Morgunblaðið - 07.12.2018, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
✝ HrafnhildurHauksdóttir
fæddist í Reykjavik
5. febrúar 1956.
Hún varð bráð-
kvödd á heimili
sínu 27. nóvember
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Haukur
Guðjónsson, f. 4.10.
1923, d. 13.2. 1997,
og Sigríður Guð-
jónsdóttir, f. 17.11. 1923, d.
11.1. 2012.
Hrafnhildur var yngst í röð 5
systkina. Þau eru: Guðjón Óm-
ar, f. 9.3. 1948, maki Sveinbjörg
Fjóla Pálmadóttir, f. 17.4. 1957.
Ragnheiður, f. 27.2. 1949, maki
ar Ísfeld Johansen, f. 18.4.
2016. Trond Arne á tvö börn
fyrir, Julie, f. 1999 og Erik, f.
2005.
2) Kristján Haukur Ísfeld
Einarsson, f. 11.7. 1981.
Hrafnhildur var fædd og
uppalin í Reykjavík og bjó þar
alla tíð. Hún gekk í Langholts-
skóla fyrstu árin en fluttist síð-
ar í Laugalækjarskóla. Eftir
skólagöngu fór Hrafnhildur að
vinna hjá Tryggingastofnun
ríkisins og vann þar þar til hún
eignaðist börnin. Hún rak
barnafataverslunina Hóley um
tíma við Háaleitisbraut og fór
síðan í Iðnskólann og lærði
tækniteiknun. Hún starfaði um
árabil á teiknistofu þar til hún
hóf störf hjá skattstjóranum í
Reykjavík 1986 sem síðar sam-
einaðist ríkisskattstjóra og
starfaði þar til dauðadags.
Hrafnhildur verður jarðsung-
in frá Grafarvogskirkju í dag,
7. desember 2018, klukkan 13.
Brynjólfur Sig-
urbjörnsson, f.
21.2. 1951. Sveinn,
f. 27.12. 1950, maki
Sigríður V. Magn-
úsdóttir, f. 25.4.
1951. Guðríður
Svandís, f. 25.5.
1952, maki Ómar
Einarsson, f. 6.9.
1954.
Hrafnhildur gift-
ist 31.10. 1976 Ein-
ari Kr. Ísfeld Kristjánssyni, f.
25.7. 1946, d. 12.3. 1987, þau
skildu. Börn þeirra eru:
1) Ólöf Sigríður Ísfeld Ein-
arsdóttir, f. 27.7. 1976, maki
Trond Arne Johansen, f. 16.9.
1974. Barn þeirra er Storm Ein-
Elsku mamma. Heimurinn
hrundi þriðjudagsmorguninn 27.
nóvember þegar Kristján bróðir
hringdi í mig til Noregs og sagði
mér að þú værir dáin. Hvernig
getur það gerst að kona í blóma
lífsins skyndilega deyr? Við sem
vorum búin að hlakka endalaust
til að koma til Íslands til að eyða
jólunum með þér og Kristjáni.
Storm Einar var búinn að tala
mjög mikið um það að hann væri
að fara með flugvélinni til Ís-
lands til ömmu. Daginn áður en
þú dóst talaði hann mikið um Ís-
land og þig, hann vildi ekki bíða í
þrjár vikur, hann vildi bara fara
strax til ömmu. Ég vildi óska að
við hefðum fengið tækifæri til að
eyða jólunum saman, í staðinn
munum við halda upp á jól heima
hjá þér með einn stól auðan við
borðið. Það verður ekki auðvelt
að útskýra fyrir Storm að amma
hans sé ekki hér lengur og verð-
ur mjög skrýtið fyrir hann að
gista heima hjá ömmu og engin
amma. Ég þakka fyrir að þið átt-
uð svo góðan og fallegan tíma tvö
ein saman í september þegar
hann var í pössun hjá þér í fimm
daga. Þið brölluðuð ýmislegt
saman, fóruð m.a. í sund, hús-
dýragarðinn, gáfuð öndunum
brauð, fóruð út á róló og dund-
uðuð ykkur heima með liti, púsl
og stimpla, sunguð og horfðuð á
myndir saman. Þú elskaðir að
vera amma og dekra við litla
gullmolann þinn. Þú hlakkaðir
svo til að fá okkur til þín og tal-
aðir um það í hvert skipti sem við
heyrðumst.
