Morgunblaðið - 03.12.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.12.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þótt samfélagið hafi gjörbreyst á einni öld og skólastarf sé í endalausri þróun og breytist hratt er meginhlut- verkið og sérstaða þessa skóla merki- lega lík því sem var fyrir hundrað árum,“ segir Vil- hjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst í Borgarfirði. Þess verður minnst við hátíðlega athöfn í dag að öld er frá stofnun þeirrar menntastofnunar sem Bifrastar- skólinn er. Efnt verður til samkomu í Borgarfirðinum af því tilefni þar sem haldið er upp á þessi tímamót sem sannarlega eru stór, því fáir skólar á landinu eru enn komnir eru á svo virðulegan aldur sem Bifröst er. Stigið feti framar Það var á haustdögum 1918 sem stofnað var til skólahalds á vegum Sambands íslenskra samvinnufélaga, þar sem Jónas Jónsson frá Hriflu var upphafsmaður og skólastjóri. Hlut- verk skólans var að mennta fólk til forystustarfa í atvinnulífinu og í þjóð- málum eins og gekk eftir. Nám við skólann, þar sem viðskiptagreinar og félagsmál voru kjarnafög, þótti hag- nýtt og samvinnuskólafólk varð eftir- sótt til starfa. Það var árið 1955 sem starfsemi skólans var flutt í Borgarfjörðinn úr Reykjavík. Námið var tveir vetur og var kennslan á framhaldsskólastigi. Seinna var námsleið til stúdentsprófs og framhaldsdeild bætt við skólann, sem um 1990 var færður á há- skólastig. Margar námsleiðir „Að Bifröst yrði háskóli var í raun svar við því að þegar hér var komið sögu var stúdentspróf orðin al- geng menntun og því varð að stíga feti framar. Brugðist var við að- stæðum og núna síðustu árin hefur samfélagið raunar breyst með meiri hraða en við höfum áður orðið vitni að. Skólastarfið hefur breyst veru- lega frá því ég kom hingað til starfa 2013. Í haust innrituðust um 80% nemenda okkar í greinar sem ekki voru til fyrir fimm árum,“ segir Vil- hjálmur. Í dag eru um 650 nemendur við Háskólann að Bifröst, þar sem marg- ar námsleiðir eru í boði. Fyrst má nefna háskólagáttina sem er fornám fyrir fólk sem vill fara í langt nám, en vantar undirstöðuna. Í grunndeild má svo nefna verslunarstjórn, BA- nám í heimspeki, hagfræði og stjórn- málafræði og svo miðlun og almanna- tengsl. Forysta og stjórnun og diplómanám í opinberri stjórnsýslu er sömuleiðis nýlegar námsleiðir og vinsælar. Þá er við skólann kennd viðskiptafræði með ýmsum sértæk- um áhersluþáttum og loks við- skiptalögfræði. Flestar þessara greina, og fleiri til raunar, eru svo kenndar til meistaragráðu við skól- ann. Er þá sitthvað af námsframboði skólans ónefnt. Í dag eru um 85% nemenda skól- ans í fjarnámi; eru heima og hlusta þar á fyrirlestra yfir netið og vinna verkefni, en taka svo nokkurra daga námslotur í Bifröst nokkrum sinnum á hverju skólaári. „Fjarnemar hafa aldrei verið jafn margir en reynslan er góð. Í fjár- námi tekur fólk námið á sínum for- sendum og hraða og finnur lausnir. Í útskriftarræðu hér við skólann nú í vor nefndi ég að aðalsmerki Bifrest- inga væri að geta leyst vandamál og það er engin tilviljun. Kennslan hér er til þess fallin að þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum; afla sér upplýsinga og leita svara við spurn- ingum sem upp koma og leggja gagn- rýnið mat á alla þekkingu. Slíkt er raunar aldrei mikilvægara en nú, þegar upplýsingar streyma að okkur úr öllum áttum.