Morgunblaðið - 07.12.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is
HeYrNaRtÓL
Í JÓLaGjÖF
SENNHEISER NOISE CANCELLING HEYRNARTÓL
VERÐ FRÁ 24.900 KR.
7. desember 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.83 123.41 123.12
Sterlingspund 156.48 157.24 156.86
Kanadadalur 92.37 92.91 92.64
Dönsk króna 18.65 18.76 18.705
Norsk króna 14.42 14.504 14.462
Sænsk króna 13.635 13.715 13.675
Svissn. franki 122.97 123.65 123.31
Japanskt jen 1.0862 1.0926 1.0894
SDR 169.9 170.92 170.41
Evra 139.21 139.99 139.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.627
Hrávöruverð
Gull 1236.15 ($/únsa)
Ál 1966.0 ($/tonn) LME
Hráolía 61.35 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Vöruviðskiptahallinn var 6,8 millj-
örðum meiri í nóvember í ár heldur en
á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram
á vef Hagstofunnar sem birti bráða-
birgðatölur um vöruviðskipti í gær.
Samkvæmt tölunum nam fob-
verðmæti vöruútflutnings rúmlega
54,3 milljörðum króna en fob-
verðmæti vöruinnflutnings 72,1 millj-
arði króna. Vöruviðskiptin í nóvember
voru því óhagstæð um 17,7 milljarða í
króna miðað við 10,9 milljarða í fyrra,
á gengi hvors árs. Verðmæti vöru-
útflutnings í nóvember var 8,6 millj-
örðum króna hærra en á sama tíma í
fyrra og munaði 18,7% á gengi hvors
árs. Það sem helst skýrir hækkunina
er aukið verðmæti í útflutningi á
iðnaðarvörum. Verðmæti vöru-
innflutnings var 15,4 milljörðum meira
en í nóvember 2017 og munaði um
27,1% á gengi hvors árs. Sá munur
skýrist að mestu leyti af auknum inn-
flutningi af hrávörum, rekstrarvörum
og fjárfestingarvörum.
Vöruviðskiptahalli 6,8
milljörðum meiri
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Við erum að endurskoða framtíðar-
flotasamsetningu félagsins um þess-
ar mundir og getum ekki tjáð okkur
um þessi mál fyrr en það liggur fyr-
ir.“ Þannig hljóðaði skriflegt svar
Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýs-
ingafulltrúa WOW air við fyrirspurn
Morgunblaðsins um stöðu risavaxins
leigusamnings sem tilkynnt var um í
mars í fyrra. Þar var um að ræða
leigu WOW air á fjórum Airbus
A300-900neo breiðþotum af nýjustu
gerð. Listaverð slíkra véla er í dag
samkvæmt upplýsingum frá Airbus-
verksmiðjunum 296,4 milljónir doll-
ara, jafnvirði 36 milljarða króna. Ný-
virði vélanna fjögurra sem WOW air
tók á leigu með samningnum nemur
því samanlagt 144 milljörðum króna.
Tilkynnt um vélarnar í fyrra
Í tilkynningu sem WOW air sendi
frá sér þann 30. mars 2017, í
tengslum við samninginn, kom fram
að vélarnar yrðu leigðar til 12 ára af
írska fjármögnunarfyrirtækinu CIT
Aerospace International. Það er
dótturfélag CIT Group sem er með
höfuðstöðvar sínar í Delaware í
Bandaríkjunum. CIT Aerospace Int-
ernational var eigandi breiðþotn-
anna tveggja sem WOW tilkynnti
þann 27. nóvember síðastliðinn að
það hefði skilað. Vélarnar héldu af
landi brott örfáum klukkustundum
eftir að tilkynnt var um að þær hyrfu
úr flota félagsins. Einkennisstafir
þeirra voru TF-WOW og TF-LUV.
Þær voru báðar framleiddar árið
2015. Vélarnar tvær tóku 350 far-
þega í sæti. Samkvæmt upplýsingum
frá WOW air eru Airbus A330-
900neo vélarnar hins vegar búnar
365 sætum.
Mbl.is greindi frá því að morgni
24. apríl síðastliðinn að vélin sem
bera myndi einkennisstafina TF-
BIG, væri komin úr málun hjá flug-
vélaframleiðandanum Airbus og að
WOW air væri annað flugfélagið í
heiminum til að fá þessa nýju kyn-
slóð A330 breiðþotna afhenta.
Það næsta sem fréttist af fyrr-
nefndri pöntun breiðþotnanna voru
upplýsingar sem birtust á vefsvæð-
inu turisti.is. Þar kom fram að ferð-
um til og frá Indlandi, sem WOW air
hóf í gær, yrði fækkað úr 5 í 3 í viku
hverri og að það stafaði af seinkun
hinna nýju breiðþotna. Ekki fylgdu
skýringar á því af hverju vél sem
máluð hafði verið í apríl, yrði ekki
tilbúin þegar kæmi að fyrirætluðu
flugi í desember.
