Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018
Það vefst ekki aðeins fyrir bestumönnum að hlusta á aðra svo
gagn sé að og sumum er það nær
ómögulegt. En
svo eru þeir sem
hlustuðu svo
annars hugar á
sjálfa sig að þeir
gleymdu eigin
orðum en aðrir
mundu.
Sá ágæti „gamli Bush“ 41. forsetiBandaríkjanna sagði í aðdrag-
anda kosninga 1992 við sína kjós-
endur: Ég mun ekki hækka skatta
(read my lips).
Það varð honum það næstdýr-asta. Sérframboð Ross Perots
réð meiru um tap hans og þetta
tvennt lagðist á eitt.
Macron forseti Frakklandssagði í ávarpi frá Argentínu
að útilokað væri að hann gæfi
þumlung eftir við uppreisnarlið í
endurskinsvestum, „hrotta og
skemmdarverkamenn“.
Heim kominn, aðeins sólarhringsíðar, horfði forsetinn á út-
bíaða höfuðborgina fögru og lak þá
allur vindur úr forsetablöðrunni.
Hræðsluleg uppgjafarræða úrstássstofu forsetahallarinnar
gerði illt enn verra.
Svo er það frú May. Brexit þýðirbrexit sagði hún í tíma og
ótíma en á daginn kom að hún
meinti: Brexit þýðir eitthvað allt
annað en brexit.
Nú treysta henni fáir og fækkarsífellt í liðinu. Aumingjadóm-
urinn er orðinn May og löndum
hennar dýr.
Emmanuel Macron
og Theresa May
Taka ekki mark
á sjálfum sér
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Alls sóttu 78 manns um vernd á Ís-
landi í síðasta mánuði, samkvæmt
tölum frá Útlendingastofnun. Er
það fækkun milli mánaða þar sem
100 manns sóttu um vernd í október-
mánuði hérlendis. Flestar umsóknir
um vernd komu frá Moldóvu í nóv-
ember, alls 11 talsins, en einungis
fjórir Moldóvar höfðu þar áður sótt
um vernd á árinu. Þar á eftir komu
umsóknir frá Sómalíu og Afganist-
an, 10 talsins, en 46 Sómalíumenn og
44 Afganar hafa sótt um vernd hér-
lendis á árinu.
Flestir frá Albaníu og Írak
Albanar eru ennþá fjölmennasti
hópurinn sem hefur sótt um vernd á
árinu, 105 talsins, þar af sjö í síðasta
mánuði. Írakar koma þar á eftir, 102
talsins, en einungis 2 sóttu um í síð-
asta mánuði. Karlar eru í miklum
meirihluta þeirra sem hafa sótt um
vernd á árinu 430 talsins á móti 117
konum. Á árinu hefur 62 körlum ver-
ið veitt vernd, 21 fengið viðbót-
arvernd og 4 fengið mannúðarleyfi.
Þá var 135 körlum synjað um
vernd á árinu. Alls hafa 23 konur
fengið vernd á árinu, 9 fengið viðbót-
arvernd og 2 mannúðarleyfi. 45 kon-
um hefur verið synjað um vernd á
árinu.
Umsóknum um vernd fækkar
Flestar umsóknir um vernd í nóvembermánuði komu frá Moldóvu
Morgunblaðið/Kristinn
Vernd Alls 733 mál afgreidd í ár.
Fyrirhugað er að bjóða út verk-
framkvæmd við varnarvirki neðan
Urðarbotns og Sniðgils í Norðfirði
um mánaðamótin janúar/febrúar á
næsta ári. Um mikla framkvæmd
er að ræða, en reiknað er með að
vinna geti hafist á vormánuðum og
verði verkið unnið á þremur árum,
2019-2021. Áður hafa snjóflóða-
mannvirki verið reist undir
Drangagili og Tröllagili í Nes-
kaupstað.
Á heimasíðu sinni kynnir Fram-
kvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd
Fjarðabyggðar, fyrirhugað útboð.
Um er að ræða varnargarð og 16
varnarkeilur. Sú hlið garðsins og
keilanna sem snýr móti fjalli verð-
ur byggð upp með netgrindum og
styrktum jarðvegi. Heildarrúmmál
þvergarðsins er áætlað um 135
þúsund rúmmetrar og verður
garðurinn um það bil 380 metra
langur. Um 200 metrar af honum
verða 17 metrar á hæð.
Keilurnar 16 eiga að standa í
tveimur röðum og verða átta
metra háar, 10-15 metra langar og
þriggja metra breiðar í toppinn.
Heildarrúmmál keilanna er áætlað
rúmlega 15 þúsund rúmmetrar.
aij@mbl.is
Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson
Snjóflóðavarnir Áfram verður unnið við varnarvirki í Neskaupstað. Garð-
ur og keilur neðan Urðarbotns og Sniðgils verða boðin út í ársbyrjun.
Framkvæmdir við
varnarvirki í útboð
Þriggja ára verkefni í Neskaupstað