Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 8
Þessi
kjóll fæst
í Zara.
Hausttískan frá
Ralph Lauren er
svona. Hún fæst í
Mathilda í Kringlunni.
Þessi
ullarkápa
fæst í Mat-
hilda í
Kringlunni.
G
óðu fréttirnar eru að hausttískan í ár er okkur, sem búum hér á hjara veraldar, hliðholl. Það hefur nefnilega
sjaldan verið eins mikið úrval af djúsí ullarkápum úr allskonar efnum, hlýjum skræpóttum peysum og síðbuxum. Þetta
þrennt fer svo sem nokkuð vel saman en svo má krydda með silkiblússum og jökkum, klútum, ljósum sólgleraugum og
þar fram eftir götunum.
Hausttískan í ár er nefnilega ekki svört og grá, hún er munstruð og sniðin eru víðari en oft áður. Þetta er svo-
lítið eins og við höfum stolist í föt mæðra okkar og séum átta ára en það er líka allt í lagi.
Konur sem elska síðbuxur sem ná upp í mittið geta sko aldeilis glaðst sig því slíkar buxur eru til í öllum
litum í verslunum landsins og líka á internetinu. Auðvitað smellpassa fjöldaframleidd föt ekki alltaf alveg
á mann en þá er um að gera að skokka út á næstu saumastofu og láta aðeins þrengja eða víkka, stytta eða bara hvað þarf hverju
sinni svo flíkin verði eins og sérsniðin. Nú eða læra bara að sauma, það er náttúrlega ódýrast og best.
Það fást geggj-
aðar kápur í
Boss-búðinni í
Kringlunni.
Þessi er þaðan.
Danska tísku-
skvísan Alex-
andra Carl þyk-
ir smart.
Smartaðu þig upp
fyrir veturinn ...
Hvernig ætlar þú á að taka á móti þessum vetri? Það er ekki nóg að dæla bara í sig vítamínum,
sofa nóg, fara í ræktina og allt það. Við þurfum að kunna að klæða okkur eftir veðri og vindum og
ekki er verra að vera svolítið glóandi og litríkur.
Marta María | mm@mbl.is
Gucci-
sólgleraugu
sem passa vel
inn í íslenskan
vetur. Þau fást á
www.net-a-
porter.com.
Keyrðu
upp
elegans-
inn ...
Nú og svo eru það
þunnu ullarpeysurnar
sem eru svo áberandi í
hausttískunni. Nauð-
synlegt er að eiga eina
slíka eða jafnvel tvær.
Kannski eina með rúllu-
kraga og aðra með V-
hálsmáli. The Lab línan frá Sand
er með sérlega góðar peysur en
þær fást í Mathilda í Kringlunni.
Þessar peysur passa við niður-
mjóu gallabuxurnar en líka við
pils eða síðar buxur sem ná upp
í mittið.
Hvað sem hver segir þá klæðir
okkur flest best að hafa ein-
hvern lit upp við andlitið. Allt
svart dregur bara fram baug-
ana, alveg sama hvað við setj-
um mörg lög af farða yfir!
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018
TÍSKA
SMARTLAND
Dýramunstur ...
Nú svo er það dýramunstur.
Annaðhvort finnst fólki dýra-
munstur flott eða alveg hræði-
lega lúðaleg. Ef þau heilla þá
getur þú aldeilis baðað þig upp
úr hlébarðamunstri því þau eru
út um allt og í öllum verð-
flokkum, öllum stærðum og
gerðum.
Þessi kápa
fæst í Boss-
búðinni í
Kringlunni.
Kápa frá
Gucci. Hún
fæst á
www.net-a-
poerter-
.com.
Peysa og
skyrta fást
í H&M.