Morgunblaðið - 07.12.2018, Side 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
undar, frá því fyrsta 1950 þar til hann
er fjórtán ára. Í fyrsta ljóðinu er að
vonum getið í eyðurnar. Upphafs-
setningin er svona: „Það hlýtur að
hafa byrjað með öskri.“ Lokasetn-
ingarnar í því síðasta, árið 1963, eru
„Eitt kvöldið fékk Rúnar úr’onum yf-
ir bunka af gömlum bílablöðum. Ára-
langri einangrun okkar var lokið.“
Óskar Árni kveðst ekki eiga sér
sérstaka eftirlætisstaði í Reykjavík,
en neitar þó ekki að æskustöðvarnar
standi sér nærri. „Ég flækist nokkuð
víða, upp í Breiðholt, um iðnaðar-
hverfin og Vesturbæinn þar sem ég
bý og er mér líka kær. Annaðhvort í
strætó eða á tveimur jafnfljótum.
Það atvikaðist þannig að ég tók aldr-
ei bílpróf og hef því verið á röltinu
alla mína tíð, þótt eiginkona, dætur
og vinir keyri mig gjarnan út um all-
ar koppagrundir þegar ég þarf á því
að halda. Ég kann því ákaflega vel að
skoða umhverfið og vera í tengslum
við náttúruna í borginni með þessum
hætti. Mörg af ljóðum mínum eða
drög að þeim hafa orðið til á þessum
gönguferðum mínum.“
Auk þessa vera kallaður Reykja-
víkurskáld er Óskar Árni sagður
meistari smáprósans og hvunndags-
ins í íslenskum bókmenntum. Efalítið
engu logið til um það. Hvunndagur-
inn er enda hans helsta yrkisefni. Og
víkur nú talinu að hlandportum sem í
upphafi var getið og viðlíka fyrir-
bærum sem flestir reyna að horfa
framhjá í umhverfinu. Ekki þó
Reykjavíkurskáldið. Í kaflanum
Ásjónur kvöldsins er ljóðið „Kvöld“.
Óvenju angurvær
hlandlyktin
í bakgörðunum
og lykt af ósýnilegu hafi
þetta kvöld
andardráttur fiðrildanna
á bárujárninu
og myrkrið í kringum
bláan náttkjól
þetta kvöld
straumþung stræti
blikkandi vitar
neontungl
Fegurð í ljótleikanum
Óskar Árni yrkir alla jafna ekki
um fegurstu staði borgarinnar, enda
má segja að hann hafi í áranna rás
dregist inn í bakgarða og skúmaskot
ýmiss konar. „Ég fæddist og ólst upp
í bakhúsi, þannig að það hefur fylgt
mér svolítið að vera á spássíunni –
eða jaðrinum, skulum við segja,
bæði í ljóðum mínum og ferðum um
borgina. Hugtakið fegurð er afstætt,
fegurðin leynist víða og oft ekki síð-
ur í ljótleikanum og innan um ill-
gresið.“
Hann kveðst samt bara stundum
vera ljóðmælandinn, sem oft bregð-
ur fyrir í fyrstu persónu í ljóðunum,
sér hitt og þetta, upplifir eitt og ann-
að og mætir alls konar fólki á ferðum
sínum. „Meira og minna skáld-
skapur eða fantasíur, sem verða til í
huga mínum. Stundum er einhver
fótur fyrir hugmyndinni. Fjar-
stæðan þarf helst að hafa ákveðið
jarðsamband, þótt hún sé uppi í him-
ingeimnum eða annars staðar,“ segir
hann.
Ljóðin í kaflanum Truflanir eru að
sögn Óskars Árna dæmi um ýmsar
furður þar sem ýmislegt fer úr
skorðum bæði hjá manninum sjálf-
um og í náttúrunni og umhverfinu.
„Þótt það sé ekki sagt berum orðum
og liggi því ekki í augum uppi, búa að
baki hjá mér pælingar um þær hætt-
ur sem steðja að þessari jörð okkar.