Elsku mamma, ég mun gera
allt sem ég get til að halda minn-
ingu þinni á lofti fyrir Storm svo
hann muni eftir þér. Hann talar
mikið um að hann sakni ömmu
sinnar.
Þú varst yndisleg mamma, þú
varst kletturinn í lífi okkar Krist-
jáns enda varstu ein með okkur
eftir að pabbi dó. Þú gerðir allt
fyrir okkur og fórnaðir öllu fyrir
börnin þín. Við vorum alltaf góð-
ar vinkonur og ég gat talað við
þig um allt. Þú varst svo dugleg
og svo yndislega sjálfstæð, ekk-
ert vafðist fyrir þér. Þú parket-
lagðir, flísalagðir, settir upp eld-
húsinnréttingu, skápa og málaðir
myndir. Þú sast alltaf með
prjóna í höndunum og prjónaðir
lopapeysur og sokka á okkur öll.
Það liggur hér hálfkláruð barna-
peysa í prjónapokanum þínum
sem átti líklega að vera fyrir litla
ömmugullið þitt.
Þú elskaðir að ferðast og ferð-
aðist ein um alla Evrópu með
okkur systkinin þegar við vorum
yngri. Við ferðuðumst líka saman
með fjölskyldunni þegar ég var
orðin fullorðin, m.a. til Austur-
ríkis í skíðaferðir, sumarferð til
Austurríkis, Costa Del Sol, Mall-
orca, Krítar og árið 2013 hitt-
umst við tvær í Kaupmannahöfn
og áttum nokkra yndislega daga
saman rétt fyrir jól í jólastemn-
ingunni þar. Þetta eru ferðir sem
lifa í minningunni.
Ég er ekki enn farin að átta
mig á því að ég eigi aldrei eftir að
faðma þig aftur eða heyra í þér
röddina. Ég hélt ég myndi fá að
sjá um þig í ellinni og Storm
myndi hafa ömmu sína lengur
hjá sér. Ég get ekki lýst því með
orðum hvað ég á eftir að sakna
þín elsku mamma. Ég á eftir að
hugsa til þín á hverjum degi.
Minning þín lifir í hjörtum
okkar. Ég elska þig.
Þín dóttir,
Ólöf Sigríður.
Elsku systir mín er farin frá
okkur, hún var yngst af okkur í
systkinahópnum. Hún varð bráð-
kvödd á heimili sínu hinn 27. nóv-
ember sl.
Hrafnhildur var hlédræg að
eðlisfari, en þeir sem kynntust
henni komust fljótt að því hversu
traust hún var og alltaf til staðar
og tilbúin í allt, hvort sem það
var að sitja hjá börnum í fjöl-
skyldunni þegar foreldrar
brugðu sér frá eða hendast í rútu
í Húsadal í Þórsmörk til að
aðstoða við að taka á móti matar-
og gistihópum. Þórsmörk var
Hrafnhildi afar hjartfólgin og fór
hún á hverju sumri í áratugi í
vinnuferðir í Slyppugil í Þórs-
mörk til að gróðursetja eða hlúa
að gróðri.
Hrafnhildur var einstaklega
sjálfbjarga og ótrúlega kraftmik-
il í því sem hún tók sér fyrir
hendur, hvort sem það var að
flísaleggja gólf með þungum
steinflísum, rífa niður veggi eða
annað sem tilheyrði viðhaldi á
heimili, og fórst það vel úr hendi.
