Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018
✝ Ómar IngiFriðleifsson
fæddist í Reykjavík
19. mars 1970.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans
13. október 2018
eftir erfið veikindi.
Foreldrar Ómars
eru Friðleifur
Björnsson, f. 10.5.
1940, og Elva Reg-
ína Guðbrands-
dóttir, f. 30.7. 1941. Bróðir Óm-
ars er Gunnar Þór Friðleifsson,
f. 10.6. 1962, kvæntur Ingu Guð-
mundsdóttur, f. 20.7. 1966. Börn
Gunnars og Ingu eru Katrín
Elva Gunnarsdóttir, f. 5.12.
1995, og Karl Friðleifur
Gunnarsson, f. 6.7. 2001.
Árið 1990 trúlofaðist Ómar
Signýju Mörtu Böðvarsdóttur, f.
dóttir, f. 15.7. 1936, d. 19.6.
1995. Systkini Svölu eru Ómar
Ægisson, f. 29.1. 1956, d. 28.11.
2016, Jón Guðni Ægisson, f.
16.2. 1957, Gísli Theodór Ægis-
son, f. 16.5. 1958, d. 3.10. 2010,
Álfheiður Hulda Ægisdóttir, f.
4.4. 1959, og Guðný Ægisdóttir,
f. 21.12. 1962. Synir Svölu, sem
Ómar gekk í föðurstað, eru
Anice Theodór Chebout, f. 17.2.
1997, og Abraham Amin Cheb-
out, f. 4.6. 1998.
Ómar ólst upp í Laugarnes-
hverfinu í Reykjavík. Hann
starfaði hjá Sambíóunum frá
unga aldri á hinum ýmsu svið-
um, lengst af sem sölustjóri
Samfilm. Ómar var mikill
áhugamaður um kvikmyndir og
tónlist. Hann var þáttastjórn-
andi ýmissa tónlistarþátta í út-
varpi í gegnum árin, m.a. hjá
Stjörnunni og X-inu, og skrifaði
ýmsar greinar um tónlist og
kvikmyndir í dægurmiðla.
Útför Ómars fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 26. októ-
ber 2018, og hefst athöfnin
klukkan 15.
29.7. 1970 og eign-
uðust þau soninn
Oliver Ómarsson, f.
23.8. 1990. Þau
slitu samvistum
sama ár. Kærasta
Olivers er Arna
Björk Óðinsdóttir,
f. 1.8. 1995, og eiga
þau soninn Mikael
Frey Oliversson, f.
15.3. 2018.
Árið 1998 kvænt-
ist Ómar Sigríði Ingólfsdóttur, f.
29.1. 1973, og eignuðust þau
soninn Inga Þór Ómarsson, f.
18.11. 1997. Þau skildu árið
2003.
Sumarið 2017 kvæntist Ómar
Svölu Lind Ægisdóttur, f. 27.10.
1970. Foreldrar Svölu voru Ást-
þór Ægir Gíslason, f. 25.9. 1932,
d. 8.3. 1990, og Sólveig Jóns-
Elsku ástin mín, maðurinn
minn, besti vinur minn, sálufélagi
minn og hjartagullið mitt.
Að þú sért farinn frá mér er
mér óbærilegt, þrátt fyrir erfiðan
tíma undanfarna mánuði þá var
ég viss um að þú myndir hafa bet-
ur, þú ætlaðir að sigra í þessari
baráttu, og þú barðist af þvílíkum
krafti og æðruleysi og alltaf með
bros á vör. Þú ert svo mikið hetj-
an mín.
Ég get ekki hugsað það til
enda að þú komir ekki aftur, að
þú komir ekki inn um dyrnar á
hverri stundu brosandi fallegur
að kyssa mig og segja mér hvað
þú hafir saknað mín í dag og hafir
hlakkað svo til að koma heim til
að umfaðma mig með ást þinni
sem ég fann svo sannarlega fyrir
alltaf.
Að við höfum ekki átt meiri
tíma saman er svo sárt, þá loksins
ég fann þig. Þú spilaðir það svo
oft fyrir mig, „Loksins ég fann
þig“ með Björgvini Halldórs, og
sagðir mér hvað þú værir þakk-
látur fyrir að hafa fundið mig,
ástin mín eina.
