Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018
L
ífsstílsvefurinn Smartland fór í loftið 5. maí 2011 og er því á átt-
unda ári. Frá fyrsta degi hefur vefurinn verið vinsæll lífsstíls-
vefur sem hefur sett áhugamál kvenna í forgrunn. Smartland
hefur einbeitt sér að því að gefa konum rödd og draga fram já-
kvæðar hliðar mannlífsins. Ég hef alltaf hugsað Smartland sem
sumardvalarstað, ákveðið fríríki, sem hægt er að leita í þegar
við þurfum pásu frá lífinu.
Það þýðir þó ekki að boðið sé eingöngu upp á sykurhúðaðar
glassúrfréttir alla daga heldur hefur Smartland þróast mikið síðan það fór í
loftið. Í dag lesa til dæmis 40% karla Smartland þótt vefurinn sé upphaflega
búinn til fyrir konur.
Fyrir tíu árum kviknaði hugmyndin um Smartland. Þá var Ísland nýhrunið
vegna framgöngu gráðugra karla sem hafði alvarleg áhrif á allt samfélagið. Ég
var til dæmis ein af þeim sem misstu vinnuna vegna niðurskurðar, ekki vegna
leti og gosleysis. Ég ákvað að vinna frekar uppsagnarfrestinn í stað þess að
liggja heima í fósturstellingunni. Ég vildi sýna stjórnendum hvað þeir voru að
missa. En oft er það þannig að fólk veit ekki hvað það hefur átt fyrr en það hef-
ur misst það. Þegar ég réð mig til starfa hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgun-
blaðsins og Smartlands, fékk ég atvinnutilboð frá fyrri vinnuveitanda sem
grátbað mig um að koma „aftur heim“.
Ég lærði margt af því að missa vinnuna. Ef ég hefði ekki misst hana hefði ég
kannski ekki áttað mig á því að hver og einn hefur val um það hvort hann ætlar
að vera í ljósinu eða í myrkrinu. Og ég hefði líklega ekki áttað mig á því að fólk
sem nær langt vinnur yfirleitt ekki bara milli kl. 8 og 16 á daginn. Í ólgusjó öm-
urlegra frétta dag eftir dag hugsaði ég með mér að það þyrfti að vera til lífs-
stílsvefur sem væri svolítið léttur og sniðugur og það væri ekki verið að henda
fólki fyrir strætó á hverjum degi. Það hvarflaði þó ekki að mér að slíkur vefur
yrði jafnvinsæll og hann er en að jafnaði er Smartland með um 140.000 not-
endur á viku.
Þegar við ákváðum að gefa þetta blað út fannst mér mikilvægt að taka viðtöl
við sterkar konur sem hafa farið sínar eigin leiðir í lífinu og upplifað eitthvað.
Sunna Elvíra Þorkelsdóttir lögfræðingur segir frá breyttum aðstæðum í lífi
sínu eftir að hún lenti í slysi í janúar á þessu ári. Hún er með þverlömun frá
brjósti og niður og mun aldrei geta stigið aftur í fæturna. Hún ákvað að takast
á við þessar breyttu aðstæður á sinn hátt og líta ekki í baksýnisspegilinn.
Ágústa Eva Erlendsdóttir er líka gott dæmi um sterka konu sem fer sínar
eigin leiðir. Við kynntumst almennilega þegar við vorum dómarar í Ísland Got
Talent og þá komst ég að því hvað er seigt í henni og hvað hún elskar mikið að
sprengja upp aðstæður. Hún fór ekki í leiklistarskóla en var samt valin úr hópi
300 leikkvenna sem sóttust eftir þriðja stærsta hlutverkinu í nýrri HBO-
þáttaröð sem sýnd verður um allan heim. Hún er þessa dagana í tökum í Nor-
egi þar sem hún býr ein með börnin sín og vinnur fyrir salti í grautinn.
Ef það er eitthvað sem þessar konur geta kennt okkur hinum þá er það lík-
lega að með dugnaði og þrautseigju er allt hægt. Sá sem er duglegur kemst úr
sporunum – hinir sitja eftir. Marta María Jónasdóttir
Íslenskar
kvenhetjur
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir martamaria@mbl.is, Nína Guðrún Geirsdóttir
ninagudrun @gmail.com Auglýsingar Jón Kristinn Jónsson jonkr@mbl.is Bylgja Björk Sigþórsdóttir bylgja@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina tók
Karl R. Lilliendahl
Hvað finnst þér mest spennandi
í hausttískunni?
„Það sem mér finnst spennandi eru að hausttískan
er mjög litrík og „shiny“, þar sem verið er að
blanda saman sumar-
munstrum við þykkari
flíkur. Einnig finnst mér
skemmtilegt að blanda
saman mjög fínum flík-
um við meira „casual“ og
sportlegar flíkur. Eins
og síðir blómakjólar við
grófa flauelsjakka og
netta kuldaskó eða striga-
skó. Fínflauelsdragtir með t-
shirt. Köflóttar síðar kápur
við gallabuxur, lága hæla og
grófa sokka. Mjög stórar
úlpur, glansandi áferð og
stór logo. Sólgleraugu eru fylgihlutur sem má ekki vanta þó að
það sé vetur,“ segir Helga.
Hvað dreymir þig um að
eignast fyrir veturinn?
„Mig dreymir um fallega skó og kápu. Ég er
mest í strigaskóm þessa dagana og langar í
fína skó með „kitten“-hæl. Ég er pínu kápu-
sjúk og langar alltaf í fallega kápu þegar fer
að kólna,“ segir hún.
Uppáhaldsfylgihlutur?
„Það er over-sized Gucci-taska sem ég keypti
nýlega. Hún er risastór og ég kem öllu vinnu-
dótinu mínu í hana, þar á meðal gamla og
þunga MAC Bookinum mínum.“
Hvað keyptir þú þér síðast?
„Ég var í Antwerpen í Belgíu í síðustu
viku og keypti mér tvær peysur og pils
í verslun sem heitir Essentiel. Mjög
skemmtileg verslun með fullt af litum,
munstrum og húmor. Önnur peysan er
röndótt, bleik og gulllituð, hin er ljósblá og
mjög mjúk, ég á eftir að vera í henni í allan
vetur. Dóttir mín sem er sex ára heimtaði að
ég keypti pilsið svo hún gæti erft það þegar
hún verður stærri. Þetta er „skipti“ pal-
íettupils, sem sagt palíetturnar eru bleikar
öðrum megin og dökkbláar hinum megin.“
Tískufyrirmynd?
„Ég á enga eina tískufyrirmynd. Ég vinn við að hanna föt og
grúska í tísku daginn út og inn. Mér finnst svo margt fallegt
og er eins og kamelljón þegar kemur að tísku. Það er
fólk úr ólíkum áttum sem veitir mér innblástur.“
Helga Ólafsdóttir, fatahönnuður og
eigandi iglo+indi, elskar litríka
blómakjóla og segir að málið í
hausttískunni sé að blanda spari-
fötum saman við hversdagslegri föt.
Marta María | mm@mbl.is
Helga í lit