Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018
✝ Þorkell Skúla-son fæddist í
Hólsgerði, Köldu-
kinn, Suður-
Þingeyjarsýslu 20.
júní 1925. Hann lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi 13. októ-
ber 2018.
Foreldrar hans
voru hjónin Sigur-
veig Jakobína Jó-
hannesdóttir, f. 26. ágúst 1880,
d. 6. júní 1967, og Skúli Ágústs-
son, f. 18. september 1875, d. 4.
desember 1934, bændur í Hóls-
gerði. Systkini Þorkels eru: Jó-
hannes, f. 1911, Jónas, f. 1913,
Guðrún, f. 1916, Skúli, f. 1918,
Jóhanna, f. 1920, Kristveig, f.
1923, og Þorsteinn, f. 1926. Þau
eru öll látin.
Þann 1. janúar 1949 kvæntist
Þorkell eftirlifandi eiginkonu
sinni Ólafíu Katrínu Hansdóttur
húsfreyju, f. 30. júlí 1923 að
Ketilstöðum í Hörðudal, Dala-
sýslu. Foreldrar hennar voru
Ingiríður Kristín Helgadóttir
ljósmóðir, f. 28. júní 1890, d. 21.
desember 1972, og Hans Ágúst
Kristjánsson búfræðingur og
oddviti, f. 5. ágúst 1897, d. 11.
desember 1944.
Börn Þorkels og Ólafíu eru: 1)
Drengur andvana fæddur, 19.
janúar 1950. 2) Ingiríður Hanna,
fv. ráðherraritari, f. 31. mars
1951. Fyrrverandi sambýlis-
þórsson rennismiður, f. 9. maí
1948, d. 25. mars 2010. Börn
Anna sendiherra, f. 7. desember
1968, maki Jón Örn Brynjarsson
viðskiptafræðingur, f. 1969, Ey-
þór Kristinn verkamaður, f. 23.
maí 1972. Langafa- og stjúplang-
afabörn eru þrettán.
Þorkell lauk námi frá Héraðs-
skólann að Laugum í Reykjadal
1945 og frá Samvinnuskólanum
1947. Hann varð löggiltur
endurskoðandi 1970. Samhliða
námi við Samvinnuskólann
stundaði hann tungumálanám í
ensku og þýsku. Vann við skrif-
stofustörf hjá SÍS frá 1947 til
1964, þar af forstöðumaður
endurskoðunardeildar frá 1952
til 1961. Þorkell var aðalbókari
Ferðaskrifstofu ríkisins 1947 til
1962, framkvæmdastjóri BSÍ og
Félags sérleyfishafa 1962 til
1964. Frá 1964 til loka árs 1970
var Þorkell aðalendurskoðandi
Samvinnubanka Íslands. Hann
var form. stjórnar Byggingar-
samvinnufélags starfsm. SÍS
1959 til 1970. 1971 stofnaði hann
eigin endurskoðunarskrifstofu
að Hamraborg 5 í Kópavogi.
Hann starfaði við endurskoðun
heima meðan þrek leyfði.
Þorkell var einn af stofn-
félögum Kiwanisklúbbsins Eld-
eyjar í Kópavogi og forseti 1974
til 1975. Hann var virkur í Fram-
sóknarfélagi Kópavogs um ára-
bil og formaður 1970 til 1973.
Útför Þorkels fer fram frá
Hjallakirkju í Kópavogi í dag,
26. október 2018, og hefst klukk-
an 13. Jarðsett verður í Kópa-
vogskirkjugarði.
maður er Guðjón
Friðriksson sagn-
fræðingur, f. 9.
mars 1945. Dóttir
Úlfhildur hjúkr-
unarfræðingur, f. 3.
desember 1978,
sambýlismaður Sig-
urður Grétar Ólafs-
son verkefnastjóri,
f. 1978. 3) Elsa
Sigurveig lögfræð-
ingur, f. 6. júní
1953, maki Már Guðmundsson
seðlabankastjóri, f. 21. júní 1954.
