Morgunblaðið - 07.12.2018, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
Norræna húsið
Sæmundargötu 11
Aðgangur ókeypis
Sýnd til 30. apríl 2019
Ferðalag um furðuheim
barnabókmenntanna
Ævintýraleiðangur fyrir allskonar krakka
Barnabókaflóðið
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þetta er einhver öflugasta fram-
koma stjórnmálamanns sem ég hef
séð,“ segir Ólafur Þ. Harðarson,
prófessor í stjórnmálafræði við Há-
skóla Íslands, í samtali við Morgun-
blaðið og vísar í máli sínu til viðtals
Kastljóss við Lilju Dögg Alfreðs-
dóttur, mennta- og menningarmála-
ráðherra, vegna Klausturmálsins
svonefnda. Þar lýsti hún upplifun
sinni á ummælum þriggja þing-
manna Miðflokksins í hennar garð
og kallaði þá meðal annars ofbeld-
ismenn sem boði hvorki stöðugleika
né vinsemd.
Ólafur segir hins vegar erfitt að
meta áhrif viðtalsins á pólitíska
framtíð þeirra þingmanna sem rætt
var um í þættinum.
„Við höfum mörg dæmi um stjórn-
málamenn sem hafa orðið fyrir mikl-
um höggum en lifað þau af. Það er
hins vegar augljóst að þetta var
mjög öflugt högg þó of snemmt sé að
segja til um langtímaáhrifin. Það má
ekki gleyma að framtíð Sigmundar
Davíðs og Miðflokksins ræðst ekki af
því hvort mikill meirihluti þjóðarinn-
ar hafi skömm á framkomu þeirra í
þessu máli heldur hvort til sé nægj-
anlega stór hópur sem finnst í lagi að
þeir haldi áfram í stjórnmálum. Sá
hópur getur verið mikill minnihluti
en það er í raun sá hópur sem
ákveður þeirra framtíð.“
Fyrsta frysting frá finnagaldri
Nokkrir þingmenn annarra flokka
hafa sagst ekki ætla að vinna með
Klausturþingmönnum og meðal ann-
ars sagst munu ganga út úr þingsal
taki þeir til máls. Þá er einnig uppi
nokkur óvissa um hvort unnið verði
með þeim í nefndum Alþingis. Ólafur
segir svona útskúfun, eða frystingu,
á þingmönnum ekki hafa sést lengi
innan veggja Alþingis.
„Eina dæmið sem ég kann um að
einhverjir þingmenn á Alþingi hafi
verið frystir með þessum hætti gerð-
ist í tengslum við hinn svokallaða
finnagaldur árin 1939-1940,“ segir
Ólafur og vísar þar til orðs sem
kommúnistar á þingi notuðu um
stuðning Íslands við Finna þegar
Stalín réðst inn í Finnland 1939. Ís-
lenskir stalínistar neituðu að for-
dæma innrásina og fór það mjög fyr-
ir brjóstið á stærstum hluta
þingheims. „Þá brugðust þingmenn
við með því að einangra kommúnista
á þingi. Þetta stóð ekki lengi og þing-
ið var starfhæft á meðan.“
Viðtalið við Lilju
„öflugt högg“
Framtíðaráhrif eru hins vegar óljós
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Það er andlegt ofbeldi í skilningi
laga um aðbúnað og hollustuhætti á
vinnustöðum að segja ljót orð um
fólk og tala niður persónur þeirra.
Skiptir þá engu
hvort ætlunin
var að sá sem
um var rætt
frétti af því eða
ekki,“ segir Þór-
katla Aðalsteins-
dóttir, sálfræð-
ingur hjá
sálfræðistofunni
Lífi og sál, sem
telur ólíklegt að
það hafi verið
ætlun þingmannanna sex á
Klaustri bar að niðrandi ummæli
þeirra um aðra þingmenn næðu
eyrum þeirra.
