Morgunblaðið - 26.10.2018, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018
✝ Sigurlaug Sig-urðardóttir
húsmóðir fæddist á
Klöpp á Seltjarnar-
nesi 28. júlí 1930.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Vesturlands, Akra-
nesi, 10. október
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður B.
Bjarnason, f. 1.12.
1901, d. 8.12. 1968, og Sigurlín
Jónsdóttir, f. 4.7. 1908, d. 22.12.
1988. Bræður Sigurlaugar eru
leifsdóttur. Hann hefur verið í
sambúð með Marianne Elling-
sen síðustu 23 ár. 3) Ægir
Magnússon, f. 1.8. 1957, í sam-
búð með Ragnheiði Gunnars-
dóttur. Á hann þrjú börn úr
fyrra hjónabandi með Guðríði
Jóhannsdóttur, sem lést 10.10.
2001. 4) Hafsteinn Þór Magnús-
son, f. 1.9. 1960, hann á eina
dóttur með Laufeyju Loga-
dóttur.
Sigurlaug flutti á fyrsta ári til
Akraness þar sem hún hefur bú-
ið alla tíð og gekk þar í skóla.
Ung fór hún að vinna í fisk-
vinnslu, síðar í Apóteki Akra-
ness og síðast starfaði hún í
mötuneyti Íslenska járnblendi-
félagsins.
Útför hennar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 26. októ-
ber 2018, klukkan 13.
Benedikt, f. 29.4.
1935, d. 11.10.
2017, Jón B., f. 6.10.
1936, d. 25.12.
1982, og Helgi, f.
5.4. 1942.
Börn Sigur-
laugar eru: 1) Sig-
rún Rafnsdóttir, f.
21.10. 1951, maki
Einar Jóhann Guð-
leifsson, eiga þau
þrjú börn. 2) Sig-
urður Bjarni Gylfason, f. 1.8.
1955. Hann á tvö börn úr fyrra
hjónabandi með Sólrúnu Guð-
Í dag verður jarðsungin frá
Akraneskirkju tengdamóðir mín,
Sigurlaug Sigurðardóttir. Hún
sagði við mig fyrir um ári þegar
ég hélt því fram að hún yrði
örugglega hundrað ára: Nei, það
ætla ég svo rétt að vona ekki.
Hún sagði að þetta væri orðið
gott og að hún væri tilbúin.
Sigurlaug, eða Lauga eins og
hún var alltaf kölluð, náði háum
aldri, eða 88 árum. Stærsta hluta
ævinnar bjó hún ein. Hún eign-
aðist fjögur börn. Sigrúnu, Sig-
urð, Ægi og Þór.
Sigrún var alin upp hjá móður-
ömmu sinni og afa, Sigurlínu og
Sigurði. Ég kynntist Laugu þeg-
ar við Sigrún byrjuðum að búa
saman á Gneistavöllum eða
Kirkjubraut 7.
Þrifnari konu hafði ég ekki
kynnst fyrr, var þó kominn frá
frekar þrifalegu heimili. Gulu
gúmmíhanskarnir voru eins kon-
ar vörumerki, en hún var oftast í
þeim þegar hún var heima. Ég
var þá að læra vélvirkjun og þvoði
Lauga vinnufötin mín vikulega,
og beið hún stundum eftir mér í
þvottahúsinu með gulu hanskana.
Einu sinni tókst mér ekki að
taka launin úr vasa á gallabuxun-
um og fengu þau þennan fína
þvott, það varð ekki mikið eftir af
hálfsmánaðar laununum, bara
tægjur.
Heimili Laugu var alltaf eins
og enginn hefði verið þar, fínpúss-
að í hólf og gólf. Lauga hafði mjög
gaman af að sækja mannfagnaði
og klæddi sig þá gjarnan í sitt fín-
asta púss og setti upp flotta hatta.
Drengina sína ól hún upp með
glæsibrag þótt hún væri eina fyr-
irvinnan og virtist aldrei skorta
neitt.
