Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018 FALLEG OG VÖNDUÐ LEIKFÖNG Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr náttúrulegum efnivið, tré og silki Jólaopnun í dag kl. 17-20 Veður víða um heim 17.12., kl. 18.00 Reykjavík 7 alskýjað Hólar í Dýrafirði 5 skýjað Akureyri 5 alskýjað Egilsstaðir 2 rigning Vatnsskarðshólar 6 rigning Nuuk -8 skúrir Þórshöfn 7 léttskýjað Ósló -2 skýjað Kaupmannahöfn 0 þoka Stokkhólmur -1 snjóél Helsinki -1 snjókoma Lúxemborg 4 rigning Brussel 8 léttskýjað Dublin 11 skúrir Glasgow 7 skýjað London 8 heiðskírt París 6 heiðskírt Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 2 þoka Berlín 2 skýjað Vín -1 alskýjað Moskva -14 snjókoma Algarve 14 léttskýjað Madríd 8 heiðskírt Barcelona 14 léttskýjað Mallorca 14 heiðskírt Róm 8 skýjað Aþena 12 heiðskírt Winnipeg -16 léttskýjað Montreal 0 súld New York 6 skýjað Chicago 1 léttskýjað Orlando 12 heiðskírt  18. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:20 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:07 14:53 SIGLUFJÖRÐUR 11:52 14:34 DJÚPIVOGUR 10:59 14:50 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á miðvikudag Austlæg átt, 3-10 m/s, hvassast syðst. Skýjað með köflum, en rigning syðra og eystra. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag Hæg austlæg eða breytileg átt. Sums staðar stöku skúrir. Austlæg átt, 5-13 m/s, og rigning eða skúrir en úrkomulítið á Vesturlandi. Hiti 2 til 8 stig en kóln- ar heldur í kvöld. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Öflugir dráttarbátar bættust nýver- ið í flotann er Icetug keypti þrjá slíka frá Hollandi. Bátarnir eru 30 metrar að lengd og átta metra breið- ir. Þeir hafa fengið nöfnin Herkúles, Grettir og Kolbeinn grön. Sá síðast- nefndi var einn Dufgussona, sem voru fjórir þekktir bræður á Sturl- ungaöld, liðsmenn Sturlunga og frændur. Ægir Örn Valgeirsson, stjórnar- formaður Icetug og framkvæmda- stjóri Skipaþjónustu Íslands, segir að ýmislegt sé í bígerð varðandi skipin og verkefni virðist næg með auknum siglingum stærri skipa til landsins. Margir hafi spurst fyrir um bátana síðan fréttist af kaup- unum, en fyrst fari þeir í slipp hver af öðrum hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði strax upp úr áramótum. Skipin voru smíðuð hjá Damen- skipasmíðstöðinni í Hollandi fyrir 20 árum, en að sögn Ægis eru Damen- dráttarbátar viðurkenndir fyrir gæði og styrk. Þau hafa síðustu misseri verið í verkefnum í Miðjarð- arhafi og við Afríku og koma hingað frá Nígeríu. Þar var þeim siglt inn í flutningaskip sem kom með þau til Hafnarfjarðar fyrir viku síðan. Að sögn Ævars verða 3-4 í áhöfn nýju bátanna, eftir því hvort verið er að sinna verkefnum við ströndina eða á úthafinu. Ekkert mæli á móti því að vinna verkefni t.d. í Fær- eyjum og Grænlandi. Með komu bátanna muni starfsfólki fjölga. Fyr- ir tveimur árum keypti Skipaþjón- ustan dráttarbátinn Togarann og í fyrra bættist stór olíuprammi við, en hann ber heitið Barkur og er í eigu Skipaþjónustunnar og Skeljungs. Kaupa þrjá dráttarbáta Morgunblaðið/SiSi Dráttarbátar Tveir liggja við bryggju í Reykjavík og sá þriðji í Hafnarfirði.  Voru smíðaðir í Hollandi 1998 Freyr Bjarnason freyr@mbl.is Bára Halldórsdóttir, sem hljóðritaði samtal sex þingmanna á kránni Klaustri 20. nóvember, var boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær. Fjöldi fólks var þar mættur til að sýna Báru stuðning. Reimar Pétursson, lögmaður fjög- urra þingmanna Miðflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar, Gunnars Braga Sveins- sonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Bergþórs Ólasonar, sem komu við sögu í Klausturmálinu, lagði fyrir dóminum áherslu á mikilvægi þess að myndefni úr öryggismyndavélum Alþingis og Dómkirkjunnar yrði lagt fyrir dóm. Mikilvægt væri að tryggja tilvist myndefnisins áður en varðveislutími þess rynni út en viðmiðunarregla Persónuverndar er 90 dagar. Sá varðveislutími væri ekki nægjanleg- ur ef til dómsmáls kæmi. „Umbjóð- endur mínir vilja tryggja sönnun um það hvernig að brotinu gegn þeim var staðið,“ sagði Reimar. „Umbjóðendur mínir telja að frek- lega hafi verið brotið á rétti