Morgunblaðið - 03.12.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.12.2018, Blaðsíða 23
djasstrommari sem lék og gerði plöt- ur með tónlistarmönnum á borð við Clare Fisher (First Time Out) og Don Ellis (Essence).“ Pétur tók þátt í bítlabyltingunni hér á landi sem trommuleikari Hljóma frá Keflavík. Hann varð einn- ig snemma mjög virkur í íslensku djasslífi og lék hér m.a. með erlendum gestum á borð við Art Farmer og Booker Ervin 1969. Í Svíþjóð hefur Pétur verið leiðandi djasstrommuleikari og leikið með flestum fremstu djassleikurum Svía um áratuga skeið. Í seinni tíð hefur hann leikið með Putte Wickman, m.a. inn á átta hljómplötur og í hljómleika- ferðum, s.s. til Japans, í Carnegie Hall í New York og Barbican Centre í London. Hann hefur leikið með feiki- legum fjölda heimsfrægra djassleik- ara, s.s. Pepper Adams, Benny Bail- ey, Jaki Byard, Donald Byrd, Adolphus Doc Cheatham, Al Cohn, Ted Curson, Eddie Daniels, Buddy DeFranco, Harry Sweets Edison, Booker Ervin, Georgie Fame, Art Farmer, Herb Geller, Mike Gibbs, Benny Golson, Dexter Gordon, Steve Gray, Johnny Griffin, Scott Hamil- ton, Jimmy Heath, Illinois Jacquet, Thad Jones, Clifford Jordan, Roger Kellaway, Barney Kessel, Lee Kon- itz, Yusef Lateef, Joe Lovano, Red Mitchell, James Moody, Spigniew Namyslowski, Walter Norris, Dick Oats, Horace Parlan, Ken Peplowski, Jerome Richardson, Mariu Schneid- er, John Scofield, Tony Scott, Sahib Shihab, Zoot Sims, Slam Stewart, John Surman, Clark Terry, Toots Thielemans, Charles Tolliver, Stan Tracey, Art van Dam, Ernie Wilkins, Kai Winding, Normu Winstone og Niels-Henning Ørsted-Pedersen. Pétur hefur leikið með stórsveitum á borð við Mikael Råbergs Jazzorch- estra, sem þá var talin ein albesta djassstórsveit Evrópu, auk djass- tríóa, s.s. Claes Crona’s trio sl. fjögur ár og gerði með þeim þrjá diska. Hann hefur leikið allt frá avant- garde-djassi til tónlistar New Or- leans-brassbanda og verið slagverks- leikari með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands: „Og ég hef notið þessa alls til hins ýtrasta!“ Pétur var aðaltrommusettskennari Tónlistarháskólans í Stokkhólmi 1973-92 og segja má að flestir djass- trommarar í Stokkhólmi og nágrenni hafi verið nemendur hans eða nem- enda hans. Hann hefur kennt við Musikhögskolan i Örebro frá 2005. Pétur hefur þróað eigin kennslu- aðferðir í trommuleik. Hann gaf út bókina A Small Book of Paradiddles árið 1975: „Nú er ég að leggja loka- hönd á rit um greiningarkerfi fyrir trommuhreyfingar.“ Pétur var sæmdur titlinum trommuleikari ársins á Íslandi árið 2012 og sambærilegum titli í Svíþjóð 2015. Fjölskylda Pétur er þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Júlía Olsen, f. 31.8. 1942, bú- sett í Svíþjóð, og eru synir þeirra Ari Georg, f. 29.6. 1962, tónlistarmaður í Svíþjóð, og Jón Kristján, f. 21.5. 1964, tónlistarmaður í Svíþjóð. Önnur kona Péturs var Jódís Ólafsdóttir, f. 17.11. 1949, d. 2.5. 1991, en dóttir þeirra var María Rut, f. 10.6. 1968, d. 29.11. 1968. Þriðja kona Péturs var Anja Notin, en sonur þeirra er Sebastian Notin, f. 28.7. 1974, slagverksleikari og upp- tökustjóri í Brasilíu. Foreldrar Péturs voru George Öst- lund, f. 25.12. 1901, d. 30.12. 1961, að- stoðarforstjóri Consolidated Edison í New York, og María Markan Öst- lund, f. í Ólafsvík 25.6. 