Hún skuldaði heldur engum
neitt. Hún ferðaðist ekki mikið,
enda átti hún ekki bíl og var ekki
einu sinni með bílpróf. Mjög
sterkar skoðanir hafði hún sem
kom vel í ljós þegar bróðir hennar
Benedikt lyfjafræðingur fékk
ekki Apótek Akraness sem þá var
laust til umsóknar, þá bara hætti
hún að vinna þar, en þar hafði hún
unnið til fjölda ára og þekkt af
frábærri þjónustulund og lipurð
og ekki var hún síður vinsæl á
Tanganum eða (Grundartanga)
þar sem hún lauk starfsferlinum.
Minni hafði Lauga betra en
flestir, ættfróð með ólíkindum,
hún hafði líka þann sið að rekja
garnirnar úr öllum sem hún hitti,
þó hún þekkti viðkomandi lítið.
Moggann las hún spjaldanna á
milli. Upp á útlitið passaði hún
sérlega vel, fór í hárgreiðslu,
nagla- og fótsnyrtingu reglulega.
Það er ekki nema rúmur einn
og hálfur mánuður síðan ég fór
með hana í síðustu fótsnyrt-
inguna.
Það er svona eitt ár síðan að
Laugu tók að hraka. Hún fékk
hálfsmánaðar hvíldarinnlögn á
Höfða og það sama á HVE Akra-
nesi þaðan sem hún átti ekki
afturkvæmt og lést þar 10. októ-
ber síðastliðinn.
Ég þakka Laugu allt það sem
hún hefur verið mér og fjölskyldu
minni. Blessuð sé minning Sigur-
laugar Sigurðardóttur.
Einar Jóhann Guðleifsson.
Ég hitti Sigurlaugu fyrst fyrir
15 árum þegar ég fór að vera með
Ægi syni hennar. Þegar hún
heilsaði mér í fyrsta sinn spurði
hún hvort þetta samband væri til
frambúðar. Þetta lýsir Laugu vel.
Hún sagði alltaf það sem hún
hugsaði og var ekki feimin við
það. Hún lét fólk alltaf heyra það
ef henni mislíkaði en einnig ef hún
var ánægð. Okkur kom alltaf vel
saman og bar aldrei skugga á vin-
skap okkar.
Lauga var skemmtileg og geð-
góð. Hún var nett og kvik í hreyf-
ingum og fór hún allra sinna ferða
gangandi um bæinn á meðan hún
hafði heilsu. En hún var mjög
heilsugóð fram yfir áttrætt.
Lauga var dugleg í vinnu og
hafði alið upp sína þrjá stráka ein
og stjanað við þá. Hún var með
eindæmum þrifin og á heimili
hennar var alltaf allt hreint og allt
í röð og reglu.
Hún hafði mjög gaman af að
punta sig og vera í fínum fötum.
Fylgdist með tískunni og vildi
alltaf eiga það nýjasta og flottasta
þó svo að hún væri komin á ní-
ræðisaldur. Margir eiga minning-
ar um búðarferðir með henni þar
sem hún var að skoða það nýjasta.
Hún hafði mikinn áhuga á fólki
og mér fannst sem hún þekkti alla
á Akranesi og vissi deili á þeim.
Ef eitthvað var í fréttum frá
Akranesi var hringt í Laugu og þá
vissi hún eitthvað um málið.
Lauga fylgdist vel með öllu sínu
fólki, var mjög frændrækin og var
í góðu sambandi við bræður sína
og þeirra fjölskyldur.
Það var gott að koma í heim-
sókn til Laugu. Hún var alltaf
með tilbúið kaffiborð með skons-
um, kleinum og ýmsu öðru góð-
gæti.
Ég á eftir að sakna þess að
heimsækja hana á Skagann.
Blessuð sé minning Sigurlaugar
Sigurðardóttir.
Ragnheiður Gunnarsdóttir.
Nú er amma Lauga horfin á
braut. Hún var skýr í hugsun al-
veg fram á síðasta dag. Ég held
að hugur hennar hafi verið nokkr-
um áratugum yngri en skrokkur-
inn og það var sárt undir það síð-
asta að fylgjast með þessari
síungu sál reskjast hratt. Lauga
var mikil pæja og skvísa. Hún
vandaði val á klæðnaði og klædd-
ist nýjustu tísku. Að sjálfsögðu
voru það tískustraumarnir í versl-
unum á Akranesi sem réðu ferð-
inni en á tyllidögum brá hún sér í
borgina og keypti þar það allra
fínasta. Lauga lá ekki á skoðun
sinni og tilkynnti verslunareig-
endum reglulega ef þeir voru að
kaupa inn eitthvað sem henni
þótti „helvíti ljótt“. Hún var alltaf
með langar pæjuneglur og lét hún
húðflúra á sig nýjar augabrýr og
blýantsstrik í kringum varirnar.
