Morgunblaðið - 07.12.2018, Blaðsíða 39
DÆGRADVÖL 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Nú gefst þér tækifæri til að gleðja starfsfélaga, fjölskyldu
og vini með konunglegum kræsingum frá Veislulist
Starfsfólk okkar leggur sig fram um að gera stundina fallega með
úrvals veitingum og persónulegri og góðri þjónustu.
Hlaðborð fyrir allar stærðir af hópum.
Þrjár mismunandi steikur ásamt meðlæti.
Hlaðborð fyrir allar stærðir af hópum.
Konunglegar kræsingar.
Hlaðborð fyrir allar stærðir af hópum.
Hátíðlegir smáréttir.
Jólasteikur Jólahlaðborð 1&2 Jólasmáréttir
Jólahlaðborð
Jólin 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gáfuleg vinna og mikil vinna takast á
í dag og þú veist hvor vinnur. Vertu skilnings-
ríkur og hlustaðu vandlega á alla aðila sem
þú leitar ráða hjá.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu spekúlasjónir í fjármálum ekki
bíða of lengi. Kauptu nytsamlega hluti handa
fjölskyldunni og framkvæmdu hugmyndir um
að græða meiri peninga.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þetta er góður dagur til að nota
krafta annarra til að hjálpa eigin frama eða
orðstír. Reyndu að vera þolinmóður gagnvart
einhverjum sem reynir að skipta sér af einka-
málum þínum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Hæfileikar þínir eru ótvíræðir og
vekja aðdáun annarra og stundum öfund. Nú
verður ekki lengur undan því vikist að taka
ákvörðun varðandi starfsvettvang.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Vertu ekki niðurlútur þótt þér finnist þú
einn á báti með skoðanir þínar. Fólk lítur lífið
misjöfnum augum og þér er frjálst að velja þá
sýn sem hentar þér best.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Mundu að hver er sinnar gæfu smiður
og þú getur ekki sakast við neinn nema sjálf-
an þig ef málin eru komin í óþægilegan far-
veg.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér líður eins og þú getir sigrað heiminn
og átt að njóta þess meðbyrs sem þú hefur.
Sýndu sveigjanleika og vertu opinn fyrir hug-
myndum annarra.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ef þú leyfir egóinu að ráða ferð-
inni gæti það orðið þér að falli. Mundu að útlit
þitt sendir ákveðin skilaboð út í umhverfið.
Þú þekkir nú þegar grunnþarfir þínar til að
líða vel og líta vel út.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Skipuleggðu tíma þinn þannig að
þú getir skotist frá til þess að sinna erindum,
sem ekki verða rekin í síma. Mundu að skoða
öll verk með opnum huga.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú er rétti tíminn til þess að láta
reyna á þær hugmyndir, sem þú hefur gengið
með í maganum að undanförnu. Þú ert ein-
staklega hagsýnn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er einhver sem er að þrýsta á
þig og vill fá þig til að gera hlut sem þér er
þvert um geð. Farðu fínt í hlutina. Kannski vill
einhver líka leggja þér lið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er bara mannlegt að einblína á
galla annarra til þess að upphefja sjálfan sig,
en þú getur reynt að streitast á móti.
Laust eftir hádegið á fimmtu-daginn settist ég við tölvuna
til að skrifa Vísnaþátt. Og „Guði sé
lof“ mér datt í hug að rifja upp og
taka punkta úr grein Theódóru
Thoroddsen í Skírni 1913 „Ofan úr
sveitum. – Nokkrar stökur kveðnar
af sveitakonum“:
Upp til sveita íslenskt mál
á sér margan braginn.
Raulaðu þá við rokk og nál,
reyndu það styttir daginn.
Þetta er gömul staka. Og Theó-
dóra segir síðar, að sennilega sé
meira um kveðskap til sveita heldur
en í bæjum, kauptúnum eða ver-
stöðvum. Sveitavinnan er svo óbrot-
in, að hún gengur úr höndum þó
sálin starfi jafnframt. Fóturinn
stígur rokkinn og höndin teygir úr
lopanum, en hugurinn reikar víða,
stúlkan brosir og raular með
rímnalagi:
Hugans annál enginn reit,
þar ægir svo mörgu saman.
En það sem enginn annar veit
er oft vort besta gaman.