Börn Andrés lögfræðingur, f. 4.
júní 1984, sambýliskona Jóna
María Ólafsdóttir verkefna-
stjóri, f. 1991, Vigdís Þóra há-
skólanemi, f. 22. apríl 1992, og
Katrín Svava háskólanemi, f. 19.
apríl 1995. 4) Indriði hrl., f. 2.
febrúar 1957. Börn hans og fyrri
eiginkonu Helgu Gísladóttur, f.
24. febrúar 1960, eru Arnþór
garðyrkjufræðingur, f. 26. októ-
ber 1979, Gísli járnsmiður, f. 1.
maí 1986, sambýliskona Line
Wurtz nemi í skrúðgarðyrkju, f.
1990, og Ólafía Katrín félags-
ráðgjafi, f. 26. maí 1989. Eigin-
kona Indriða er Anna María
Soffíudóttir starfsmaður á bóka-
safni, f. 1954. Börn hennar og
stjúpbörn Indriða eru tvö.
Barn Þorkels með Sigur-
björgu Helgadóttur, f. 30.
nóvember 1919, d. 4. desember
1999, er Valdís Brynja kennari,
f. 2. júní 1946. Maki Jóhann Ey-
Öllum börnum finnst foreldri
sitt einstakt og þannig á það að
vera. Pabbi minn var einstakur.
Dökkur á brún og brá, yfirveg-
aður, hlýr, klár og skemmtilegur.
Hann var hálfgerður sveita-
drengur þótt hann byggi lengst á
höfuðborgarsvæðinu. Hann elsk-
aði Ísland, kenndi okkur að tala
gott mál og að bækur væru hluti
af lífinu. Það voru ekki jól nema
að allir fengju bók.
Á uppeldisárum mínum var
verkaskipting kynjanna hefð-
bundin. Mamma heimavinnandi,
pabbi í vinnunni. Hann vann á
kvöldin og flestar helgar á
Ferðaskrifstofu ríkisins eða BSÍ.
Kópavogur er bærinn þeirra
pabba og mömmu en þangað
fluttum við árið 1956. Frá árinu
1971 var Kópavogur einnig
vinnustaðurinn hans. Þrátt fyrir
mikla vinnu gaf hann okkur tíma.
Sunnudagsmorgna fór hann með
okkur og vinina í sund, alltaf
Sundhöll Reykjavíkur. Bíllinn
var þéttsetinn, enda bílbeltum
ekki fyrir að fara. Á meðan eldaði
mamma sunnudagssteikina. Þeg-
ar teygja þurfti tímann fyrir hús-
móðurina, var keyrt út á Reykja-
víkurflugvöll til að skoða
flugvélarnar eða niður á höfn til
að skoða skipin. Þessir farar-
skjótar höfðu yfir sér mikinn æv-
intýrablæ enda ferðalög um borð
í slíkum fyrirbærum ekki í boði.
Eftir að pabbi hóf störf í Sam-
vinnubankanum voru sumarfríin
oftar en ekki ferðir um landið,
viðkomustaðir þeir bæir þar sem
bankinn var með útibú. Þar vann
pabbi nokkra daga og síðan hald-
ið af stað. Ætíð var komið við hjá
ömmu og systkinum hans í Hóls-
gerði og þar dvalið viku eða tvær.
Þá var gaman og í minningunni
alltaf sól. Jóhanna systir hans og
frændsystkinin í Ytri-Tungu á
Tjörnesi alltaf heimsótt sem og
Kristveig á Siglufirði og frænd-
systkin þar. Pabbi kenndi okkur
nöfnin á bæjunum sem við keyrð-
um fram hjá, fjöllunum, ánum og
vötnunum. Hann sagði okkur frá
þekktu fólki úr sveitinni, allt frá
landsnámstíð. Síðar þegar við
vorum farin að heiman, fóru þau í
ferðir víðs vegar um landið.
Pabbi naut þess að ganga í ís-
lenskri náttúru, gekk á fjöll um
tíma og fór á gönguskíði. Þau
keyptu sér rúgbrauðsbíl sem þau
innréttuðu. Á honum voru þeim
flestir vegir færir. Hann las mik-
ið, seinni árin mest ævisögur,
þjóðlegan fróðleik, vísur og ljóð.
