Morgunblaðið - 26.10.2018, Side 40

Morgunblaðið - 26.10.2018, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég skil ekki af hverju Þrymskviða hefur ekki verið sett oftar upp. Það eru ekki til margar íslenskar óperur og gamanóperan Þrymskviða var sú fyrsta sem sett var á svið. Þetta er alveg frábær ópera sem sýnd var í fyrsta og eina skiptið á sviði 1974,“ segir Bjarni Thor Kristinsson, bassi sem leikstýrir Þrymskviðu sem flutt verður í Norðurljósasal Hörpu í kvöld og annað kvöld kl. 20. Bjarni segir að höfundur Þryms- kviðu, tónskáldið, Jón Ásgeirsson, hafi fagnað 90 ára afmæli nýverið og það hefði þótti tilhlýðilegt í til- efni þess og 100 ára fullveldis Ís- lands að setja óperuna á svið aftur. „Það er mikið lagt í sýninguna sem skartar átta góðum einsöngv- urum auk Háskólakórsins sem fer með hlutverk ása og þursa. Í kórn- um syngja 70 manns og 40 manna Sinfóníuhljómsveit unga fólksins sér um tónlistina,“ segir Bjarni Thor og bætir við að mikil áhersla hafi verið lögð á að breyta Norður- ljósum Hörpu í framúrstefnulegt leikhús og það verði spennandi að sjá hvernig áhorfendur taki þeim breytingum. Stjórnandi Þrymskviðu er Gunn- steinn Ólafsson, stjórnandi Há- skólakórsins. Einsöngvarar í óper- unni eru þau Guðmundur Karl Eiríksson baritónn í hlutverki Þórs, Keith Reed bassa-baritónn í hlut- verki Þryms, Margrét Hrafnsdóttir sópran í hlutverki Freyju og Agnes Þorsteinsdóttir mezzósópran í hlut- verki Grímu. Þorsteinn Freyr Sig- urðsson tenór syngur hlutverk Heimdallar, Eyjólfur Eyjólfsson tenór hlutverk Loka, Gunnar Björn Jónsson hlutverk 1. áss og Björn Þór Guðmundsson hlutverki 2. áss. Þór í kvennmannsgervi Óperan Þrymskviða fjallar á gamansaman hátt um það þegar þrumuguðinn Þór uppgötvar að hamar hans, Mjölnir, er horfinn. Þrymur þursadrottinn hefur rænt Mjölni og heimtar Freyju í lausn- argjald en hún er ófáanleg til þess að fórna sér fyrir hamarinn. Þór bregður þá á það ráð að fara til Jöt- unheima í kvenmannsgervi í því skyni að endurheimta vopn sitt í fylgd Loka Laufeyjarsonar. Bjarni segist finna fyrir gríðar- legum áhuga á sýningunum og það kæmi ekki á óvart að uppselt yrði á þær báðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gamanópera Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins á æfingu með hljómsveitarstjóranum Gunnsteini Ólafssyni í Norðurljósum Hörpu. Þrymskviða flutt af 120 listamönnum Hunter Killer Spennutryllir í leikstjórn Donovan Marsh. Þegar rússneskur hershöfð- ingi gerir uppreisn, fangar forseta Rússlands og gerir tilraun til að koma þriðju heimsstyrjöldinni af stað, þurfa bandarísk stjórnvöld að bregðast skjótt við. Meðal leikara eru Billy Bob Thornton, Gerard Butler og Gary Oldman. Halloween Fjörutíu árum eftir að Michael Myers myrti þrjá á hrekkjavökunni snýr hann aftur til að ljúka verkinu. En nú er Laurie Stroder, sem slapp undan honum 1978, við öllu búin. Leikstjóri hrollvekjunnar er David Gordon Green. Meðal leikara eru Jamie Lee Curtis og Judy Greer. Belleville Cop Gamanmynd í leikstjórn Rachid Bo- uchareb. Þegar æskuvinur lög- reglumannsins Sebastians „Baaba“ Bouchard er myrtur af glæpamönn- um í Miami í Flórída hyggur „Baaba“ á hefndir. Meðal leikara eru Omar Sy og Luis Guzmán. Dywizjon 303 Dramatísk stríðsmynd um ótrúlega sögu herdeildar 303 í Konunglega breska flughernum, RAF, sem sam- anstóð að mestu af pólskum her- mönnum. Leikstjóri er Denis Delic. Meðal leikara eru Piotr Adamczyk og Kirk Barker. Den skyldige Dönsk spennu- og glæpamynd í leikstjórn Gustavs Möller. Dag einn fær lögreglumaðurinn Asger Holm símtal frá konu sem hefur verið rænt og upphefst þá æsispennandi atburðarás. Meðal leikara eru Jakob Cedergren, Jessica Dinnage og Omar Shargawi. Bíófrumsýningar Hrollvekja Jamie Lee Curtis leikur Laurie Stroder í Hrekkjavöku. Hrollur og spenna glens og glæpir The Guilty Metacritic 