Morgunblaðið - 03.12.2018, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2018 21
Atvinnuauglýsingar
!"
#$ %
&
' ( )*&+ ,-
. ( )*&+
-/ )/
0 11
!"
#$ %
&
2 3*&+
Félagsstarf eldri borgara
Árbæjarkirkja Mánudaginn 3.desember 2018 eru 50 ár síðan Kven-
félag Árbæjarsóknar var stofnað. Af því tilefni verður haldinn vegleg-
ur jólafundur kl.19 í Safnaðarheimili kirkjunnar.
Boðinn Leikfimi kl. 10.30. Bingó kl. 13.00. Myndlist kl. 12.30. Vatns-
leikfimi kl. 14.30. Spjallhópur kl. 15.00.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10:30. Fatasala Logy kl. 11.30-14. Leikfimi kl. 12:50-13:30. Anna Ragna
Fossberg kl. 14:00 les úr bók sinni Auðna. Bútasaumshópur kl. 13:00-
16:00. Opið kaffihús kl. 14:30-15.
Gjábakki Kl. 9.00 handavinna, kl. 9.00 boccia, kl. 9.30 Postulínsmál-
un, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta, kl. 16.30 Kóræfing Söngvina, kl.
19.00 Skapandi skrif.
Gullsmári Postulínshópur kl. 9.00. Jóga kl. 9.30. Handavinna / Bridge
kl. 13.00. Jóga kl. 17.00. Félagsvist kl. 20.00. Jólahlaðborð
félagsmiðstöð Gullsmára 8. des. kl 18.00. Miðasala í Gullsmára.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9,
útvarpsleikfimi kl. 9.45, jóga með Carynu kl. 10 og samverustund kl.
10.30. Hádegismatur er kl. 11.30, tálgun og listasmiðja kl. 13, frjáls
spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30
og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu kl. 9 í Borgum,
ganga kl. 10 frá Borgum, Grafarvogskirkju og Egilshöll, Skartgripa-
gerð með Sesselju kl. 13 í Borgum og félagsvist kl. 13 í Borgum.
Tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum og kóræfing Korpusystkina kl.
16:00 í Borgum.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8:30, morgunleikfimi á 2. hæð kl. 9:45,
lesið úr blöðum kl. 10:15, bókmenntahópur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16,
samverustund m.djákna kl. 13:30, ganga m.starfsmanni kl. 14:00, bíó
á 2. hæð kl. 15:30. Uppl. sími 4112760.
Seltjarnarnes Gler neðri hæð félagsheimilisins kl. 9. og 13. Leir
Skólabraut kl.9. Billjard Selinu kl.10. Krossgátur og kaffi í króknum
kl.10.30. Jóga með Öldu í salnum kl.11. Jólagjafa og föndurdagur í
salnum á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl.18.40. Í dag
er síðasti skráningardagur á jólahlaðborðið á Örkinni þann 6. des.
Skráning og uppl. hjá Kristínu í síma 8939800.
Stangarhylur 4 Zumba Gold námskeið fyrir styttra komna/byrjendur
kl. 9.45..ZUMBA Gold framhald kl. 10.30. STERK OG LIÐUG leikfimi
kl.11.30.Tanya leiðiðir. Aðventuhátíð félagsins 6.desember kl.15.30.
Boðið verður upp á óáfengt jólaglögg, kaffi og góðgæti. Söngur,
Margrét Helga Kristjánsdóttir syngur nokkur lög, Kór FEB syngur
undir stjórn Gylfa Gunnarssonar, hugvekja sr. Bjarni Karlsson, upp-
lestur úr bókum og fl.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
LOK
Á POTTA
HÖFÐABAKKA 1
SÍMI 777 2000
Bátar
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Tek að mér
ýmis smærri
verkefni fyrir
jólin
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Rað- og smáauglýsingar
✝ MargrétÁgústa Hall-
grímsdóttir fæddist
í Reykjavík 24.
september 1936.
Hún lést 24. nóvem-
ber 2018 á hjúkr-
unarheimilinu
Boðaþingi í Kópa-
vogi.
Foreldrar henn-
ar voru Hallgrímur
Finnsson frá Kjal-
vegi á Snæfellsnesi, f. 5.1. 1892,
d. 23.8. 1969, skipstjóri og vegg-
fóðrarameistari, og Ingveldur
Andrésdóttir, húsmóðir frá
Ingjaldshóli á Snæfellsnesi, f.
