Morgunblaðið - 07.12.2018, Page 40

Morgunblaðið - 07.12.2018, Page 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018 VIÐTAL Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is „Skáld himintungla, hlandporta og fiðrilda,“ segir Jón Kalman Stefáns- son rithöfundur meðal annars um ljóðskáldið Óskar Árna Óskarsson í inngangi að nýútkomnu safnriti, Reykjavíkurmyndum, sem hefur að geyma úrval ljóða og smáprósa Ósk- ars Árna frá þrjátíu ára tímabili, 1986 til 2016. Himintungl og fiðrildi er vissulega fögur myndlíking. Hlandportin tæpast. Komum að því síðar. „Auðvitað ekki tæmandi lýsing á skáldskap hans, svolítið fjarri því raunar; það er einhver götustrákur í Óskari, stundum hálfgildings úti- gangsmaður,“ heldur Jón Kalman áfram og fer innganginn út í gegn sérdeilis lofsamlegum orðum um skáldskap slánalega bókavarðarins á bókasafni Háskóla Íslands – sem einu sinni var. Sá gaukaði fyrir margt löngu annað slagið að honum erlendri ljóðabók með þeim orðum að hún væri kannski eitthvað fyrir hann. „Ég verð bara að skrifa undir þetta og hef engu við að bæta. Þetta eru orð Jóns,“ segir Óskar Árni kím- inn á svip og unir einnig prýðilega þeim ummælum Jóns að blúsaður og angurvær tónn og strákslegur gáski hafi einkennt ljóð hans frá upphafi. Ný bók með gömlum ljóðum Eins og ljóðin í Reykjavíkur- myndum, sem eiga það einnig öll sameiginlegt að fjalla um Reykjavík á einn eða annan hátt. Óskar Árni andmælir ekki heldur þeirri staðhæf- ingu að hann sé götustrákur. Hálf- gildings útigangsmaður finnst hon- um hins vegar fullmikið sagt. Í skjóli skáldaleyfis má samt ýmislegt. „Ég geng mikið um götur borgar- innar og er því götustrákur í þeim skilningi. Fremst í bókinni er ég með tilvísun í Dag Sigurðarson, „Gatan var sú jörð sem við erfðum“, sem mér finnst lýsa viðfangsefninu ágætlega. Í ljóðum mínum eru gjarnan skiss- aðar upp myndir af umhverfinu. Ljóðin eru ferðalög þar sem grunn- myndin er hinn ytri heimur og svo náttúrlega margs konar litbrigði eins og tregi og gleði og ýmsar undar- legar uppákomur. Svona bara eins og gengur.“ Óskar Árni naut aðstoðar nokk- urra vina sinna í skáldastétt við að velja ljóðin í bókina. Hann segist hafa raðað þeim alveg upp á nýtt, ekki í aldursröð eins og venjan er heldur hafi hann búið til nýja bók, sem hann skipti niður í níu kafla. „Ég lít að vissu leyti á Reykjavíkurmyndir sem nýja bók, þótt hún geymi gömul ljóð. Þau eru samansafn úr mörgum ljóða- bókum mínum, en þó ekki öllum því mörg ljóð í bókunum mínum tengjast borginni lítið sem ekkert.“ Af ljóðunum verður ekki endilega ráðið að þau séu um Reykjavík, en Óskar Árni segir að í sínum huga sé enginn efi, jafnvel þótt þau elstu séu „svolítið horfin frá mér“ eins og hann kemst að orði. „Ég þekki sjálfan mig ekki alltaf í þeim, maður breytist náttúrlega með tímanum en ljóðin eru alltaf þau sömu og í sínum tíma.“ Ekki er að undra að Reykjavík sé Óskari Árna kært yrkisefni. Hann er fæddur og uppalinn í Þingholtunum og hafði varla farið út fyrir malbikið þegar hann hélt til náms í Samvinnu- skólanum á Bifröst. „Ég var ekki einu sinni sendur í sveit á sumrin eins og hinir krakkarnir á Bergstaða- strætinu og þar um kring,“ rifjar hann upp og játar að stundum hafi verið hálf-einmanalegt í götunni. Byrjaði með öskri Í kaflanum Skuggi af snúrustaur er prósaljóðið „Bergstaðastræti - Úr glötuðu handriti bernskunnar“. Fjór- tán ljóð, eitt fyrir hvert ár í lífi höf- Ljóðið er ekkert á förum  Reykjavíkurskáldið Óskar Árni Óskarsson hefur sent frá sér safnritið Reykjavíkurmyndir  Úrval ljóða og smáprósa frá árunum 1986 til 2016 Morgunblaðið/Einar Falur Götustrákur „Ég geng mikið um götur borgarinnar og er því götustrákur í þeim skilningi,“ segir Óskar Árni. Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETTLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Jórunn Viðar, píanóleikari og tón- skáld, hefði orðið hundrað ára í dag, 7. desember, en hún lést í fyrra á 99. aldursári. Erla Dóra Vogler mezzó- sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari hafa haldið upp á aldarafmæli Jórunnar á þessu ári með tónleika- haldi víða og nær það hámarki í Hann- esarholti í kvöld með tónleikum kl. 20 en á þeim fagna þær út- gáfu geisladisksins Jórunn Viðar - Söngvar. Á honum má heyra ýmis lög efir Jórunni, m.a. lög sem hafa sjaldan eða aldrei verið flutt áð- ur. Af lögum sem hafa ekki verið gefin út áður eru „Únglíngurinn í skóginum II“ og „Ung stúlka“. Útgáfa plötunnar var unnin í sam- starfi við Lovísu Fjeldsted, dóttur Jórunnar, og var einnig styrkt af samfélagssjóði Landsbankans og hljómdiskasjóði Félags íslenskra tónlistarmanna. Álfheiður Erla Guð- mundsdóttir, ljósmyndari, hönn- uður og söngkona, hannaði hulstrið og tók ljósmyndir en Bjarni Rúnar Bjarnason og Georg Magnússon voru hljóð- meistarar. Jórunn var stór- merkileg kona, sú fyrsta hér á landi til að ljúka prófi í tón- smíðum og eina konan í Tónskáldafélagi Ís- lands í um tvo áratugi. Þá varð hún fyrst Ís- lendinga til að semja tónlist við kvikmynd, samdi auk þess fyrsta íslenska ballettinn og „Róttæk og fylgdi sinni sannfæringu“  Erla Dóra og Eva Þyri fagna útgáfu geisladisks með lögum Jórunnar Viðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.