Morgunblaðið - 18.12.2018, Page 2

Morgunblaðið - 18.12.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018 Bankastræti 12 Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 ERNA Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is GULL- OG SILFURSMIÐJA www.yrsa.is Kr. 17.500 YRSA vasaúr Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Erfitt getur verið að komast að með fjórfætlinga í hundabað hjá Litlu gæludýrabúðinni í Hafnarfirði fyrir jólin þar sem styttist í að verði uppbókað, segir Anna Ólafs- dóttir, annar eigenda verslunar- innar. „Þetta eru þriðju jólin hjá okkur, aðsóknin hefur aukist ár frá ári og þetta hefur aldrei verið svona mikið,“ svarar hún spurð um aðsókn í hundabaðið á þessum árs- tíma. Anna segir að fólki finnist þægi- legt þegar það er búið að gera allt fínt heima hjá sér að koma og þrífa dýrin sín. „Það er náttúrlega allt undirlagt. Sum dýrin eru mjög loð- in og þegar búið er að blása þau eru hár út um allt. Síðan er líka gott að vera í réttri vinnuhæð við þetta.“ Gamlir hundar gleðjast Hún segir alla fjórfætlinga jafn- ánægða með baðferðina, sama hvort sé chihuahua, doberman eða sankti-bernharðs. Anna tekur þó fram að eldri hundar séu ein- staklega kátir með að fara í bað. „Það er góður hiti á vatninu og þeir hreinlega leggjast á bakið. Þeim finnst þetta svo notalegt.“ Þrátt fyrir að baðið sé hannað með hunda í huga segir eigandinn að þau hafi fengið til sín kött í eitt skipti. „Jesús minn, nei takk. Ekki fleiri ketti. Þetta gekk hræðilega, eigandinn var allur útklóraður,“ segir Anna og hlær. Blaðamaður spyr þá hvort eigendur megi fara í bað með dýrunum. „Nei, þá verða þeir að fara í bað heima,“ svarar hún og skellir upp úr. Hundabaðið er með sjálfs- afgreiðsluformi, en starfsmenn eru tiltækir til aðstoðar ef þörf er á, segir Anna. Hún segist ekki verða leið á að baða dýrin, það sé alltaf jafnskemmtilegt ef kúnninn er ánægður, hvort sem það er ferfætl- ingurinn eða eigandinn. gso@mbl.is Gæludýrin þurfa líka að fara í jólabað Morgunblaðið/RAX Unaður Tíkin Salka naut þess að fara í jólabað, enda verður öll fjölskyldan að vera í sínu fínasta um jólin  Leggjast á bakið af ánægju  Vill ekki fleiri ketti Guðni Einarsson gudni@mbl.is Norsk-íslenska heilbrigðistækni- fyrirtækið Mentis Cura undirritaði í gær stóran samning við japanska fyrirtækið Nihon Medi-Physics. Norska við- skiptablaðið Dagens Nær- ingsliv segir að verðmæti samn- ingsins sé nærri einn milljarður norskra króna (nærri 14 millj- arðar íslenskra króna) á næstu tíu árum. „Þetta er mjög stór áfangi fyrir okkur,“ segir Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, stjórnarmaður í Mentis Cura. Hún segir að félagið hafi þróað aðferð til að greina mismunandi gerðir heilabilunar út frá heilalínuritum. „Þessi hugbúnaður hefur verið notaður á Íslandi í þónokkur ár,“ segir Guðbjörg. „Við höfum unnið að því að koma þessu á markað er- lendis og höfum unnið að því í nærri tvö ár að semja við Japani. Japanir eru fjölmenn þjóð og verða mjög gamlir. Heilabilun er stórt vandamál og algengt í Japan. Við töldum að Japan gæti verið heppi- legur markaður. Nú hefur það ánægjulega gerst að við höfum undirritað þar samning um þetta verkefni.