Hrafnhildur elskaði fjölskyldu
sína takmarkalaust og 2016 varð
hún alvarlega ástfangin er hún
fékk langþráð barnabarn, Storm
Einar, sem ætlaði að koma frá
Noregi til að eyða jólunum með
ömmu sinni.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Hvíl í friði elsku systir, þín
verður sárt saknað.
Ragnheiður Hauksdóttir.
Elsku Hrafnhildur systir, þín
verður sárt saknað, það er svo
margs að minnast þegar maður
lítur til baka.
Mamma heitin hafði ótrúlega
gott og hlýtt hjarta, það hafðir
þú líka, þú tókst hennar hlutverk
að þér, að halda saman systk-
inahópnum.
Hrafnhildur var yngst fimm
systkina, hörkutól að dugnaði,
skemmtilega fljót að taka
ákvarðanir. Maður hitti Hrafn-
hildi: „Ert þú búin að panta þér
ferð erlendis?“ „Nei, nei, ég fer
ekkert út.“ Daginn eftir kom hún
í heimsókn: „Heldurðu að ég sé
ekki búin að panta mér ferð til
Kanarí í næstu viku.“ Þetta var
hún, hún var mjög dugleg að
ferðast bæði hér heima og er-
lendis, þó ein væri. Síðustu ár
var stefnan aðallega til Noregs
að hitta barnabarn sitt sem hún
elskaði af öllu hjarta.
Hrafnhildur átti tvö börn,
Ólöfu Sigríði og Kristján Hauk.
Ólöf er búsett í Noregi ásamt
manni sínum og litla prinsinum
Storm hennar ömmu sinnar, en
þau ætluðu að vera hér heima
um jólin og hún var farin að
hlakka svo mikið til. Það er ekki
allt gefið í þessu lífi. Hrafnhildur
var aðeins 62 ára þegar hún varð
bráðkvödd.
Takk, Hrafnhildur, fyrir sam-
fylgdina. Við Sveina munum
sakna þín mikið, en minning þín
lifir.
Við vottum Ólöfu Sigríði og
fjölskyldu, og Kristjáni Hauki
okkar dýpstu samúð.
Guðjón Ómar Hauksson
og Sveina.
Mér brá illa þegar ég frétti af
andláti Hrafnhildar Hauksdótt-
ur, eða Hröbbu eins og hún var
ávallt kölluð. Andlát hennar
hafði borið snöggt að og lést hún
á heimili sínu aðeins 62 ára göm-
ul. Hún kom úr vinnunni daginn
áður og bar þess engin merki að
eitthvað væri að henni.
Hrabba var fyrrverandi mág-
kona mín. Ég kynntist henni
fyrst fyrir rúmum fjörutíu árum
þegar Einar Ísfeld bróðir minn
kynnti hana fyrir foreldrum mín-
um og fjölskyldunni. Þau unnu
þá bæði hjá Tryggingastofnun
ríkisins. Hrafnhildi var vel tekið
af fjölskyldu okkar og vann sig
ljótt í álit hjá okkur öllum eftir
því sem við kynntumst henni bet-
ur.
Hrafnhildur og Einar giftu sig
síðan 31. október 1976. Það kom
skemmtilega á óvart að við bræð-
urnir höfðum báðir gifst konum
sem hétu Hrafnhildur. Einar og
Hrafnhildur eignuðust tvö börn,
Ólöfu Sigríði, f. 27. júlí 1976, bú-
sett í Noregi með sambýlismanni
og barni, og Kristján Hauk, f. 11.
júlí 1981, búsettur í Reykjavík.
Margar ánægjustundir áttum við
með Hrafnhildi og Einari og þau
voru samstillt í ákvarðanatökum
sínum. Það var mikill hugur í
þeim og meðal annars réðust þau
í að byggja tvö einbýlishús, fyrst
í Garðabæ og síðan í Ártúnsholt-
inu. Það kom því flestum að
óvörum er þau slitu samvistum
árið 1983. Fylgdi þá Ólöf föður
sínum en Kristján móður sinni.
