Morgunblaðið - 03.12.2018, Page 20

Morgunblaðið - 03.12.2018, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2018 ✝ SæmundurÞór Guð- mundsson fæddist í Einarshúsi á Eyrarbakka 30. júní 1946. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 20. nóvem- ber 2018. Foreldrar hans voru Guðmundur Finnbogason, f. 1923, d. 2015 og Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, f. 1924, d. 2006. Systkini Sæmundar eru: María Erla, f. 1947, Hildur, f. 1949, Finnbogi, f. 1954, Svan- ur, f. 1955 og Sigurborg Svala, f. 1957. Eftirlifandi eiginkona Sæmundar er Bára Jónasdóttir, f. 29. apríl 1945 á upp, en fór reglulega til afa og ömmu á Eyrarbakka en einnig fór hann nokkur sum- ur í sveit. Fór hann snemma út á vinnumarkaðinn og vann við matreiðslustörf, sem bíl- stjóri og stundaði sjó- mennsku. Eftir að hafa lokið námi við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1978 starfaði hann hjá Hafskip til ársins 1985. Einnig starfaði hann hjá Sam- skip bæði til sjós og lands. Um tíma var hann hjá fisk- vinnslufyrirtækinu Portlandi, en réð sig síðan til Íslensku umboðssölunnar árið 1997 þar sem hann starfaði fram til ársins 2017. Sæmundur var félagi í Golfklúbbnum Kili frá 1997, nú Golfklúbbur Mosfellsbæjar, þar sem hann var um tíma formaður móta- nefndar ásamt því að sinna ýmsum störfum innan klúbbs- ins. Útför hans fer fram frá Lindakirkju í dag, 3.desem- ber 2018, klukkan 13. Stokkseyri. Þau gengu í hjónaband 25. desember 1972. Foreldrar Báru voru Jónas Larsson, f. 1907, d. 2002 og Aðal- björg Oddgeirs- dóttir, f. 1918, d. 2012. Dóttir Sæ- mundar og Báru er Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, f. 28. apríl 1973. Maki, Smári Stefánsson, f. 21. júní 1970. Dætur þeirra eru Bertha María, f. 9. júlí 1999, unnusti Alexander Elvar, f. 13. febr- úar 1999, og Eva María, f. 25. apríl 2003. Sæmundur flutti ungur að árum á Selfoss og ólst þar En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. (Höf.ókunnur) Smári Stefánsson. Elsku besti afi okkar, við er- um þér einstaklega þakklátar og heppnar að hafa fengið að eiga þig að sem afa. Það er ekki hægt að biðja um betri, skemmtilegri og einstakari afa en þig. Alltaf tókstu á móti okkur opnum örm- um með bros á vör og tilbúinn í að gera allt það sem okkur systr- um datt í hug og langaði til að gera. Nú rifjast upp hellingur af minningum sem okkur þykir svo vænt um, takk fyrir að hafa kennt okkur að hjóla, allar veiði- ferðirnar okkar saman, allar stundirnar saman á leikvellinum, sundferðirnar og ísferðirnar. Svo má ekki gleyma árlegu jólatrés- leitinni sem við fórum alltaf í með vinnunni hennar ömmu. Þú varst besti kokkur í heimi og við eigum eftir að sakna þess að fá ekki afamat. Þetta allt munum við geyma í hjarta okkar og meira til. Takk fyrir að vera besti afi í heimi, við elskum þig og minning þín mun lifa í hjarta okkur að ei- lífu. Þínar uppáhalds afastelpur, Bertha María og Eva María. Sæmundur Þór Guðmundsson eða Sæmi eins og hann var alltaf kallaður í vinahópnum, einn minn besti vinur og félagi, hefur nú kvatt þennan heim eftir erfið veikindi. Ég kynntist Sæma þeg- ar hann gekk í golfklúbbinn Kjöl í Mosfellsbæ þegar uppbygging klúbbsins stóð sem hæst. Fljót- lega kom í ljós hverskonar öðling- ur var þarna á ferð. Það var alveg sama hvað þurfti að gera, vinna í vellinum, skálanum, keyra rútur í ferðalögum klúbbfélaga eða hvað sem til féll, alltaf var hann boðinn og búinn í verkin og hafði gaman af. Í mörg ár sá hann um að opna, hella upp á kaffi og hafa allt klárt á laugardagsmorgnum þegar við mættum í