Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Laserlyfting Þéttir slappa húð á andlit og hálsi Árangur af Laserlyftingu er sambærilegur við árangur af andlitslyftingu með skurðaðgerð en það sem laserlyfting hefur fram yfir andlitslyftingu er að einstaklingur getur farið í vinnu beint eftir meðferð. 15% afsláttur af gjafabréfum hjá Húðfegrun Bylting ímeðferð á línum, hrukkumog slappri húð. ICQC 2018-20 Vefurinn The Wrap, sem fjallar um kvikmyndir og sjónvarpsþætti, segir mögulegt að kvikmyndin Mortal Engines verði stærsta „flopp“ árs- ins, þ.e. sú kvikmynd sem minnstu muni skila í miðasölutekjum miðað við framleiðslukostnað. Að lokinni þakkargjörðarhátíðarhelginni í Bandaríkjunum virtist sem nýjasta kvikmyndin um Hróa hött myndi hreppa þann vafasama titil en nú lít- ur út fyrir að Mortal Engines dragi enn færri í kvikmyndahús. Hún fer í flokk með „big budget“ kvikmynd- um, þ.e. þeim dýrustu í framleiðslu og skilaði aðeins 7,5 milljónum doll- ara í miðasölu yfir frumsýningar- helgi í Bandaríkjunum sem þykir lít- ið fyrir slíka kvikmynd. Framleiðslukostnaður Mortal Engines nam meira en 100 millj- ónum dollara og segir á vef Wrap að mögulega hafi hann verið 150 millj- ónir. Sjö og hálf milljón dollara yfir frumsýningarhelgi er því ansi lítið hlutfall af þeim kostnaði og mögu- legt að myndin muni á endanum ekki svara kostnaði. Hera Hilmarsdóttir fer með burð- arhlutverk í kvikmyndinni og hafa gagnrýnendur verið almennt já- kvæðir hvað hennar frammistöðu varðar, m.a. sá sem skrifar fyrir New York Times. Mortal Engines skilar litlu í miðasölu Stjarna Hera Hilmarsdóttir fer með burðarhlutverk í Mortal Engines. Gallerí Fold við Rauðarárstíg stendur þessa dagana fyrir sér- stöku jóla-vefuppboði undir yfir- skriftinni Jólaperlur. Er það haldið á vefnum uppbod.is. Boðin eru upp úrvalsverk eftir marga kunna myndlistarmenn og stendur upp- boðið til 20. desember næstkom- andi. Meðal verkanna sem boðin eru upp má nefna stórt olíuverk eftir Jón Stefánsson, Hestar um vetur. Það var áður í eigu dönsku vinnu- veitendasamtakanna og ljósmynd af verkinu er í bók um Jón Stef- ánsson sem gefin var út af Helga- felli árið 1950. Landslagsmyndir eiga sinn sess á uppboðinu en meðal annars eru boðin upp verk eftir Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Blöndal og verk eftir Þórarin B. Þorláksson frá 1909. Boðin eru upp þrjú verk eftir Louisu Matthías- dóttur; sjálfsmynd af listakonunni, uppstilling með grænmeti og olíu- málverk af stúlku með hundi. Þá verður boðið upp stórt abstrakt ol- íumálverk eftir Svavar Guðnason frá um 1970 auk abstrakt málverka eftir Braga Ásgeirsson, Kristján Davíðsson og Þorvald Skúlason. Loks má nefna verk eftir Karól- ínu Lárusdóttur, Húbert Nóa, Har- ald Bilson, Soffíu Sæmundsdóttur og Þránd Þórarinsson. Boðið upp Hluti olíumálverksins Hestar um vetur eftir Jón Stefánsson. Jólaperlur á myndlistaruppboðiTil bjargar sál hins látna. Tilþess eru sálumessursungnar. Sálumessa Gerð-ar Kristnýjar í samnefndri nýútkominni ljóðabók er í formi ljóðabálks sem settur er fram til að halda á lofti minningu ákveðinnar konu, svo aldrei gleymist hennar saga og þjáningar þær sem hún mátti þola. Þján- ingar sem urðu til þess að hún treysti sér ekki til að lifa. Forsaga máls- ins er sú að þegar Gerður Kristný ritstýrði tímariti fyrir fimmtán ár- um birti hún þar frásögn þessarar ungu konu sem sagði frá kynferðisofbeldi sem hún hafði orðið fyrir árum saman af hendi bróður síns, barn að aldri. Of- beldi sem varð til þess að konan fyrirfór sér. Gerður var kærð til siðanefndar Blaðamannafélagsins og dæmd fyrir birtingu greinar- innar. Ljóðabálkurinn Sálumessa er flugbeitt innlegg gegn þöggun kyn- ferðisbrota, áminning um að við þurfum að hafa hátt og að aldrei megi hætta að berjast gegn þögninni sem allt of oft hefur haft yfirhönd. Ljóðmælandinn sem hefur orðið í sálumessu Gerðar hvílir við hlið hinnar látnu í dys, þetta eru ,,konur huslaðar í holti“ eins og skepnur, og er þar vísað til einnar af fjölmörgum þjáningarsystrum hinnar látnu, Steinunnar í Sjöundármálinu frá því snemma á nítjándu öld sem heygð var á Skólavörðuholti. Þannig minn- ir Gerður Kristný lesandann á hversu lengi ofbeldi gegn konum hefur viðgengist, það er samtvinnað mannkynssögunni, Íslandssögunni. Sögur þeirra kvenna sem fallið hafa í valinn vegna ofbeldis sem þær verða fyrir, eru gamlar sögur og nýjar. Hún nefnir Steinunni