En þó að hjónaband þeirra
Hrafnhildar og Einars væri
skammlíft skildu þau í vinsemd
og lét Einar sig hag og heill
þeirra mæðgina varða og var
ávallt boðinn og búinn þeim til
aðstoðar. En Einar átti ekki
langt líf fram undan og 12. mars
1985 lést hann, aðeins rúmlega
40 ára gamall.
Eftir fráfall Einars flutti Ólöf
Sigríður dóttir þeirra einnig
heim til Hröbbu og sá hún eftir
það um bæði börnin. En auk
uppeldis á börnunum vann
Hrabba alltaf fulla vinnu utan
heimilis. Síðustu árin og fram á
síðasta dag vann hún hjá Skatt-
stjóranum í Reykjavík.
Hrabba og börnin hennar voru
ávallt velkomin til afa og ömmu
(Ólafar Ísfeld og Kristjáns Bene-
diktssonar) í Safamýri 45 og síð-
ar á Háaleitisbraut 24 á meðan
þau lifðu og þar var oft glatt á
hjalla.
Eftir fráfall Ólafar Ísfeld og
Kristjáns Ben. héldu afkomend-
ur þeirra áfram þeirri venju að
hittast öll í mat á jóladag og
borða saman heimareykt hangi-
kjöt vestan úr Djúpi og njóta
samveru hvert annars. Áður en
Hrabba féll frá var búið að
ákveða að við hittumst öll í
Lækjarseli 2 eins og undanfarin
ár.
En nú hefur verið höggvið enn
eitt skarð í hópinn, en við sem
eftir stöndum munum gera það
sem við getum til að halda þess-
ari hefð áfram.
Að lokum votta ég öllum
systkinum og öðru venslafólki
Hrafnhildar mína dýpstu samúð.
Sérstaklega ykkur, elsku
bræðrabörnin mín, Ólöf Sigríður
og Kristján Haukur, svo og litla
frænda, syni Ólafar, Stormi Ein-
ari Ísfeld. Þið eigið góðar minn-
ingar um ástríka móður. Hafi
hún þökk fyrir allt og allt.
Rafn Kristjánsson.
Mikill söknuður og sorg í
hjarta eru tilfinningar sem koma
upp þegar við kveðjum góða vin-
konu okkar hana Hrafnhildi og
eftir situr tómleiki. Eitt það dýr-
mætasta í þessum heimi eru góð-
ir og traustir vinir og Hrafnhild-
ur var slíkur vinur, vinátta sem
spannar yfir 30 ár. Ásamt vinátt-
unni vorum við vinnufélagar og
hittumst því nánast daglega. Svo
eru það óteljandi minningar úr
ferðalögum bæði innan- og utan-
lands sem ylja okkur nú. Það má
nefna ýmsar ferðir með sauma-
klúbbnum okkar dýrmæta, t.d. í
Þórsmörk, og það er ekki lengra
síðan en í byrjun nóvember sl. að
við vorum saman í vel heppnaðri
ferð í Berlín með vinnufélögum
okkar. Við þrjár vinkonurnar
deildum litlu herbergi og áttum
góða daga saman sem við bætum
í dýrmætan fjársjóð minning-
anna.
Aldrei heyrðum við Hrafnhildi
hallmæla nokkrum manni, hún
var orðvör, einlæg og ákveðin í
skoðunum, skörp, hjálpsöm og
svo heil í gegn. Það er brýnt að
nota tímann vel og þakka fyrir
hvern dag. Það verður skrýtið og
erfitt að hitta ekki aftur elsku
vinkonu okkar þótt það væri ekki
nema stutta stund til að knúsa
hana og fá að kveðja. Hrafnhild-
ur fór snöggt úr þessum heimi og
þannig var hún líka í lífinu, svo
fljót að öllu, alltaf mörgum skref-
um á undan. Hrafnhildur var
kraftmikil og dugnaðarforkur til
vinnu og í öllu því sem hún tók
sér fyrir hendur. Hjálpsemi
hennar, heiðarleiki og elja nýtt-
ust vel í öllum þeim félagsstörf-
um sem hún sinnti og má þar
helst nefna Birgitturegluna og
ýmis trúnaðarmannastörf sem
hún gegndi fyrir SFR.