Það var best í heimi að vera
elskuð af þér, að hlæja með þér
og gráta. Þú varst svo góður við
mig alltaf og ég er þér svo þakk-
lát.
Þegar þú komst inn í líf mitt
breyttist allt, við urðum eitt,
gerðum allt saman og nutum lífs-
ins saman, ég kynntist öllu góða
fólkinu sem þér fylgdi sem stend-
ur við hlið mér eins og klettar í
dag á þessum erfiðu tímum. Mik-
ið sem ég er þakklát fyrir það.
Við gerðum svo margt saman,
hversu magnaðir tímar, þú elsk-
aðir lífið og það fundu allir fyrir
því.
Þú kunnir að njóta þess og
varst stöðugt að hugsa hvað við
gætum gert næst, alltaf með plön
um eitthvað skemmtilegt að gera.
Varst alltaf að koma mér á óvart
og hugsaðir svo vel um mig og
strákana.
Þú ert fyrirmynd þeirra og
gafst þeim svo mikið, þú gekkst
þeim í föðurstað og fyrir það er
ég líka svo þakklát því betri
mann er ekki hægt að finna. Þeir
sakna þín svo sárt og eru að
passa mig svo vel fyrir þig.
Elsku engillinn minn, ég sakna
þín svo mikið og mér er svo illt í
hjartanu mínu núna, en ég veit þú
ert hjá mér og ég geymi hjá mér
það sem þú sagðir við mig áður
en þú kvaddir mig alltof fljótt.
Þú ert fallegasta sál sem hef
ég kynnst, með hlýjasta hjarta-
lagið, fallegasta brosið, besta
faðmlagið og hreinustu ástina.
Til hamingju með daginn okk-
ar á morgun, elsku ástin mín, það
er ekki bara afmælisdagurinn
minn heldur okkar, dagurinn sem
við trúlofuðum okkur fyrir fjór-
um árum.
Ég elska þig af öllu mínu
hjarta, elsku hjartans ástin mín.
Þín
Svala.
Pabbi minn er látinn eftir að
hafa barist hetjulega við krabba-
mein. Hann var besti pabbi sem
hægt var að óska sér. Ekkert
kemur í hans stað og það er sárt
að vita að ég sé hann aldrei aftur.
Ég get aldrei þakkað honum nóg-
samlega fyrir allar góðu stund-
irnar og það mun aldrei líða sá
dagur að ég muni ekki sakna
hans.
Takk, pabbi, ég elska þig, þá,
nú og að eilífu.
Ingi Þór Ómarsson.
Elsku drengurinn okkar Ómar
Ingi Friðleifsson er látinn um
aldur fram, hann var alveg ein-
stakt eintak, góður, samvisku-
samur, trúr og gjafmildur. Hann
var vinur vina sinna og þeir voru
margir.
Hann átti auðvelt með að eiga
samskipti við eldra fólk og því var
hann hjálpsamur. Hann var mik-
ið hjá ömmu Dídi og afa Þorgeiri,
sem sagði einu sinni „alveg er
þetta einstakur drengur, þegar
hann kemur til okkar og stoppar
eitthvað þarf hann alltaf að fá að
hringja í mömmu sína til að láta
vita af sér“. Ungur að árum lað-
aðist hann að tónlist og síðar
bættist kvikmyndaáhuginn við.
Öllum peningum sínum varði
hann til plötukaupa sem mömmu
þótti nóg um og sagði, ætlar þú
að eyða öllum peningunum í plöt-
ur og þá sagði hann er það ekki
betra en að eyða þeim í brennivín
og tóbak. Mikið og gott samband
var á milli hans og bróður hans
Gunnars Þórs þótt átta ár hafi
verið á milli þeirra. Svo kynntist
hann góðri stúlku, henni Signýju
Mörtu Böðvarsdóttir, þau trúlof-
uðust en það samband stóð stutt.
Þau eignuðust soninn Oliver, sem
var mikið hjá afa sínum og ömmu
fyrstu árin sín. Oliver og sam-
býliskona hans Arna Björk Óð-
insdóttir eiga saman soninn
Mikael Frey, sjö mánaða. Ómar
var stoltur afi en of stutt var sam-
vera þeirra. Seinna kynntist
hann yndislega góðri stúlku, Sig-
ríði Ingólfsdóttur, voru þau gift
til fjölda ára og eignuðust soninn
Inga Þór. Þau skildu. Sigga okk-
ar, þakka þér fyrir hjálpsemina,
þú sast hjá Ómari og leyfðir
Svölu að skreppa heim. Þú hjálp-
aðir henni eftir lát hans með fjöl-
margt sem þurfti að gera. Fyrir
fjórum árum kom Svala Lind
Ægisdóttir inn í líf hans, þau voru
ástfangin og samhent og gerðu
margt saman á stuttum tíma.
