Morgunblaðið - 03.12.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.12.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það mátti greina óvenju mikinn óró- leika í samfélaginu í lok sumars og virtist eins og hálf þjóðin óttaðist að ýmsar neikvæðar fréttir, s.s. af erfiðleikum í rekstri WOW air og spennu í kjarasamningsviðræðum, væru fyrirboði þess að annað hrun væri handan við hornið. Sérfræðing- ar hafa bent á að veiking krónunnar í haust hafi ekki verið í samræmi við ástand og horfur í efnahagslífinu og stafi ef til vill að verulegum hluta af taugaveiklun Einkennin má sjá víðar og t.d. virðast heimilin í landinu farin að hamstra gjaldeyri. Samkvæmt nýj- ustu samantekt Seðlabanka Íslands hafa innlán heimila í erlendum gjaldmiðlum aukist töluvert á und- anförnum mánuðum; voru um 32,5 milljarða króna virði í júlí en námu jafnvirði u.þ.b. 45,7 milljarða í lok október. Eru innistæður á gjald- eyrisreikningum heimila langt yfir meðaltali undanfarinna ára og hafa ekki verið hærri, mælt í krónum, síðan í nóvember 2008. Flökt á fámennum markaði Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar HÍ, segir flesta fjármálamarkaði á Íslandi vera því marki brennda að oft hreyfist verð mjög skarpt í tiltölulega lítilli veltu. Þetta skýrist að hluta af því að búið er að takmarka umsvif veltubóka bankanna sem áður stunduðu mjög öfluga markaðsvakt og jöfnuðu sveiflur í verði – s.s. innan dags – með því að kaupa verðbréf ef æsing- ur á markaði ýtti verði lengra niður en í raun væri tilefni til. „Veltan á hlutabréfamarkaði er ekki mikil, fá- ir aðilar í viðskiptum, og þarf því lít- ið til að gengi hlutabréfa hækki eða lækki töluvert, jafnvel á einum við- skiptadegi. Sama á að einhverju leyti við um gjaldeyrismarkaðinn; gengi krónunnar hreyfist mjög mik- ið í mjög lítilli veltu innan dags,“ segir hann. Ásgeir bætir því við að ein af af- leiðingum hrunsins hafi verið að al- menningur glataði miklu trausti á íslenska markaði og stofnanir, s.s. hlutabréfamarkaðinn og krónuna, og jafnvel hagkerfið í heild. Segir hann að á síðustu árum virðist sem almennir fjárfestar hafi tekið tiltölu- lega lítinn þátt í helstu mörkuðum landsins og æskilegt væri að hvetja fleiri aðila til að vera með og fá þannig fjölbreyttari hóp til að stunda viðskipti. „Í þessu samhengi eru innflæðishöft Seðlabankans sér- staklega slæm þar sem þau tak- marka þátttöku erlendra fjárfesta í markaðinum.“ Sveiflur hækka fjármagnskostnað Stefán Broddi Guðjónson, for- stöðumaður greiningardeildar Ar- ion banka, segir að þótt krónan hafi verið fullsterk framan af ári hafi skörp veiking krónunnar fyrr í haust komið á óvart miðað við hvernig undir- stöður efnahags- lífsins standa, og gæti verið til marks um ein- hvers konar titr- ing. „En í sögu- legu tilliti hefur krónan tilhneig- ingu til að styrkj- ast hægt og sígandi en svo veikjast mjög hratt þegar hún veikist á ann- að borð.“ Að mati Stefáns er samt lítið til- efni til að hafa miklar áhyggjur af því t.d. að geðshræring og óðagot skapist á markaði, þótt sveiflurnar geti stundum verið töluverðar. „Það er ekki raunin að fólk sé í dag í mikl- um mæli að fjármagna hlutabréfa- kaup með lántökum, en við þær kringumstæður væri meiri hætta á að fjárfestar örvæntu, seldu við fyrstu neikvæðu merki og hrintu af stað keðjuverkun lækkana.“ Hann bendir þó á að æskilegt væri að ná fram meiri dýpt á verð- bréfamarkaði með fleiri og fjöl- breyttari þátttakendum, enda geta miklar sveiflur af litlu tilefni verið dýrar. „Eftir því sem eign sveiflast meira í verði, því áhættumeiri verð- ur hún, og hefur t.d. sveiflukenndur markaður í raun þau áhrif að fjár- magnskostnaður fyrirtækja og heimila í landinu verður meiri en ella.