Hrafnhildur var full af til-
hlökkun því von var á fjölskyld-
unni frá Noregi og litla ömmu-
gullinu og ætluðu þau að eyða
jólunum saman. Hrafnhildur
unni fjölskyldu sinni, börnum og
barnabarni, sem voru hennar líf
og yndi. Hrafnhildur var hæfi-
leikarík og það lék bókstaflega
allt í höndum hennar. Það var
eiginlega sama hvað hún tók sér
fyrir hendur, hvort sem það var
að parketleggja, flísaleggja, mála
og já hún skipti ein og óstudd út
heilli eldhúsinnréttingu, við
skildum aldrei hvernig hún fór
að því. Hún saumaði og prjónaði
heilu flíkurnar og var ekki lengi
að því. Þær voru óteljandi flík-
urnar sem hún prjónaði á litla
tveggja ára ömmukútinn sinn og
gleðin skein úr andliti hennar
þegar hún talaði um hann.
Elsku Kristján, Ólöf, Trond
Arne, ömmugullið Storm Einar
og fjölskyldan öll, við sendum
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Guð blessi ykkur öll sem unnuð
henni og voruð henni kær.
Dýrmætar minningar um
góða vinkonu geymum við í
hjörtum okkar.
Guð varðveiti þig, elsku
Hrafnhildur.
Ingibjörg Þóra og Halla.
Það er mánudagur 26. nóvem-
ber 2018. Við í matarklúbbnum
Postularnir erum að hittast í 18.
skiptið. Það hafði gengið brösug-
lega að finna dag þar sem við öll
gætum mætt og því var hitting-
urinn ákveðinn á mánudags-
kvöldi kl. 18, ég ekki í fastri
vinnu og gat því eldað á virkum
degi. Fram að því höfðum við
alltaf komið saman á föstu-, laug-
ar- eða sunnudagskvöldi. Dyra-
bjallan glymur nánast á slaginu
18 og ég fer til dyra. Hæ, er ég
fyrst, segir þú, mín kæra, og það
stemmir. Hafði reyndar gerst oft
áður, stundvís kona. Ein okkar
hafði reyndar tilkynnt forfall,
föst í vinnu. Hin þrjú koma
skömmu seinna og einn gestur
því minn vill nú alltaf fullnýta
plássið þ.e. sex sæti. Við borðum
saman og spjöllum. Í matinn var
tacos og ég man að þú sagðir:
„Ég hélt nú aldrei að ég myndi
borða svona mat en þetta er bara
þrælgott.“ Þú varst hress og kát
samkvæmt venju en hafðir verið
eitthvað slöpp, einhver kvefpest
og því ekki mætt í vinnu þann
daginn og svo var bakið eitthvað
að angra þig. Þú talaðir mikið um
það hvað hefði verið gaman að
fara til Berlínar í helgarferð með
samstarfsfólki þínu hjá Ríkis-
skattstjóra. Þið voruð þrjár sam-
an á herbergi. Það var matt gler
utan um salernið og sturtuna
þannig að þegar einhver var þar
inni þá sást skugginn. Þú fórst á
söfn og verslaðir smá, meðal
annars tvö pör af svörtum skóm,
góðir skór með góðum sóla og
kostakjör. Einnig varð þér tíð-
rætt um hvað þú hlakkaðir til að
fá dóttur þína og hennar fjöl-
skyldu, sem búa í Noregi, heim
til þín yfir hátíðarnar.