1905, d.16.5. 1995, óperusöngkona. Pétur Östlund Helga Arnórsdóttir húsfr. í Rvík og á Eyri Árni Böðvarsson barnakennari í Rvík og prófastur á Eyri í Skutulsfirði, bróðursonur Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur, af Presta-Högnaætt Kristín Árnadóttir húsfr. í Ólafsvík og í Rvík María Markan Östlund óperusöngkona víða um heim,m.a. í Metropolitan óperunni Metta Einarsdóttir húsfr. á Stafafelli Markús Gíslason pr. á Stafafelli í Lóni Helga Einarsdóttir húsfr. í Rvík Markús Einarsson kaupm. og heildsali í Rvík Sigríður Einarsdóttir húsfr. í Kaupmannahöfn Elísabet Einarsdóttir húsfr. í Rvík Einar Markan söngvari og listamaður í Rvík Einar Markússon kaupm. og útgerðarm. í Ólafsvík, síðar aðalbókari ríkisins Einar Markús Markan skipherra Sigurður Markan erkstj. í Rvík María Huld Markan Sigfúsdóttir tónlistar- kona og tónskáld v Rolf Markan árnsteypum. í Rvík j Ingrid Markan þýðandi og prófarka- lesari Úr frændgarði Péturs Östlund Inger Nielsen húsfr. á Seyðisfirði, Rvík og í Vesturheimi, af norskumættum David Östlund ritstj. á Seyðisfirði, trúboði og verksmiðjustj. í Rvík og síðar íVesturheimi Georg Östlund aðstoðarforstjóri Consolidated Edison í NewYork Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tveir snillingar Pétur Östlund og Sigurður Flosason. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2018 Ástríður Guðmundsdóttir fædd-ist 1770 í Sauðeyjum á Breiða-firði. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Einarsson, bóndi, smiður og sjómaður, , síðast í Hergils- ey, f. um 1730, d. 1784, og Guðrún elsta Ólafsdóttir, f. um 1748, d. 19.7. 1801. Þrettán ára flutti Ástríður ásamt fjölskyldu sinni til Hergilseyjar, en aðeins ári síðar lést faðir hennar. Voru þá fimm börn af átta enn á heimilinu og var Ástríður elst þeirra. Ástríður giftist 15.9. 1792 Einari Ólafssyni, f. 1768, d. 17.7. 1843, bónda í Skáleyjum og síðar sáttaleitarmanni. Þau eignuðust þrettán börn og var yngst þeirra Guðmundur, alþingis- maður og prófastur í Dalasýslu. Sex barnanna dóu í frumbernsku en fimm lifðu móður sína. Eitt þeirra drukkn- aði ársgamalt ásamt móðurömmu sinni. Meðal barnabarna Ástríðar má nefna Matthías Jochumsson, skáld- systurnar Herdísi og Ólínu Andrés- dætur og systurnar Ástríði Thor- steinsson og Theodóru Thoroddsen. Eftir brúðkaupið flutti Ástríður til Skáleyja og gegndi þar húsmóður- störfum í hálfa öld. Hún var ljósmóðir í Flateyjarhreppi þótt hún hefði ekki lært þau fræði. Fjölmenni bjó í hreppnum á tímum Ástríðar, árið 1789 voru þar 45 heimili með 287 manns og 1816 voru heimilin 32 með 245 manns. Barnsfæðingar voru þá tíðar og því nóg að gera hjá Ástríði í ljósmóðurstörfunum. Matthías segir um ömmu sína: „Var hennar leitað til margra ráða, lækninga og líknar í vandræðum, þótti hún og eiga drjúgan þátt í hreppstjórn og sveitarmálum, því hún var bæði skarpvitur og góð- gjörn.“ Sem dæmi um það er það talið að þegar sveitarstjórnarmálum á Ís- landi var breytt árið 1808 hafi Ástríð- ur kynnt sér nýju lögin og skýrt þau fyrir bændunum í Breiðafjarðareyj- unum og kennt þeim að starfa sam- kvæmt þeim. Síðustu æviárin bjó Ástríður hjá dóttur sinni, Guðrúnu ljósmóður, í Miðbæ í Flatey. Þar lést Ástríður 3. desember 1865. Merkir Íslendingar Ástríður Guðmundsdóttir Morgunblaðið/KHJ Í Flatey Landnámsbærinn Miðbær er talinn hafa verið þar sem ösku- hóllinn er, austan kirkjugarðsins. 