Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 VINNINGASKRÁ 26. útdráttur 25. október 2018 726 9829 21899 33379 43757 54162 61696 70738 735 9944 22305 33466 43817 54211 62018 71068 903 10077 22584 34744 44663 54258 62284 71318 1451 10583 22704 35069 44890 54654 62438 71530 1728 10646 22900 35084 44903 54726 62896 71922 1801 11329 23015 36151 45018 54941 62909 72411 2290 11857 23138 36152 45232 54986 63215 72734 3665 11925 23214 36159 45368 55352 63290 72810 3966 12181 23262 36299 45382 55460 63778 73361 4076 12253 23466 36303 45639 55675 65090 73413 4580 12862 23547 36363 45642 56193 65939 74034 4677 13179 23714 36386 45728 56261 66048 74682 4724 13369 23782 36546 45930 56332 66097 74960 4830 13491 24715 36935 46007 56813 66634 75449 5258 13966 25372 37718 46574 57194 66676 75692 5796 14059 25377 38007 47189 57301 66690 75921 6116 14838 25832 38083 47890 57326 67076 76103 6211 15039 26128 38632 48084 57382 67234 76113 6633 15098 26478 39204 49602 57684 67503 76221 6709 15862 26510 39390 49842 57880 67579 76914 6730 16543 26812 39635 50026 57966 67789 77007 6783 16580 26901 40231 50553 57975 67982 77046 6864 17060 26949 40341 50636 58037 68439 77312 6909 17349 27154 40416 51158 58149 68533 77457 6999 17537 27529 40703 51255 58295 68655 78188 7288 17816 28134 41111 51279 58480 68769 78967 7692 17855 28461 41393 52129 58905 68865 79209 7933 17883 28686 42117 52193 59378 69162 79303 7944 18198 29641 42508 52422 59623 69214 79340 8242 18613 29895 42509 52773 59819 69986 79552 8590 19645 30106 42596 52833 59938 70021 79656 8607 19742 30254 42822 52952 60027 70048 9280 20484 30548 42856 53073 60120 70168 9382 20729 31404 42893 53560 60222 70280 9500 20747 31697 42915 53621 60942 70482 9634 21333 32261 43011 53656 61126 70551 9733 21835 32950 43170 54155 61501 70650 111 16587 23491 29375 40700 50607 63571 70585 1480 17447 23746 29980 42548 51315 63709 72409 3332 17528 23897 31551 42761 51668 63916 73270 3950 17839 24428 31738 43608 52832 65653 73597 4059 18066 25558 35571 44574 52950 65870 75476 5096 18138 25687 36298 44725 53400 66012 75617 8428 19429 26538 36489 45144 54216 66597 75727 9336 19799 27081 38477 45185 55633 67139 75742 9830 19835 27690 39033 46559 58919 67233 76507 10070 20039 28182 39544 46798 59798 67895 10893 20042 28553 40065 46881 61945 69082 11561 20300 28638 40222 47693 62124 69332 15141 23122 28772 40589 48471 62314 70303 Næsti útdráttur fer fram 1. nóvember 2018 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 25653 44639 68784 76362 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3146 12237 28387 41571 54981 66030 5927 16610 37108 48103 58989 73860 6134 17473 38205 51737 61482 74722 7966 23788 41213 53683 64578 78797 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 9 3 1 1 Vegna afvopnunar- ráðstefnu NATO sem fram fer hér á landi vill Rauði krossinn á Íslandi nota tækifærið og fagna því langtíma- markmiði flestra ríkja og hernaðarbandalaga að skapa aðstæður í heiminum fyrir útrým- ingu kjarnorkuvopna og lýsa yfir ánægju með mikilsverð skref sem stigin hafa verið síðustu áratugi í þá átt að fækka kjarn- orkuvopnum. Á sama tíma sér hreyfingin sig knúna til að árétta að kjarnorkuvopn hafa stækkað og orðið fullkomnari og tilvist slíkra vopna er enn raunveruleg ógn fyrir mannkynið. Rætt hefur verið af sí- fellt meiri alvöru um takmarkaða notkun slíkra vopna í almennum hernaði, þrátt fyrir að notkun kjarnavopna brjóti