Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 26
var að líma borgarkort inn í bækur til að líta ekki grunsamlega út á ferða- lögum sem unglingur. Í appinu er svo ótrúlega þægilegt að geta pinnað niður alla áhugaverða staði, hvort sem það eru veitingastaðir, söfn eða sveittar djassbúllur.“ Melkorka Sigríður Magnúsdóttir verkefnastjóri. „Ég geng mikið á fjöll og úti í náttúrunni og finnst gaman að velta fyrir mér nýjum leiðum. Wikiloc-forritið opnaði fyrir mér nýjan heim en þar eru leiðir um allan heim settar inn af fólki eins og mér og þér. Þarna fer ég oft og fæ hugmyndir að næsta fjalli sem ég ætla á og leiðinni sem er farin, ásamt því að setja inn sjálf nýjar leiðir. Einnig 112-smáforritið, sem er algjörlega nauðsynlegt þegar þú stundar mikla útivist. Að tékka sig inn og út eykur öryggið ef eitthvað skyldi koma upp á. Skyndihjálp er líka gott, hef ekki þurft að nota það ennþá sem betur fer en mæli með því að hafa í símanum.“ Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður. „Simple Habit er hug- leiðsluapp með fjölbreyttum og mislöngum hugleiðslum með mismunandi áherslum. Þar er hægt að nálgast fullt af upptökum frítt en þú get- ur líka borgað til að fá frek- ari aðgang. Ég er mest að nota 5 mínútna hugleiðslur til að grípa í. Mæli mjög með,“ Unnur Sverrisdóttir lyfjafræðingur. „Flo er að mínu mati nauð- syn fyrir allar konur. Það er þægilegt í notkun og auðveldar manni fyrst og fremst að fylgjast með tíðahringnum og sýnir hvenær egglos á sér stað. Ég man áður fyrr þegar maður var að reikna út og leggja á minnið. Það eina sem maður þarf að gera er að setja inn fyrsta dag blæðinga og appið sér um rest. Önnur snilld við forritið er að þar geturðu nálgast alls kyns upplýsingar um heilsu, pistla tengda tíða- hringnum, kynlífi, kvenlíkamanum og fleira.“ Alda Grave flugfreyja. „Ég stunda mikla líkamsrækt og finnst mikilvægt að halda utan um æf- ingarnar. Ég nota mikið Strava, sem mér finnst hvetjandi fyrir bæði hlaup og hjól. Forritið hlutar niður æfingarnar og tekur saman saman- lagðan tíma fyrir hverja æfingu og sýnir mér á korti hvert ég fór. Get líka tengt það við t.d. hjartsláttarmæli. Svo er ég með úr sem ég tengi við smáforritið og koma æfingarnar einnig þangað inn“ Ingibjörg Elín Magnúsdóttir lögreglukona. „Ég tel mig vera bókamanneskju og þegar get ég ekki lesið reyni ég að hlusta á bækur. Libby er smáforrit ætlað rafbókasafnsnotendum (þ.e.a.s. öllum sem eiga skírteini á bókasöfnum landsins). Úrval raf- og hljóðbóka í því finnst mér alveg frábært, sérstaklega vegna þess að appið er al- gjörlega ókeypis. Og hver kannast ekki við þá tilfinningu við að skila bók- um of seint – það er einfaldlega ekki hægt með Libby því á eindegi er bókunum skilað sjálfkrafa“ Roberta Šoparaite bókavörður. P ersónulega hef ég reynt að halda smáforritunum í lág- marki, takmarka mig við þau sem ég virkilega nota og veita mér gleði. Eins konar Marie Kondo-hugmyndafræði á símann. Fyrir utan samfélagsmiðla og tónlistarveitur eru nokkur forrit sem ég held upp á umfram önnur. Ég nota öpp m.a. til að hugleiða (Calm), fræðist um eigin tíðahring (M. Cycles) og færi inn á innkaupalista (Buy me a Pie!). Ég get skannað inn mynd af plöntunum mínum (Picture This) sem segir mér um hæl af hvaða tegund þær eru og hvernig umhirðu þeirra skuli háttað með reglulegum tilkynningum. Ætti því enginn að þurfa að muna sjálfur að vökva plönturnar sínar lengur. Það er hreinlega app fyrir hverja athöfn lífsins. Þannig tók snjallsíminn við af bókum og símtólinu og hefur auðveldað og flækt líf okkar til skiptis. Í þessu öllu saman finnast auðvitað skemmtilegar mótsagnir. Það eru til öpp sem hjálpa þér við að halda þér frá símanum þegar þú hittir annað fólk (hið stórsniðuga Flora) og smáforrit sem sýnir hversu miklum tíma þú eyðir í síman- um á degi hverjum (Moment – varúð, gætir fengið áfall). Athyglisbresturinn og Net- flix-áhrifin sem loða við mína kynslóð, þ.e. sú tilhugsun að alltaf sé eitthvað betra handan við hornið sem gerir það nær ómögulegt að halda sig við eina þáttaseríu, hefur líka haft áhrif á notkunina. Það er jafn auðvelt að eyða út og að ná sér í nýtt. Hvað sem því líður þekki ég það af eigin raun að sum forrit hafa burði til að auðvelda mér lífið og hjálpa mér að ná settum markmiðum. Við fengum nokkrar íslensk- ar konur sem sinna margvíslegum störfum til að segja okkur frá því hvaða smáforrit í símanum þeirra auðveldar eða kryddar lífið þeirra með ein- hverjum hætti. „Ég verð að segja Wunderlist. Ég bý í sveit og það er svo þægilegt að nota það til að safna upplýsingum fyrir það sem þarf að gera í næstu Sel- foss- eða Reykjavíkurferð. Svo er ég með verkefnalista fyrir ýmis verkefni sem þarf að sinna í sveitinni, t.d. málningarvinnu. Einnig alla jólagjafa- lista. Svo er hægt að deila listunum með fólki eftir því sem við á.“ Matthildur María Guðmundsdóttir verkfræðingur. „Ég held að Goodreads sé það smáforrit sem hefur haft jákvæð áhrif á líf mitt. Ég les töluvert meira og það auðveldar mér að finna innblástur að bókum til að lesa. Það er líka bara þægilegt í notkun og skemmtilegt að sjá hvað aðrir eru að lesa, sem gefur manni hugmyndir.“ Kristrún Kristinsdóttir rekstrarstjóri. „Þegar ég ferðast erlendis finnst mér frábært að nota Easy Currency Converter. Það er einfalt og mjög hentugt, sérstaklega ef maður fer til margra landa með mismunandi gjaldmiðil á stuttum tíma.“ Snædís Björgvinsdóttir doktorsnemi. „Ég myndi mæla með CityMaps2Go-appinu af því það er sennilega það sem ég nota mest á öllum ferðalögum mínum. Ég minnist þess þegar ég Thinkstock Snjallsímar – böl eða blessun? Smáforrit Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Mest notuðu forritin í lífi flestra snjallsíma- notenda eru líklegast samfélagsmiðlarnir, notkun þeirra verður þó ekki gerð til umfjöllunar hér. Nína Guðrún Geirsdóttir | ninagudrun@gmail.com 26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 TÆKNI SMARTLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.