“ Hefst með klínískri rannsókn Guðbjörg segir að samkvæmt japönskum reglum þurfi Mentis Cura að sýna fram á virkni grein- ingarinnar gagnvart japönskum einstaklingum. Því hefst starfið í Japan með klínískri rannsókn og er stefnt að því að hún geti hafist seinni part næsta árs. Ljóst er að rannsóknin verður kostnaðarsöm og mikil fjárfesting fyrir félagið. Í kjölfar hennar verður sótt um við- urkenningu til japanskra heilbrigð- isyfirvalda. Eftir það verður hægt að bjóða upp á þá þjónustu að greina heilalínurit sjúklinga með hugbúnaði Mentis Cura og finna einkenni sem geta bent til ákveð- inna sjúkdóma á borð við alzheim- er og fleiri heilabilunarsjúkdóma. „Tekjumöguleikarnir eru veru- legir þegar þetta verður allt komið í gegnum nálaraugað hjá Japönun- um,“ segir Guðbjörg. Claes Watndal, forstjóri Mentis Cura, segir við Dagens Næringsliv að matið á verðmæti samningsins við Japani sé fremur varfærið. Sambönd sem Jan Fikkan stjórn- arformaður hafði í Japan hafi veg- ið þungt í að landa samningnum en Fikkan leiddi starfsemi GE Healthcare í Japan í tólf ár. Kathrine Myhre, sem leiðir Norway Health Tech, fagnar samningnum mjög og segir hann vera jólagjöf bæði fyrir Mentis Cura, eigendur þess og iðnaðinn í heild. Flutti til Óslóar 2016 Mentis Cura var stofnað á Ís- landi 2004 af Kristni Johnsen vís- indamanni og frumkvöðli sem enn leiðir rannsókna- og þróunarstarf fyrirtækisins. Höfuðstöðvar Mentis Cura fluttust til Óslóar 2016 og eiga norskir fjárfestar nú 58% í fyrirtækinu. Starfsmenn eru 16, þar af sex á Íslandi, átta í Noregi og tveir í Japan. Velta Mentis Cura var 3,4 milljónir norskra króna 2017 (49 milljónir íslenskra króna). Stór samningur Mentis Cura í Japan  Mjög stór áfangi, segir stjórnarmaður Mentis Cura  Verulegir tekjumöguleikar fylgja verkefninu Thinkstock Mentis Cura Greinir ýmsar heilabilanir út frá heilalínuritum. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir Lögmaður Rositu YuFan Zhang, eiganda Sjanghæ-veitingastaðanna, hefur sent RÚV formlega kröfugerð þar sem farið er fram á formlega af- sökunarbeiðni og þrjár milljónir króna í miskabætur vegna umfjöll- unar fréttastofu RÚV um veitinga- staðinn Sjanghæ á Akureyri í fyrra. Þetta staðfesti Sævar Þór Jóns- son, lögmaður Rositu, í samtali við mbl.is. Hann sagði að RÚV hefði verið veittur frestur til loka vikunnar til þess að bregðast við. „Þessu verð- ur fylgt fast eftir,“ sagði Sævar Þór. Sjanghæ-málið vakti mikla athygli og var fyrirferðarmikið í fjölmiðlum landsins fyrstu dagana í september í fyrra. Í fyrstu frétt RÚV af málinu 30. ágúst í fyrra sagði meðal annars að grunur léki á að starfsfólk veit- ingastaðarins fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borðaði matarafganga á staðnum. Ábendingar um starfsaðstæður starfsmanna á veitingahúsinu höfðu borist til stéttarfélagsins Einingar- Iðju á Akureyri, sem fór í eftirlits- ferð á veitingahúsið þann sama dag. Fulltrúi stéttarfélagsins ræddi svo við fréttamann RÚV í beinni útsend- ingu af vettvangi í kvöldfréttum. Ábyrgðin alfarið RÚV Stéttarfélagið komst svo að þeirri niðurstöðu að þær upplýsingar um kjör starfsmanna sem fram kæmu í gögnum sem aflað var við vinnu- staðaeftirlitið stæðust almenna kjarasamninga og launataxta. Grun- ur um mansal reyndist því ekki á rökum reistur, samkvæmt athugun. Eining-Iðja sendi svo frá sér yfir- lýsingu þar sem fram kom að frétta- stofa RÚV þyrfti ein að axla ábyrgð á því að hafa birt mynd af veitinga- staðnum áður en sannað hefði verið að brot hefðu átt sér stað. „Það að fréttamaður Ríkisútvarpsins kaus að flytja frétt af meintu mansali með því að birta mynd af veitingastaðn- um og þar með nafn hans er að öllu leyti hans ákvörðun og þar með á hans ábyrgð, yfirmanna hans og stofnunarinnar í heild sinni,“ sagði í yfirlýsingu Einingar-Iðju. athi@mbl.is Sjanghæ krefur RÚV um milljónir  Fréttamaður sagði mansal viðgangast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.