson Höfundur er borgarfulltrúi og á sæti í skóla- og frístundaráði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.