Eins og sönnum Þingeyingi
sæmir kunni hann ógrynni af vís-
um utan að. Hann naut þess að
fara með þær og ekki var það
verra ef þær voru eftir Egil Jón-
asson á Húsavík, frænda hans
Indriða Þorkelsson á Fjalli eða
aðra Þingeyinga. Hann orti sjálf-
ur þó ekki hafi hann hampað því.
Þau ferðuðust líka til útlanda.
London var hans borg en þangað
fór hann oft á árunum hjá SÍS.
Pabbi og mamma, við systkin og
makar fórum þangað í helgarferð
árið 2002. Carmina Burana í
Royal Albert Hall var ógleym-
anleg, hann heillaður. Þau ferð-
uðust víðar, keyrðu á rúgbrauð-
inu sínu um Noreg eitt sumarið,
til Danmerkur ítrekað og heim-
sóttu okkur árlega árin okkar í
Basel.
Síðustu tvö árin voru honum
pabba mínum erfið, þrekið farið,
svimi og stöðugur höfuðverkur
hömluðu lífsgæðum hans. Hann
hélt vitsmununum til síðasta
dags og fyrir það ber að þakka.
Takk fyrir allt, elsku pabbi
minn.
Elsa S. Þorkelsdóttir.
Pabbi minn kvaddi þetta jarð-
líf að kvöldi 13. október. Það var
kyrrð og ró yfir öllu, andlátið
friðsælt og fegurð í umhverfinu
þó að loftið væri tregablandið.
Hann náði 93 ára aldri og átti
farsæla ævi. Hann var fæddur í
Hólsgerði í Köldukinn og þó að
hann færi snemma að heiman
áttu æskustöðvarnar stóran sess
í huga hans og þeirra vitjaði hann
eins oft og hann gat.
Hugur hans stefndi til mennta
og hann fór bæði í Héraðsskól-
ann á Laugum og svo í Sam-
vinnuskólann á Bifröst og varð
endurskoðandi. Það hefur þurft
kjark og sterkan vilja til að ná
þessu á uppvaxtarárum hans
þegar flestir höfðu rétt til hnífs
og skeiðar. Pabbi var gæfumaður
í einkalífinu, Ólafía, kona hans,
stóð ætíð við hlið hans og sam-
stillt gengu þau í gegnum lífið og
komu upp þremur börnum.
Ég var ekki alin upp hjá hon-
um og á mínum æskuárum var
langt að norðan, suður til
Reykjavíkur. Samstarf vegna
barna var með allt öðrum hætti
þá, en samband okkar pabba óx
með árunum og þróaðist í þau
bestu tengsl sem ég gat hugsað
mér.
Hann var vandaður að allri
gerð, yfirvegaður og heilsteypt-
ur. Pabbi var hlýr og þægileg
nærvera fylgdi honum en hann
var ekki maður margra orða og
lét verkin tala. Hann gekk fús til
margvíslegra félagsstarfa og þar
voru honum falin fjölmörg
ábyrgðar- og trúnaðarstörf.
Hann var af þeirri kynslóð þar
sem töluð orð höfðu merkingu og
handsalað samkomulag var engu
síðra en skriflegt.
Pabbi stofnaði eigin endur-
skoðendaskrifstofu í Hamraborg
í Kópavogi. Hann starfrækti
hana langt fram á áttræðisald-
urinn og farnaðist vel. Hann naut
trausts og vináttu margra í
starfi.
Við áttum margar góðar
stundir þar sem við fórum yfir
lífið í sveitinni fyrir norðan og
stjórnmálin, hann hafði ákveðnar
skoðanir og fylgdist vel með.
Hann var líka mikill bókamaður,
ljóðaunnandi og kunni ógrynni af
kvæðum sem hann hafði gaman
af að fara með hin síðari ár, hann
var fróður og áhugasamur um
menntun alla tíð.
Ég fann þakklæti og væntum-
þykju þegar ég leit inn hjá þeim
hjónum hin síðari ár þegar
hversdagurinn varð fábrotnari.
Heilsu hans fór að hraka í byrjun
þessa árs, hann kvartaði ekki og
stóð á meðan stætt var, en veik-
indin ágerðust og breytingar
voru óumflýjanlegar. Í haust
komst hann inn á hjúkrunar-
heimilið Sunnuhlíð og naut þar
góðrar aðhlynningar. Í erfiðum
veikindum á lokakafla lífsins
skynjaði ég þakklæti hans til alls.
