Morgunblaðið - 18.12.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 18.12.2018, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018 Hún var dökk- hærð, grannvaxin, glæsileg og tíguleg í fasi, fallega klædd með langar rauðar negl- ur, reykti Pall Mall og keyrði um á valmúarauðum Mustang árgerð 1965. Leiftrandi var húmorinn með kaldhæðna ívaf- inu í farteskinu gegnum lífið. Hún þuldi Hrafninn eftir Poe og önnur ljóð á góðum stundum og orti sjálf. Skemmtileg, eld- klár, fyndin, hlý og góð, töffari og hefðarkona í senn; „the Ul- timate Grande Dame“. Svona munum við eftir móð- ursystur okkar Ölmu sem hefur nú kvatt okkur, nýorðin 92 ára. Í huga okkar er mikið þakk- læti fyrir allar yndisstundir sem við áttum með henni gegn- um lífið, hvort sem það var í Skerjó, á Sóló, á ferðalögum, á gleðistundum eða sorgarstund- um. Samheldni, væntumþykja og vinátta hefur verið leiðarstef og sterkur þráður í fjölskyldum okkar alla tíð og sá þráður hef- ur ekki slitnað. Alma kenndi okkur um feg- urðina, tískuna, ljóðlistina, svo margt. Hjá annarri kveikti hún áhuga á ljóðum en með hinni sat hún og kenndi að yrkja. Hún var það sem kallað er „quick-witted“. Með Bjarna sínum átti hún fallegt heimili sem var ávallt opið okkur þar sem tekið var á móti með hlýju faðmlagi og var ávallt tilhlökkunarefni að líta í heimsókn og geymum við í hjarta okkar ljúfar stundir. Alma Thorarensen ✝ Alma Thor-arensen fædd- ist 30. nóvember 1926. Hún lést 8. desember 2018. Útför Ölmu fór fram 17. desember 2018. Fyrir aldarfjórð- ungi fékk Alma heilablóðfall sem breytti lífinu í einni svipan. Þeirri áskorun tók hún með reisn og hélt áfram að vera „La Grande Dame“ með sinn leiftrandi hárbeitta húmor að vopni og góðri hjálp frá fjölskyld- unni. Þegar Alma og Bjarni fluttu úr Skerjafirði fyrir nokkrum árum yfir á Hraunvang í Hafn- arfirði þá fylgdu þau í fótspor Svölu móðursystur og Reynis sem höfðu verið nágrannar í Skerjó. Systurnar Alma og Svala hafa alla tíð fylgst að og haldið þétt í höndina hvor á annarri. Allar Thorarensen-systurnar hafa ávallt verið nánar og við erum þakklátar fyrir þau sterku dýrmætu bönd. Síðustu ár var Alma umvafin kærleik og umhyggju frá sínum nánustu og frænkur okkar, Raggí og Helga Hrefna, hafa annast hana af stakri natni sem fáum auðnast að njóta á svo langri ævi. Reisninni og glæsileikanum hélt Alma til hinstu stundar og var ávallt með púðurdós og Chanel N°5 í töskunni. Á Hrafnistu, í litla herberg- inu með fallega útsýninu yfir Hafnarfjörð og Keili, var hlegið og spjallað og þar var mið- punktur fjölskyldunnar, sam- komustaður okkar. Þarna gát- um við öll hist á sama tíma dags og haldið fast í dýrmæta þráðinn milli okkar allra. Nú er silfurþráðurinn henn- ar Ölmu slitinn en allar minn- ingar ljóslifandi, skínandi skær- ar og munu ávallt tala ljúft í hjarta okkar og blessa minn- ingu Ölmu. Minning hennar mun einnig lifa í hjörtum strák- anna litlu í okkar fjölskyldu sem muna fyndnina hennar. Við dætur Ellíar biðjum góð- an Guð að blessa og hugga elsku Raggí, Helgu Hrefnu, Stebba og fjölskyldur, systurn- ar og okkur öll sem munum sakna hennar. Í anda Edgars Allans Poes segjum við „Nevermore!