Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018
Takið eftir veggflís-
unum. Á einum
vegg eru flísar með
fiskibeinamunstri
en á öðrum veggj-
um eru þær stórar.
„Mér finnst fólk vera að biðja um meiri þjónustu, það vill fá allan
pakkann. Það vill sérvalin húsgögn og aukahluti en það þekktist
ekki mikið áður. Mér finnst það mjög skemmtileg og í raun miklu
skemmtilegra en að hanna bara innréttingar í eitt herbergi,“
segir Hanna Stína.
Þarf alltaf að kaupa allt nýtt?
„Nei, alls ekki. Oft þarf bara nýja mottu eða eitthvert eitt nýtt
húsgagn til að búa til fallegri umgjörð. Fólk er farið að treysta
manni fyrir að klára þetta út í smæstu smáatriði. Það er hlutverk
innanhússarkitektsins að taka heimlið á næsta stig,“ segir hún.
Sleppa og treysta
Hanna Stína segir að íbúar hússins í Kópavogi hafi verið með
opinn huga og treyst henni fyrir heimili sínu.
„Húsráðendur voru sammála um að taka þetta verkefni alla
leið. Það er mikið lagt í smáatriði í húsinu og voru þau úthugsuð,“
segir hún og bendir á veggfóðrið sem er sett inn í bókaskápinn í
arinstofunni og fleira í þeim dúr. Hanna Stína notaði veggfóður
töluvert í húsið og veggfóðraði setustofu og hjónaherbergi, for-
stofu og fleira. Hún segir að veggfóðrið skapi meiri hlýleika og
gefi heimilinu meiri dýpt. Auk þess leggur hún mikið upp úr lýs-
ingu og var það Helgi í Lúmex sem hannaði hana.
Þegar Hanna Stína er spurð út í eldhúsið í þessu vandaða húsi
í Kópavogi segir hún að eldhúsið sé í raun mjög einfalt en þó með
þónokkrum smáatriðum sem gefa því meiri dýpt.
„Innréttingarnar eru úr tvennskonar efnivið. Annarsvegar
bæsaðri reyktri eik og hinsvegar sprautulakkaðar í brábrúnum
tón. Allar innréttingar í húsið voru sérsmíðaðar hjá Axis og er ég
mjög ánægð með handbragð þeirra. Í eldhúsinu er einn stór
skápaveggur með innbyggðum ísskápum og vinnuskápur og svo
mjög stór eyja sem er miðpunktur alls. Í skápaveggnum er mikið
af hirslum og því pláss fyrir allt.
Hanna Stína er hrifin af
fiskibeinamunstri og
notar það töluvert. Hér
er búið að setja falda
lýsingu á bak við
spegilinn.
Hér blandar Hanna Stína
saman marmara og gleri.
Innréttingarnar
eru vandaðar og
koma frá Axis.
SJÁ SÍÐU 24