Morgunblaðið - 18.12.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 18.12.2018, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018 Ár er síðan grein- ingardeild embættis ríkislögreglustjóra benti á að aðgangur að sterkum fíkniefnum væri að aukast og myndi kosta fjölda manns lífið. Á sama tíma berast fréttir af því að 20% há- skólanema hafi notað örvandi lyf sem hafi verið ávisað á einhvern annan. Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir að efla þau meðferðarúrræði sem fólki með fíknivanda býðst hér á landi. Frá því að fyrstu skjólstæðing- arnir komu í meðferð Samhjálpar í bílskúr á Sogaveginum fyrir 46 árum hafa tugþúsundir einstaklingar feng- ið hjálp og stuðning frá samtökunum til að takast á við fíknivanda sinn. Í tillögum sem starfshópur heil- brigðisráðherra skilaði árið 2016 var meðal annars lagt til að fjölgað yrði afeitrunarplássum á sjúkrahúsum, tryggð fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir ólíka hópa og settar yrðu lágmarkskröfur um gæði og innihald meðferðar, framvindu og árangur. Þá yrði tillit tekið til einstaklings- miðaðrar meðferðar, kyns og aldurs, komið á samráðsvettvangi og rannsóknir og forvarna- starf eflt. Við viljum gera okkar til að þetta geti orðið að raunveruleika. Um þessar mundir er verið að taka í notkun nýja byggingu á með- ferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti sem rúmar fjölnota sal, aðstöðu fyrir lækni og hjúkrunarfræðinga og eld- hús í fallegri náttúru Mosfellsdalsins og verður það vígt 31. janúar nk. Húsið tengir saman eldri byggingar sem hýsa herbergi heimilismanna. Geta 30 einstaklingar, 10 konur og 20 karlar, verið í meðferð hverju sinni að lokinni afeitrun á sjúkra- húsi. Draumurinn er að fjölga meðferð- arrýmum upp í 40 og efla og bæta þjónustuna með aukinni fjölbreytni í meðferðarúrræðum, þ.m.t. þjónustu félagsráðgjafa og sálfræðinga í góðu samstarfi við aðra sem sinna ein- staklingum sem glíma við fíkn, áföll og geðræna sjúkdóma. Samhjálp rekur einnig eftirmeð- ferðarheimili þar sem um 55 ein- staklingar geta búið í um tvö ár og verið í áframhaldandi meðferð. Þá er Kaffistofa Samhjálpar rekin í Borg- artúni 1 þar sem opið er alla daga ársins og um 67.000 máltíðir eru gefnar á ári. Tökum höndum saman gegn þeirri miklu vá sem fíkn er í samfélagi okk- ar. Vinnum saman gegn fíkni- vandanum Eftir Vörð Leví Traustason » Frá því fyrstu skjól- stæðingarnir komu í meðferð Samhjálpar fyrir 46 árum hafa tug- þúsundir fengið hjálp og stuðning til að takast á við fíknivanda sinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar. framkvaemdastjori@samhjalp.is Vörður Leví Traustason Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar VATN, HÚSASKJÓL OG BETRI HEILSA MEÐ ÞINNI HJÁLP! •Valgreiðsla í heimabanka: 2.500 krónur •Söfnunarsími 907 2003: 2.500 krónur •Framlag að eigin vali á framlag.is • Söfnunarreikningur 0334-26-50886 kennitala 450670-0499 HJÁLP TIL SJÁLFSHJÁLPAR Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna – Action by Churches Together Þorsteinn Víglundsson lýsti nýjum veiðigjaldalögum sem „grímulausri sérhagsmuna- gæslu“. Með hliðsjón af hans fyrri störfum talar hann ekki af vanþekkingu og veit betur. Það fyrirtæki sem undirritaður stjórnar greiddi á síðustu 16 mánuðum 600 milljónir í veiði- leyfagjald sem er hálfvirði af ný- smíði fiskiskips. Með þeim gjöld- um var slökkt á getu fyrirtækisins til að halda áfram þeirri tæknivæðingu sem við höf- um verið svo stoltir af og teljum vera eina svarið við samkeppni frá ríkisstyrktum láglaunalönd- um. Þau lönd sem ekki njóta hinnar „séríslensku hags- munagæslu“ fá ýmist veiðiheim- ildir eða styrki til að kaupa af ís- lenskum tæknifyrirtækjum þau tæki og þá þekkingu sem þróast hefur með samstarfi íslenskra sjávarútvegs og tæknifyrirtækja í gegnum tíðina. Með það í fartesk- inu mæta þau okkur á af- urðamörkuðunum af miklu afli og hafa nú stóraukið ásókn sína í óunninn fisk frá íslandi, bæði með beinum kaupum af fiskiskip- um og ekki síður með kaupum í gegnum íslenska uppboðsmark- aði. Karaleigufyrirtæki og skipa- félög njóta góðs af en íslensk fiskvinnsla missir spón úr aski sínum á meðan hin erlenda er í miklum uppbyggingarfasa. Þegar horft er í gegnum barbabrell- ur reiknistofns veiði- gjaldsins í nýjum lögum sést að önnur hver króna af fram- legðinni fer í skatt- inn. Nákvæmlega það fjármagn sem þarf í markaðs- starfið, þróunina og tækniframfarirnar. Þetta finnst Þorsteini hin mesta skömm og vill meira. En hvaða sýn hefur sjáv- arútvegsráðherra á málið? Því svarar hann fréttamanni þeirrar ágætu sjón- varpstöðvar, N4, í ný- sýndum fréttaþætti frá Sjávarútvegs- ráðstefnunni í haust. Fréttamaður: „Hvað verður um þau fyr- irtæki sem ekki fylgja tækniþróuninni?“ Sjávarútvegs- ráðherra: „Þau bara deyja, það er ekkert flókið. Þau verða að gjöra svo vel að standa sig í sam- keppninni, fylgjast með því sem er að gerast, öðruvísi geta þau ekki keppt, hvorki um starfsfólk né verð á erlendum mörkuðum.“ Hér bregðast því bæði sá sem veit og sá sem skilur. Ríkissjóður er nefnilega sá sem mestu tapar þegar skattar drepa nýsköpun og framfarir. „Grímulaus sérhagsmunagæsla“ íslenskrar fiskvinnslu »Hér bregðast því bæði sá sem veit og sá sem skilur. Ríkis- sjóður er nefnilega sá sem mestu tapar þegar skattar drepa nýsköpun og framfarir. Pétur Hafsteinn Pálsson Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík. petur@visirhf.is Eftir Pétur Hafstein Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.