Þannig viðhélt hún æskunni og
vinkonum mínum þótti mikið til
þess koma hve vel hún var á sig
komin. Það er mér minnisstætt
þegar Lauga kom eitt sinn í borg-
ina, snaraði sér inn í verslunina 17
og kom út með sams konar leð-
urjakka og vinkona mín var nýbú-
in að kaupa. Hún hafði keypt
tískuflík sem algengt var að kon-
ur klæddust sem voru 30 til 40 ár-
um yngri en hún. Vinkona mín
lagði sínum jakka í kjölfarið.
Lauga var lágvaxin, smágerð,
hress og margir á Akranesi
þekktu til hennar. Hún fylgdist
vel með og var fljót að spyrja fólk
hverra manna það væri. Hún
fylgdist með helsta slúðrinu og
við áttum löng samtöl á útgáfu-
dögum Séð og heyrt enda taldi
hún nauðsynlegt að fara vel yfir
hagi glamúrliðsins og þá sérstak-
lega óvænt sambandsslit.
Lauga var góð húsmóðir og
bauð alltaf upp á dýrindis veiting-
ar. Þegar Benni minn var í námi
sendi hún mér reglulega heima-
bakað bakkelsi. Ég held að hún
hafi talið að ég kynni ekkert að
baka. Reyndar settist þetta allt á
okkur í formi aukakílóa og ég er
svo sem ekki viss um að hún hafi
verið hrifin af því. Laugu fannst
fuglakjöt ógeðfellt af einhverjum
orsökum. Ég er enn með sam-
viskubit yfir því að hafa tekið þátt
í því að skrökva af henni að reykta
kalkúnaskinkan sem var að boð-
stólum í jólaboði væri svínakjöt.
Ég og Lauga vorum afar góðar
vinkonur og töluðum við saman í
síma næstum hvern einasta dag.
Hún tók því ekki alltaf vel ef ég
gleymdi að hringja í hana en var
þó fljót að jafna sig. Mig grunar
að hún hafi litið á mig eins og
dóttur. Hún dáðist að þeim sem
öfluðu sér háskólamenntunar en
var lítt menntuð sjálf og tók ekki
einu sinni bílpróf. Um tíma vann
hún í apóteki. Þegar ég réð mig til
starfa í apóteki kom í ljósi að hún
bar mikla virðingu fyrir starfs-
fólki slíkra verslana og er hér um
bil eina manneskjan sem ég veit
til að hafi snobbað fyrir tiltekinni
stétt verslunarmanna.
Það verður erfitt að venjast því
að Lauga sé farin. Við ræddum
vanalega saman þegar ég var ný-
komin úr vinnunni og það er ekki
laust við að símanotkunin hafi
dregist umtalsvert saman við frá-
hvarf hennar. Ég hugga mig við
að hún er eflaust að sýsla eitthvað
með Benna bróður, fyrrverandi
lyfsala í Keflavík. Veröldin geng-
ur í hringi og það er því við hæfi
að ímynda sér hún sé nú aftur far-
in að vinna í apótekinu.
Guðrún Einarsdóttir.
Amma Lauga, eða frú Sigur-
laug eins og ég kallaði þig stund-
um því þú varst alltaf svo glæsileg
kona, löngu neglurnar þínar sem
voru alltaf lakkaðar, hárið alltaf
blásið og fínt, svo voru fötin ekki
síðri. Spurninguna „er ég ekki
flott svona?“ heyrði ég oft og þú
vissir sjálf hversu glæsileg þú
varst. Þú tókst alltaf eftir því ef
ég var í einhverju nýju og ef þér
fannst það flott þá var ég oftast
send út í búð að kaupa eins handa
þér. Þó að aldursmunurinn á okk-
ur sé mikill skipti það ekki máli,
því þú vildir alltaf vera í tískunni
og passaðir alltaf að spyrja hvort
fötin sem voru keypt væru ekki
ný. „Er þetta ekki nýkomið“
heyrðist alltaf áður en var borgað.