Svala sat og svaf hjá honum í þær
átta vikur sem hann dvaldi á
sjúkrahúsum. Þau giftu sig svo 8.
júlí 2017. Svala átti tvo drengi áð-
ur, Anice og Abraham. Þeim þótti
vænt um Ómar og honum um þá.
Svala mín, þakka þér fyrir að
elska hann Ómar okkar og gera
honum lífið léttara. Við eigum öll
eftir að sakna hans. Við trúum
því að hann sitji núna í blóma-
brekkunni með ömmum sínum og
öfum og líti eftir Árna litla
frænda sínum. Við þökkum þér
fyrir allt sem þú varst. Sjáumst
seinna, elsku drengurinn okkar,
mamma og pabbi.
Nú hefur Ómar bróðir minn
yfirgefið þennan heim eftir hetju-
lega baráttu við krabbamein. Mig
langar til að þakka þér, litli bróð-
ir, fyrir allar gleðistundirnar sem
við áttum saman. Þú varst litli
bróðir minn þar sem þú varst átta
árum yngri, en ég gat líka kallað
þig stóra bróður þar sem þú á
unglingsárum náðir að verða
töluvert hærri en ég.
Þú varst einstaklega góðhjart-
aður og hjálpsamur, gerðir eng-
um manni mein og aðstoðaðir þá
sem voru í neyð. Þú sagðir aldrei
nei þegar ég var að biðja þig um
aðstoð og man ég sérstaklega eft-
ir því þegar ég keypti mér risa-
stórt sjónvarp, 85 kg að þyngd,
og ég þurfti að koma því upp á
þriðju hæð og auðvitað varstu
mættur og af því að þú varst
stærri og sterkari þá tókstu að
þér að vera fyrir aftan tækið sem
þýddi að þú hélst á því nánast
aleinn og það frá kjallaranum því
það reyndist of stórt til að komast
inn um aðalinnganginn. Það var í
fyrsta sinn sem ég sá þig svitna
eitthvað að ráði. Við vorum báðir
með sama áhugamálið sem var
tónlist og bíómyndir. Við gleypt-
um þetta í okkur og fljótlega
varstu kominn með það mikla
þekkingu á þessum heimi að þú
fórst að vinna við að miðla tónlist
til almennings í gegnum ljós-
vakamiðla í gegnum þína eigin
þætti Hvíta tjaldið og Danslistinn
og komst líka fram í PartyZone.
Ég dáðist að þekkingu þinni og
það var mikil skemmtun að
hlusta á þig og ekki má gleyma
rappinu því að þú varst braut-
ryðjandi í flutningi á slíkri tónlist
hér á Íslandi, þótt hún væri ekki
hátt skrifuð hjá mér. Þú tengdist
svo kvikmynda- og myndbanda-
heiminum í gegnum SAMbíóin,
fyrst sem dyravörður í Bíóhöll-
inni og Bíóborginni og vannst síð-
ar til fjölda ára sem sölustjóri hjá
SAMFilm. Það var svo skemmti-
legt og minnisstætt að fá þig í
heimsókn á jólunum, þú gladdir
börnin okkar svo mikið með gjöf-
unum þínum sem tengdust þess-
um skemmtanaheimi og þú varst
í miklu uppáhaldi hjá þeim að
sjálfsögðu. Lífið er ekki alltaf
sanngjarnt og þú sem aldrei
varst veikur greinist svo með
krabbamein og hverfur frá okk-
ur. En það góða við að hafa verið
útvarpsmaður er að rödd þín var
tekin upp svo ég get haldið áfram
að hlusta á þig, bróðir sæll, um
ókomna tíð þangað til við hitt-
umst aftur.
Gunnar Þór og fjölskylda.
Það er sárara en tárum taki að
kveðja þig, kæri, kæri Ómar. Að
sitja eftir full tómleika en fljóta
þó áfram í straumi minninganna.
