Morgunblaðið - 03.12.2018, Page 6

Morgunblaðið - 03.12.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2018 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is 40 ár á Íslandi Snjóblásarar í öllum stærðum og gerðum Hágæða snjóblásarar frá Stiga ST5266 PB Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Stærsta vandamálið í starfi ís- lenskra framhaldsskóla er mið- stýringin. Stjórnvöld þurfa nauð- synlega að gera breytingar á flóknu kerfi sem bundið er af venj- um og hefðum frá liðnum tíma,“ segir Hjálmar Árnason, fram- kvæmdastjóri Keilis. „Aðstæður í atvinnulífinu breytast hratt og tækniframfarir eru örar. Því kalli þurfa skólarnir að geta svarað með því að bjóða nám og skapa þekkingu sem fyrirtækin þurfa og kalla eftir.“ Nú á haustmisseri eru um 700 nemendur við Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ. Starfsemi skólans hófst haustið 2007 og var mót- leikur við erfiðu atvinnuástandi sem þá var á Suðurnesjum vegna brotthvarfs Varnarliðsins árið áð- ur. Fyrir áratug voru aðeins 12% fólks á Suðurnesjum, 25 ára og eldra, með stúdentspróf. Nú er hlutfallið 27% og telur Hjálmar Árnason að þarna hafi starfsemi Keilis haft eitthvað að segja. Námsleiði er áberandi Við Keili er í dag starfrækt Háskólabrú með námsleiðum sem greiða eiga leið fólks með tak- markaða menntun í háskóla. Einn- ig Flugakademía; hvar fólk getur aflað sér réttinda í einkaflugi eða lagt fyrir sig atvinnuflug eða flug- virkjun. Við Íþróttakademíuna má nema einka- og styrktarþjálfun og svo fótgerðaaðgerðafræði. Í há- skóladeild er svo kennd, tölvu- leikjagerð í samstarfi við norskan háskóla og leiðsögn í ævintýra- ferðamennsku í samstarfi við fyrirtæki í Kanada. „Meirihluti nemenda okkar er í fjarnámi. Þegar atvinnuástand er gott nýtir fólk sér það eðlilega. Með góðu skipulagi og sterkum vilja reynist fæstum þetta til- ökumál. Margir nemda okkar á Háskólabrú eru að taka upp þráð- inn eftir langt hlé frá skóla til þess að styrkja stöðu sína á vinnumark- aði eða þá vegna þess að náms- áhugi þess er vakinn. Því miður er námsleiði áberandi meðal ung- linga sem í dag eru í framhalds- skólum; því margt í námsfyrir- komulagi og kennsluháttum tekur ekki mið af nútímanum,“ segir Hjálmar og heldur áfram: Brottfall er ekki lögmál „Að brottfall úr framhalds- skólum í dag sé um 35% er ekki lögmál; heldur nokkuð sem má breyta til dæmis með því að gefa skólunum aukið frelsi til að mæta nemendum og þörfum samfélags. Einhverjir óttast um gæði ef ábyrgðin er sett á herðar ein- stakra skóla. Því er til að svara að gæðin verða alltaf tryggð af við- takanda. Skóli sem skilar slöppum nemendum yrði einfaldlega ekki viðurkenndur af háskólum eða at- vinnulífi. Það eitt er nægt aðhald.“ Ekkert hefur breytt sam- félaginu jafn mikið á undan- förnum árum en net- og snjall- símavæðingin. Þetta er nýr veruleiki sem skólakerfið hefur ekki aðlagast að fullu og á stund- um er streist á móti, segir Hjálmar: „Skóla er að kenna ungu fólki að afla sér upplýsinga sem það getur svo lagt sjálfstæðan dóm á. Að kennarinn standi við töfluna og haldi fyrirlestur er úrelt fyrir- komulagi enda höfum við hjá Keili farið aðrar leiðir, svo sem með vendinámi þar sem kennarar og nemendur eiga í gagnkvæmum samskiptum, rökræða og fræðast. Reynslan af þessu er góð og svona viljum við þróa framtíðina. En ég leyni því ekkert að við höfum mætt ýmsum hindrunum og fyrirstöðum í kerfinu; nýjungar í framhalds- skólastarfi tefjast í seinvirku og um margt íhaldsömu stjórnkerfi. Háskólarnir með sitt akademíska frelsi hafa miklu meira svigrúm. Sam skynja þó nýjan tón hjá nýjum menntamálaráðherra sem eykur bjartsýni um að nauðsynlegar breytingar verði gerðar.