Þú, mín kæra Hrafnhildur,
fórst í fyrra fallinu um kl. 21. „Já
ég ætla að mæta í vinnu í fyrra-
málið það er víst best að koma
sér. Bless og takk fyrir mig.“ Ég
fylgdi þér fram og þú fórst í nýju
skóna þína og sýndir mér þá. Já
svo góður á þeim botninn. Við
kveðjumst og ég segi hafðu það
nú æðislegt og gleðilegar hátíðir
ef við sjáumst ekki.
Já og svo er okkur tjáð að þú
hafir gengið til náða um kl. 22,
vakið son þinn um kl. 5 og beðið
hann um að hringja í sjúkrabíl
því þú værir með svo mikinn
verk í fótleggnum, trúlega blóð-
tappa. Svo þegar þeir mæta þá
ert þú komin yfir í Sumarlandið.
Já, lífið er hverfult. Hvað okk-
ur öllum krossbrá. Við hittumst
fyrst 21. ágúst 2015 þegar við
ásamt 98 öðrum tókum þátt í æf-
ingum fyrir leiklistarverkefnið
ATLAS og var bara ein sýning á
Stóra sviði Borgarleikhússins
þann 27. ágúst. Þú komst til mín
og sagðir: „Heitir þú ekki Svein-
björn, þú ert að koma til mín í
mat þann 29.“ Það hafði nefni-
lega gengið brösuglega að koma
matarklúbbnum Postulunum
(nafnið á hópnum er tilkomið
vegna þess að þetta var 12. hóp-
urinn hjá Borðum og brosum,
þ.e. postularnir 12) í gang en eft-
ir þitt fyrsta matarboð þá fór
þetta að rúlla. Þegar ég sendi
þér skilaboð og þakkaði fyrir
leiksýninguna þá svaraðir þú:
„Já takk sömuleiðis. Þetta er
eitthvað sem ég vildi endurtaka,
þetta er svo skemmtilegt.“
Já og svo áttum við sama af-
mælisdag, þú árinu eldri.
Við Drífa, Dagmar, Sigurjón
og Erla munum ávallt sakna þín
og sendum okkar samúðarkveðj-
ur til barna þinna og ættingja.
Hvíl í friði, okkar, kæra Hrafn-
hildur.
Sveinbjörn Fjölnir Pétursson.
Komið er að kveðjustund, allt
of fljótt að okkur finnst. Æsku-
vinkona okkar hún Hrabba er
látin. Eftir stöndum við agndofa
og skiljum ekki tilgang lífsins á
svona stundu. Vinátta okkar
hófst í barnaskóla og hefur hald-
ið fram á daginn í dag. Þó svo að
samverustundirnar væru ekki
margar seinni árin var vináttan
einlæg og fylgdumst við alltaf
hver með annarri og ef við hitt-
umst eða áttum spjall í síma var
alltaf eins og við hefðum verið í
sambandi síðast deginum áður.
Við viljum þakka fyrir vinátt-
una í gegnum lífið og sendum
börnum hennar Ólöfu Sigríði,
Kristjáni Hauki og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur.
Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.
Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur
hans er,
því viðtöl við áttum í símann.
En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rerum.
„Ég hringi á morgun“, ég hugsaði þá,
„svo hug minn fái hann skilið“,
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst mill’okkar bilið.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég
gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymd’ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.
(Þýtt Sig. Jónsson)
Hvíl í friði elsku Hrafnhildur.
Þínar vinkonur,
Guðrún Þóra Magnúsdóttir,
Guðrún Alda Björnsdóttir
og Jóna Stefánsdóttir.
Ótímabært fráfall Hrafnhildar
Hauksdóttur hefur minnt okkur
á hverfulleika lífsins. Aðeins
nokkrum vikum fyrir jól, einmitt
þegar Ólöf, mín kæra æskuvin-
kona, ætlaði að ferðast heim til
Íslands með fólkið sitt og móðir
Hrafnhildur
Hauksdóttir
Að skrifa minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum
dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til
birtingar á mánudag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt
sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000
tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum,
þar sem þær eru öllum opnar.