„Um leið og orðin eru sögð
hefur verknaðurinn átt sér stað og
þar sem umræðan fór fram á al-
mannafæri mátti þeim vera ljóst að
einhver gæti heyrt þá níða niður
samstarfsmenn sína,“ segir Þór-
katla og bætir við að flestir hafi
upplifað það að gera mistök og það
geti verið heilmikil vinna að byggja
brú og vinna traust til baka. Stund-
um takist það og stundum ekki.
„Ég treysti mér ekki til þess
að segja hvað hver og einn eigi að
gera og það á bæði við um þá sem
fyrir árásunum urðu og þá sem
gerðu það með orðum. Hver og
einn verður að meta það,“ segir
Þórkatla sem telur mikilvægt að
virða það ef þolendur í þessu tilviki
treysti sér ekki til þess að vinna
með gerendum. Sé það ekki gert
haldi andlega ofbeldið áfram. Þór-
katla telur að það geti verið snúið
að leysa málið með gerendur inn-
anborðs.
Uppsagnir eða tilfærslur
„Ef alvarlegt brot á trausti og
virðingarleysi gagnvart vinnu-
félögum kæmu upp á vinnustað þar
sem starfsmenn eru ekki þjóð-
kjörnir og sitja í umboði kjósenda
sinna hefðu stjórnendur að minnsta
kosti það vald að segja upp starfs-
mönnum eða fara í einhverjar til-
færslur á vinnustaðnum,“ segir
Þórkatla sem segir erfitt að gefa
uppskrift að því hvernig Alþingi
geti brugðist við þeim aðstæðum
sem komnar eru upp á vinnustað
alþingismanna en það sé nauðsyn-
legt að viðbrögðin séu í samráði við
þolendur.
„Það eru eðlileg viðbrögð
þeirra sem ráðist er á að bakka og
verja sig og þrátt fyrir að þing-
menn séu í mismunandi flokkum
þurfa þeir að vinna saman í nefnd-
um, við smíði frumvarpa og finna
leiðir til þess að leysa mál,“ segir
Þórkatla og bendir á að slíkt sé
ekki hægt nema gagnkvæm virðing
og traust ríki milli samstarfsfélaga
hvar í flokki sem þeir séu. Hún
segir að það geti verið áfall að sjá
aðrar hliðar á samstarfsfélögum en
við mátti búast og búi til óöryggi.
Setja skýr mörk
„Ég held að margir hafi fengið
dálítið áfall þegar upptökurnar af
samræðum þingmannanna á veit-
ingastaðnum Klaustri birtust í fjöl-
miðlum. Við eigum öll okkar dökku
hliðar en ég á bágt með að trúa því
að við sem þjóð höfum lækkað við-
miðið gagnvart því hvernig við
leyfum okkur að tala um annað
fólk,“ segir Þórkatla og veltir því
upp hvort markaleysi sé orðið
meira í samfélaginu en áður.
Hún segist ekki vilja trúa því
að við sem samfélag séum svo illa
stödd almennt að umræðan á
Klaustri endurspegli það. Slík um-
ræða skilji ekkert eftir annað en
vanlíðan gagnvart þeim sem um er
rætt og hljóti að skilja eftir óbragð
í munni þeirra sem hana stundi og
þeirra sem heyri.
„Við sem samfélag ættum að
vera dugleg að setja skýr mörk í
samskiptum og halda vöku okkar,“
segir Þórkatla og bætir við að fólk
eigi að láta vita með afgerandi
hætti þegar því finnst farið yfir
mörk sín.
Niðrandi tal skilgreint
sem andlegt ofbeldi
Ofbeldið heldur áfram ef ekki er unnið með þolendum
Skjáskot/RUV.is
Einlæg Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra upplifir ofbeldi af hendi þingmanna Miðflokksins.