Ég var bara 17 ára þegar við hitt-
umst, þú 20 ára. Við smullum
saman, eins ólík og við vorum, þá
var eins og við hefðum alltaf
þekkst. Við gátum setið tímunum
saman og rætt um lífið og til-
veruna. Tónlist og kvikmyndir
voru auðvitað oftast umræðu-
efnið. Við tókum stundum daga
þar sem við fórum í 5, 7, 9 og 11
bíó og svo var rúntað á eftir og
spjallað um myndirnar. Kvöldin
voru alltaf ung með þér.
Við deildum gleði og sorg og
leiddumst út í lífið, ungt fólk með
sameiginlegar vonir og vænting-
ar. Við stofnuðum heimili. Þú átt-
ir Oliver þinn frá fyrra sambandi
og svo eignuðumst við hann Inga
Þór okkar.
Þó að leiðir okkar hafi skilið og
við slitið okkar samvistum þá
ríkti alltaf virðing og vinátta okk-
ar í milli. Það var svo einkenn-
andi fyrir þig. Þú, þessi stóri og
sterki maður, hafðir líka stórt og
hlýtt hjarta.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
verið nálægt þessar síðustu vik-
ur. Það var óendanlega dýrmætt
að sitja hjá þér og bara horfa
saman á sjónvarp. Skiptast á
stuttum samræðum, því að langt
spjall var bara orðið þér of erfitt.
Síðasta kvöldið sem ég eyddi með
þér var uppi á líknardeild. Afa-
strákurinn Mikael var í heimsókn
ásamt foreldrum sínum. Anice
bisaði við að halda nettenging-
unni í gangi svo hægt væri að
horfa á landsleikinn. Svala þín
flögrandi í kringum þig. Notaleg
fjölskyldustund. Þegar ég kvaddi
þig kyssti ég þig á kinnina í
kveðjuskyni. Þú straukst mér um
vangann, horfðir í augun á mér
og sagðir: „Takk fyrir allt.“ Þeg-
ar ég snéri mér við í dyrunum
spurðir þú: „Hvar er Ingi minn?“
Ég sagði „við Ingi komum á
morgun“ en það varð ekkert á
morgun.
Minningin lifir áfram, elsku
Ómar, um stóran mann með stórt
hjarta, yndislegan pabba og góð-
an vin.
Sigríður Ingólfsdóttir.
Mikil er sorg mín eftir að
dásamlegur maður er fallinn frá.
Hann var svo sannarlega top-
peintak af manni sem mér þótti
svo undurvænt um. Faðir Inga
Þórs barnabarns míns. Mikill er
missir hans. Mikill er missir
Svölu minnar og Siggu minnar
sem staðið hafa eins og klettur
við hlið Ómars í þessum erfiðu
veikindum. Ég held að þetta sé
eitt það fallegasta sem ég hef séð
í mannlegum samskiptum. Það er
gott að vita til þess að það er til
gott fólk í þessum heimi. Fólk
sem lætur sig varða um erfiðleika
og sorg. Fólk sem lætur ekki for-
tíðina eyða ást sem maður hefur á
öðrum. Hvernig sem lífið fer á
hvolf. Um leið og kveð þig, X-ið
mitt, með þakklæti fyrir allt og
allt, sendi ég öllum aðstandend-
um mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Þín
Björg.
Fallinn er frá kær frændi okk-
ar, Ómar Friðleifsson. Feður
okkar eru systkinabörn og því
lágu leiðir okkar saman í gegnum
uppeldisárin og síðar. Við minn-
umst Ómars frænda með hlýju og
kærleika. Það voru ófá afmælis-
boðin haldin hjá þeim bræðrum
Ómari og Gunnari Þór á Sund-
laugaveginum og hjá okkur á
Unnarbrautinni á Seltjarnarnesi,
sem rifjast nú upp við fráfall Óm-
ars. Í boðunum var Ómar hrókur
alls fagnaðar. Hann var glettinn,
léttur í lund og hafði gaman af því
að segja sögur. Ekki átti hann
langt að sækja það. Bæði Elva og
Dúddi, foreldrar hans, og bróðir
hans, Gunnar Þór, eru gædd
sömu eiginleikum. Ómar hafði
siglfirska sögugenið, eins og við
systkinin köllum þennan eigin-
leika á góðri stundu. Ekki fór
framhjá neinum að Ómar hafði
yndi af tónlist og kvikmyndum.