“, „Aldrei meir!“ Með þakklæti og von um að við hittumst fyrir hinum megin. Ragnheiður og Þórunn. Ég var þriggja ára þegar við mamma hittum Ölmu fyrir utan nýja húsið þeirra í Skerjafirði og þessi góðlega kona sagði mér að hún ætti strák á líkum aldri og ég var. Það var upp- hafið að ánægjulegum rúmrar hálfrar aldar kynnum okkar og hennar fólks. Fágaða heimskonan Alma var líka góð og hjartahlý móðir, sem naut fjölskyldulífsins, oft í miðju hringiðunnar úti við stóra gluggann í Skerjafirði. Þaðan var líka símasamband að næsta glugga, hjá Svölu systur, eða við aðra í stórfjölskyldunni og annars staðar. Mikill samgangur var á milli nágranna og vina á þessum áratugum og mjög gott að koma til Ölmu og Bjarna, þar sem manni var alltaf vel tekið. Hún atyrti mig þó einu sinni í lífinu, þegar við Stefán hennar rerum í leyfisleysi á gúmmí- kanóinum mínum yfir Skerja- fjörð að Bessastöðum, en kannski voru þær skammir réttlætanlegar. Á öðrum tímum voru jafnan lífleg skoðana- skipti, þar sem Alma var vel að sér í ýmsu og hafði góða sam- skiptahæfileika. Þarna slitum við barnsskón- um fjölmörg, upplifðum tán- ingsárin og urðum að ung- mennum, ávallt með Ölmu nálæga. Síðar kíkti ég af og til við hjá Ölmu og Bjarna, ef ég sá hana í glugganum, enda góð vinkona, sem gott var að spjalla við af opnum huga og hún gat hlustað. Maður kom sér beint að efn- inu, ekkert hálfkák dugði til! Ánægjulegt var að kynnast Ölmu og fjölskyldu enn betur, þegar Reynir heitinn, mágur hennar, lét mér í té slides- myndir sem hann hafði tekið úr lífi þeirra og ég skannaði í staf- rænt form. Þar sést hvernig þessi glæsilega kona naut hins besta í lífinu án þess að missa tökin á nokkurn hátt, öllu held- ur að öðlast virðingu og ástúð þeirra sem fengu að kynnast henni. Það er sérkennileg tilfinning, þegar ég hleyp fram hjá húsinu þar sem Alma bjó, að reyna að horfa ekki að glugganum þar sem búast mátti við að hún veifaði til mín eins og oftlega áður fyrr. Í huga mínum er hún þó þarna, með Pall Mall í munninum að lesa Hjemmet- blaðið sitt, yfirveguð og fáguð. Við erum mörg sem eigum Ölmu og hennar fólki öllu svo margt að þakka. Takk fyrir. Ívar Pálsson. Alma átti engan sinn líka. Ekki aðeins var hjartað hennar á réttum stað, heldur var hún einnig skarpgreind, vel lesin og ávallt upplýst, stórskemmtileg og sérlega glæsilegur heims- borgari. Hlýja, umhyggja og einlægni var henni í blóð borin. Alma var sannur vinur vina sinna, systra, barna og barna- barna. Hennar lífsviðhorf og lífsseigla veita innblástur, ekki aðeins fyrir kynslóð barna hennar, heldur einnig fyrir komandi kynslóðir. Kurteisi og húmor réðu ríkjum hjá henni allar stundir alla daga. Ógleymanlegar minningar um Ölmu munu lengi lifa og það var sannur heiður að fá að kynnast henni. Alma var mikil fyrirmynd og henni skal fagnað á kveðjustund. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til barna hennar sem voru henni svo kær, elsku vin- konu minnar, Helgu Hrefnu og ástvina hennar. Edda Helgason. Elsku kæra Lilla mágkona. Þakka þér góða samveru í yfir 60 ár, hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Enginn skuggi, ekkert ský máir burtu minning þína, hún mun í vina hjörtum skína allar stundir, ung og hlý. Brosið þitt var bjart og hreint. Það var ljósblik þinnar sálar, það dró aldrei neinn á tálar, vermdi og græddi ljóst og leynt. Skapgerð þín var hrein og heið. Örlát mundin vinum veitti, viðmótshlýju ekkert breytti alla þína ævileið. Þú varst hetja að hinstu stund, hugrökk kona, hress í anda, horfðir beint mót hverjum vanda, djörf í fasi, létt í lund. (Gunnar Einarsson) Elsku Jóhann bróðir, Svein- björn og fjölskylda, Björn og Baldur. Megi allar góðar vættir veita ykkur styrk og hlýju. Ástrún Lilja Sveinbjarnardóttir. Þegar kvaddur er nákominn vinur og ættingi verður oft tungu um tregt. Nú hefur kær mágkona og vinur, kona Jóhanns bróður og frænda, Lilla Jóhanns eins og hún var alltaf kölluð í fjölskyldunni, kvatt okkur. Lilla sem hét Svava Sófus- dóttir kom inn í okkar líf um miðjan sjötta áratuginn þegar Jóhann bróðir kynnti þessa blómarós frá Eskifirði fyrir fjöl- skyldunni. Fljótlega fæddist þeim hjónum fyrsti drengurinn, Svava Sófusdóttir ✝ Svava Sóf-usdóttir fædd- ist 3. mars 1934. Hún lést 4. desem- ber 2018. Útför Svövu fór fram 15. desember 2018. Sveinbjörn Már. Í kjölfarið komu síð- an Sófus þór og Jó- hann Björn. Jóhann og Lilla bjuggu fyrst á Hafnargötu 18 (Bláhúsi) og síðan í Steinholti. Seinna bjuggu þau á Brekkuvegi 4 og á sama tíma byggðu þau framtíðarheim- ili sitt á Garðarsvegi 6. Mikið var gaman að fá að taka þátt í því þegar þau byggðu húsið, sem varð þeirra heimili næstu fimm- tíu árin. Lilla var og verður alltaf einn af þessu hornsteinum í „Bjössalinga“ fjölskyldunni á Seyðisfirði og ekki í kot vísað þegar Lilla og Jóhann áttu í hlut. Lilla starfaði við allskonar vinnu í Firðinum fagra, t.d. við fiskvinnslu, síldarvinnslu en lengst af á Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar við góðan orðstír. Lilla var ekki bara frábær í hannyrðum og allri handavinnu heldur var hún frábær kokkur og bakari því þannig var að beztu appelsínutertur sem í boði voru bakaði hún og alltaf til- hlökkun að mæta í jólaboð og af- mælisveislur á Garðarsveginn vitandi að appelsínutertan var á sínum stað, þær verða ekki betri. Lillu er sárt saknað af spila- félögum í Öldutúni og Herðu- breið þar sem hún lét til sín taka, hún var ein af máttarstólpum í starfi eldri borgara á Seyðisfirði og spilaði félagsvist, eins og eng- inn væri morgunndagurinn, með góðum árangri. Um leið og við þökkum sam- fylgd ástkærrar mágkonu Lillu Jóhanns flytjum við Jóhanni bróður/frænda og afkomendum öllum hugheilar samúðarkveðj- ur. Minningin um góða mágkonu og vinkonu lifir með okkur. Inga Hrefna, Árdís Björg, Sveinbjörn Orri, Ásta Sif, Óttarr Magni, Heiðbjört Dröfn og Helena Mjöll. ✝ Sigþór Þor-grímsson fædd- ist 18. október 1946 á Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sunda- búð