Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 4
H
in bandaríska Weiss hóf að blogga árið 2010 og nokkrum
árum síðar hafði hún öðlast dyggan fylgjendahóp, eins
konar samfélag ungra kvenna. Það var á þeim grunni sem
Weiss stofnaði Glossier en hún þróaði fyrstu vörur fyrir-
tækisins út frá eigin reynslu af snyrtivörum. Aðalmottó
hennar er „húðin fyrst, svo snyrtivörur“ en Weiss þótti
snyrtivörurnar á markaðnum ekki henta sér og sinni fölu
og viðkvæmu húð. Einnig þótti henni miður að vita ekki
hvaða innihaldsefni þær höfðu að geyma og fannst fyrirtækin sjálf ráða of
miklu, þegar það væri neytandinn sem ætti að fá að ráða. Stífmálaðum fyrir-
sætum og stórstjörnum hefðbundinna snyrtivöruauglýsinga var skipt út fyrir
skínandi og óþekkt andlit.
Fljótlega varð merkið verulega vinsælt meðal ungra kvenna,
sér í lagi á Instagram. Vörurnar eru litaðar ljósbleikum
litum en bleiki liturinn hefur verið kallaður þúsald-
arkynslóðarbleikur eða „millennial-pink“, eitt
helsta trend síðari ára í auglýsingum ætluðum
konum af þúsaldarkynslóðinni (fæddum upp úr
1980). Vörunum fylgja t.d. límmiðar sem kaupand-
inn notar til að skreyta vörurnar eftir eigin höfði. Út-
koman er vægast sagt sniðin fyrir myndrænan miðil á við
Instagram, Það var jafnframt stór partur af viðskiptamód-
eli Weiss frá upphafi – að fá notendurna til að deila mynd-
um af vörunum og sjálfum sér á samfélagsmiðlum. Gaf það
þeim ákveðinn vettvang til að tjá sig og þróa merkið áfram.
Af þeim sökum ákváðu Glossier að auglýsa vörurnar ekki,
hliðhollir aðdáendurnir gerðu það fyrir þau. Forstjórinn
Weiss hefur jafnframt sagt að hún vilji ekki að fyrirtækið
snúist um að hún eða einhver ein manneskja stjórni og ráði
öllu. ,,Aðalmálið er að konur eru að uppgötva snyrti- og
fegrunarvörur í gegnum vini sína, punktur.
Fyrsta verslun Glossier opnaði í New York, í
tískuhverfinu Soho, þar sem röð var út um dyr
fyrstu árin. Í dag hefur merkið opnað útibú í
nokkrum borgum í Ameríku ásamt nokkrum
borgum í Evrópu (ekki enn á Íslandi, þó áhuga-
vert væri). Fyrstu vörurnar voru byggðar á
húðumhirðu; hreinsir, varasalvi, andlitssprey og
rakakrem. Fljótlega bættust í hópinn snyrtivör-
ur en ein söluhæsta vara þeirra í dag er nátt-
úrulegt augnbrúnagel, boy brow. Merkið lofar
að fela lýti og flekki án þess að fela freknur eða
svitaholur; Weiss segir að konur séu í grunninn
fallegar og þurfi ekki mörg lög af snyrtivörum
til að líða eins og þær séu samþykktar. Í fyrra
hóf Glossier í fyrsta sinn sölu á líkamskremi og
birti í kjölfarið myndir af nöktum konum í öll-
um stærðum og af öllum kynþáttum. Allar
glansandi og glossaðar. Boðskapurinn virðist falla
vel í kramið hjá ungum konum báðum megin við haf-
ið sem versla og fá hugmyndir að miklu leyti í gegn-
um Instagram og hafna þeim sem boða ákveðna
tegund af fegurð. Sýn Weiss var sem sagt sú að ungar konur væru í meiri
mæli að hafna hinni hefðbundnu hugmynd um snyrt andlit. Merkið birtir iðu-
lega myndir af konum með bólur og vandasama húð sem virðast hafa geisl-
andi Glossier-sjálfstraust, konur sem velja að hylja ekki andlitið þrátt fyrir
lýtin. Þetta er kynslóðin sem vill í auknum mæli láta treysta sér fyrir að
taka ákvarðanir um eigið útlit og neyslu og vill segja eigin sögu (allt þó
innan veggja Glossier). Weiss hitti þar naglann á höfuðið.
Snyrtivöruiðnaður samtímans er gífurlega stór og hefur líklega sjaldan ver-
ið stærri. Forbes birti grein í fyrra þar sem greint var frá því að iðnaðurinn
væri metinn á 445 milljarða dollara. Estée Lauder og L’Oréal eru þar
risarnir sem gnæfa yfir aðra. Það er því mikið í húfi fyrir snyrtivöru-
fyrirtæki í dag. Á Íslandi finnast ótal snyrtivörunetverslanir ásamt
fjölda af áhrifavöldum sem tala um snyrtivörur. Þá virðast vin-
sældir förðunarnáms engan endi ætla að taka. Það hefur því sjald-
an eða aldrei verið betri tími til að vera frumkvöðull í snyrti-
vöruheiminum.
Með komu Glossier var nýr tónn sleginn í snyrtivöruheiminum.
Margir fóru að hugsa: Er þetta það sem koma skal? Áherslur
sumra fyrirtækja beindust í nýja átt. Fókusinn færðist yfir á
ljómandi og heilbrigða húð sem lítur út fyrir að vera hraust
vegna útiveru eða líkamsræktar. Glossier er í grunninn skóla-
bókadæmi um það hvernig fyrirtæki nær að drottna yfir öllum
helstu trendum samtímans, hvort sem það er jákvæð líkams-
ímynd, litur eða samfélagsmiðlanotkun.
Glossier hefur fengið sinn skerf af gagnrýni, m.a. að vörurnar
hreinlega ,virki ekki á allar húðtegundir. Það er einmitt frekar
líklegt að vörur þeirra nái ekki að hylja alfarið hrukkur eða
dökka bletti eða önnur húðvandamál sem kunna að hrjá konur á
öllum aldri. En það er kannski heila málið, að konum geti liðið
vel með sig og sína húð óháð því hvort hún virðist fullkomin að
sjá. Arfleifð Glossier verður kannski þrátt fyrir allt innleiðing
nýrra hugmynda um fegurð hjá næstu kynslóðum.
Glossier
Snyrtivörumerkið Glossier er af mörgum talið eitt áhuga-
verðasta snyrtivörufyrirtæki á markaðnum í dag. Glos-
sier er tiltölulega nýtt fyrirtæki, stofnað fyrir aðeins fjórum
árum og er nú metið á a.m.k. sex milljarða króna. Konan
á bak við Glossier er hin 33 ára Emily Weiss, sem hafði
skapað sér orðspor fyrir blogg sitt Into the Gloss þar
sem hún fjallaði um fegurð og snyrtivörur.
Nína Guðrún Geirsdóttir ninagudrun@gmail.com
Þúsaldarkynslóðin
og fegurðarveldi
Emily Weiss
Emily
Weiss
Glossier
auga-
brúnagel er
vinsælt.
Glossier Cloud
paint kinnalitur
Glossier
Glossier Strech
hyljarinn hefur fengið
góða dóma.
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018
FÖRÐUN
SMARTLAND