“ Sérstaðan hefur haldist Háskólinn á Bifröst á sér aldarlanga sögu og er tímamótanna minnst í dag. Viðskiptagreinar og þjálfun til forystu hafa alltaf verið áhersluþættir í starfi skólans sem samvinnuhreyfingin stofnaði og rak lengi. Svara er leitað og lausnir fundnar á vandamálunum, en mikilvægt er að spyrja gagnrýnna spurninga, segir rektorinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bifröst Samvinnuskólinn var fluttur úr Reykjavík í Norðurárdal í Borgar- firði árið 1955. Í dag er mikill meirihluti nemenda í fjarnámi. Ljósmynd/aðsend Brautskráning Nemendur frá Bifröst fara til fjölbreyttra starfa úti í þjóð- félaginu, enda er tæpt á mörgu í náminu sem er því góð undirstaða. Ljósmynd/úr safni Fortíðin Nemendur í kennslustund hjá Jónasi Jónssyni frá Hriflu sem átti mjög stóran þátt í stofnun skólans og stýrði starfi hans um áratugaskeið. Vilhjálmur Egilsson Vox feminae heldur sína árlegu að- ventutónleika í Háteigskirkju næst- komandi laugardag, 8. desember, kl. 17. Listrænn stjórnandi kórsins frá upphafi, Margrét J. Pálmadóttir, stjórnar kórnum og aðrir listamenn sem koma fram eru Hanna Björk Guð- jónsdóttir söngkona, Emilía Rós Sig- fúsdóttir flautuleikari, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir sellóleikari, Arnhildur Valgarðsdóttir píanóleikari og Erla Rut Káradóttir sem leikur á orgel. Nú eins og oft áður syngur kórinn sér- staklega til heilagrar Maríu en meðal annars mun kórinn ásamt einsöngv- ara og hljómlistarmönnum flytja kafla úr óperunni Systur Angelicu eftir Puccini. Klassísk íslensk og er- lend jólalög í fallegum útsetningum eru á dagskránni. Heilög María Vox feminae á æfingu í Háteigskirkju. Aðventa hjá Vox feminae Morgunblaðið/Eggert Í Lífsstílskaffi Borgarbókasafnsins – Menningarhússins Gerðubergs næst- komandi miðvikudag, 5. desember, klukkan 20 mun Edda Ýr Garðars- dóttir kynna hvernig hægt er að gera fallega jólapakka, kort og skraut úr gömlum bókum, tímaritum og jóla- kortum. Farið verður yfir hvernig nota má nánast allt sem til fellur af heimilinu og nýta í eitthvað fallegt. Gestir taka með sér gömul jólakort og fallegar bækur en á staðnum verða bækur, tímarit, gömul jólakort, skæri, lím, heftarar, skapalón og fleira. Allt má nota Lífsstíll í Gerðubergi Á morgun, þriðju- daginn 4. desem- ber, kl. 12 kemur sópransöngkonan Dísella Lárus- dóttir fram á há- degistónleikum í Hafnarborg í Hafnarfirði ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara. Andi jóla svífur yfir vötnum á þessum desember- tónleikum Hafnarborgar sem eru síð- ustu hádegistónleikar ársins. Yfir- skriftin er Maríur og fleiri en þær stöllur flytja ýmsar Ave Maríur fyrir tónleikagesti sem og aríuna Quan do men vo úr óperunni La Bohème. Dísella syngur í Hafnarborg Dísella Lárusdóttir Hádegistónleikar Afmælishátíðin á Bifröst í dag hefst með því að tekið verður á móti Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands sem kynnir sér skólann og starf hans. Formleg dagskrá hefst klukkan 13.40 þar sem ávörp verða flutt af fólki sem hvað með sínu móti tengist sögu og starfi skólans. Þá flytur karlakórinn Söng- bræður í Borgarfirði nokkur val- inkunn lög. Fyrrverandi rektorar og skólastjórar Samvinnuskól- ans og Háskólans á Bifröst stíga svo á svið og minnast tíma síns við skólann. Formlegri dag- skrá lýkur um kl. 16. Ræður og kórsöngur HÁTÍÐ HALDIN Í DAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.