í bága við meg- inreglur alþjóðlegra mannúðarlaga þar sem ómögulegt er að gera greinarmun á bardagamönnum og almennum borgurum sem og hern- aðarlegum mannvirkjum og al- mennum mannvirkjum, s.s. skólum og sjúkrahúsum. Útbreiðsla kjarnorkuvopna og hernaðaruppbygging Þróun mála á alþjóðavettvangi undanfarin ár gefur tilefni til að hafa þungar áhyggjur af því að kjarnorkuvopn verði notuð á ný verði ekki gripið í taumana með al- þjóðlegu átaki. Fækkun kjarna- vopna dregur ekki ein og sér úr hættunni á að þau verði notuð og ríki sem eiga kjarnorkuvopn og bandamenn þeirra bera sérstaklega mikla ábyrgð. Kjarnorkuvopn hafa breiðst út, t.d. er vitað af áhuga hryðjuverkahópa á að koma sér upp slíkum vopnum og aukin um- ferð kafbáta á norðurslóðum sem geta borið langdrægar eldflaugar er mörgum áhyggjuefni. Hættan einskorðast þó ekki við vopnuð átök. Útbreiðsla kjarnorkuvopna eykur einnig hættuna á kjarnorku- slysum. Þrátt fyrir hættuna sem stafar af kjarnorkuvopnum stefna einstaka kjarnorkuríki að því að bæta smærri kjarnorkusprengjum við vopnabúrið þar sem þau eru talin vera skilvirkari og nýtast til að bregðast við annars konar ógn, t.d. tölvuárásum. Þröskuldurinn fyrir notkun kjarnorkuvopna er með öðrum orðum að lækka. Dæmi um smærri sprengjur eru sprengjurnar sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki árið 1945. Eftir því sem árin líða frá einhverjum hörmuleg- ustu atburðum sögunnar þar sem kjarnorkuvopn komu við sögu, því fjær færist alþjóðasamfélagið frá þeirri staðreynd að kjarnorkuvopn ógna mannkyninu enn og ekki er tryggt að þau verði ekki notuð aft- ur. Því miður er ekki til nein skýr alþjóðleg áætlun né geta til full- nægjandi neyðaraðstoðar komi til notkunar slíkra vopna. Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) biðlar til ríkja, leiðtoga heims og almennra borgara að bregðast nú þegar við aukinni hættu á notkun kjarnorku- vopna. Afleiðingar kjarnorkuvopna eru ekki takmarkaðar við tíma og rúm Allt frá árinu 1945 hefur Rauði krossinn vakið athygli á afleiðing- um notkunar kjarnorkuvopna og talað fyrir útrýmingu þeirra. Kjarnorkuvopn eru einu gereyðing- arvopnin sem hafa ekki verið bönn- uð með beinum hætti, þrátt fyrir að eyðileggjandi máttur þeirra sé meiri en allra annarra vopna. Rauði krossinn talar af reynslu. Enn leita mörg þúsund manns árlega til spít- ala Rauða krossins í Japan vegna afleiðinga þeirra tiltölulega litlu sprengja sem varpað var á landið fyrir 73 árum. Ljóst er að áhrif kjarnorkuvopna takmarkast ekki við tíma og rúm, heldur vara áhrif- in til næstu kynslóða og því er full- komlega óásættanlegt að hætta sé á að kjarnorkuvopn verði notuð aft- ur. Alþjóðlegt bann við kjarnorkuvopnum Árið 2011 kallaði Alþjóðaráð Rauða krossins eftir því að öll ríki heims gerðu með sér lagalega bind- andi samkomulag á grundvelli al- þjóðlegra skuldbindinga og sam- þykkta um algjört bann við kjarn- orkuvopnum og að afnám og eyðing vopnanna yrði tryggð. Árið 2012 lýsti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna yfir áhyggjum af skelfi- legum afleiðingum notkunar kjarnorkuvopna og samþykkti í kjölfarið ályktun sem bar yf- irskriftina Að taka upp þráðinn, samningaviðræður um marghliða kjarnorkuafvopnun. Meirihluti ríkja heims auk fulltrúa frjálsra fé- lagasamtaka sóttu í kjölfarið þrjár ráðstefnur um áhrif kjarn- orkuvopna og kröfðust brýnna að- gerða. Samningur Sameinuðu þjóð- anna um bann við kjarnorkuvopn- um (2017) er niðurstaða þessarar vinnu. Rauði krossinn stendur heils hugar við bak samningsins og von- ar að íslensk stjórnvöld bæði full- gildi hann og tali fyrir mikilvægi hans á alþjóðavettvangi og taki þar með afstöðu með því að notkun kjarnorkuvopna, hótun um notkun eða varsla slíkra vopna sé óásætt- anleg út frá mannúðar- og siðferð- issjónarmiðum. Þegar þetta er skrifað hafa 19 ríki fullgilt samninginn en hann tekur gildi eftir að 50 ríki hafa full- gilt hann. Gildistaka samningsins mun hafa margvíslegar afleiðingar, m.a. gerir bann framleiðendum slíkra vopna erfiðara fyrir. Þá hef- ur reynslan sýnt að alþjóðlegir samningar skapa ný viðmið sem hafa áhrif á hegðun ríkja, bæði að- ildarríkja og ríkja sem kjósa að standa fyrir utan. Það skiptir því miklu máli að Ísland láti ekki sitt eftir liggja heldur skrifi undir, full- gildi og tali fyrir samningnum á al- þjóðavettvangi. Fyrir hönd Rauða krossins. Rauði krossinn styður samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum Eftir Svein Kristins- son og Melkorku Mjöll Ólafsdóttur »Rauði krossinn á Ís- landi hvetur íslensk stjórnvöld til að skrifa undir, fullgilda og tala fyrir samningi SÞ um bann við kjarnorku- vopnum. Sveinn Kristinsson Höfundar eru formaður og stjórnar- maður Rauða krossins á Íslandi, Melkorka Mjöll Ólafsdóttir Nú hefur borgin ákveðið að gera atlögu að tónlistarskólunum í borginni. Fyrir sig beitir hún sviðsstjóra skóla- og frístunda- sviðs, sem boðar fækk- un tónlistarskóla – að skólar verði lagðir nið- ur. Sem kunnugt er rekur Reykjavíkur- borg engan tónlistar- skóla utan skólalúðrasveitanna og tónlistarkennslu á Kjalarnesi. Borg- in gerir þjónustusamninga við tón- listarskólana og veitir þeim fjár- framlög til greiðslu kennaralauna. Þessi fjárframlög eru háð geðþótta borgarfulltrúa og mismunar borgin tónlistarskólunum og nemendum og tekur ekkert tillit til fjölda nemenda í skólunum eða fjölda íbúa í þeim hverfum þar sem skól- arnir eru staðsettir. Yfirlýsing um fækk- un tónlistarskóla kom fram í bréfi sviðsstjór- ans 9. október sl. þar sem hann réttlætti það að auka byrðina á tón- listarskólana með því að krefjast þess að árs- reikningar þeirra verði endurskoðaðir af lög- giltum endurskoðend- um með tilheyrandi kostnaði sem alfarið leggst á nemendur, því allur rekstur skólanna, annar en launakostnaður, er greiddur með námsgjöldum. Um er að ræða 18 milljóna króna kröfu á skólana sem reglulega eru reknir með tapi. Skól- arnir hafa hingað til skilað borginni ársreikningum sínum án athuga- semda, en ársreikningarnir eru gerðir af bókhaldsskrifstofum í samræmi við lög og góða reiknings- skilavenju. Þetta gerist á sama tíma og borgin sóar stjórnlaust fé í gælu- verkefni borgarfulltrúa upp á mörg hundruð milljónir króna. Tónlistarskólarnir í Reykjavík, 17 talsins, eru allir – utan skólalúðra- sveitanna – sjálfstæðir skólar, rekn- ir á eigin ábyrgð bæði fjárhagslega og faglega. Þeir hafa þjónustusamn- ing við borgina sem úthlutar þeim fjármagni, eins og áður segir eftir geðþótta, til greiðslu kennaralauna án tillits til nemendafjölda eða íbúa- fjölda. Að öðru leyti fjármagna skól- arnir sig með námsgjöldum. Borgin ræðst á tónlistarskólana Eftir Kjartan Eggertsson » Það er sérkennilegt að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs skuli fyrir hönd borgarinnar leyfa sér að ráðast á tónlistarskólana. Kjartan Eggertsson Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.