Hvort lesandinn lesi slíkt út úr ljóð-
unum er undir hverjum og einum
komið. Lesandinn þarf að vera virk-
ur, bæta stundum einhverju við og
skálda sjálfur.“
Eins og í þrettán fyrri ljóðabókum
Óskars Árna, en sú fyrsta, Hand-
klæði í gluggakistunni, kom út 1986,
eru ýmis ljóðform í Reykjavíkur-
myndum; frjáls ljóð eða nútímaljóð
og prósaljóð, sem sum eru á mörk-
um þess að teljast örsögur. Hann
segist líka hafa sent frá sér bækur
sem áhöld séu um að séu ljóðabækur
og nefnir bækur með húsráðum, til
dæmis. Ein þeirra er Ný og gömul
ráð við hversdagslegum uppá-
komum frá árinu 2015. Spurður
hvort í þeim séu raunveruleg hagnýt
húsráð kinkar hann kolli, en bætir
svo við að þau séu að vísu dálítið
fjarstæðukennd og út í hött eins og
lífið sjálft.
Fjölbreytt ljóðform
Óskar Árni hefur lengst af fengist
við fjölbreytt ljóðform og japönsku
hækurnar hafa fylgt honum frá upp-
hafi. „Fyrir alllöngu þýddi ég þrjár
bækur með japönskum hækum og
fór svo sjálfur að nota þetta fíngerða
form undir sterkum áhrifum frá jap-
önskum og austurlenskum bók-
menntum,“ segir Óskar Árni og
bendir á kaflann Pensilstrokur þar
sem finna má dæmi um þetta. Ein
hækan er svona:
Steypubíll fer hjá –
hófsóleyjar skjálfa í
sínalkóflösku
„Ég þýði stundum úr málum sem
ég kann ekki,“ svarar Óskar Árni að
bragði og gerir um leið orð þýðand-
ans Helga Háfdanarsonar heitins að
sínum þegar hann er spurður hvort
hann kunni japönsku. „Þegar þýtt er
úr fjarlægum málum eins og jap-
önsku, kínversku eða persnesku þá
þýði ég gjarnan úr millimáli, ensku
eða einhverju Norðurlandamál-
anna.“
Óskar Árni og kona hans, Áslaug
Agnarsdóttir, þýðandi og sérfræð-
ingur hjá Landsbókasafni, eru í sam-
einingu að ganga frá bók með þýð-
ingum á örsögum eftir rússneska
framúrstefnuskáldið Danííl Kharms.
Hann þýðir úr ensku, hún úr rúss-
nesku. Áslaug ber svo texta hans
saman við frummálið. Sjálfur er Ósk-
ar Árni nýhættur í hlutastarfi hjá
Landsbókasafninu og finnst lífið
býsna gott. „Við hjónin sitjum við og
þýðum og skrifum, hún á neðri hæð-
inni og ég uppi á lofti. Svo hittumst
við í stiganum og berum saman bæk-
ur okkar. Gæti ekki verið betra.“
Upp úr dúrnum kemur að hann
fæst við fleira en þýðingar og skrift-
ir. Nýverið stofnaði hann lítið bóka-
forlag ásamt Nínu, dóttur sinni, sem
er myndlistarkona.
„Útgáfan hefur fengið nafnið
Þrjár hendur og hugmyndin er að
gefa út fjögur til fimm smárit á ári;
ljóðabækur, bókverk, ritgerðir og
fleira. Við ætlum að gefa bækurnar
út í takmörkuðu upplagi og reyna að
halda öllum kostnaði í lágmarki. Það
er mjög ánægjulegt og gefandi að
standa í svona eigin útgáfu þar sem
maður ræður öllu sjálfur.“
Bókmenntir þrífast
ekki án ljóðlistar
Og það er enginn barlómur í Ósk-
ari Árna þegar hann er spurður
hvort ljóðið standi höllum fæti eins
og stundum er haldið fram. Hann fer
meira að segja svolítið á flug. „Ald-
eilis ekki hin síðustu ár. Ljóðlistin er
þvert á móti mjög áberandi og ræðst
mikið af því að svo mörg öflug, ung
ljóðskáld hafa komið fram á síðustu
árum. Enda þrífast engar bók-
menntir án ljóðlistar. Ljóðið er miklu
eldra en skáldsagan og ekkert á för-
um frekar en til dæmis tónlistin –
eða við öll. Ég held að núna sé ein-
mitt sérstaklega frjór jarðvegur fyr-
ir ljóðlist,“ segir Reykjavíkurskáldið
Óskar Árni.
fyrsta íslenska píanókonsertinn í
fullri lengd. Einnig samdi hún fjölda
kammerverka, kórverka og söng-
laga sem notið hafa vinsælda hér á
landi.