Þó að þú værir ein í heimili voru
búðarferðirnar út í Krónu ansi
margar í hverri viku því alltaf
varð að vera til nóg af öllu og eitt-
hvað með kaffinu því gestirnir
fengu ekki að fara nema fá sér
eitthvað að borða, þú passaðir
alltaf upp á það. Hver búðarferð
tók líka sinn tíma hvort sem þú
varst með mér eða ekki því hlut-
irnir voru ekki keyptir á sama
stað, kleinurnar voru betri í Bón-
us en flatbrauðið betra í Krón-
unni og besta kjötið var í Einars-
búðinni, lengi má telja upp fleiri
búðir og hluti. Svo þurfti að
spjalla við þá sem þú þekktir,
hvað er að frétta? var alltaf fyrst
spurt, þú vissir svo ótrúlega
margt og þitt áhugamál var ætt-
fræði. Ég þurfti oft að minna þig á
að ég væri 64 árum yngri en þú og
vissi ekki um hvern eða hvað þú
værir að tala um frá þinni tíð og
jafnvel eldri tíð. Síðustu dagar
eftir að þú kvaddir hafa verið
skrítnir, engin amma í gluggan-
um á V11 að bíða eftir að maður
komi í heimsókn, ef ég var ekki
hjá þér þá hringdirðu í mig og
spurðir hvort ég væri ekki að
koma. Síðustu mánuðina sem þú
varst sem veikust var ég mikið
hjá þér og veitti þér þá aðstoð
sem þú þurftir og eru þær stundir
mér dýrmætar í dag þó svo að
þær hafi tekið á og hefur það tek-
ið á þig líka að vera háð öðrum,
því þú varst vön að vera ein og
hafa hlutina eins og þú vildir.
Heimilið þitt var alltaf hreint og
fínt enda varst þú með þrifnari
manneskjum sem ég hef kynnst,
elsku amma mín. Þú varst alltaf
til í smá grín og tókst alltaf undir
ef ég var að grínast í þér og hlóg-
um við mikið saman og spiluðum
einnig mikið. Þú varst einstök
með allar þínar sérþarfir og sér-
visku sem gerði þig svo skemmti-
lega og eftirminnilega. Ég minn-
ist þín sem elskulegrar ömmu og
dugnaðarkonu sem hafði sína
skoðun á hlutunum. Við pabbi eig-
um þér margt að þakka og við
vorum einstaklega heppin að eiga
þig. Ég trúi því að afi Logi hafi
tekið vel á móti þér enda voruð
þið miklir vinir og höfðuð gaman
hvort af öðru og þið fylgist með
mér.
Elsku amma, komið er að
kveðjustund. Ég geymi þig í
hjarta mínu um ókomna tíð.
Takk fyrir allt,
Hafdís Lilja Hafsteinsdóttir.
Lauga frænka, sögðu börnin
mín, en hún var mágkona mín.
Hún var eina dóttir foreldra sinna
og elst barna þeirra; á eftir komu
þrír bræður. Hún var mjög falleg
ung stúlka, var líka alltaf vel til-
höfð og vildi vera naglalökkuð
fram á síðasta dag. Hún hafði
mjög sérstaka skapgerð, en var
aldrei leiðinleg. En líf hennar
varð ekki dans á rósum. Hún varð
ung einstæð móðir með fjögur
börn, þó að Sigrún, elsta barn
hennar, hafi að mestu verið alin
upp hjá foreldrum hennar. En
hún fékk alla þá hjálp hjá þeim
sem hægt var að veita.
Hún vann í apótekinu á Akra-
nesi um árabil hjá Fríðu Proppé
lyfsala og Sverre Valtýssyni lyfja-
fræðingi. Haft var í flimtingum á
Akranesi hvert af þeim þremur
talaði hraðast. Þau töluðu öll jafn-
hratt, en skildu hvert annað
mætavel.
