Morgunblaðið - 26.10.2018, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018
www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi
Margverðlaunuð baðvifta
Einstaklega hljóðlát 17-25dB (A)
Innbyggður raka-, hita-
og hreyfiskynjari.
Vinnur sjálfvirkt
3W
www.gilbert.is
GÆÐA ARMBANDSÚR
FYRIR DÖMUR OG HERRA
KLASSÍSK ÍSLENSK
Slysum á börnum í
íbúðahverfum hefur
því miður farið fjölg-
andi eins og fram
kemur í nýútkominni
rannsóknarskýrslu
sem styrkt var af
Vegagerðinni. Við því
verður að bregðast
strax bæði með auk-
inni fræðslu og sam-
göngubótum sem
auka öryggi barna í
umferðinni. Á sama tíma og hvatt
er til þess að börn fari gangandi
eða hjólandi í skóla og í frístundir
þarf umferðaröryggi að vera eins
og best verður á kosið. Gera þarf
átak í því að merkja gangbrautir en
víða er pottur brotinn hvað slíkar
merkingar snertir, meira og minna
í öllum hverfum borgarinnar.
Samræma þarf merkingar
gangbrauta
Þá er mikið ósamræmi í göngu-
þverunum og ýmsar útfærslur not-
aðar eins og t.d. upphækkanir,
götumynstur í alls konar litum og
með alls konar afbrigðum, götu-
koddar og línur og það sem enn
verra er að sums staðar eru alls
engar merkingar þar sem gert er
ráð fyrir gönguþverunum.
Allt þetta misræmi í merkingum
er til þess eins fallið að draga úr
umferðaröryggi gangandi vegfar-
enda sem auðveldlega geta ruglast í
ríminu og ökumenn og vegfarendur
eru ekki með það á hreinu hver hafi
forgang.
Sebramerktar gangbrautir í
Reykjavík eru orðnar fáséðar og
sömuleiðis vantar meira og minna
skilti og merkingar sem sýna að um
gangbraut sé að ræða. Auk þess
sem lýsingu er mjög víða ábótavant
við gangbrautir sem getur skapað
verulega hættu. Þá er sýnileiki
gangandi vegfarenda oft takmark-
aður vegna þess að bílastæði og
trjágróður er mjög nærri gang-
brautum og skerða útsýni öku-
manna þannig að erfitt getur verið
að sjá þá sem standa við gang-
brautina og þá sérstaklega börn
sem ekki eru há í loftinu.
Það er ljóst af þessu að umferð-
arlögum og reglugerðum er ekki
fylgt eftir og þær eru víða þver-
brotnar. Í umferðarlögum er fjallað
skýrt um gangbrautir, umferðar-
rétt á þeim og hvernig þær skuli úr
garði gerðar. Í 26. grein laganna
segir m.a. að ökumaður skuli nema
staðar, ef nauðsyn krefur til að
veita hinum gangandi færi á að
komast yfir akbrautina og í reglu-
gerð 289/1995 er kveðið á um að
gangbraut skuli merkt
með umferðarmerki
báðum megin akbraut-
ar sem og á miðeyju
þar sem hún er. Þá
skal merkja gangbraut
með yfirborðsmerking-
um, hvítum línum
þversum yfir akbraut
(sebrabrautir). Réttur
gangandi vegfarenda
er því skýr þegar þessi
skilyrði eru uppfyllt.
Með því að notaðar
séu samræmdar merk-
ingar eins og lög kveða á um aukum
við umferðaröryggið og ekki síst
þegar börn eiga í hlut enda er þeim
kennt í umferðarfræðslu hvernig
fara eigi yfir götu á sérmerktum
gangbrautum. Það vita það allir
uppalendur og þeir sem vinna að
uppeldismálum að reglur fyrir börn
þurfa að vera skýrar og augljósar
en alls ekki misvísandi.