Lyfti ljóðunum upp
Erla Dóra segir að Jórunn hafi
haft ótrúlega tilfinningu fyrir því að
pakka ljóðlínum í tónaumgjörð sem
lyfti ljóðunum upp og lét þau lifa.
„Hún var náttúrlega sjálf píanisti
þannig að þetta er ekki bara undir-
leikur heldur eru söngurinn og pí-
anóleikurinn samtvinnaðir og
mynda eina heild í lögunum,“ segir
Erla Dóra, spurð að því hvað heilli
hana við Jórunni sem tónskáld.
„Hún er líka með svo frjálst form
oft, er bara að gera það sem ljóðin
kölluðu á.“
–Hún hefur farið ótroðnar slóðir?
„Já, hún var bara róttæk og fylgdi
sinni sannfæringu,“ svarar Erla
Dóra en þær Eva Þyri halda tvenna
tónleika í Hannesarholti því auka-
tónleikum var bætt við á morgun kl.
17 eftir að uppselt varð á þá fyrri, þá
sem haldnir verða í kvöld.
Geisladiskurinn verður fáanlegur
eftir útgáfutónleikana, frá og með 8.
desember; í 12 Tónum, Pennanum
Eymundsson, Farmers Market,
Rammagerðinni, Húsi Handanna á
Egilsstöðum og hönnunarverslun-
inni Kistu í Hofi, Akureyri.
Ljósmynd/Álfheiður Erla Guðmundsdóttir
Afmælisár Eva Þyri og Erla Dóra eru aðdáendur Jórunnar Viðar og hafa fagnað aldarafmæli hennar á þessu ári.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 7/12 kl. 20:00 179. s Lau 15/12 kl. 20:00 182. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas.
Sun 9/12 kl. 20:00 180. s Sun 16/12 kl. 20:00 183. s
Fim 13/12 kl. 20:00 181. s Sun 30/12 kl. 15:00 aukas.
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 7/12 kl. 20:00 23. s Fös 14/12 kl. 20:00 24. s Sun 30/12 kl. 20:00 25. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Fim 20/12 kl. 20:00 aukas. Fös 4/1 kl. 20:00 aukas.
Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 21/12 kl. 20:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 aukas.
Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Sun 6/1 kl. 20:00 15. s
Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Fös 11/1 kl. 20:00 16. s
Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Sun 30/12 kl. 20:00 14. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Tvískinnungur (Litla sviðið)
Sun 16/12 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu sýningar!
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Lau 15/12 kl. 13:00 7. s Lau 22/12 kl. 15:00 aukas.
Lau 8/12 kl. 15:00 aukas. Sun 16/12 kl. 13:00 8. s
Sun 9/12 kl. 13:00 6. s Lau 22/12 kl. 13:00 9. s
Aðeins sýnt á aðventunni.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Lau 29/12 kl. 20:00 Frums. Sun 6/1 kl. 20:00 3. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s
Fim 3/1 kl. 20:00 2. s Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s
Ég, tveggja stafa heimsveldi
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Lau 8/12 kl. 20:00 70.s Fös 14/12 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu sýningar!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Lífið er ekki nógu ávanabindandi
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn
Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn
Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn
Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn
Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn
Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn
Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas.
Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn
Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn
Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn
Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Samþykki (Stóra sviðið)
Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn
Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu.
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Mið 26/12 kl. 19:30 Frums Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn
Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn
Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn
Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Fös 7/12 kl. 19:30 20.sýn Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn
Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn
Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn
Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 16/3 kl. 15:00
Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn
Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s
Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s
Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s
Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s
Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s
Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s
Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Insomnia (Kassinn)
Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 12/12 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Atvinna