82/100 IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 18.00, 22.20 Dywizjon 303 IMDb 5,4/10 Bíó Paradís 17.45, 22.00 Mæri Metacritic 78/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 20.00 Dazed and Confused Metacritic 78/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 20.00 Cutterhead + Q&A IMDb 6,9/10 Bíó Paradís 20.00 Mandy Metacritic 81/100 IMDb 6,8/10 Bíó Paradís 22.10 Kler IMDb 7,8/10 Bíó Paradís 17.30 Hunter Killer 12 Lítt reyndur bandarískur kafbátaskipstjóri vinnur með bandarískum sérsveit- armönnum við björgum for- seta Rússlands, sem hefur verið rænt af uppreisnar- manni. Metacritic 39/100 IMDb 6,6/10 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 16.50, 19.40, 22.15 Sambíóin Akureyri 19.50, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 Halloween 16 Metacritic 68/100 IMDb 7,5/10 Laugarásbíó 17.00, 19.50, 22.10 Sambíóin Álfabakka 17.00, 19.20, 21.40 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 Smárabíó 19.20, 19.50, 21.50, 22.20 Háskólabíó 21.00 Bad Times at the El Royale 16 Metacritic 60/100 IMDb 7,5/10 Laugarásbíó 22.15 Smárabíó 19.30, 22.35 Háskólabíó 17.40, 20.40 Borgarbíó Akureyri 21.30 Billionaire Boys Club 12 Metacritic 30/100 IMDb 5,6/10 Sambíóin Egilshöll 22.40 Sambíóin Akureyri 22.20 Undir halastjörnu 16 Morgunblaðið bbbmn IMDb 6,8/10 Smárabíó 22.25 Háskólabíó 18.10, 20.30 Borgarbíó Akureyri 17.30 Johnny English Strikes Again Metacritic 36/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 16.00, 18.00, 20.00 Sambíóin Álfabakka 16.00, 18.00, 20.00, 22.10 Sambíóin Keflavík 18.00 Smárabíó 15.10, 17.30 Háskólabíó 18.30 Borgarbíó Akureyri 19.30 First Man 12 Metacritic 84/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.30 Night School 12 Metacritic 43/100 IMDb 5,5/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 The Nun 16 Metacritic 46/100 IMDb 5,7/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 The House with a Clock in Its Walls Metacritic 57/100 IMDb 6,3/10 Sambíóin Álfabakka 15.20, 17.40 Sambíóin Akureyri 17.15 Smáfótur Metacritic 60/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 15.30, 17.50 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Akureyri 17.20 Sambíóin Keflavík 17.50 Grami göldrótti Trausti er ungur drengur sem er óvart sendur yfir til annars heims þar sem hann verður að eiga við illgjarnan galdrakarl, Grami að nafni. IMDb 5,5/10 Laugarásbíó 17.00 Smárabíó 15.00, 17.20 Hin Ótrúlegu 2 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 80/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 15.20 Mamma Mia! Here We Go Again Sophie rekur nú gistiheimilið og lærir um fortíð móður sinnar en er ófrísk sjálf. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 60/100 IMDb 7,1/10 Laugarásbíó 19.50 Eddie er sífellt að reyna að ná sér niður á snill- ingnum Carlton Drake. Árátta Eddie gagnvart Carlton hefur haft vægast sagt slæm áhrif á starfsferil hans og einkalífið. Morgunblaðið bbnnn Metacritic 35/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 22.00 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Smárabíó 16.30, 16.40, 19.40, 22.10 Borgarbíó Akureyri 19.30, 21.30, 21.50 Venom 12 A Star Is Born 12 Kvikmyndastjarna hjálpar ungri söngkonu og leikkonu að slá í gegn. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 88/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.30, 22.00 Sambíóin Egilshöll 18.00, 20.00, 21.00 Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30, 22.15 Sambíóin Akureyri 19.30 Lof mér að falla 14 Þegar Magnea 15 ára kynnist Stellu 18 ára breytist allt. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur al- varlegar afleiðingar fyrir þær báðar. Morgunblaðið bbbbn IMDb 8,8/10 Smárabíó 16.30, 19.30 Háskólabíó 18.00, 20.50 Borgarbíó Akureyri 17.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.