Pabbi var góð fyrirmynd og ég
vona að einhverja af hans góðu
eiginleikum megi finna hjá mér.
Hvíl í friði, hafðu þökk fyrir allt.
Þín dóttir,
Valdís.
Sólin er ein
skín samt
í ótal vötnum
þannig er umhyggja þín
sól
í ótal vötnum.
(Matthías Johannessen)
Sól rís, sól sest. Líf fæðist, líf
deyr. Stundaglasið tæmist.
Margs er að minnast og margt
ber að þakka þegar kemur að
kveðjustund í lífi ástvinar.
Elskulegur faðir minn hefur
nú haldið í sína hinstu ferð, þá
ferð sem bíður okkar allra. Lífs-
sólin hans gekk til viðar og sett-
ist að kvöldi laugardagsins 13.
október sl. Andlát hans kom ekki
á óvart, enda sólarlagið í lífi hans
búið að reynast honum erfitt sök-
um veikinda. Æðrulaus kvaddi
hann. Hvíldin var kærkomin.
Faðir minn var ekki aðeins
faðir minn, heldur einnig minn
besti vinur. Hann var kletturinn
trausti í lífi mínu sem leiddi mig
og verndaði frá fyrstu árum
bernsku minnar. Hann kenndi
mér að tala og rita fallegt mál,
kenndi mér að unna ljóðum, bera
virðingu fyrir náttúru og um-
hverfi landsins sem ól okkur svo
og þeim sem á undan eru gengn-
ir, þeim sem við eigum lífið að
þakka.
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
(Snorri Hjartarson)
Full þakklætis fyrir að hafa
átt jafn einstakan föður og hann
föður minn, lýt ég nú höfði og
leyfi minningunum að taka völd-
in. Söknuðurinn er sár og án föð-
ur míns verður lífið aldrei eins og
áður, en hann mun lifa í hjarta
mínu um ókomna tíð. Um leið
trúi ég því að þegar ég legg upp í
mína hinstu ferð, þá muni hann
bíða mín „handan við fjöllin og
handan við áttirnar og nóttina“
og leiða mig áfram veginn þar
sem turn ljóssins rís og þar sem
tíminn sefur.
Ég óska þér góðrar heim-
ferðar, elsku pabbi minn, hvíldu í
friði.
Þín,
Ingiríður (Inga) Hanna.
Ástkær fyrrverandi tengda-
faðir, vinur, afi og langafi er fall-
inn frá eftir langa fjölbreytta
ævi.
Ekki er hægt að minnast Þor-
kels án þess að nefna Ólafíu. Þau
hafa verið sameinuð frá okkar
fyrstu kynnum. Þar sem Þorkell
var heimsmaðurinn var Ólafía
stoðin og styttan innan heimilis-
ins og þar sem Þorkell gat
gleymt sér í þungum þönkum var
og er Ólafía ljósið. Saman fannst
mér þau fullkomin.
Þorkell var framsóknarmaður
fram í fingurgóma og elskaði að
ræða pólitík sem og allt fallegt og
fágað.
Hann hafði gott auga fyrir
stærðum, formi og tísku, ég man
hvað hann gat keypt flott föt á
sig og okkur stelpurnar í útlönd-
um og allt passaði.
Ég fékk að keyra flotta Chevr-
olettinn sem hann hafði flutt inn
frá Ameríku, þvílík gleði.
Börnin mín, sem börn, muna
skeggið hans sem þau máttu toga
í, flottu frakkana sem hann gekk
í, og að það var þögn í húsinu
þegar fréttir voru lesnar í út-
varpinu. Eins ferðirnar í Hóls-
gerði, með nesti fyrir ferðina sem
notið var úti í náttúrunni. Og að
það hvíldi stóísk ró yfir honum.
Síðan við fluttum til Danmerk-
ur heimsóttu Ólafía og Þorkell
okkur svo lengi sem heilsan
leyfði.
Þegar svo Holger minn kom
inn í fjölskylduna með sín börn
voru þau öll samstundis tekin
með í fjölskylduna hjá Ólafíu og
Þorkeli.