Njóttu vel þessa leyndarmáls
þíns, stúlka litla, og verði þér ekki
að kveða eins og konunni:
Lánið bjarta býr hjá mér,
bifast vart á fótum,
þó er margt sem þjóð ei sér,
er þrengir að hjartarótum.
Theódóra segir að bjáti eitthvað
á hlæi konan kuldahlátur og segir:
Ef ‘ann heimur yglir sig
og ætlar að kárna gaman,
þá kveð ég háð um hann og mig
og hlæ að því öllu saman.
Eða hún huggar sig við það að
sætt er sameiginlegt skipbrot, hún
sé ekkert einsdæmi um basl og von-
brigði, því:
Brotinn pottur, budda tóm
og basl er í öllum löndum,
vonbrigði og vesaldóm
veit ég í flestra höndum.
Theódóra segir að þetta og fleira
bendi til þess að sveitakonan kasti
tilfinningum sínum lítt á glæ; ekki
sé þó loku fyrir það skotið að við-
kvæmni kunni að grípa hana:
Í heiminum er margt til meins
og mörg er lífsins gáta.
Mér finnst ég stundum njóti ei neins
nema bara að gráta.
Gleðistundir eða algleymis-
augnablik á sveitakonan stöku sinn-
um, en henni finnst þau ærið litla
viðdvöl hafa:
Enginn festi á fisi mund,
sem feykist undan vindi.
Það var eins um þessa stund,
hún þurfti að kveðja í skyndi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ofan úr sveitum
Í klípu
„ÞÆR SLÁ Á LÖNGUNINA. ÞÚ MUNT ÁFRAM
FELA ÞIG UNDIR RÚMI EN EFTIR NOKKRAR
NÆTUR MANSTU EKKI HVERS VEGNA.”
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„Þetta er ekki banki!”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að viðra tilfinningar
sínar.
ÉG ER KONUNGUR
KASTALANS!
ÞÚ MÁTT
VERA PRINS
JÁ EN HELGA! FRANSKAR
KONUR ERU ALLTAF AÐ
GERA ÞETTA !
MÉR ER SLÉTT
SAMA!
ÉG ELDA EKKI FULLA FÖTU AF SNIGLUM!
Víkverji er þakklátur fyrir aðdesember er genginn í garð. Í
fyrsta lagi þá er siðferðislega rétt
að mati Víkverja að byrja að
hlusta á jólalögin 1. desember og
syngja hástöfum með hvort sem
er í bíl eða heima.
x x x
Í öðru lagi gleðja jólaljósin bæðiúti og inni og jólaljós á trjám
og ljósastaurum gleðja sérstak-
lega glysgjörn augu Víkverja.
Yfirskreyttar verslunarmiðstöðvar
gleðja Víkverja minna og reynir
hann að sneiða hjá verslunum sem
best hann getur í desember til
þess að rækta jólabarnið í sér.
x x x
Svo því sé nú til haga haldið þáer Víkverji gjafmildur maður
eða kona eftir því hvernig á það
er litið og reynir að kaupa jóla-
gjafir utan hájólavertíðar. Það er
einfaldlega skemmtilegra og af-
slappaðra. Dreifir kostnaði og
kemur í veg fyrir illa ígrunduð
kaup.
x x x
Áfram með þakklætið. Í þriðjalagi er Víkverji þakklátur fyr-
ir alla tónlistina sem flæðir um
samfélagið í nóvember og desem-
ber. Nóg er af tónleikum; stórum,
litlum, dýrum, minna dýrum og
ókeypis. Tónleikar í tónleikasöl-
um, tónlistarskólum, kirkjum,
verslunarmiðstöðvum og úti við.
x x x
Í fjórða lagi er Víkverji þakkláturfyrir allar bækurnar sem koma
út í desember. Víkverji er stoltur
af íslensku bókaþjóðinni sem þrátt
fyrir rafrænu byltinguna og fá-
mennið heldur áfram að gefa út
bækur um menn og málefni, sann-
ar og skáldaðar.
x x x
Í fimmta lagi er Víkverji þakk-látur fyrir samveru með fjöl-
skyldu, vinum og vinnufélögum í
desember. Það er gott að brjóta
upp hversdaginn og gleðjast með
öðrum. Framantalið er einungis
brot af því sem Víkverji er þakk-
látur fyrir. vikverji@mbl.is
Víkverji
Enginn er heilagur sem Drottinn,
enginn er til nema þú, enginn er
klettur sem Guð vor.
(1Sam 2.2)