vetrarmótin. Ég átti því láni að fagna að fara í margar golfferðir með Sæma og öðrum frábærum vinum okkar og standa þá ferðirnar til Haren í Þýska- landi uppúr í minningunni. Þar eins og annars staðar bauð hann fram starfskrafta sína og nutum við meðal annars þess að hann var öndvegis kokkur og skellti oft stórsteik á grillið í þessum ferð- um. Já það er margs að minnast eftir áratuga samleið í leik og starfi en efst í huga mínum er fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessum öðlingi sem Sæmi var. Hvíl í friði, kæri vinur. Ég votta aðstandend- um hans mína innilegustu samúð. Jóhann E. W. Stefánsson. Okkur bekkjarsystkinunum í árgangi 1946 í Barnaskóla Selfoss er harmur í huga. Okkar góði skólafélagi og trausti vinur, Sæ- mundur Guðmundsson, lést 20. nóvember síðastliðinn. Við höfum haft þann háttinn á síðastliðin ár að hittast reglulega 5 til 6 sinnum á ári. Hópurinn hef- ur þést, makar hafa tekið þátt með okkur og mikil og sterk vin- átta myndast. Þar var Sæmundur algjörlega á heimavelli. Mætti alltaf, sá aldrei nein vandamál þegar eitthvað þurfti að gera, góður í að mynda tengsl og rækta. Þegar ég skoða myndir frá þessu vinhlýja tímabili með æskuvinum og leikfélögum sé ég margar góðar af Sæmundi, alltaf glaður og brosandi – nema á einni. Það að undirbúa og elda grillveislu fyrir bekkjarfélagana og maka, 30 manns, var alvöru- mál. Það sést varla í hann í reykn- um frá grillinu, einbeitingin er al- gjör, ekkert truflar, hann sér ekki áhorfendaskarann, hann er með sín eigin verkfæri sem leika í höndunum á honum – nýbrýnda hnífana, tengurnar og gafflana, skurðbrettin í réttu málunum, grillhattinn og svuntuna. Sæ- mundur var kletturinn í hafinu. Síðasti bekkjarfundurinn á árinu var haldinn í Litlu kaffistof- unni 7. nóvember síðastliðinn. Sæmundur var mættur fyrstur manna og nutum við bekkjar- félagarnir samvistanna eins og vant er. Eins og margir hafa tekið eftir var Sæmundur rómsterkur – mjög svo! Aldrei heyrði ég hann misnota þessa yfirburði, en stundum bar það við að einhverjir byrjuðu að spjalla saman ofan í það sem hann var að segja. Hann skellti þá í annan gír og sagði: Leyfið mér að klára þetta! Oftast hafði fólk vit á að virða þessa hógværu en ákveðnu ósk, en þetta var í síðasta sinn sem við heyrðum þetta kunnuglega trikk. Þessi stund er yndisleg minn- ing um okkar góða félaga og þétt faðmlag hans og rembingskoss að skilnaði. Ég votta fjölskyldu Sæmundar mína dýpstu samúð. Ragnheiður Kristjánsdóttir F. Sæmundur Þór Guðmundsson ✝ Marel Eð-valdsson fædd- ist í Hvammkoti á Skaga 11. nóvem- ber 1931. Hann lést á Landspítala, Fossvogi, 21. nóv- ember 2018. Foreldrar: Mar- grét Guðmunds- dóttir, f. 3. ágúst 1909, d. 11. októ- ber 1971, og Eð- vald Júlíusson, f. 23. desember 1902, d. 21. janúar 1937. Hann var elstur systkina sinna, en þau voru Jón, Sigur- laug og Eðvald, öll látin. Marel kvæntist Sigrúnu Lilju Bergþórsdóttur, f. 10. júlí 1933, d. 22. desember 2012, hinn 13.6. 1954. For- eldrar hennar voru Snæbjörg Ari Arason, f. 21.10. 1977, hann á þrjá syni. Hjörvar Orri Arason, f. 7.11. 1986, hann á þrjú börn. Marel ólst upp á Skaga fyrstu árin í Krókseli og á Saurum en eftir lát föður hans flutti móðir hans að Kálfshamri. Barnaskóla sótti Marel í Kálfshamarsvík og lauk þaðan fullnaðarprófi. Skömmu eftir fermingu hans flutti fjölskyldan til Hafnar- fjarðar og átti hann þar heima æ síðan, lengst af á Holtsgötu 18. Hann vann verkamann- vinnu sem lengst af tengdist fiskveiðum og útgerð og stundaði sjómennsku. Jafn- framt vinnu var hann í smá- bátaútgerð og gerði út eigin trillu sem varð að lokun hans aðalstarf. Útför Marels fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 3. desember 2018, klukkan 15. Ólafsdóttir og Bergþór Guð- mundsson. Börn þeirra: Eðvald Vilberg, f. 18.11. 