“ Kvíðinn heldur hruni í skefjum Að sögn Más Wolfgangs Mixa, lektors við Háskólann í Reykjavík, ætti einmitt óróleikinn að hug- hreysta þá sem óttast að nýtt hrun sé á næsta leiti. „Hæfileg tauga- veiklun er af hinu góða, því hættan er mest á að bóla blási út einmitt þegar fólk hefur tröllatrú á ráða- mönnum og fyrirtækjum, og meiri líkur eru á að markaðurinn sé of- metinn þegar fáir tala um að verð verðbréfa sé hærra en tilefni sé til,“ segir hann. „Það á ennþá við, og hef- ur haldist nánast alveg frá hruni, að sumir stunda það hér um bil eins reglulega og morgunleikfimina að koma fram og segja að annað hrun sé alveg að koma.“ Már bætir því þó við að taka verði stöðugleika fram yfir sveiflur og það sé skaðlegt ef t.d. ótti við að bóla sé að blása út dragi úr áhuga almenn- ings og fjárfesta á hlutabréfakaup- um. „Það þýðir að fyrirtæki geta átt erfitt um vik með að fjármagna starfsemi sína með útgáfu hluta- bréfa og hafa úr fáum öðrum kost- um að velja en skuldabréfaútgáfu.“ Taugaveiklun getur verið góð í hófi Morgunblaðið/Kristinn Óviss Veiking krónunnar í haust virðist ekki endurspegla ástandið í hag- kerfinu og skýrist mögulega af trekktum taugum frekar en staðreyndum.  Vísbendingar um að heimilin séu að hamstra gjaldeyri Ásgeir Jónsson Stefán Broddi Guðjónson Már Wolfgang Mixa Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, segir að viðræður þjóðar- leiðtoganna tveggja hafi ein- kennst af einlægni og vinskap: „Kína er reiðubúið að auka inn- flutning í samræmi við þarfir innanlandsmarkaðar og þarfir almennings, þar með talið að flytja inn meira af söluhæfum vörum frá Bandaríkjunum svo að megi jafnt og þétt draga úr því ójafnvægi sem er á viðskiptum á milli þjóðanna,“ sagði hann og bætti við að stefnt væri að því að setja aukinn kraft í viðræður sem miða eiga að því að gagn- kvæm hækkun tolla á þessu ári gangi til baka. Fjárfestar höfðu beðið með hjartað í buxunum eftir tíðindum af fundi forsetanna og má reikna með jákvæðum viðbrögðum þeg- ar markaðir verða opnaðir á mánudag. FT bendir þó á að Buenos Aires-samkomulagið leggi aðeins línurnar fyrir frek- ari samningaviðræður á komandi mánuðum þar sem fulltrúar þjóð- anna munu útfæra ákvæði samn- ingsins í smáatriðum. ai@mbl.is Samkomulag náðist á laugardag á milli Donalds Trumps Banda- ríkjaforseta og Xis Jinpings Kínaforseta um að Bandaríkin hækki ekki enn frekar tolla á varning sem fluttur er inn frá Kína. Í staðinn mun Kína auka innflutning á bandarískum iðn- aðar-, orku- og landbúnaðar- vörum. Hefur Kína 90 daga til að full- nægja skilyrðum samkomulags- ins en að öðrum kosti munu bandarísk stjórnvöld hækka tolla á 200 milljarða dala virði af kín- verskum varningi úr 10% upp í 25%. Trump og Xi sóttu samkomu leiðtoga G20-ríkjanna í Buenos Aires um helgina og notuðu tækifærið til að eiga saman kvöldverðarfund og reyna að leysa úr deilum landanna. Að sögn Reuters sammæltust þeir um að hefja strax samninga- viðræður um breyttar reglur og vinnubrögð hvað varðar m.a. verndun hugverkaréttinda og gagnastuld og afnám tæknilegra viðskiptahindrana. Semja um vopna- hlé í tollastríði  Kína mun auka innflutning á banda- rískum varningi og Trump mun bíða með fyrirhugaða hækkun tolla AFP Samtal Frá kvöldverðarfundi Xis Jinpings og Donalds Trumps. Buenos Aires-samkomulagið verður útfært nánar á komandi mánuðum. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.