Í flestum sveitarfélögum í kring-
um okkur er lagður metnaður í að
merkja gangbrautir í samræmi við
lög og reglugerðir enda eru gang-
brautarmerkingar þar til fyrir-
myndar en því miður hefur verið
misbrestur á því í höfuðborginni og
því full þörf á að gera bragarbót á
því hið fyrsta.
Forgangsröðum í
þágu yngstu vegfarendanna
Við eigum að forgangsraða í þágu
yngstu vegfarendanna og byrja á
að lagfæra gangbrautir á göngu-
leiðum barna til og frá skóla og
koma þar upp skiltum og góðri lýs-
ingu eins og lög kveða á um. Í októ-
ber fyrir ári síðan lögðum við sjálf-
stæðismenn til í borgarstjórn að
merkingar á gangbrautum yrðu
lagfærðar og þær samræmdar, til-
lögunni var vísað til umhverfis- og
skipulagssviðs til meðferðar en því
miður hefur lítið heyrst um hana
síðan. Það er ljóst að umferðar-
lögum og reglugerðum hefur ekki
verið fylgt eftir í Reykjavík hvað
gangbrautir snertir en úr því verð-
ur að bæta hið fyrsta til að tryggja
umferðaröryggi og koma í veg fyrir
slys á börnum.
Tryggjum öryggi
barna í umferðinni
Eftir Mörtu
Guðjónsdóttur
Marta
Guðjónsdóttir
» Forgangsraða þarf í
þágu yngstu vegfar-
endanna og byrja á að
lagfæra gangbrautir á
gönguleiðum barna til
og frá skóla til að bæta
umferðaröryggi þeirra.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
Það vakti mikla at-
hygli og undrun þegar
kjararáðið (sáluga)
fór að ákvarða stjórn-
málamönnum og emb-
ættismönnum ofur-
launahækkanir, sem
ekki höfðu sést áður.
Þó var það tilskilið að
kjararáð ætti í störf-
um sínu að taka tillit
til launaþróunar. Sú
röksemd var notuð,
þegar laun ráðherra og æðstu
embættismanna voru hækkuð upp
úr öllu valdi, að segja, að laun
þessara aðila hefðu verið fryst og
skert á kreppuárunum eftir banka-
hrunið. Þá rifjaðist það upp að líf-
eyrir aldraðra og öryrkja var
frystur á kreppuárunum en þó
fengu launamenn umsamdar kaup-
hækkanir. M.ö.o.: Á sama tíma og
verkafólk fékk kauphækkanir var
lífeyri aldraðra og öryrkja haldið
niðri. En ekki nóg með það: Til
viðbótar voru kjör aldraðra og ör-
yrkja skert enn meira: Grunnlíf-
eyrir var skertur. Frítekjumark
vegna atvinnutekna var skert og
tekjutryggingin var skert. Það
hefði mátt ætla að þegar betur ár-
aði í þjóðfélaginu hefði verið byrj-
að á því að leiðrétta og bæta kjör
aldraðra og öryrkja. En því miður:
Þingmenn og ráðherrar töldu
brýnna að „leiðrétta“ eigin kjör.
Þess vegna voru laun þingmanna
hækkuð í 1,1 milljón kr. á mánuði
fyrir skatt auk alls konar auka-
greiðslna og laun ráðherra voru
hækkuð í 1,8-2 millj. kr. á mánuði
fyrir skatt auk mikilla hlunninda
af ýmsum toga.
Grunnlífeyrir afnuminn
Stjórnmálaforingjar sem setið
hafa við völd frá lokum krepp-
unnar segjast hafa afturkallað ein-
hverja kjaraskerðingu aldraðra og
öryrkja frá krepputímanum. En
það er mjög óverulegt. Sem dæmi
má nefna að grunnlífeyrir, sem
skertur var af ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur (Sam-
fylkingar og VG), var
leiðréttur af ríkis-
stjórn Sigmundar
Davíðs vorið 2013, þ.e.
skerðingin var tekin
til baka. En það stóð
ekki lengi, þar eð
sömu flokkar, Fram-
sókn og Sjálfstæðis-
flokkur, afnámu
grunnlífeyrinn alveg
um áramótin 2016/
2017. Við þá breytingu
voru 4.500 eldri borg-
arar strikaðir alveg út
úr kerfi almannatrygginga þótt
þeir hafi greitt til þeirra alla sína
starfsævi; sumir frá 16 ára aldri í
formi tryggingagjalds en síðan í
sköttum. Í hinum ríkjum Norður-
landanna er grunnlífeyrir í gildi.