1953, d. 5.11. 2000, maki Gréta Húnfjörð Sigurðardóttir, f. 19.12. 1951, börn þeirra: Sigurður Eðvaldsson, f. 21.5. 1971, hann á tvo börn. Sigrún Eðvalds- dóttir, f. 5.8. 1972, hún á tvo syni. Margrét Eðvaldsdóttir, f. 30.3. 1974, hún á þrjú börn. Örn, f. 10.8. 1955. Ingibjörg, f. 25.10. 1957, hennar synir: Hilmar Snær Rúnarsson, f. 24.12. 1972, hann á tvö börn. Hrannar Freyr Arason. f. 10.7. 1976, hann á þrjá syni. Ingvar Elskulegur faðir okkar, Marel Eðvaldsson, lést 21. nóvember eft- ir stutta legu á sjúkrahúsi 87 ára gamall. Pabbi mótaðist í æsku af mikilli fátækt og mótlæti, hann missti föður sinn aðeins fimm ára, elstur af þremur systkinum og það fjórða á leiðinni. Hann axlaði því ungur mikla ábyrgð og fráfall föð- ur hans markaði djúp spor í sálina og sorg, sem hann lifði með alla tíð. Í þá daga þegar lífsbaráttan var bæði hörð og óvægin hét það að duga eða drepast. Amma náði að halda börnunum hjá sér, sem var eflaust ekki sjálfgefið í þá daga. Heimili voru svo iðulega leyst upp og börnunum komið fyr- ir hjá frændfólki eða ókunnugum ef húsbóndinn féll frá. Pabbi var nýtinn með eindæm- um. Það sýndi best að hann var alla tíð frá því við systkinin voru lítil með sama bitaboxið, járnbox sem teygju var smeygt utan um. Pabbi var líka einkar samvisku- samur og vandvirkur við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Trillan hans, sem var lífsviðurværi þeirra mömmu í u.þ.b. 50 ár, bar þess glögg merki. Ég held líka að hann hafi aldrei verið hamingjusamari en þegar hann réri út á Otri. Pabbi las mikið hér áður og hafði t.d. mikið yndi af landafræði en þegar árin færðust yfir fékk hann Alzheimer. Sjúkdómurinn hafði þó ekki náð algerum yfirtök- um þegar hann lést. Sárar og djúpstæðar æskuminningarnar og mynd hans af móður okkar lifði enn. Það var samt erfitt að horfa á hann hverfa smám saman inn í gleymskuna og upplifa óöryggið sem fylgir sjúkdómnum. Við fæðumst til að ferðast meira, fæðing dauði er ferðalag. Margra bíður sultur seyra en sumum gengur allt í hag. Öll við fáum okkar kvóta af meðlæti og mótlæti. Flest við munum einnig hljóta okkar skerf af ástinni. Farðu í friði góði vinur Þér fylgir hugsun góð og hlý. Sama hvað á okkur dynur aftur hittumst við á ný. Úr hjarta mínu hverfur treginn er ég hugsa um hlátur þinn. Bros þitt veitti birtu á veginn betri um stund varð heimurinn. Farðu í friði góði vinur Þér fylgir hugsun góð og hlý. Þar til heimsins þungi dynur þokar okkur heim á ný. Sólin skín á sund og voga sumar komið enn á ný. Horfið burt í bláum loga stjörnublik á bak við ský. (Magnús Eiríksson) Elsku besti pabbi okkar, nú ert þú farinn úr okkar heimi, hitt- umst aftur á nýjum stað. Guð blessi þig og veri með þér. Yndisleg minning um þig lifir í hjörtum okkar og ástarþakkir fyrir allt. Þín Örn og Ingibjörg (Inga). Í dag verður borinn til hinstu hvílu afi minn Marel Eðvaldsson, eða Malli eins og hann var ávallt kallaður. Dugnaðarforkurinn hann Malli afi var vel þekktur sem einn alharðasti trillukarlinn sem réri frá Hafnarfirði um langt árabil. Hygginn maður hafði það á orði að það væri nóg fyrir mig að fara í atvinnuleit niður á bryggju í Hafnarfirði, segjast vera afkomandi Malla og atvinnu- rekendur myndu slást um að fá mig í vinnu. Enda var afi vinnu- og samviskusamur með ein- dæmum. Hann ólst upp við kröpp kjör hjá einstæðri móður og var