Morgunblaðið - 18.12.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 18.12.2018, Síða 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Byggingarvísitalan hefur hækkað um tæp 4% á síðustu 12 mánuðum. Ingólfur Bender, aðalhagfræðing- ur Samtaka iðnaðarins, segir horfur á að hún hækki frekar á næsta ári. „Gengisáhrifin á vísitöluna eru um- talsverð. Stór hluti af byggingar- kostnaðinum er innflutt hráefni. Okkur reiknast til að þessi innflutti kostnaður losi um fjórðung af vísitöl- unni. Þá er horft til beinna og óbeinna áhrifa. Krónan hefur lækkað umtals- vert frá því síðastliðið haust. Sú lækk- un mun birtast í hækkunum á vísitöl- unni að mestu á 4-6 mánuðum en að fullu á lengri tíma. Nákvæmlega hversu hratt þetta gerist fer eftir veltuhraða birgða. Hann hefur hins vegar verið hraður undanfarið en menn hafa verið að byggja nokkuð mikið síðustu misseri. Áhrifin af lækkun krónunnar frá því í haust eru hins vegar ekki komin að fullu fram í vísitölunni.“ Óvissa um launaþróun Þá sé launaliðurinn á uppleið. „Vísitalan er að stærstum hluta launaliður. Launahækkanir koma því beint inn til hækkunar. Það veltur á niðurstöðum komandi kjarasamninga hvað kemur út úr því en þar er tals- verð óvissa,“ segir Ingólfur sem telur aðra liði, þ.e. innlent byggingarefni, ekki munu vega á móti þessu tvennu, genginu og launum. Launahækkanir hafi enda líka áhrif á innlendan kostn- að. Vegna hækkandi byggingarkostn- aðar muni arðsemin af íbúðabygging- um að óbreyttu minnka. „Undanfarið hefur verið byggt tals- vert meira af íbúðum en var gert fyrstu ár uppsveiflunnar. Það kemur m.a. til af því að það er bil milli bygg- ingarkostnaðar og íbúðaverðs. Það er eitthvað upp úr því að hafa að byggja. Það skilar sér í því að fleiri eru til- búnir að byggja. Það er önnur staða en í upphafi uppsveiflunnar, þegar fá- ir vildu byggja, enda var byggingar- kostnaður yfir markaðsverði. Það hefur snúist við. Nú er byggingar- kostnaður að hækka töluvert ört, samtímis því sem það hægir á hækk- un íbúðarhúsnæðis. Það er að draga saman með þessum stærðum sem hefur áhrif á hvatann,“ segir Ingólfur. Með því sé áhættan í fjárfestingum í byggingarframkvæmdum að aukast. Það geti aftur dregið úr fjárfesting- um, m.a. í íbúðum. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvik, segir gengið hafa mikil áhrif á byggingarkostnað. Því séu horfur á að byggingarkostnaður muni aukast vegna veikingar krónunnar. „Það sem hefur drifið verðhækk- anir í byggingariðnaði síðustu miss- erin er innlendi kostnaðurinn. Vinnu- liðurinn og innlent byggingarefni hafa hækkað töluvert. Ég þekki ekki einstaka undirliði en geri ráð fyrir að verð á steypu hafi hækkað nokkuð mikið. Hins vegar hefur innflutt byggingarefni fylgt dálítið á eftir,“ segir Jón Helgi og bendir svo á annan undirlið byggingarvísitölunnar, nánar tiltekið undirliðinn innflutt efni. Sá undirliður sé á svipuðum slóðum og í árslok 2016. Hefur áhrif á innfluttar vörur Aðrir undirliðir hafi hins vegar hækkað á tímabilinu. Vegna veiking- ar krónu megi vænta þess að undir- liðurinn innflutt efni muni hækka. „Það er ljóst að gengið mun koma inn í þessar tölur. Það er enda alltaf seinkun í áhrifum gengisins. Þá hefur verið verðbólga erlendis. Verð á timbri og timburtengdum vörum hækkaði til dæmis í fyrra. Nefna mætti fleiri byggingarvörur. Það var mikið byggt í Evrópu og eftirspurn frá Kína þrýsti á verð. Styrking krónu hefur haldið þessu niðri, þar til nú á þessu ári,“ segir Jón Helgi sem telur ýmsar leiðir færar til að lækka bygg- ingarkostnað. Áhersla á þéttingu byggðar auki kostnað við byggingar, m.a. vegna lengri framkvæmdatíma og meiri launakostnaðar. Ódýrara sé að byggja í úthverfum. Með því að auka framleiðni og stytta byggingartíma geti það dragið úr launakostnaði. Þá geti notkun timburs spornað gegn frekari hækkunum á byggingar- kostnaði og losun gróðurhúsaloftteg- unda. „Kolefnissporið er jákvætt í timbri en lakara í steypu, stáli og öðru byggingarefni,“ segir Jón Helgi. Byggingarkostnaður er á uppleið  Aukinn launakostnaður og veiking krónunnar þrýstir á kostnað  Meiri hækkun er spáð á næsta ári Byggingar- vísitala 2010-2018 Í nóvember ár hvert Jan. 2010=100 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heimild: Hagstofa Íslands 141,0 130 120 110 100 3,8% árleg hækkun frá nóv. 2016 Vísitölur fyrir byggingariðnað 110 108 106 104 102 100 98 96 94 92 nóv. ’16 mars ’17 júlí ’17 nóv. ’17 mars ’18 júlí ’18 nóv. ’18 Heimild: Hagstofa Íslands Heimild: Hagstofa Íslands Byggingarvísitala Vélar, flutningur og orkunotkun Nóvember 2016=100 Vinna Innflutt efni Innlent efni Ingólfur Bender Jón Helgi Guðmundsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018 Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 27” SKJÁR BenQ GW2780 IPS FHD skjár 29.990 ALLA DAGATIL JÓLA OPIÐ10-19 VERÐ ÁÐ UR 39.990 JÓLA TILBOÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fulltrúar Þjóðminjasafns Íslands munu næstkomandi fimmtudag af- henda Háskóla Íslands húsið Set- berg, sem stendur skammt norðan við aðalbyggingu HÍ, aftur til af- nota, en þar hafa aðalskrifstofur safnsins verið undanfarin ár. Á veg- um HÍ verður húsið nýtt fyrir margvíslegt þróunarstarf í kennslu- háttum. Byggingin sem um ræðir hýsti upphaflega svonefnt atvinnudeild- arhús HÍ. Það var reist 1937 og var vettvangur rannsókna tengdra land- búnaði, sjávarútvegi og iðnaði svo og efnafræðináms læknanema. Um 1970 var starfsemi jarðfræðideildar háskólans flutt í húsið og var hún þar fram yfir aldamót en fór þá í Öskju, hús náttúruvísindasviðs í Vatnsmýrinni. Þétta raðir og lækka kostnað Árið 2007 fékk Þjóðminjasafn Íslands húsið, sem er um 1.100 fer- metrar að flatarmáli, til afnota og þar hafa verið skrifstofur yfirstjórn- ar þess og ýmis rannsóknaraðstaða. Að sögn Margrétar Hallgríms- dóttur þjóðminjavarðar hefur margt breyst í starfseminni á þeim rúma áratug sem síðan er liðinn. Þar ber hæst að árið 2016 var tekið í notkun hús sem safnið hefur og er við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Þar er aðstaða til varðveislu og forvörslu minja og gripa, rannsóknastofur, kennslustofur og aðstaða fyrir fræðimenn og fleira. „Með aðstöðunni sem við höf- um á Tjarnarvöllum nú getum við þétt raðirnar, fækkað starfsstöðvum og lækkað húsnæðiskostnað. Að láta Setberg frá okkur sparar 15 millj- ónir króna á ári, fjármuni sem við höldum áfram og getum nýtt til al- mennrar starfsemi safnsins. Hag- ræðið er því mikið. Allt þurfti þetta samþykki mennta- og menningar- málaráðuneytisis, en ráðherrann reyndist okkur og háskólanum haukur í horni í þessu máli. Þetta skref tökum við sömuleiðis vegna þeirrar nánu samvinnu sem er milli stofnana, en Þjóðminjasafnið hefur verið háskólastofnun með sjálf- stæðan fjárhag frá árinu 2013,“ seg- ir Margrét Hallgrímsdóttir. Nýjungar í háskólakennslu Með breytingunni sem nú verð- ur er starfsemi Þjóðminjasafnsins á fjórum stöðum; á Tjarnarvöllum og við Vesturvör í Kópavogi, þar sem eru geymslur og ljósmyndasafn. Þá tilheyrir Safnahúsið við Hverfisgötu Þjóðminjasafninu, en grunnsýning er í safnahúsinu við Suðurgötu í Reykjavík. Þangað voru skrifstofur safnsins fluttar úr Setbergi nú í haust og eru í turni hússins, sem hefur verið lítið notaður til þessa. Að sögn Jóns Atla Benedikts- sonar, rektors Háskóla Íslands, er ætlunin að í Setbergi verði á vegum skólans aðstaða fyrir kennara til að kynna að sér nýjungar í háskóla- kennslu og vinna saman að þróun- arverkefnum. Í Setbergi verða m.a. kennslustofur, hannaðar fyrir nú- tímakennsluhætti, auk funda- aðstöðu. Einnig verður þarna í boði aðstoð fyrir kennara við að ná tök- um á nýju námsumsjónarkerfi sem tekið verður upp við skólann á næsta ári. Sömuleiðis verður í hús- inu aðstaða til að fræðast um og setja á rafræn próf, en slík taka annað yfir í skólanum innan tíðar. Þá verður upptökuver í Setbergi sem nýtast mun við gerð fjar- kennsluefnis og opinna netnám- skeiða. Háskólinn fær Setberg Morgunblaðið/Sigurður Bogi Setberg Hús margra hlutverka sem var reist fyrir rúmum 80 árum.  Þrengt að Þjóðminjasafninu  Gamla jarðfræðihúsinu skilað aftur til HÍ  Verður miðstöð kennslu og nýjunga Samráðshópur Hafrannsókna- stofnunar og útgerða uppsjávar- skipa hittist á fundi í vikulokin þar sem m.a. verður rætt um framhald loðnumælinga í janúar. Heimaey VE lauk sínum leiðangri á sunnu- dag, en ekki varð vart við loðnu fyrir norðaustan land, en í viku- löngum túr í samvinnu Hafrann- sóknastofnunar og útgerða upp- sjávarskipa var áhersla lögð á að kanna svæðið austan við Kolbeins- eyjarhrygg. Að því loknu var var farið vestur með landgrunnskantinum, en síðan í haust hafa fregnir borist af loðnu á Vestfjarðamiðum. Þorsteinn Sig- urðsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun, segir að það sé hefðbundið að loðna sé á því svæði á þessum árs- tíma. Þarna hafi verið eldri og yngri loðna í bland og verið sé að vinna úr gögnum. Hins vegar hafi niðurstöð- ur úr þessum leiðangri ekki áhrif á forsendur um veiðikvóta í vetur því leiðangurinn var fyrst og fremst hugsaður til að afla upplýs- inga um dreifingu loðnunnar og mun nýtast við skipulag frekari rannsókna í janúar. Farið verður yfir þessar niðurstöður á samráðs- fundinum. aij@mbl.is Ræða skipulag loðnurannsókna Loðnuhrogn Verðmæt afurð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.