á nafn síðar í bálkinum ,,Steinunn á Sjöundá / skuldaði leigu“ en konan sem sungið er um í ljóðabálkinum skal ,,sjálf kaupa sér kistu“ eftir dauða sinn. Með því að stilla saman þessum tveimur konum og vísa um leið í ann- að mál aftur í tímann, sýnir Gerður Kristný okkur að meðferðin sem þessar konur þurfa að þola er tíma- laus, þær ganga í gegnum það sama þó þær séu uppi á ólíkum öldum. Mannlegur sársauki er hinn sami. Í Sálumessu er brugðið upp stundum úr lífi hinnar látnu allt frá bernsku. Gerður Kristný er meistari knöppu ljóðanna, hér sem fyrr, hún tálgar til textann og miðlar nístandi sársauka með því að kveikja mynd í hugskoti lesenda: Bernska þín botnfrosin tjörn. Og hjartaskerandi er varnarleysi og ótti barnsins þegar það er rænt sakleysinu: Þú varst ein þegar svertan í augunum breiddist yfir blámann. Gerður Kristný þarf ekki mörg orð til að lýsa þeim glæp sem það er að ræna barn framtíð sinni með því að brjóta á því, þegar fórnarlambið heyrir í börnum kallast á: Eitt andartak sást hver þú hefðir getað orðið Gerði Kristnýju tekst að segja með aðeins fjórum orðum hvernig þeirri konu leið í sinni lífsgöngu sem brotið var svo gróflega á sem barni: Lífið reisti þér myrkurkirkju Og strax í næstu línu er vísun í fagran texta friðar og allt um vefj- andi ástar Davíðssálms nr. 23, um drottinn sem gætir fólks og lætur það hvíla á grænum grundum: hvar þú máttir næðist njóta – nafnlausa fórnarbarn – Það er skelfileg tilhugsun að ein- hver njóti næðis í myrkurkirkju allt sitt líf, þar sem bekkir eru úr ekka. Þetta stílbragð að vekja hjá les- andanum í sömu andrá tilfinningu fyrir dimmri vanlíðan og hinu bjarta næði á grænum grundum, er afar áhrifaríkt. Það kallar fram óþægi- legar tilfinningar að vera leiddur inn í myrkurkirkju fórnarlambsins en á sama tíma vera minntur á bjarta og friðsæla mynd úr texta sálmsins þar sem verndari vakir yfir, eitthvað sem fórnarlambið fór á mis við. Slíku stílbragði andstæðna beitir Gerður Kristný á fleiri stöðum í ljóðabálkinum, þegar hún teflir sam- an grimmd, harmi og vanlíðan ann- ars vegar, og fegurð, gleði og sak- leysi hinsvegar. Heitt og kalt til skiptis, ýmist notalegt eða óþægi- legt. Þetta stílbragð kemur einnig fram í kaflaheitum bókarinnar, sem eru orð úr öðrum tungumálum yfir eitthvað fallegt, en í beinu framhaldi er sagt frá orði sem vantar í orða- forða okkar yfir eitthvað sem er sársaukafullt: Í farsi finnst orð yfir ljómann í augum okkar þegar við eignumst vin Það vantar orð yfir skelfinguna sem hríslast eins og snjóbráð niður eftir hryggnum Og bókin endar á þremur orðum: „Það vantar orð.“ Þannig erum við sárlega minnt á að orð munu aldrei ná fullkomlega yfir það hvernig manneskju líður sem hefur orðið fyrir ofbeldi. Sálumessur eru sungnar og það er sannarlega söngur í textanum í þessari bók, hljómfallið sem felst í að velja réttu orðin verður til að auka áhrifamátt textans. Orðanna hljóðan skiptir nefnilega miklu máli. Ljóðabálkurinn er ekki einvörð- ungu til varnar þeirri ákveðnu konu sem þar segir frá, hann fjallar um allar þær konur og öll þau börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegu of- beldi, þeim glæp þar sem dauðinn er oft eina færa leið fórnarlambanna út úr myrkri kvalarinnar. Gerður Kristný leggur í Sálu- messu enn og aftur sitt af mörkum við að segja frá og minna á ofbeldi sem konur verða fyrir, en í ljóðabók hennar Blóðhófni segir frá ofbeldinu sem Gerður Gymisdóttir var beitt og í Drápu segir frá morði sem framið var í Reykjavík fyrir 30 árum, þegar maður drap unga konu sína. Að ógleymdri bók Gerðar og Thelmu Ásdísardóttur, Myndin af pabba. Sálumessa Gerðar Kristnýjar skiptir máli, af því aldrei er nógsam- lega barist gegn þeim öflum sem vilja þagga kynferðisofbeldi. Aldrei er nógsamlega vakin athygli á alvar- leika slíkra glæpa. Og það verður að segja okkur sögurnar með þeim hætti að okkur standi ekki á sama. Lesanda Sálumessu stendur sannar- lega ekki á sama, hann finnur ekki aðeins sárlega til með fórnarlömbum allra slíkra mála í nánast hverri ljóð- línu, heldur fyllist hann brennandi reiði fyrir hönd þeirra sem svo grimmilega hefur verið brotið á. Bekkir úr ekka í myrkurkirkju Morgunblaðið/Golli Gerður Kristný Hún er meistari knöppu ljóðanna, segir m.a. í umsögn rýnis. Ljóð Sálumessa bbbbm Eftir Gerði Kristnýju. Mál og menning 2018. Innb., 88 bls. KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.