Vopnafirði 12. desember 2018. Móðir hans var Lára Stefánsdóttir, f. 20. jan. 1918, d. 30. okt. 2009. Faðir hans var Hrafnkell Elísson, f. 14. sept. 1906, d. 9. apríl 1989. Systkini Sigþórs eru: Stefanía, f. 1936, Elís Jökull, f. 1937, Einar sinnar og maka, þeirra Sigríðar Stefánsdóttur, f. 1. júlí 1908, d. 14. nóv. 1974, og Þorgríms Sig- mars Einarssonar, f. 5. maí 1909, d. 7. júlí 1997. Sambýliskona Sig- þórs er Hólmfríður Ófeigsdóttir, f. 1950. Börn: Sigmar Búi, f. 1974, Sigríður, f. 1976, Margrét Lísa, f. 1978, maki Bjarki Hrann- ar Bragason, dóttir Hólmfríðar Anna Möller, f. 1972, maki Sveinn Markússon, barnabörn Sigþórs eru sjö talsins. Sigþór bjó alla tíð á Búastöð- um í Vopnafirði fyrir utan að hann bjó á Akureyri á árunum 1966-1977. Sigþór stundaði ýmsa vinnu meðfram búskap; vörubílaakstur, löndun og fóð- urblöndun fyrir loðdýr. Sigþór verður jarðsunginn frá Hofskirkju í Vopnafirði í dag, 18. desember 2018, klukkan 15. Orri, f. 1939, Dval- inn, f. 1940, Auðun, f. 1941, d. 2009, Ásta Haralda, f. 1942, Haraldur, f. 1944, Gyða Vigfús- dóttir, f. 1945 (ætt- leidd), Auðbjörg Halldís, f. 1948, Ei- ríkur Helgi, f. 1949, Þórarinn Valgeir, f. 1951, Alda, f. 1952, Benedikt, f. 1953, Björgvin Ómar, f. 1958, Hulda, f. 1959. Sigþór fór átta mánaða í fóst- ur á Búastaði til móðursystur Pabbi, þú varst ljúfur, ein- lægur. Þú lifði fyrir okkur fjölskyld- una og búskapinn og fannst þér þitt hlutverk vera að færa okk- ur björg í bú. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur krakkana þegar við vor- um lítil og hvað þú varst dug- legur að taka okkur með í hinn ýmsu verkefni sem tengdust búskapnum, eða við vorum bara alltaf með. Þú varst fljót- ur að kenna okkur á dráttarvél- ar og skipti ekki máli hvort maður næði niður á pedalana eða ekki, við gátum þá allavega stýrt. Þú máttir ekkert aumt sjá sem tengdist skepnum, áttir t.d. erfitt með að aflífa skepn- ur, þú vildir ekki skjóta úr byssu og fékkst alltaf vini eða vandamenn í það hlutverk. Er mér það minnisstætt þeg- ar þið Arthúr í Syðri-Vík feng- uð þá flugu í höfuðið að láta köggla úr tveimur hlöðum (já, með miklu ryki). Allt gengið ykkar mætti og við kláruðum þetta verkefni með stæl, en það var nú ýmislegt sem ykkur Art- húri datt í hug. Og svo vannst þú stundum við vörubílaakstur með bú- skapnum. Eftir skóla á haustin flýtti ég mér niður á sláturhús- plan til að sjá hvort sláturbílinn stæði fyrir utan og hvort ég næði ferð með þér á sláturbíln- um. Það sem mér fannst gaman að vera með þér í bílnum og hitta hina og þessa bændur og að hafa það hlutverk að vera hliðbjálfi. Svo fórum við ótal ferðir með hey til Guðmundar og Esterar í Víðidal. Eitt skiptið sleist þú símalínuna í sundur, en eftir það beið bóndinn alltaf tilbúinn með skaft til að lyfta línunni þegar við mættum á bílnum, og bara síðast í sumar sat ég í vörubílnum með þér í rúllu- akstri, já, það var sko gaman. Á tímabili áttum við fjöl- skyldan ekki nema vörubíl til að ferðast um á (Bedford), okk- ur munaði ekkert um að ferðast öll í