Morgunblaðið - 03.12.2018, Side 1

Morgunblaðið - 03.12.2018, Side 1
M Á N U D A G U R 3. D E S E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  284. tölublað  106. árgangur  22 dagartil jóla Sendu jólakveðju á jolamjolk.is BROTTFALL ÚR SKÓLUM ER EKKI LÖGMÁL ALDARLÖNG SAGA NOTAR HÁ- FLEYGAN TEXTA Í BARNASÖGUM MENNTASTOFNUN Í BORGARFIRÐI 12 LEIKUR MEÐ MÁLIÐ 26ÞRÓUN FRAMTÍÐARINNAR 6 Hundrað ára afmæli fullveldis Ís- lands var fagnað með veglegum hætti 1. desember. Stúdentar við Háskólann lögðu blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar um morguninn, og vitjuðu einnig ásamt forsætisráð- herra og fleiri ráðamönnum leiðis Jóns Magnússonar sem var for- sætisráðherra 1918. Forsetahjónin tóku á móti Margréti Þórhildi Dana- drottningu í Hörpu um hádegisbilið, áður en formleg athöfn hófst við Stjórnarráðið kl. 13. Nokkur mann- fjöldi var við athöfnina, en kuldi og rok settu sinn svip á hana. Öllu fleiri mættu á Austurvöll síðar um daginn á mótmæli sem haldin voru vegna Klausturmálsins svonefnda. Um kvöldið var síðan hátíðardag- skrá í Eldborgarsal Hörpu, en þar afhenti Margrét Þórhildur Dana- drottning Guðna Th. Jóhannessyni útgáfu af einkadagbókum Kristjáns X., konungs Danmerkur og Íslands. Fyrr um daginn hafði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, afhent Lilju Alfreðsdóttur mennta- málaráðherra stafræn afrit af um 22.000 skjölum úr Ríkisskjalasafni Danmerkur um samskipti Íslands og Danmerkur á fyrri hluta 20. aldar, en þau skjöl hafa nú verið gerð að- gengileg á netinu. »2, 4 og 8-9 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fullveldi Forseti Íslands og Dana- drottning við setningu hátíðarinnar. Vegleg full- veldishátíð á aldarafmæli  Veðrið setti svip á hátíðarhöldin  Egersund Ísland á Eskifirði vinn- ur nú að uppbyggingu nýrrar þvottastöðvar fyrir fiskeldisnætur. Ekki er langt þar til starfsemin hefst, þvottavélin er komin á stað- inn en enn á eftir að koma upp miklu dælu- og hreinsikerfi. Eger- sund Ísland er hluti af samstæðu Egersund hinnar norsku, sem rek- ur átta nótaþvottastöðvar í ná- grenni við flest helstu fiskeldis- svæði Noregs. Barði Westin, þjónustustjóri fiskeldis hjá fyrir- tækinu, segir að mikil þörf sé á þessari þjónustu hér á landi, en hann vonast til að geta þjónað flest- um fiskeldisstöðvum landsins. Jafn- framt vonast hann til að hægt verði að gangsetja nýju þvottastöðina í byrjun nýs árs. Stefán Ingvarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að ótrúlega margir starfi þeg- ar við fiskeldi á Eskifirði og fyrir- tækið kaupi auk þess margvíslega þjónustu á staðnum. „Þetta á bara eftir að stækka,“ segir hann. »10 Fullkomin nótaþvottastöð á Eskifirði Þjóðskrá Íslands hefur hafnað 826 umsóknum um kerfiskennitölur á þessu ári. Umsóknum hefur fjölg- að umtalsvert að því er fram kem- ur í umsögn Þjóðskrár til þingsins er fjallaði um aðgerðir gegn peningaþvætti. Í mörgum tilvikum leikur grunur á að fölskum skil- ríkjum sé framvísað þegar sótt er um kerfiskennitölur vegna við- skipta. Þjóðskrá hefur hafnað slík- um umsóknum og tilkynnt málin til lögreglu. »16 Yfir 800 kerfiskennitölum verið hafnað Morgunblaðið/Golli Fjölgun Umsóknir um svokallaðar kerfis- kennitölur voru talsvert fleiri í ár en áður. Fjöldi fólks fylgdist með þegar ljósin voru tendr- uð á Óslóartrénu á Austurvelli í gær. Athöfnin markar upphaf aðventunnar í borginni og minn- ir á vinasambandið við Ósló. Peter N. Myhre, borgarfulltrúi í Ósló, ávarpaði gesti og afhenti Degi B. Eggertssyni bókagjöf til grunnskólanna. Upphaf aðventunnar í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjölmenni þegar jólaljósin voru tendruð Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Það er merkileg kjararýrnun sem við tökum eftir miðað við síðasta ár,“ segir Sara Öldudóttir, sérfræðingur hjá Eflingu, um niðurstöður nýrrar kjarakönnunar félagsins. „Heildar- launahækkanir hjá okkar fólki eru heldur minni en hjá öðrum hópum, það er bara tvö prósent heildar- launahækkun sem heldur vart í við verðbólgu. Samanborið við sex pró- sent á vinnumarkaðnum öllum,“ bætir hún við. Ekki leiðandi Lagafrumvarp um hvernig ákveða skuli launakjör embættismanna, sem áður heyrðu undir kjararáð, kom fram á Alþingi fyrir helgi. Í greinargerð segir að nýja fyrir- komulagið eigi að koma í veg fyrir að breytingar á launum æðstu embætt- ismanna verði leiðandi fyrir vinnu- markaðinn. Þá eru launaákvarðanir sagðar verða skýrari, gagnsærri og fyrirsjáanlegri en tíðkaðist undir kjararáði. Laun æðstu embættis- manna munu ekki hækka í heilt ár. Minni hækkun hjá Eflingu  Kjarakönnun Eflingar sýnir að félagsmenn hafa hækkað mun minna í launum en aðrir hópar  Launakjör æðstu embættismanna ákvörðuð með nýju kerfi Könnun Eflingar » Helmingur félagsmanna með fjárhagsáhyggjur » Laun félagsmanna hækkað mun minna en annarra » Margir leitað til vina og ætt- ingja um aðstoð MReikningsformúlur í stað … »2 Helmingur með … »6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.