Hann vann í Sambíóunum frá
unglingsaldri og hafði alltaf á
takteinum hvaða kvikmyndir
væru bestar hverju sinni. Hann
var sá besti í að ráðleggja hvað
bæri að sjá. Fyrir nokkru veiktist
Ómar. Hann tókst á við þau veik-
indi af hetjuskap og æðruleysi.
Hann var lánsamur að eiga
sterka og góða fjölskyldu, sem
studdi hann í hetjulegri baráttu
hans gegn sjúkdómnum þar til
yfir lauk. Að leiðarlokum þökkum
við Ómari fyrir samverustundir
okkar í gegnum árin. Við munum
minnast þeirra með hlýju. Við
vottum fjölskyldu og ástvinum
Ómars okkar dýpstu samúð. Guð
blessi minningu hans.
Siv, Ingunn, Árni og
Friðleifur Friðleifsbörn
Síðustu dagar hafa verið
skrítnir, tómir og einmanalegir.
Maður hefur staðið sjálfan sig að
því að vera að bíða eftir ein-
hverju. Vanalega var maður í
stöðugu sambandi við þig. Maður
fær hnút í magann af sorg og
tómleika þegar maður hugsar um
þetta. Verður þetta bara svona?
Að setjast niður og skrifa minn-
ingarorð um besta vin sinn sem
er fallinn frá er óraunverulegt.
Kunningsskapur okkar frá
upphafsárum X-ins og sameigin-
leg ástríða okkar á tónlist leiddi
okkur saman. Úr varð vinátta
sem styrktist jafnt og þétt þang-
að til að þú varst kominn í innsta
kjarna í mínu lífi og orðinn minn
besti vinur.
Ómissandi þáttur nánast alla
föstudaga eftir vinnu í öll þessi ár
var að koma og hitta þig til að
gera upp vikuna og fara yfir hlut-
ina. Það var alveg sama hvað var
búið að ganga á yfir vikuna; það
hvarf um leið þegar maður settist
hjá þér með einn ískaldan. Það
voru ófáar góðar stundir hjá okk-
ur vinunum.
Þú varðst eiginlega að vera
með í öllu sem maður tók sér fyr-
ir hendur, hvort sem það var
hnitfélagið, matarklúbburinn,
landsleikir, tónlistarhátíðir, G,
eða allar ferðirnar á Kaffibarinn.
Ég veit ekki hve oft þú mættir
einn manna og settist hjá mér á
meðan ég var að plötusnúðast á
hinum og þessum stöðum. Sú
minning mun fylgja mér alla tíð.
Allt upptalið og meira til er löðr-
andi í mikilli vináttu og skemmti-
legheitum. Við vorum alltaf eilífð-
artáningar.
Elsku vinur, takk fyrir öll
„mómentin“ og dásamlegar
minningar sem ylja manni núna á
þessum erfiðu tímum.
Takk fyrir:
Hlátursköstin, til dæmis þegar
þú komst og sóttir mig úr
vinnunni og þurftir að leggja út í
vegkant af því við hlógum svo
mikið yfir vandræðalegu atviki í
vinnunni.
Kvöldið sem við eyddum sam-
an á H12 hinn 30. desember sl.,
þar sem við slúttuðum árinu sam-
an í tónlist, skáluðum og þú sagð-
ir mér hluti.
Dásamlega mómentið þegar
við tókum mynd af okkur með
Davíð Oddssyni.
Að fá að vera með þér á ham-
ingjustundum, til dæmis þegar
þið Svala genguð í það heilaga.
Öll giggin og tónlistarhátíðirn-
ar sem við fórum saman á.
Að láta þig hafa það að aðstoða
Andrés við að bera mig heim eftir
DJ Leffé-kvöldið.
Að kynna mig fyrir Svölu og
strákunum þínum.
„HEY!“-mómentið þegar þér
tókst að láta okkur Svölu grenja
út hlátri.
Gæsahúðarmómentin á lands-
leikjunum þar sem við grétum,
fögnuðum í faðmlögum með blá-
ókunnugum karlmönnum.
HM-matarboðið okkar í sumar
þar sem við enduðum saman á
Kaffi Laugalæk. Í dag er það
kvöld verðmæt minning.
Allir G-föstudagsfundirnir
okkar.