“ Vilja námsbraut í leikjagerð Um þessar mundir er Keilir í samstarfi við skóla frá Hollandi, Danmörku og Svíþjóð. Þessir skól- ar leggja áherslu á námsbrautir í tækni tengdri leikjagerð, þrívídd og slíkum þáttum. Skólarnir eru hluti af frumkvöðlasetrum um leikjagerð. Hafa á sl.10 árum í Gautaborg orðið til yfir 100 fyrir- tæki í leikjagerð og skapast um 500 störf tengd leikjagerð. „Svíar gefa framhaldsskól- unum frítt spil til að þróa sig áfram og gera áhugaverða hluti. Sumt heppnast og annað ekki rétt eins og gengur en miklu oftar er útkoman jákvæð. Starfsemi skóla verður að þróast í takt við annað í samfélaginu, ellegar verður stöðn- un og í versta falli afturför.“ Miðstýring er hindrun í menntamálum, segir framkvæmdastjóri Keilis Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skólamaður Bjóða nám og skapa þekkingu sem fyrirtækin þurfa og kalla eftir, segir Hjálmar Árnason. Skólar þrói framtíðina  Hjálmar Árnason er fæddur árið 1950 og er kennari að mennt, með háskólamenntun í íslensku og skólastjórn. Hann starfaði fyrr á árum sem kenn- ari við grunnskóla og síðan Fjölbrautaskóla Suðurnesja, og var skólameistari þar í tíu ár.  Hjálmar var sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn 1995- 2007 sat Hjálmar á Alþingi. Eftir það varð hann fram- kvæmdastjóri Keilis. Að auki hefur Hjálmar sinnt fjölmörg- um félagsstörfum, og var um skeið formaður Skólameistara- félags Íslands. Hver er hann? Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vænta má þess að verðhækkanir á fólksbílum vegna vörugjaldabreyt- inga gangi að hluta til baka í kjöl- far lagabreytinga sem samþykktar voru á Alþingi í lok nýliðins mán- aðar og tóku gildi síðastliðinn föstudag, 30. nóvember. Helstu ástæður minnkandi sölu nýrra fólksbíla á árinu eru verð- hækkanir vegna styrkingar á gengi krónunnar og hækkun vöru- gjalda vegna breytinga á mæliaðferðum á út- blæstri bíla. Ræður þar mestu sam- dráttur undanfarna þrjá mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Sala dróst mikið saman Sala nýrra fólksbíla í nóvember var um 30% minni en í sama mán- uði í fyrra, sem var langstærsta ár í sölu bíla frá upphafi. Í nýliðnum mánuði voru alls 722 bílar nýskráð- ir en voru 1.026 í nóvember í fyrra. Fyrstu 11 mánuði ársins voru 17.494 fólksbílar nýskráðir, 14,2% færri en á sama tímabili 2017. Sal- an þessa fyrstu ellefu mánuði árs- ins var þó nánast á pari við sama tímabil 2016. Á vegum Bílgreinasambandsins er nú unnið að gerð reiknivélar þar sem notendur munu geta séð hver vörugjöldin verða á bifreiðum sam- kvæmt nýsamþykktum lagabreyt- ingum. Stundum óbreytt verð María Jóna Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bílagreinasambands- ins, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ekki væri til