Og hér var grunnlífeyrir heilagur
til skamms tíma. Það mátti ekki
hrófla við honum. En Framsókn og
Sjálfstæðisflokkur hafa afnumið
hann. Skerðing tekjutryggingar
rann út af sjálfu sér þar eð hún var
tímabundin. Lögin féllu úr gildi að
hinum tilskilda tíma liðnum.
Kjaragliðnun mesta
kjaraskerðingin
Mesta kjaraskerðingin sem aldr-
aðir og öryrkjar urðu fyrir á
krepputímanum var vegna kjaragl-
iðnunar. Með kjaragliðnun er átt
við það að lífeyrir hækkar minna
en laun. Aldraðir og öryrkjar
verða fyrir kjaraskerðingu af þeim
sökum. Félag eldri borgara í
Reykjavík barðist harðlega fyrir
því að þessi kjaragliðnun yrði leið-
rétt. Kjaranefnd félagsins heim-
sótti þingið og ræddi við alla þing-
flokka um að fá þetta leiðrétt.
Þáverandi stjórnarandstaða lofaði
að gera það. Samþykkt var á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins
2013 eftirfarandi ályktun um mál-
ið: Ellilífeyrir sé leiðréttur strax
til samanburðar við þær hækkanir,
sem orðið hafa á lægstu launum
síðan í ársbyrjun 2009. Flokkurinn
komst til valda og fékk fjármála-
ráðherrann en stóð ekki við loforð-
ið um leiðréttingu lífeyris vegna
kjaragliðnunar. Framsóknarflokk-
urinn samþykkti einnig ályktun
um þetta mál á flokksþingi sínu
2013. Þar var þetta samþykkt: Líf-
eyrir aldraðra og öryrkja verði
hækkaður vegna kjaraskerðingar
þeirra (og kjaragliðnunar) á
krepputímanum. En það fór eins
hjá Framsókn. Hún stóð ekki við
loforðið. Flokkarnir voru saman í
stjórn og urðu sammála um að
efna ekki loforðið við eldri borgara
og öryrkja!
Lífeyri á að hækka
um a.m.k. 30%
Það þýðir ekki fyrir stjórnmála-
foringja að berja sér á brjóst og
segja að þeir hafi gert einhver
ósköp fyrir eldri borgara og ör-
yrkja, þegar þeir standa ekki við
það sem skiptir mestu máli. Leið-
rétting á lífeyri vegna kjaragliðn-
unar krepputímans skiptir mestu
máli; þýðir a.m.k. 30% hækkun líf-
eyris. Það munar um það. Á valda-
tíma Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins frá 2013 hefur
síðan bæst við ný kjaragliðnun
sem einnig á eftir að leiðrétta.
Á meðan lífeyrir aldraðra og ör-
yrkja frá almannatryggingum er
svo lágur að hann dugar ekki til
framfærslu geta aldraðir og ör-
yrkjar ekki gefið eftir uppgjör á
loforðum um að bæta kjaragliðnun
liðins tíma. Þarna hefur myndast
skuld við lífeyrisþega, sem þeir
verða að fá greidda. Þeir hafa ekki
efni á því að lána ríkinu þetta leng-
ur.
Ríkið borgi skuldina við aldr-
aða og öryrkja strax
Eftir Björgvin
Guðmundsson » Það hefði mátt ætla
að þegar betur áraði
í þjóðfélaginu hefði ver-
ið byrjað á því að leið-
rétta og bæta kjör aldr-
aðra og öryrkja. En, nei,
því miður.
Björgvin
Guðmundsson
Höfundur er fv. borgarfulltrúi.
vennig@btnet.is