Þorkell naut þess að sitja hér
og lesa dönsku blöðin og koma
svo og biðja um að fá orð, eða
fréttir, útskýrðar til hlítar. Þar
gat hann virkilega sett mig í
vinnu, og fengið mig, og Holger,
til að staldra við í lífskapphlaup-
inu og hugsa dýpra. Þessara
stunda naut ég, og þær fengu
mig til að minnast lífsins með
þeim í Birkigrundinni.
Með þakklæti í huga yfir að
hafa þekkt hann kveðjum við nú
góðan mann.
Við vottum elskulegri Ólafíu
samúð okkar og öllum þeim sem
stóðu honum nær.
Helga og Holger,
Arnþór og Arnlaugur
Samúel,
Gísli og Line,
Ólafía Katrín og Alanis
Katrín.
Ég kynntist Þorkeli Skúlasyni
tengdaföður mínum þegar við
Elsa tókum saman í kringum
1990. Hann var þá á miðjum sjö-
tugsaldri og enn í fullu starfi á
endurskoðunarskrifstofu sinni í
Hamraborg. Ég hafði að vísu átt
lítils háttar samskipti við hann
vegna frágangs mála verkfræði-
stofu föður míns sem lést 1987.
Það gekk allt vel og lipurlega
eins og ég síðar átti eftir að
kynnast svo oft hjá Þorkeli.
Traust var hans einkenni.
Þorkell var mikill fjölskyldu-
maður. Heimili hans og Ólafíu í
Birkigrund var miðstöð stórfjöl-
skyldunnar þar sem börn, makar
og barnabörn söfnuðust saman á
sunnudögum. Ólafía var dag-
mamma og mörg barnabarnanna
nutu góðs af því. Þorkell hafði
þann sið að koma gangandi heim
í hádegismat. Þá ræddi hann við
barnabörnin, uppfræddi og
kenndi þeim vísur en grínaðist
líka. Við Elsa fengum stundum
skýrslur af því hvaða brandara
afi hafði sagt þann daginn.
Þorkell ólst upp í Köldukinn í
Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans
voru venjulegt bændafólk með
takmörkuð efni. Þeir voru ein-
ungis tveir bræðurnir úr átta
systkina hópi sem fóru í fram-
haldsnám í héraðsskóla. Sam-
vinnuhreyfingin varð hins vegar
örlagavaldur í lífi Þorkels því
hann hafði ekki efnahagslegar
aðstæður til að fara í mennta-
skóla og háskóla þó svo að hug-
urinn hafi líklega stefnt þangað.
Hann lærði hjá Jónasi frá Hriflu
í Samvinnuskólanum og eftir að
hann lauk þaðan prófi 1947 hóf
hann störf hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga og síðar
hjá Samvinnubankanum. Hann
var alla tíð framsóknarmaður og
um tíma virkur í starfi flokksins í
Kópavogi.
Þessi þráður var alla tíð sterk-
ur í Þorkeli. Það var ljóst hvar
hann stóð en hann var ekki
ákafamaður í pólitík og hafði
breiðan þjóðfélagslegan áhuga.
Hann viðræðugóður og með op-
inn hug. Þráðurinn birtist samt
hvað skýrast í tryggðinni við
sveitina og í þekkingu á sögu
lands og þjóðar.
Þorkell var í jákvæðri merk-
ingu mikill sveitamaður. Hann
undi sér vel í sveitinni, hvort sem
það var á ættarsetrinu í Hóls-
gerði eða í sumarbústaðnum í
Svínadal. Og ekki spillti þegar
börn og barnabörn komu í heim-
sókn. Þorkell fór í verkin eins og
tíðkast í sveitinni. Hann átti mik-
ið safn verkfæra sem hann notaði
til að leysa málin sjálfur. Þegar
hann var upp á sitt besta var
hann alltaf að.