1.8. 1894, d. 30.7. 1961. Margrét
var yngst í röð þriggja systkina,
en bræður hennar voru Haukur,
f. 5.9. 1920, kona hans var Ásta
Jenný Guðlaugsdóttir, og Andr-
és, f. 12.8. 1923, eru þeir báðir
látnir. Hallgrímur og Ingveldur
slitu samvistum og kvæntist
Hallgrímur aftur og eignaðist
soninn Friðgeir, f. 12.2. 1950,
eiginkona hans er Ragnheiður
Magnúsdóttir.
Margrét ólst upp í Reykjavík
Hannes Jónas Jónsson frá Þór-
eyjarnúpi V-Húnavatnsýslu,
kaupmaður, f. 26.5. 1892, d.
21.7. 1971, og Ólöf Guðrún Stef-
ánsdóttir frá Kotleysu í Stokks-
eyrarhreppi, húsmóðir, f. 12.5.
1900, d. 23.7. 1985.
Börn Margrétar og Björgvins
eru: 1) Andrés smiður, f. 24.8.
1961. Dóttir hans er Anna Mar-
grét, f. 1989. 2) Ingveldur Ólöf
forstöðumaður, f. 7.6. 1963,
maður hennar er Eyþór Egg-
ertsson, f. 1961. Dætur þeirra
eru Arna Björk, f. 1985, Elísabet
Katla, f. 1989, Katrín Hrund, f.
1991, og Alexandra Björg, f.
1992. Fyrir átti Björgvin soninn
Magnús Helga, f. 21.5. 1961.
Margrét hafði áður eignast
synina Ríkharð skipstjóra, f. 1.9.
1957, og Árna smið, f. 2.10.
1958. Eiginkona Ríkharðs var
Auður Pétursdóttir, f. 1957, d.
2012. Börn þeirra eru Pétur, f.
1978, Ríkharður Björgvin, f.
1985, og Margrét, f. 1990. Nú-
verandi sambýliskona hans er
Kristín Anna Ingólfsdóttir, f.
1955. Eiginkona Árna er Lára
Sigríður Jónsdóttir, f. 1961,
dætur þeirra eru Guðný Lára, f.
1985, og Anna María, f. 1989.
Barnabarnabörnin eru 11 tals-
ins.
Útför Margrétar fer fram frá
Grensáskirkju í Reykjavík í dag,
3. desember 2018, klukkan 13.
og stundaði þar
nám. Árið 1955 hóf
hún nám við
Íþróttaskólann á
Laugarvatni og út-
skrifaðist þaðan
sem íþróttakennari
1956. Margrét átti
glæstan feril sem
íþróttamanneskja
bæði í frjálsum
íþróttum og hand-
knattleik og átti
mörg Íslandsmet í þeim grein-
um. Margrét stundaði ýmis störf
á sínum yngri árum, bæði versl-
unarstörf og afleysingar við
kennslu. Árið 1971 hóf hún störf
sem íþróttakennari við Álfta-
mýrarskóla í Reykjavík og var
þar m.a. brautryðjandi við
íþróttakennslu fatlaðra barna.
Hún vann ýmis trúnaðarstörf
fyrir Íþróttafélag fatlaðra. Mar-
grét kenndi við Álftamýrarskóla
í 32 ár og lauk starfsferli sínum
þar árið 2003.
Margrét giftist Björgvini
Hannessyni, f. 20.6. 1930, d. 3.2.
2007, starfsmanni Flugleiða,
25.2. 1961. Foreldrar hans voru
Elsku mamma.
Nú er hvíldin komin og þú
komin í sólina í Sumarlandinu
þar sem allt er fallegt og öllum
líður vel.
Þú varst mér og minni fjöl-
skyldu stoð og styrkur í gegn-
um lífið og varst alltaf tilbúin að
rétta okkur jafnt sem öðrum
hjálparhönd.
Þú lifðir bæði gleði- og
sorgartíma á lífsleiðinni en
tókst á við erfiðu stundirnar af
miklu æðruleysi. Þú varst vina-
mörg og ræktaðir vináttuna af
bestu getu til síðasta dags.
Þú hafðir gaman af því að
ferðast jafnt hér á landi sem og
erlendis og kynntist fólki á
ferðalögum erlendis sem þú
hélst alltaf tryggð við. Það var
alltaf gaman hjá okkur þegar
við fórum sumarferðina okkar
vestur á Snæfellsnes að vitja
mömmu þinnar og annarra ætt-
ingja í kirkjugarðinum á
Ingjaldshóli. Þá var spjallað
mikið um liðna daga og stoppað
var í öllum bakaríum á leiðinni
því vínarbrauð var í uppáhaldi
hjá þér.
