Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Eitthvað fer illa fyrir brjóstið á þér og þú þarft að halda sjálfstjórn. Fáðu útrás fyrir listrænar tilhneigingar þínar með einhverjum hætti. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur svo margt á þinni könnu að þú þarft að gæta þess að lofa ekki upp í ermina á þér. Leitaðu eftir hverju tækifæri til að gjalda góðmennsku sem þér hefur verið sýnd. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að vera á varðbergi svo þú missir ekki af tækifærum til að bæta aðstöðu þína. Taktu þér tíma til þess að hugsa um málið og helst leysa það sem fyrst. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sú/sá sem lærir af öðrum. Mundu bara að gjalda líku líkt þegar þar að kemur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú gætir öðlast nýja sýn á vin þinn í dag eða komist að einhverju óvæntu um hann. Láttu aðra um að leysa sín mál og sinnt þú þínum eigin. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Breyttu um stíl og taktu tæknina í þína þjónustu; þá stendur enginn þér á sporði. Hugsaðu þig vel og vandlega um áður en þú tekur ákvörðun um að fjárfesta. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert hrókur alls fagnaðar og allir vilja vera nálægt þér. Notaðu daginn til að leita leiða til að bæta samskipti þín við maka þinn og vini. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér fylgir einstök byrj- endaheppni, þess vegna áttu að byrja upp á nýtt í stað þess að eyða tímanum í miðju og endi. Velgengnin virðist hreinlega leita þig uppi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagurinn í dag er mjög heppileg- ur til að eiga við yfirvald og yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og til- lögum í dag. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu það vera að flýta þér um of því það býður hættunni heim og þú skilar verri vinnu fyrir vikið. Vertu öðrum glaðvært fordæmi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér munu sárna ummæli sem falla í samtali innan fjölskyldunnar. Láttu ekki hug- fallast þótt hugmyndir þínar hafi ekki fallið í góðan jarðveg. 19. feb. - 20. mars Fiskar Finndu þér trúnaðarvin sem þú getur létt af þér áhyggjunum við. Treystu innsæi þínu og gerðu það sem þér finnst rétt. Flýttu þér hægt því flas er ekki til fagnaðar. Sigfús Bjartmarsson rithöfundurhefur óskað eftir leirvist og er tekið fagnandi. Hann hefur gefið út nokkrar órímaðar ljóðabækur, skáldverk svo sem „Vargatal“ og „Sólskinsrútan er sein í dag“. Auk þess vísnakverið „Andræði“ og nú síðast „Homo economicus“. Með um- sókninni var vísa úr nýjustu bókinni: Nú lýgur enginn lengur því að ljótt sé að vera ríkur. Að fátæktin sé fín og góð og fátækur sem slíkur. Á laugardaginn birti Ólafur Stef- ánsson „Vetrarblús“ á Leirnum: Í Biskupstungum er byrgð nú sól, birta lítil um heimsins ból. Enginn fer hér með fjallatól, því fönn er horfin af dal og hól. Bráðum fer þá að birta á ný þótt bændaangarnir kvíði því, að Þorri taki þrælslega í, og þunglega veltist stormaský. Vorið á svo að verma grund veita fólkinu yndisstund. Þá ógiftir vona á ástafund, – ef ekki það fer í kött og hund. „Nálgast ferðalok,“ segir Ármann Þorgrímsson: Vitum hvorki stund né stað stefnan þó sé tekin heim okkar forlög eru það enginn getur hrundið þeim. Það var lóðið! – Breki Karlsson yrkir um alræmd tíðindi: Þeir sumbluðu karlarnir kláru á Klaustri og upp síðan skáru eins og þeir sáðu því ei að sér gáðu að þarna var borð fyrir Báru. Það er gamalt orð, að flestir séu bændur til jóla. – Ingólfur Ómar sver sig í ættina og segir að nú líði að jólum og þá byrji fengitíminn. Þó að myrkur byrgi bólin birtir senn við helgan yl. Bráðum koma blessuð jólin og bændur fara að hleypa til. Jósefína Meulengracht Dietrich orti á þriðjudagsmorgun: Víst er að flest getur fokið mér finnst það samt ansi hart hvað tekur í rófuna rokið og rífur í ótalmargt. Hér er bjart yfir Gunnari J. Straumland: Norðurljósabjarmabál bylgjast yfir heiði. Allt sem vekur von í sál vex af sama meiði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fjölgar á Leir og Vetrarblús „ég missi alltaf jafnvægiÐ ÞEGAR ÉG DREKK ÁFENGI - ÉG ER MEÐ GIN OG KLAUFAVEIKI.” „BORGARINN ER Í BOÐI HÚSSINS. ÞÚ ERT FYRSTI VIÐSKIPTAVINURINN SEM HEFUR KOMIÐ AFTUR.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... skrifuð í sandinn en jafn traust og bjarg. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann TRÉÐ ER KOMIÐ UPP! TRÉÐ ER Á GÓLFINU ÞETTA GERA KETTIR AÐ SJÁ YKKUR! ÞAÐ HRYNUR MEIRA AF MAT ÚT ÚR YKKUR EN FER UPP Í YKKUR! ÞAÐ VAR ÆTLUNIN! Iðulega getur verið munur á þvíhvaða fréttir eru mest lesnar og hvaða fréttir eru „mikilvægastar“. Í gær var til dæmis mest lesna fréttin á fréttavef breska blaðsins Guardian um það að dagatal með myndum af Vladimír Pútín Rússlandsforseta seldist vel í Japan og væri vinsælla en dagatöl með myndum af þekktum heimamönnum. Þegar glöggt var skoðað sagði ekki einu sinni í frétt- inni að um væri að ræða mest selda dagatalið í Japan, það virtist ein- ungis vera mest selda dagatalið með myndum af nafngreindum ein- staklingum. x x x Fylgdi fréttinni að sumir keyptudagatalið vegna þess að þeim þætti það kostuleg gjöf, en aðrir hefðu einlægan áhuga á Rússlands- leiðtoganum. x x x Víkverja fannst hins vegar merki-legast við fréttina að hún skyldi vera sú mest lesna á einum stærsta fréttavef heims. x x x Rifjaðist upp fyrir honum að fyrirnokkrum árum gerði Morgun- blaðið tímaás um áramót þar sem öðrum megin voru raktar „helstu“ fréttir ársins og hinum megin þær sem á sama tíma voru mest lesnar á mbl.is. Fór þar nánast aldrei saman hljóð og mynd og voru mest lesnu fréttirnar yfirleitt nokkru léttvægari en þær sem „helstar“ þóttu. x x x Víkverji ætlar ekki að setja sig áháan hest og gera lítið úr smekk og alvöruleysi lesenda á netinu. Hann er sjálfur ginnkeyptur fyrir léttvægum fréttum, hvort sem þær snúast um að Keith Richards sé hættur að staupa sig eða að Pútín (hann aftur!) vilji koma böndum á rússneska rappara. x x x Slíkar fréttir eru stundum kallaðarsmellabeitur og verður Víkverji að játa að þegar hann fór inn á frétt- ina í Guardian var ekki örgrannt um að honum þætti sem hann hefði verið plataður til að smella. vikverji@mbl.is Víkverji Ég hef elskað yður eins og faðirinn hef- ur elskað mig. Verið stöðug í elsku minni (Jóhannesarguðspjall 15.9)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.