honum, þú faldir okkur undir teppi í gluggakistunni eða á gólfinu svo rétt á meðan við renndum í gegnum þorpið, veit ekki hvað yrði sagt um þetta í dag. Við áttum það til að skreppa austur á Hérað og hitta systk- ini þín og ættingja, en það voru okkar frí. Við sem voru sex í fjölskyld- unni tróðum okkur í bílinn og alltaf varst þú búinn að ákveða að stoppa bara stutt í þessum heimsóknum og helst ekki gista, en það kom nú stundum fyrir að þú lést undan og höfð- um við mikla ánægju af. Í seinni tíð, þegar við fjöl- skyldan vorum að koma og létta undir í búskapnum, sá ég hvað þú varst stoltur og ánægður og síðast en ekki síst þakklátur fyrir hjálpina. Við fjölskyldan kveðjum þig með þakklæti í hjarta Takk fyrir allt. Lísa og Bjarki og stelp- urnar. Mig langar að minnast í örfá- um orðum Sigþórs Þorgríms- sonar, Silla á Búastöðum eins og hann var oftast kallaður, og þakka vináttu og trygglyndi hans sem við fjölskyldan nutum í ríkum mæli. Silli var vinur vina sinna, einstaklega traustur, hjálpfús, vinnusamur og hæglátur mað- ur. Hann hafði gaman af sam- neyti við fólk, hafði skoðanir á mönnum og málefnum en var ávallt nærgætinn og orðvar. Minnisstæðar eru stundirnar þegar við fjölskyldurnar hjálp- uðumst að við ýmis sveitastörf. Um tíma kom graskögglaverk- smiðja til Vopnafjarðar sem fór á milli bæja og kepptust bænd- ur við að láta köggla heyfyrn- ingar, með það að markmiði að eiga betra fóður fyrir skepn- urnar. Þetta var mikil óþrifavinna og þurfti margar hendur til að vinna verkið. Fjölskyldan á Bú- astöðum var fús til að leggja hönd á plóg og mætti til að að- stoða. Börnin voru ekki há í loftinu en harðdugleg, ósérhlíf- in og alltaf stutt í glensið, enda alin upp af glaðværum föður sem lét ekki sitt eftir liggja. Silli var fjölskyldumaður og ólu þau hjónin Silli og Hólmfríður börnin sín upp í kærleika og hlýju. Það er einnig eftirminni- legt þegar við fjölskyldan fór- um upp í Búastaði að hjálpa til við að tína saman heybagga og koma þeim í skjól áður en rigndi. Í minningunni var gleðin allsráðandi við þessi störf. Að erfiðinu loknu bauð Hólmfríður öllum í myndarlegt kaffihlað- borð. Mér er þó efst í huga sá vinakærleikur sem var á milli Silla og pabba, hin ómetanlega vinátta Silla og trygglyndi. Fyrir utan að vera vinir störf- uðu þeir saman að ýmsum verkefnum. Þeir sáu meðal annars um sauðfjárkeyrslu á haustin fyrir Sláturfélagið. Í ferðum þeirra við að safna saman fé í Vopna- firði og nærsveitum í allskonar veðrum og aðstæðum komu upp ýmsir erfiðleikar og vandamál. Þeir höfðu alltaf tíma fyrir hvor annan, fundu alltaf sameigin- lega lausn á vandamálum sem upp komu og bættu hvor annan upp eins og sannir vinir gera. Far þú í friði, okkar kæri Silli, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Hólmfríður, Anna Guðný, Búi, Sigga, Lísa og fjöl- skyldur, ég veit að fallegar minningar um einstakan eigin- mann, föður og afa ylja ykkur á erfiðum stundum. Brynhildur Arthúrsdóttir frá Syðri-Vík. Sigþór Þorgrímsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.