þeirra til einkalífs. Þetta hafi gerst þegar einkasamtal á Klaustri var hljóðritað að þeim óafvitandi og gert opinbert. Í því hafi falist brot gegn 229. grein almennra hegningarlaga,“ sagði hann. „Auk þess telst þessi háttsemi varða skaða- og miskabótaskyldu. Á þessu myndefni ætti að vera hægt að sjá nákvæmlega hvernig varnaraðili framkvæmdi þetta brot,“ sagði Reimar og nefndi að hægt væri að sjá hvernig Bára hefði haldið upp- tökunum leyndum og sömuleiðis sannanir fyrir því „hversu styrkur ásetningur hennar var til brotsins“. „Einnig ef svo ber undir hvort ein- hverjir framkvæmdu brotið með henni. Beiðnin snýst um að fá vitn- eskju um þetta,“ sagði hann. Verjendur Báru mótmæltu kröfu sóknaraðila. Þeir bentu á umfjöllun Stundarinnar um málið og sögðu Báru þar hafa greint ítarlega frá því hvernig atvikum var háttað. Reimar sagði mjög einkennilegt að varnaraðili skyldi mótmæla. Síð- ustu daga hefði Bára gefið sig óspart út í fjölmiðlum fyrir að vera boðberi gagnsæis á kostnað einkalífs en þeg- ar spjótin beindust að henni sjálfri venti hún kvæði sínu í kross. „Hverju hefur varnaraðili að leyna?“ sagði Reimar og taldi þetta myndu vekja auknar grunsemdir hjá um- bjóðendum sínum um að frásögn Báru af atvikum „sé ekki fyllilega heiðarleg“. Reimar sagði „algjörlega óásætt- anlegt“ ef bjóða ætti dómstóli seinna meir að fjalla um málið án þess að hafa myndefnið til skoðunar. Dómari ætlar að taka málið til úr- skurðar og sagði hann að vonandi yrði hann kveðinn upp í vikulok. Það gæti þó dregist. Myndefnið verði lagt fyrir dóm  Lögmaður Miðflokksmanna sem voru á Klausturfundinum vill að myndefni úr öryggismyndavélum Alþingis og Dómkirkju verði varðveitt  Verjendur Báru Halldórsdóttur mótmæltu kröfu lögmannsins Klausturmálið » Sex þingmenn, fjórir úr Mið- flokki og tveir úr Flokki fólks- ins, sátu að sumbli á barnum Klaustri 20. nóvember. » Rúmri viku síðar fóru DV og Stundin að birta fréttir byggð- ar á upptöku af samtali þing- mannanna. » Stundin upplýsti 7. desem- ber að Bára Halldórsdóttir hefði hljóðritað samtalið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Héraðsdómur Reykjavíkur F.v. í fremri röð: Lögmennirnir Ragnar Aðalsteinsson og Auður Tinna Aðalbjarnar- dóttir og Bára Halldórsdóttir, sem var kvödd fyrir héraðsdóm í gær. Ragnar og Auður Tinna veita Báru aðstoð. Kertasníkir er uppáhaldsjólasveinn Íslendinga, sá næstvinsælasti er Stúfur og í þriðja sæti vinsældalista jólasveina situr Hurðaskellir. Þetta eru niðurstöður könnunar MMR þar sem spurt var um hver af jóla- sveinunum þrettán væri í mestu uppáhaldi. 29% þeirra sem svöruðu sögðu Kertasníki vera sitt uppáhald, en þetta er fjórða árið í röð sem hann reynist njóta mestrar hylli. Reynd- ar hafa vinsældir hans dalað eilítið síðan í fyrra þegar 30% sögðu hann uppáhaldsjólasveininn og árið 2015 var hlutfallið 35%. Stekkjarstaur er í fjórða sæti vin- sældalistans, þar á eftir koma Gluggagægir, Ketkrókur, Skyr- gámur, Giljagaur, Bjúgnakrækir, Gáttaþefur og Askasleikir. Lestina reka svo Þvörusleikir og Pottaskef- ill sem báðir eru uppáhalds- jólasveinar 1% þjóðarinnar. Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn Vitlaust veður var í Mýrdalnum og undir Eyjafjöllum síðdegis í gær og í gærkvöld. Á Steinum undir Eyja- fjöllum kom 44,1 m/s vindhviða klukkan 18.10 og vindhraði þar var þá 24,6 m/s. Lögreglan á Suður- landi hafði ekki heyrt af neinum óhöppum vegna óveðursins þegar rætt var við hana kl. 20.30 í gær. Veðurstofa Íslands gaf út gula viðvörun vegna austanhvassviðris eða storms á Suðurlandi og Suð- austurlandi. Á vef Vegagerðar- innar voru vegfarendur beðnir að vera ekki á ferðinni á hringvegi 1 á milli Hvolsvallar og Víkur milli klukkan 18 og 22 því þar var von á miklu hvassviðri. Eins var varað við að vera á ferðinni í Öræfasveit milli klukkan 18 og 22. Óveðursmerki voru á korti Vega- gerðarinnar allt austan úr Öræfum og svo frá Vík og vestur eftir Suð- urlandsundirlendinu og vestur í Hvalfjörð. Dyrhólavegi (208) var lokað síðdegis í gær en þá var 30-50 sentimetra djúpt vatn á veginum. gudni@mbl.is Óveður var á Suðurlandi í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.