barnungur farinn að vinna fulla vinnu enda missti hann föður sinn aðeins fimm ára gamall. Hann var elstur þriggja systkina, og það fjórða á leiðinni þegar faðir hans lést úr lungnabólgu. Ég tel að þessi erfiða æska hafi mótað afa sérstaklega. Hann kunni vel að meta eiginleika eins og vinnu- semi, sparsemi og reglusemi. Að sama skapi voru óregla, leti og dugleysi eitur í hans beinum, sem og „kratarnir“ sem hann jafnan eignaði myrkrahöfðingjanum í Víti. Nú þegar kallið hefur komið stingur það mann vissulega að fá ekki framar notið félagsskapar afa. Ég naut þess sérstaklega að heimsækja hann hin síðustu ár, drekka með honum kaffi og spjalla við hann. Og þó að afi hafi verið farinn að gleyma og muna illa samtímann þá mundi hann vel hvað á daga hans hafði drifið allt frá barnæsku fram á fullorðinsár. Hann hafði einstaklega góða frá- sagnarhæfileika og er það hreint ógleymanlegt þetta blik sem kom í augu gamla mannsins þegar hann rifjaði upp fyrir mig löngu liðna tíma. Sama blik kom í augun á honum þegar ég gat minnt hann á að „kratarnir“ væru í minnihluta í bæjarstjórn. „Þeir gera þá ekkert af sér á meðan“ var hann vanur að segja. Það er erfitt að sætta sig við að kaffisamsæti okkar verða ekki fleiri í þessu lífi. Ég á eftir að sakna þessara stunda með afa og sakna þess að eiga afa eins og Malla. En jafnframt þakklátur fyrir þær stundir sem við áttum saman og er stoltur að vera af- komandi þessa dugnaðarforks. Hvíldu í friði, elsku afi. Sigurður Eðvaldsson. Marel Eðvaldsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, HLÍF GUÐJÓNSDÓTTIR, Lýsubergi 13, Þorlákshöfn, andaðist miðvikudaginn 21. nóvember. Útför fer fram frá Kotstrandarkirkju, Ölfusi, þriðjudaginn 4. desember klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Líknarfélagið Alfa. Tómas B. Guðmundsson Pálína I. Tómasdóttir Sigurjón Bergsson Sigríður Tómasdóttir Árni I. Sigvaldason Víðir Tómasson Elísabet Guðmundsdóttir Guðmundur S. Tómasson Sigríður Ósk Zoega Sigurðard. Ragnheiður Tómasdóttir Brynjólfur Magnússon J. Brynja Tómasdóttir Helgi Helgason og fjölskyldur Elskulegur stjúpfaðir, faðir, tengdafaðir og afi, HAFLIÐI KRISTBJÖRNSSON, Birnustöðum 1, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fimmtudaginn 29. nóvember. Útförin fer fram í Skálholtskirkju föstudaginn 7. desember klukkan 14. Helga Guðlaugsdóttir Steingrímur K. Reynisson Kristbjörn Hafliðason Guðmundur Hafliðason Elisabeth Pontoppidan Valgerður Hafliðadóttir Ólafur Hafliðason Jóna Þórunn Ragnarsdóttir Steinn Hafliðason Jóna Bríet Guðjónsdóttir Finnur Hafliðason Tinna Ósk Björnsdóttir Friðjón Elli Hafliðason Jónheiður Ísleifsdóttir og barnabörn Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR E. JÓNMUNDSSON, Sunnuhlíð, Kópavogi, áður til heimilis að Norðurvangi 4, Hafnarfirði, lést 28. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 7. desember klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningasjóð Sunnuhlíðar, kennitala 681295-3569 0536-26-700. Jónmundur G. Guðmundss. Lilja Björk Stefánsdóttir Björk Ragnarsdóttir Jón Páll Haraldsson Arnþór Ragnarsson Bryndís Ragnarsdóttir og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Grundarsmára 10, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 29. nóvember. Útför fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. desember klukkan 15. Jón Már Halldórsson Elsa Grímsdóttir Þorvaldur H. Gissurarson Friðgeir Grímsson Elva Grímsson Sandra Jónsdóttir Sigurjón M. Kevinsson Halldór Ingi Jónsson barnabörn og aðrir ástvinir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.