Öll kvöldin þegar við dönsuð-
um af okkur sokkana og elskuð-
um tónlist.
Að vera gleðigjafi í lífi dætra
minna og Hörpu.
Að vera besti vinur minn.
Ég vil senda ást og innilegar
samúðarkveðjur til Svölu, strák-
anna þinna, allra aðstandenda og
vina.
Elsku Ommi minn, þakka þér
fyrir ómetanlega vináttu og góðu
stundirnar. Ég veit að þú bíður
eftir mér með einn ískaldan og
nýjasta skúbbið þegar við hitt-
umst næst. Megir þú hvíla í friði.
Minningin lifir.
Þangað til næst. Hey!
Þinn vinur,
Helgi Már.
Það er ólýsanlega erfitt að
kveðja þig, kæri vinur, þar sem
þú varst í blóma lífsins og áttir
svo mikið af hamingju og ást skil-
ið. Þú barðist eins og hetja við
þennan illvíga sjúkdóm sem að
lokum kallaði þig frá okkur allt of
snemma.
Það sem við dáðumst að þér
hvað þú varst æðrulaus og mikil
hetja í gegnum allt þetta erfiða
verkefni sem þér var falið og
varst alltaf léttur í lund og já-
kvæður. Hugsaðir alltaf meira
um þína nánustu og settir sjálfan
þig í síðasta sæti. Takk fyrir ára-
langa vináttu og endalaus samtöl
um okkar helstu áhugamál sem
voru kvikmyndir og allt tengt því.
Við þekkjum engan sem var jafn
fróður um bæði kvikmyndir og
tónlist og var það sannarlega þín
ástríða að lifa og hrærast í þeim
bransa. Gátum við endalaust tal-
að saman um allt sem tengdist
því og oft var tekist á í skoðunum
í þessum málum en alltaf í góðu.
Við eigum eftir að sakna þess
mikið að fá þig ekki oftar í kaffi til
okkar í Senu og spjalla um brans-
ann, börnin og allt milli himins og
jarðar. Mikið fannst okkur ynd-
islegt að fylgjast með þér og
Svölu kynnast og sjá ást ykkar
vaxa og dafna. Það sem þú varst
ástfanginn af Svölu þinni og var
ást ykkar svo einlæg, sönn og fal-
leg og sást það langar leiðir hvað
þið voruð miklir sálufélagar. Þú
varst breyttur maður, ástfanginn
upp fyrir haus og þorðir alveg að
sýna það en fyrir okkur varstu
alltaf þessi mjúki maður með
stóra hjartað en þarna kom það
bara svo augljóslega í ljós. Saman
áttum við síðustu bíóferðina og
þykir okkur óendanlega vænt um
þá stund.
Takk fyrir allt, elsku hjartans
vinur, við munum aldrei gleyma
þér né loforðinu.
Elsku Svala, Óliver, Ingi Þór,
Abraham, Anice og fjölskylda,
missir ykkar er mikill og vottum
við ykkur okkar innilegustu sam-
úð. Minning um einstakan mann
lifir.
Sólveig og Konstantín.
Elsku Ommi minn, orð fá ekki
lýst hversu mikið ég sakna þín.
Alltaf þegar ég mætti upp í bíó
tókst þú á móti mér með hlýja
brosinu þínu. Ég hugga mig við
það að ég hef átt yndislegar
minningar með þér sem ég mun
varðveita í hjarta mínu. Það var
enginn eins og þú, elsku Ommi
minn, enda er sárt að þurfa að
kveðja þig svona fljótt. Ég mun
aldrei gleyma síðasta skiptinu
sem við hittumst, mér þykir af-
skaplega vænt um þá stund. Þá
áttum við gott spjall um margt og
mikið. Þetta er mér dýrmæt
stund og er ég þakklát fyrir að
hafa fengið að hitta þig og eiga
góða stund með þér og þínum í
síðasta skipti. Mér þykir óskap-
lega vænt um þig og vildi ég að þú
hefðir fengið að vera lengur með
okkur. Ég mun hugsa vel um
Svölu þína og vera alltaf til staðar
fyrir hana.
Ég votta Svölu og strákunum
þínum mína dýpstu samúð.
Þín „dúlla“ eins og þú kallaðir
mig alltaf,
Guðný Ásberg Alfreðsdóttir.
Ómar Ingi
Friðleifsson