nein algild þumalputtaregla um hvað verð bíla gæti lækkað af þessum sökum. „Þetta ræðst alltaf af því hve mikill útblástur bílanna er og hvernig hann mælist. Í sumum tilvikum verða bílar áfram í sömu vöru- gjaldaflokkum og verð því óbreytt, en í öðrum tilvikum gæti það breyst og verðið lækkað um nokkur hundruð þúsund krónur,“ sagði María Jóna Magnúsdóttir. Verð á fólksbíl- um mun lækka  Alþingi breytti lögum um vörugjöld Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bílar Þess er vænst að bílasala glæðist á ný eftir ofurlitla lægð. María Jóna Magnúsdóttir „Ég er ekki hissa yfir þessu og margt af þessu er bara hrikalegt eins og þessi aukning á fjárhagsáhyggj- um,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um niðurstöður kjarakönnunar félagsins sem kynntar voru á laugardag. Hún segir ánægjulegt að sjá hversu mikil sam- staða er meðal félagsmanna um hækkun lægstu launa, en 93% svar- enda voru sammála því að leggja ætti sérstaka áherslu á hækkun þeirra. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar hefur þeim félagsmönnum Eflingar sem hafa miklar áhyggjur af fjárhagslegri stöðu sinni fjölgað nokkuð og eru það 17,2% þeirra. Einnig segjast 29,7% hafa frekar miklar áhyggjur. Í heild hefur þeim sem hafa áhyggj- ur af fjárhag sínum fjölgað úr 35% í 47% milli ára og segist þriðjungur hafa þurft að leita sér aðstoðar vegna fjárhagsvanda, 20% til vina og ætt- ingja. Fram kemur í niðurstöðum að heildarlaunahækkanir hjá félags- mönnum Eflingar hafa verið heldur minni en hjá öðrum hópum, eða um 2%. Misskipting „Þetta merkir bara það að hér tíðkast viðhorf sem því miður hafa verið samþykkt alltof lengi gagnvart verka- og láglaunafólki. Það sést greinilega að stór hópur fólks sem hefur unnið mikilvæg störf, langa vinnudaga við líkamlega og andlega erfið störf, þarf að horfast í augu við þá ömurlegu staðreynd að það gangi ekki upp að ná endum saman. Þetta segir okkur allt um misskiptinguna og stéttaskiptinguna sem hefur fengið að ríkja í íslensku samfélagi,“ segir Sólveig Anna. Meðal félagsmanna Eflingar segj- ast 61% vilja leggja mesta áherslu á hækkun launa í næstu kjarasamn- ingum. Þá sögðust 15% vilja leggja mesta áherslu á húsnæðismál, 11% styttingu vinnutíma, 7% atvinnu- öryggi og 5% bætt starfsumhverfi. Meðal helstu atriða sem félags- menn Eflingar vilja að lögð verði áhersla á í samningum gagnvart stjórnvöldum er hækkun persónu- afsláttar, að auðvelda fyrstu kaup á íbúðarhúsnæði og aukið framboð á leiguhúsnæði. Formaðurinn segir það „sláandi hvað við erum með hátt hlutfall af leigjendum, sérstaklega þegar við vitum að þeir sem eru með minnst á milli handanna eru í verstu stöðunni á leigumarkaði. Það fólk borgar gríðarlega háan hluta af ráð- stöfunartekjum sínum í húsaleigu.“ Hún telur viðhorf félagsmanna sem birtist í kjarakönnuninni ríma vel við kröfurnar sem teflt hefur ver- ið fram af hálfu stéttarfélagsins, en í þeim felst meðal annars tvöföldun persónuafsláttar, hækkun lægstu launa í 425 þúsund krónur og hækk- un barnabóta. gso@mbl.is Helmingur með fjárhagsáhyggjur  Fimmtungur félagsmanna Eflingar leitað til vina og ættingja  Heildarlaun hafa hækkað um 2% Sólveig Anna Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.