Morgunblaðið - 03.12.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2018
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000 . heimsferdir.is
Beint flug
til Trieste
23 kg taska
og 10 kg
handfarangur
innifalið í verði
Börnin fljúga frítt með
Heimsferðum í júní
til Króatíu og Ítalíu
Brottfarir:
8., 18. og 29. júní
Veður víða um heim 2.12., kl. 18.00
Reykjavík -4 léttskýjað
Hólar í Dýrafirði -5 skýjað
Akureyri -4 snjókoma
Egilsstaðir -4 léttskýjað
Vatnsskarðshólar -3 heiðskírt
Nuuk -3 snjókoma
Þórshöfn 2 heiðskírt
Ósló 4 rigning
Kaupmannahöfn 5 rigning
Stokkhólmur 4 þoka
Helsinki -2 skýjað
Lúxemborg 11 súld
Brussel 13 skúrir
Dublin 12 skúrir
Glasgow 6 súld
London 12 skýjað
París 14 súld
Amsterdam 12 skýjað
Hamborg 9 súld
Berlín 6 súld
Vín 0 þoka
Moskva -5 snjókoma
Algarve 17 heiðskírt
Madríd 8 þoka
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 17 heiðskírt
Róm 11 léttskýjað
Aþena 10 skýjað
Winnipeg -6 alskýjað
Montreal 1 rigning
New York 10 rigning
Chicago 6 rigning
Orlando 26 léttskýjað
3. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:52 15:45
ÍSAFJÖRÐUR 11:28 15:18
SIGLUFJÖRÐUR 11:13 14:59
DJÚPIVOGUR 10:29 15:07
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á þriðjudag Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, og
snjókoma eða él, einkum um vestanvert landið fyrri-
partinn. Frost 0 til 18 stig, kaldast norðaustantil en
mildast við suðvestur- og suðurströndina.
Breytileg átt 5-13 og dregur úr éljum fyrir norðan en þykknar upp með snjókomu á köflum vest-
anlands undir kvöld, einkum suðvestantil. Frost herðir, mest norðantil.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Kalt var og vindasamt á laugardag-
inn þegar þess var minnst víða um
land að 100 ár voru liðin frá því að
Ísland varð frjálst og fullvalda ríki.
Setti veðurfarið nokkurt strik í
reikninginn við hátíðahöld þau sem
fram fóru við stjórnarráðið. Þrátt
fyrir það var nokkur hópur fólks
sem lét kuldann og trekkinn ekki á
sig fá og fylgdist með hátíðahöld-
unum, en einnig var hægt að horfa
á þau í beinni útsendingu á RÚV.
Álíka fjöldi virðist hafa sótt sam-
komuna og var við stjórnarráðs-
húsið þegar fullveldi var lýst yfir 1.
desember 1918.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra setti athöfnina með ávarpi
þar sem hún sagði meðal annars að
saga Íslands á síðustu 100 árum
hefði ekki verið saga „værðar og
hvíldar“. Sagði hún að kynslóð
fram af kynslóð hefði unnið sleitu-
laust til að „koma Íslandi í hóp
þeirra sjálfstæðu ríkja í heiminum
þar sem velmegun er mest. Margir
draumar hafa ræst og Ísland trónir
nú á toppi ýmissa þeirra lista sem
mæla hagsæld og velferð“.
Katrín sagði einnig að Íslend-
ingar ættu fullveldinu mikið að
þakka, en að um leið legði það rík-
ar skyldur á herðar okkar, meðal
annars þær „að standa vörð um
þau einstöku náttúruverðmæti sem
við eigum og nýta auðlindir okkar
með sjálfbærum hætti“, að tryggja
að allir íbúar landsins fái notið
samfélagslegra gæða og að skyn-
samlega sé haldið utan um stjórn
efnahagsmála og verðmætasköpun
til að tryggja lífsgæði í landinu. Þá
legði fullveldið þá skyldu á herðar
landsmanna að varðveita og tala ís-
lensku og tryggja „að við notum
hana ekki einungis um forna kappa
og kvenskörunga heldur líka um
það sem gerist í tölvuleikjum, fjár-
málamarkaði, veðurfræði og geim-
vísindum,“ sagði Katrín meðal ann-
ars í ávarpi sínu.
Meðal gesta við setningarathöfn-
ina voru Guðni Th. Jóhannesson,
forseti Íslands, Eliza Reid for-
setafrú, Margrét II. Danadrottning
og Lars Løkke Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur.
Auk Katrínar fluttu þau Krist-
björg Mekkín Helgadóttir og
Mathias Ölvisson, fulltrúar
Ungmennaráðs Heimsmarkmiða
Sameinuðu þjóðanna, og Jelena Ci-
riæ tónlistarkona einnig ávörp við
athöfnina og var þeim vel tekið af
viðstöddum.
Um átta kórar fluttu lög við há-
tíðina við undirspil og voru ýmis
ættjarðarljóð sungin.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Afmælisfagnaður Nokkur hópur fólks safnaðist saman við Stjórnarráðið til þess að minnast afmælis fullveldisins, þrátt fyrir að kalt væri og vindasamt. Athöfnin var einnig sýnd beint.
Álíka fjöldi var
viðstaddur 1918
100 ára afmælis fullveldis minnst
Ljósmynd/Magnús Ólafsson
Fullveldi Líklega voru litlu færri við Stjórnarráðið 1. desember 1918 en á 100 ára afmælinu á laugardaginn.
Fullveldi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú
tóku á móti Margréti Þórhildi Danadrottningu, fyrir miðju, í Hörpunni.