Nú er komið að leiðarlokum
og þú farin í þitt síðasta ferða-
lag sem við förum öll í á end-
anum. Ég veit að það hefur ver-
ið tekið vel á móti þér þegar þú
komst á áfangastað. Þú skilar
kveðju frá mér.
Takk fyrir allt, elsku mamma
Þinn sonur,
Ríkharður.
Að eiga góða og trausta vini
er mikil gæfa. Vinkona okkar
Maggý, sem við kveðjum í dag,
var dæmi um slíkan vin. Við
kynntumst fyrir tæpum 60 ár-
um. Ungt fólk að koma sér upp
fyrsta húsnæði í nýbyggðu fjöl-
býlishúsi í Vesturbænum. Öll á
sama aldri og börn okkar
einnig. Þarna hófst vinátta
þrennra hjóna sem hefur enst
fram á þennan dag, en því mið-
ur höfum við séð á eftir Björg-
vini, eiginmanni Maggýjar, sem
lést fyrir nokkrum árum.
Á þessum árum var sam-
gangur milli fjölskyldnanna
mikill og ýmislegt brallað.
Minnisstæð er ferð okkar
þriggja eiginkvennanna saman
til Keflavíkur í þeim tilgangi að
heimsækja sameiginlega vin-
konu okkar. Í þá daga var ekki
algengt að konur ættu bíla, en
Maggý átti einn slíkan af gerð-
inni Austin Mini sem farið var á
í ferðina. Hún var alvanur bíl-
stjóri og hafði m.a. verið einka-
bílstjóri Guðmundar blinda, for-
stjóra Víðis. Eins er okkur
minnisstæð sameiginleg ferð
okkar allra til Þingvalla á fögr-
um sumardegi, þar sem endað
var í veislu í sumarbústað for-
eldra Auðar, Maríustöðum.
Árin liðu, við héldum hvert í
sína áttina á höfuðborgarsvæð-
inu en vináttan hélst óbreytt.
Samgangur var milli fjölskyldn-
anna þegar haldnar voru af-
mælisveislur, fermingar eða
aðrir stórir viðburðir. Þegar á
eftirlaunaaldur kom tókum við
konurnar upp þann reglu-
bundna sið að hittast á fjögurra
til fimm vikna fresti á veitinga-
húsi og borða saman í hádeginu.
Héldum við þeirri venju á með-
an heilsa Maggýjar leyfði.
Hápunktur þessara ferða var
þegar sonardóttir Maggýjar og
nafna, yfirkokkur á einu veit-
ingahúsinu, matreiddi fyrir okk-
ur vinkonurnar. Þá var okkar
kona stolt.
Það var reisn yfir Margréti,
hún var flott kona, ætíð vel til
fara og vel snyrt. Hún var mik-
ill fagurkeri, átti fallega muni
og bar heimili hennar því glöggt
vitni. Hún var í okkar huga eins
konar sólarbarn, naut sín þar
sem sólin skein hvort sem var í
útlöndum eða hér heima.
Fyrir örfáum árum tók heilsu
Maggýjar að hraka vegna sjúk-
dóms sem á endanum lagði
hana að velli. Var það sláandi
að sjá hversu grátt sjúkdóm-
urinn lék hana með tímanum.
Þrátt fyrir hrakandi heilsu hélt
hún hins vegar góðri sjón og
heyrn. Hugsunin var skýr, enda
þótt hún ætti í erfiðleikum með
að tjá sig.
Við vinkonurnar erum afar
þakklátar fyrir að hafa átt góð-
ar samverustundir með Maggý
síðustu ævidaga hennar þrátt
fyrir veikindin erfiðu.
Við og eiginmenn okkar
þökkum elsku Maggý áralanga
vináttu og tryggð. Börnum
hennar og öðrum ættingjum og
vinum sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Auður og Guðbjörg.
Margrét Ágústa
Hallgrímsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Margréti Ágústu Hall-
grímsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
SIF AÐALSTEINSDÓTTIR,
Geitlandi 1, Reykjavík,
andaðist laugardaginn 24. nóvember
í faðmi ástvina. Útför hennar verður frá
Bústaðakirkju þriðjudaginn 4. desember klukkan 15.
Jón B. Stefánsson
Ívar Már Jónsson Svandís Íris Hálfdánardóttir
María Birna Jónsdóttir Baldur Þór Sveinsson
Vilborg Mjöll Jónsdóttir Friðrik Magnússon
Margrét Lára Jónsdóttir Steinar Örn Sigurðsson
og barnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Minningargreinar