Ég minnist í þessu sambandi
heimsóknar í Hólsgerði. Það var
liðið á kvöld og Elsa og krakk-
arnir voru búin að koma sér fyrir
úti í tjaldi. Við Indriði sátum að
góðu spjalli við Þorkel inn í eld-
húsi og ég dró upp viskíflösku,
sem varð til þess að umræðan
teygðist yfir miðnættið. Mér
þótti sjálfhætt þegar hún var bú-
in en Þorkeli þótti ýmislegt órætt
og dró óvænt upp aðra. Við átt-
um gott spjall lengra inn í sum-
arnóttina. Ég man að við Indriði
fórum eitthvað seint úr tjöldum
og vorum kannski ekki í besta
formi. En það fyrsta sem ég sá
var Þorkell að slætti með orfi og
ljá fyrir framan bæinn. Hann lék
á als oddi og ekki að sjá að hann
hefði setið við sama borð og við
kvöldið áður. Þannig var Þorkell.
Ég kveð kæran tengdaföður
og höfðingja sem skilaði miklu
æviverki og hélt vel utan um
sína.
Már Guðmundsson.
Elsku afi minn var einstakur
maður; hjartahlýr, traustur, flug-
gáfaður og fyndinn. Hjá ömmu
og afa í Birkigrund áttum við
alltaf öruggan samastað. Eftir
leikskóla og grunnskóla gátum
við labbað yfir til þeirra í eft-
irmiðdagskaffið og leikið.
Stóri garðurinn þeirra, gatan
og Fossvogsdalurinn varð okkar
ævintýraheimur. Bústaðarferð-
irnar á Ketilstaði eru mér einnig
eftirminnilegar, en þar gátum við
alfarið leikið lausum hala. Þegar
við urðum eldri var það svo
Hlíðarhjallinn og núna seinast
Kópavogsbrautin þar sem alltaf
var gott að koma, ræða heims-
málin og njóta kaffisopans. Afi
var alltaf með puttann á púlsin-
um og fannst fátt skemmtilegra
en að ræða pólitíkina og forvitn-
ast um líf okkar.
Hann afi var mikill sérvitring-
ur og þar með urðu til ýmsar
fyndnar hefðir og leikir okkar á
milli. Til dæmis þurftum við allt-
af að klípa hann í stóru tána til að
vekja hann frá lúrnum sínum,
annars myndi hann einfaldlega
ekki vakna.
Svo kepptumst við krakkarnir
um hver fengi að setja gervi-
sykurinn í kaffið hans. Hann
skammaði vegginn ef við rák-
umst í hann og sagði honum að
hætta að abbast upp á barna-
börnin sín. Þannig var hann alltaf
snöggur að breyta tárum í bros.
Fyrir ekki svo löngu fórum við
systkinin í eftirmiðdagskaffi til
ömmu og afa, en þar sat afi að
rifja upp vísu sem hann samdi ár-
ið 1973 vegna Íslandsfarar Nix-
ons Bandaríkjaforseta. Hann var
alltaf tilbúinn með vísu fyrir
hvaða aðstæður sem er og samdi
meira að segja eina handa mér
þegar ég hóf skólagöngu. Ég
dáðist ávallt að virðingu hans
fyrir íslenskri tungu og hans
staðfasta minni.
Í öðru sunnudagskaffi hjá
ömmu og afa var honum mikið í
mun að muna eftir texta sem
hann hafði haft dálæti á sem ung-
ur maður. Ég og bróðir minn
fundum umrætt lag og spiluðum
fyrir afa en textinn eftir Kristján
frá Djúpalæk byrjaði svo; „Svo
skotinn sem hann afi var í
ömmu.“ Afi var nefnilega alltaf
svo skotinn í henni ömmu og
hefðu þau verið gift í sjötíu ár ný-
Þorkell Skúlason
Ástkær eiginkona mín og besti vinur, móðir,
dóttir, systir og tengdadóttir,
BIRGITTA RÓS BJÖRGVINSDÓTTIR
lést á líknardeild LSH miðvikudaginn
17. október. Útförin fer fram frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn
29. október klukkan 15.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á framtíðarreikning
dóttur hennar, Camillu Mistar, reikn.nr. 322-13-303027,
kt. 090502-2040.
Andri Þór Ólafsson
Camilla Mist S. Andradóttir
Björgvin Th. Kristjánsson Sigríður Ingólfsdóttir
Karitas Ósk Björgvinsdóttir Aron Björn Kristinsson
Björgvin Pétur Björgvinsson
Hildur Aðalsteinsdóttir Ólafur Ágúst Baldursson