90 ára Einar Þorbjörn Jónsson Eydís Bjarnadóttir Kristín Hauksdóttir Svandís Hannesdóttir 85 ára Ásgrímur Geirs Gunnarsson Fjóla Sigríður Tómasdóttir Ingunn Hjördís Jónasdóttir 80 ára Hreiðar Anton Aðalsteinsson Karl Sighvatsson 75 ára Paul Newton Pétur Davíð Georgsson Östlund Sigríður Lilja Guðjónsdóttir 70 ára Anna Þóra Einarsdóttir Ari Trausti Guðmundsson Guðrún Sólborg Tómasdóttir Ingunn Eide Árnadóttir Jóna Björg Heiðdalsdóttir Jón Magnús Ívarsson Kristján A. Ágústsson Stefán Gunnarsson 60 ára Arnþór Einarsson Erna Bjarnadóttir Ingólfur Sveinsson Kristín Björk Guðmundsdóttir Margrét Gísladóttir Páll Ármann Eggertsson Snorri Þór Snorrason Valur Harðarson Þormar Birkir Ástvaldsson Þorsteinn G. Þorsteinsson 50 ára Guðrún Dröfn Birgisdóttir Guðrún Pétursdóttir Hallveig Gróa Ragnarsdóttir Hannes Guðbjörn Sigurðsson Ingvar Guðmundsson László Petö Martin Hauksson Michaela Matejicková Smári Viðar Grétarsson Sólbjartur Óli Utley Valdimar Gestur Hafsteinsson Þórður Ingi Guðjónsson 40 ára Arnar Erwin Gunnarsson Gréta Helgadóttir Haukur Örn Birgisson Jacquelyn Trinidad Abando Jón Smári Pétursson Kamila Lesniewska Kristín Vilborg Þórðardóttir Stefán Örn Viðarsson Úlfhildur Guðjónsdóttir 30 ára Dominik Franciszek Dziki Encho Plamenov Stoyanov Fannar Freyr Magnússon Hiu Yan Lau Lucia Magali Ramirez Gonzalez Lukasz Mroz Marcin Zelek Martin Knapovský Sandra Guðnadóttir Sigurjón Már Einarsson Sveinbjörn Ingi Erlendsson Tinna Freysdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Jón Smári er frá Káranesi í Kjós en býr í Mosfellsbæ og er rafvirki. Maki: Ása Dagný Gunn- arsdóttir, f. 1975, sjúkra- þjálfari hjá Heilsuborg. Börn: Gunnar Smári, f. 2005, Arnar Dagur, f. 2007, og Steinar Kári, f. 2010. Foreldrar: Pétur Lárus- son, f. 1937, d. 2017, bóndi, og Marta Finns- dóttir, f. 1943, búsett í Káranesi. Jón Smári Pétursson 40 ára Kristín er Reykvík- ingur og hjúkrunarfræð- ingur og starfar hjá Lyfju. Maki: Ingi Björn Ágústs- son, f. 1978, sölustjóri hjá Vodafone. Börn: Ágúst Örn, f. 1996, Ingibjörg Lilja, f. 2007, og Jóel Freyr, f. 2009. Foreldrar: Þórður H. Jónsson, f. 1944, fv. partasali, og Ingibjörg Ó. Hjaltalín, f. 1950, hús- móðir. Þau eru bús. í Reykjavík. Kristín Vilborg Þórðardóttir 30 ára Fannar er Reyk- víkingur en býr á Akur- eyri. Hann er sjávar- útvegsfr. að mennt og er skrifstofustj. Svalbarðs- strandarhrepps. Maki: Tinna Dagbjarts- dóttir, f. 1991, BS í sál- fræði og skíðaþjálfari. Börn: Hekla Ýr, f. 2014, og Agla, f. 2018. Foreldrar: Magnús R. Kristjánsson, f. 1967, og Ingunn S. Bragadóttir, f. 1969, bús. í Hollandi. Fannar Freyr Magnússon Njóttu töfra hátíðanna á köldustu mánuðum ársins. Stílfögur S8 kaffivél sem uppfyllir draum sérhvers kaffi-un- nanda og hellir upp á alla sígildu og vinsælustu kaffidrykkina eins og þaul- reyndur kaffibarþjónn. Vélin tilheyrir nýrri og tilkomumikilli kynslóð kaffivéla, er með notendavænum 4.3" litaskjá og stútfull af tækninýjungum eins og P.E.P.® og fínfroðutækni sem skila sér í óvið- jafnanlegri lokaafurð í bollanum, allt frá ristretto og latte macchiato til flat white. JURA – If you love coffee. Fangaðu hátíðleikann með dásamlegu kaffi – nýmalað, engin hylki. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.