Þórkatla
Aðalsteinsdóttir
Klausturmál
Kristján H. Johannessen
Þorgerður A. Gunnarsdóttir
„Ég hef verið kallaður fleiri ljótum
nöfnum en ég hef tölu á. Ég minnist
þess hins vegar ekki að hafa áður
verið kallaður ofbeldismaður. Ekk-
ert sem um mig hefur verið sagt í
pólitík hefur sært mig eins mikið.“
Þetta sagði Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, formaður Miðflokks-
ins, í færslu sem hann birti á
Facebook-síðu sinni í gær. Tilefnið
er Klausturmálið svonefnda og viðtal
Kastljóss við Lilju Dögg Alfreðs-
dóttur, mennta- og menningarmála-
ráðherra. Þar lýsti hún upplifun
sinni af þeim ummælum sem um
hana féllu þegar sex þingmenn Mið-
flokksins og Flokks fólksins hittust á
knæpu í miðborg Reykjavíkur 20.
nóvember síðastliðinn. Sagði Lilja
Dögg þingmenn Miðflokksins vera
ofbeldismenn sem boðuðu hvorki
stöðugleika né vinsemd. Sagði Lilja
Dögg þá einnig sýna af sér virðing-
arleysi, að þeir áttuðu sig ekki á al-
varleika málsins og að enginn þeirra
þriggja Miðflokksmanna sem um
ræðir hefði haft samband við hana til
að biðjast afsökunar.
„Mér þótti líka leitt að sjá Lilju
halda því fram að ég hefði ekki haft
samband við hana. Ég sendi henni
skeyti með afsökunarbeiðni til að
reyna að koma á samskiptum. Þegar
ekki barst svar við því bað ég aðra
manneskju að láta hana vita hvernig
mér liði vegna þess sem gerst hefði
og að mig langaði að hitta hana. Hún
afþakkaði það boð að sinni,“ sagði
Sigmundur Davíð.
Þá sagðist hann skammast sín
mjög fyrir að hafa ekki atyrt menn
þegar ljót orð féllu umrætt kvöld.
„Ég vona þó að einhverjir hafi
skilning á því að þegar maður heyrir
óþægilega eða grófa hluti eru nátt-
úrulegu viðbrögðin oft þau að láta
eins og þeir hafi ekki verið sagðir eða
hlæja vandræðalega,“ sagði hann og
hélt áfram: „[É]g get ekki lýst því
hversu miður mín ég er yfir þeim
[umræðum sem urðu þetta kvöld] og
þeirri atburðarás sem hefur orðið.
Lilju Alfreðsdóttur óska ég alls hins
besta hér eftir sem hingað til. Mér
þykir mjög vænt um hana og ber
mikla virðingu fyrir henni sem
manneskju og stjórnmálamanni.“
Kallaði þá ofbeldismenn
Andrés Jónsson almannatengill
telur að skýringar Sigmundar Dav-
íðs dugi ekki til þess að milda það
rothögg sem hann varð fyrir þegar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta-
málaráðherra kallaði þá þingmenn
ofbeldismenn sem létu svæsin um-
mæli um hana falla á Klaustri bar 20.
nóvember sl.
„Hann var farinn að ná vopnum
sínum, en svo kom Lilja. Hún hafði
ekki veitt nein viðtöl fram að þessu
og enn grófari bútar úr upptökunni
höfðu verið birtir. Hún sem hafði
staðið þeim svo nærri og unnið með
þeim í pólitík, veitti þeim ákveðið
rothögg með því að taka svona sterkt
til orða, sem er algerlega í samræmi
við hvernig hún upplifir málið,“ segir
Andrés.
Kveðst vera miður sín vegna málsins
Sigmundur Davíð segist skammast sín mjög fyrir að hafa ekki atyrt menn þegar ljót orð féllu
Almannatengill telur að skýringar hans hafi ekki náð að milda „rothöggið“ sem Lilja veitti
Morgunblaðið/Hari
Miðflokkur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist miður sín vegna þeirrar
atburðarásar sem orðið hefur í tengslum við Klausturmálið svonefnda.