Þar að auki vafðist ekki fyrir
þeim að lesa á lyfseðlana eins og
læknarnir páruðu á þá í gamla
daga. Þegar Fríða Proppé lést
flutti Lauga sig um set og fór að
vinna í eldhúsinu á Grundar-
tanga, hún kunni vel að elda mat
og var með eindæmum þrifin.
Rykkorn voru ekki velkomin í
hennar híbýlum.
Ég kynntist henni fyrst þegar
hún var ófrísk að fjórða barninu
sínu og kærastinn að fara frá
henni. Þetta var erfiður tími hjá
Laugu minni en hún átti góða að.
Á fyrsta árinu okkar Benna sam-
an í Reykjavík kom hún í heim-
sókn, gerði sér lítið fyrir og fór á
tá að leita að ryki uppi á efsta
skáp hjá okkur. Þetta fyrirgaf ég
henni auðvitað og samband okkar
varð með ágætum. Hún hringdi
alltaf með jöfnu millibili til okkar,
sagði okkur fréttir af Akranesi,
hver væri veikur, dáinn, grafinn
eða fluttur á Höfða, þangað ætl-
aði hún sér aldrei að fara. Oft þeg-
ar hún sagði mér fréttir og ég
vissi ekki um hvern hún var að
tala sagði hún: „Hvað, veistu ekki
hver þetta er?“ eða þessi orð
hennar: „Auðvitað veistu það.“
Hún gleymdi að taka með í reikn-
inginn að ég átti ekki samfellt
heima á Akranesi. Ef ég vissi ekki
spurði ég Benna eða fór í bæk-
urnar um Akurnesinga.
Hún hafði mikinn áhuga á
mönnum og málefnum en kunni
þá list að þegja yfir leyndarmál-
um. Nú hringir hún ekki oftar til
mín að segja fréttir eða að fá
fréttir af fjölskyldunni. Ég sé eft-
ir henni.
Blessuð sé minning hennar.
Heiðrún Þorgeirsdóttir.
Lauga mín, já nú ertu farin
elsku vinkona, einstök vinkona
sem ég hef átt í ansi mörg ár.
Kynni okkar Laugu byrjuðu þeg-
ar ég kom rúmlega tvítug að
störfum í mötuneyti Íslenska
járnblendifélagsins og vann ég
þar með henni þar til hún lét af
störfum vegna aldurs. Myndaðist
með okkur gott og traust sam-
band sem varað hefur allt til
dagsins í dag.
Lauga var góð vinkona og átti
hún stundum það til að gleyma
hver aldursmunurinn var á okk-
ur, því þegar við áttum spjall
saman var hún að rifja upp það
sem gerðist á hennar yngri árum
og átti ekki orð yfir að ég skyldi
ekki muna eftir þessu eða hinu,
jafnvel fólki sem var einhverjum
árum eldra en hún sjálf, því minn-
ið sem hún hafði var engu líkt.
Böllin sem við fórum á saman
þegar Geirmundur Valtýsson vin-
ur okkar spilaði í Borgarnesi, þá
fórum við saman kerlurnar sem
unnum saman og það sem þér
þótti gaman. Gafst ekkert eftir,
dillaðir þér og dansaðir.
Pönnukökurnar maður minn,
ekki má gleyma þeim, því oft hef
ég og mín börn notið góðs af þeim,
og man ég eitt skipti þegar ég var
ekki heima, þá hafðir þú hringt og
sonur minn svarar og á spjall við
þig og spyr þig hvenær þú ætlir
að baka pönnukökur fyrir sig. Þá
spyr Lauga: Kann mamma þín
ekki að baka pönnukökur? Jú,
sagði hann, en ekki eins góðar og
þínar. Svo næsta eða þarnæsta
dag hringir síminn, Lauga á lín-
unni: Ætlar þú ekki að koma og
sækja? Sækja hvað? Nú pönnu-
kökurnar. Þá hafði stráksi ekki
sagt mér að hann hefði beðið
Laugu að baka fyrir sig og svo
sannarlega er það rétt, bestu
pönnsurnar komu frá Laugu, en
hennar mælikvarði var sá í sam-
bandi við þykktina á þeim að það
ætti að vera hægt að lesa Morg-
unblaðið í gegnum þær. Ekki hef-
ur verið hægt að lesa Moggann í
gegnum mínar! Mömmukökurn-
ar, sviðasultan, sörurnar, jóla-
kortin – ég get haldið áfram, sam-
verustundirnar, símtölin, en læt
hér staðar numið.