Síðari vélin einnig máluð
Síðan fréttist ekkert af afdrifum
breiðþotnanna tveggja sem koma
áttu í þjónustu félagsins á þessu ári
fyrr en vefurinn alltumflug.is greindi
frá því þann 10. október síðastliðinn
að síðari vélin, sem bera á einkennis-
stafina TF-MOG, væri nýkomin úr
málun og skartaði nú hinum sér-
stæða fjólubláa lit félagsins. Í um-
fjöllun vefsins kom einnig fram að
seinkun hefði orðið á afhendingu vél-
anna og að nú væri von til þess að
þær kæmu í þjónustu WOW í febr-
úar 2019.
Það var hins vegar þann 17. októ-
ber sem þýskur ljósmyndari að nafni
Lars Hentschel, náði mynd af TF-
BIG, á flugvelli í Toulouse í Frakk-
landi, heimaborg framleiðslu Airbus,
þar sem búið var að hreinsa nær alla
málninguna af vélinni, að stéli og
vængfestingum undanskildum. Leit-
aði þá umsjónarmaður vefsins tur-
isti.is eftir skýringum á stöðu vélar-
innar og svaraði WOW því til að
málarar Airbus-verksmiðjanna
hefðu ekki staðið í stykkinu. „Það
var ósamræmi í fjólubláa litnum,
glæran sem notuð er yfir litinn var of
gróf á yfirborðinu og stóðst ekki
okkar kröfur.“ Fylgdi svarinu að vél-
in yrði máluð fljótlega að nýju.
Í gær bar Morgunblaðið upp þá
spurningu við upplýsingafulltrúa
WOW air hvort vélin hefði nú verið
máluð að nýju. Vildi hún ekki gefa
það upp eins og greinir frá í upphafi
fréttarinnar.
Allt á huldu um framtíð
fjögurra nýrra breiðþotna
Ljósmynd/Lars Hentschel
Ómáluð TF-BIG reyndist ómáluð þegar þessi mynd náðist af henni, fimm mánuðum eftir að hún var fyrst máluð.
Málning var hreinsuð af nýrri breiðþotu WOW air í Frakklandi nú í október
Hætt hefur verið við sölu á lyfjafyr-
irtækinu Medis, sem er dótturfyrir-
tæki Teva Pharmaseuticals, en fyr-
irtækið var sett í söluferli um mitt
árið í fyrra. Í tengslum við þessa
stefnubreytingu hefur Valur Ragn-
arsson stigið til hliðar sem forstjóri
Medis. Hann lét af störfum í gær.
„Eftir ítarlega skoðun hefur Teva
nú tekið þá ákvörðun að halda Medis
áfram innan samstæðunnar og sölu-
ferlið hefur verið stöðvað þrátt fyrir
mikinn áhuga meðal áhugasamra
kaupenda,“ segir Sigfús Örn Guð-
mundsson, markaðs- og samskipta-
stjóri fyrirtækisins. Medis er, líkt og
áður segir, dótturfyrirtæki lyfjaris-
ans Teva og sér fyrirtækið um sölu á
lyfjum og hugverkaréttindum fé-
lagsins til annarra lyfjafyrirtækja.
„Teva telur Medis áfram geta
skapað fyrirtækinu, sjúklingum og
viðskiptavinum Medis mikil verð-
mæti til framtíðar,“ segir Sigfús í
skriflegu svari til Morgunblaðsins en
í frétt Bloomberg frá því í september
var talið að Medis væri verðmetið á
allt að 500 milljónir bandaríkjadala.
„Í tengslum við þessa stefnubreyt-
ingu hefur Valur Ragnarsson, for-
stjóri Medis, stigið til hliðar og lætur
af störfum hjá Medis frá og með deg-
inum í dag. Eftir stendur öflugt al-
þjóðlegt fyrirtæki í mjög góðum
rekstri sem mun halda áfram að vaxa
og dafna innan Teva-samstæðunnar
til framtíðar,“ segir Sigfús.
Eftir sem áður verða þrír starf-
andi framkvæmdastjórar hjá Medis
hér á landi en það eru þau Jónína
Guðmundsdóttir, Hildur Ragnars,
og Ágúst Helgi Leósson.
peturhreins@mbl.is
Reuters
Hætt við Ekkert verður af sölu á
Medis sem var sett í söluferli 2017.
Hætt hefur verið
við sölu á Medis
Valur Ragnars-
son stígur til hliðar
sem forstjóri