Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 14
Á gústa Eva er ólíkindatól. Hún veður í allt og lætur fátt stoppa sig, er mjúk og alls ekki átakafælin eins og svo margar konur. Nú er hún búin að landa þriðja stærsta hlutverkinu í nýrri HBO-seríu sem sýnd verður á öllum rásum stöðvarinnar um heim allan. Þetta er í fyrsta skipti sem HBO framleiðir sjónvarpsþátt á Norður- landatungumáli. Þessi þáttaröð heitir Beforeigners en 300 leikkonur í Skandinavíu fóru í prufur fyrir hlut- verkið en Ágústa Eva landaði því. Það var tvennt sem gerði það að verkum að hún fékk hlutverkið, fyrir utan leikhæfileika, hún kann norsku eftir að hafa búið í Noregi þegar hún var 11 ára og svo er hún slagsmálahundur eftir að hafa æft bardagaíþróttir í mörg ár. Hún segir að Noregur fari vel með þau. „HBO skaffar mér íbúð og bíl og það fer vel um okkur. Börnin eru mest- megnis hérna í Noregi hjá mér og ég er með aðstoð sem passar þau meðan ég er í tökum. Svo eru margir Íslendingar sem búa hérna og við höfum bara svolítið dottið inn í þetta samfélag, sem er gott,“ segir hún. Ágústa Eva hefur gert margt á sínum ferli. Hún komst í heimspressuna sem Sylvía Nótt, hefur leikið í bíómyndum, sýnt 200 sýningar fyrir fullu Borgarleikhúsi sem Lína Langsokkur og gefið út plötur svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er langstærsta hlutverk sem ég hef fengið á mínum ferli. Eftir langt og strangt prufuferli fékk ég hlutverkið og hófust tökur nú í haust. Ég verð því meira og minna í Noregi fram í byrjun næsta árs en svo munum við líka taka upp í Litháen,“ segir Ágústa Eva. Ég hef aldrei verið með frægðardrauma Ágústa Eva Erlendsdóttir er íslensk kvenhetja. Hún dvelur í Noregi þessa dagana ein með börnin sín tvö en hún leik- ur þriðja stærsta hlutverkið í nýrri HBO-seríu sem sýnd verður um allan heim. Í viðtali við Mörtu Maríu Jónasdóttur ræðir hún um þetta stóra tækifæri og hvernig hún þurfti að læra allt upp á nýtt eftir slys sem hún varð fyrir. Marta María | mm@mbl.is Ljósmyndir/Karl R. Lillendahl  SJÁ SÍÐU16 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 VIÐTAL SMARTLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.