Nú ertu sofnuð svefninum
langa, elsku Lauga mín, eins og
þú sagðir stundum þegar þú varst
að tala um svefnvenjur hjá unga
fólkinu og öðrum: maður sefur
víst nóg þegar maður er kominn í
þessa hvítu.
Bestu þakkir fyrir okkar kæru
vináttu.
P.s. Ég kom til skila þú veist.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Írena vinkona og fjölskylda.
Sigurlaug
Sigurðardóttir
Fallin er frá okkar
kæra vinkona allt of
fljótt. Við kynntumst
fyrir margt löngu og
áttum saman yndislegar stundir,
bæði hérlendis og erlendis, vor-
um í Enskuskóla Erlu Ara og sát-
um alltaf saman alla þá vetur.
Fórum allar saman til Eng-
lands, bæði í ensku og golf, hún
spilaði ekki en kom samt með.
Við ætluðum að verða meistarar.
Það var Setta okkar sem var
meistarinn í öllu sem hún tók sér
fyrir hendur – aldrei vandamál,
bara hafa gaman stelpur, eins og
hún sagði alltaf og brosti sínu fal-
lega brosi.
Þetta var dásamlegur tími. Við
lærðum mikið af henni og situr
eftir í minningunni um yndislega
vinkonu. Blessuð sé minning
hennar.
Við vottum eiginmanni, börn-
Sesselja Sigurrós
Gísladóttir
✝ Sesselja Sig-urrós Gísladóttir
fæddist 11. nóv-
ember 1945. Hún lést
29. september 2018.
Útför hennar fór
fram 11. október
2018.
um og aðstand-
endum okkar
dýpstu samúð.
Jóhanna Kr.
Sigurð-
ardóttir og
Erna Elías-
dóttir.
Elsku Setta. Nú
ert þú komin á vit
nýrra ævintýra í
öðrum víddum.
Þegar ég fékk símtalið sem til-
kynnti mér þessa breytingu á
högum þínum átti ég erfitt með
að trúa því og á enn í erfiðleikum
með að aðlaga mig að þeirri til-
hugsun að við eigum ekki eftir að
lenda í fleiri ævintýrum saman að
sinni.
Við kynntumst fyrir nokkrum
árum og höfum ferðast talsvert
saman, aðallega um hálendi Ís-
lands, ásamt öðrum félögum í
Hústrukkunum.
Allar þessar ferðir hafa verið
frábærar og áttir þú stóran þátt í
að gera þær að því sem þær voru,
yndislegri kona er vandfundin.
Alltaf söfnuðumst við saman und-
ir markísunni hjá ykkur Viggó
eða inni í bíl hjá ykkur, dúkur og
blóm á borðum og eitthvað til að
nasla – allir velkomnir.
Margar myndir koma upp í
hugann þegar hugsað er til baka,
m.a. þessar:
Veiðivötn í nóvember, myrkrið
algert en Ampinn auðfundinn þar
sem þú varst búin að láta hengja
upp seríur á hús og bíla og kerta-
ljós loguðu við innganginn.
Hvanngil eftir hellirigningu,
komin uppstytta, markísan kom-
in út og allir mættir til Settu og
Góa.
Ég kom aðeins seinna eftir að
hafa gengið með prinsinn, þú vík-
ur úr sæti og segir mér að setjast,
ekki við annað komandi. Sjálf
settist þú í tröppurnar á bílnum.
Jökulgil í Landmannalaugum
fyrir tæpum mánuði. Bændur að
smala fé, við komum í humátt á
eftir.
Þarna í þessu stórfenglega og
fallega landslagi áttum við síð-
asta knúsið – afar viðeigandi því
þannig varst þú, falleg að utan
sem innan.
Þetta er aðeins brotabrot af
myndunum, afganginn geymi ég í
albúmi minninganna.
Kæra Setta, við Grétar þökk-
um þér samfylgdina og biðjum
góðan Guð að vera með þér um
ókomna tíð.
Viggó og fjölskyldu sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigurlína og
Grétar Hrafn.