Morgunblaðið - 29.12.2018, Síða 1
L A U G A R D A G U R 2 9. D E S E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 305. tölublað 106. árgangur
Opið til klukkan 18 á gamlársdag
í Lágmúla og á Smáratorgi. Tilboðið
gildir til og með 31. desember.
25% afsláttur
25% afsláttur af öllum
ilmum, ilmkössum, snyrti-
vörum og sokkabuxum
ÁTÖK RÍK-
HARÐS III. VIÐ
KONURNAR
TILEFNI TIL HEILABROTA
DANSSÝNINGAR ÁRSINS 47NÝ SÝN Á VERKIÐ 44
Allt fram streymir endalaust, bæði áin sem fellur í jöfnum
straumi til sjávar og tímans þungi niður sem enginn fær
stöðvað. Árið 2018 er nú að renna sitt skeið í skaut aldanna;
bráðum 365 dagar með alls konar ævintýrum, uppákomum,
sorgum og sigrum, rétt eins og alltaf er í mannlífinu. Hrím
var á trjánum í Elliðaárdalnum og umhverfið allt með svip-
móti töfralands þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á
ferð við sólarupprás í gærmorgun. Aðeins er daginn nú farið
að lengja og því fylgja eðlilega vonir og væntingar í hjörtum
mannfólksins. Mest er þó eftirvæntingin gagnvart árinu 2019,
óskrifuðu ævintýri sem hver og einn getur að nokkru mótað
eftir sínu höfði.
Áfram streyma áin og tímans þungi niður
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að
ýmsar hækkanir á gjöldum sem taka
gildi nú um áramót „tali beint inn í
kjarasamningsviðræður“ fram und-
an. Ýmis opinber gjöld hækka, hvort
tveggja hjá ríki og sveitarfélögum.
„Allar hækkanir, breytingar á
gjaldskrám og hreyfingar hjá hinu
opinbera sem hafa áhrif á kjör fólks
tala inn í kjarasamninga. Nú bera all-
ir ábyrgð á því að ná settum mark-
miðum, þ.e.a.s. að þyngja ekki róður-
inn heldur létta hann fyrir tekju-
lægstu hópana. Fjármálaráðherra
hefur lýst því yfir að það skuli stefnt
að því að hækka laun þeirra lægst
launuðu. Við verðum öll að róa í sömu
átt,“ segir Drífa.
Aðspurð segir hún ASÍ hafa viljað
sjá frekari aðgerðir af hálfu stjórn-
valda, einkum í húsnæðis- og skatta-
málum. „Ríkisstjórnin hreykir sér af
því að hafa hækkað persónuafslátt
umfram verðlag. Þetta eru rúmlega
fimm hundruð krónur og þær vega
ekki rosalega þungt. Barnabætur eru
ekki orðnar það sama og þær voru
fyrir tíu til fimmtán árum,“ segir hún.
Almennar hækkanir í kortunum
„Almennt þarf að vinda ofan af
gjaldtöku í velferðarkerfinu, hvort
sem það er í heilbrigðis-, mennta-,
leikskólamálum eða hverju sem er.
Gjaldtaka í velferðarkerfi er í raun
nefskattur og kemur niður á þeim
sem hafa verstan fjárhag [...],“ segir
Drífa.
Meðal gjalda sem hækka um ára-
mót eru áfengis- og tóbaksgjöld auk
eldsneytisgjalda. Samkvæmt útreikn-
ingum Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda mun bensínverð hækka um 3,3
krónur á lítra og dísilolía um 3,1
krónu á lítra um áramót.
Hjá Reykjavíkurborg hækka m.a.
gjöld fyrir lánsskírteini á Borgarbók-
arsafni Reykjavíkur og gjald fyrir
staka sundferð fullorðinna. Leik-
skólagjöld hækka um 2,9% sem og
fæðisgjöld og gjald vegna þjónustu
frístundaheimila.
Hækkanir hafi
áhrif í viðræðum
Gjaldskrárbreytingar handan við hornið hjá hinu opinbera
MÁfengi, tóbak og eldsneyti » 16
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for-
maður skipulags- og samgönguráðs
Reykjavíkur, segir næsta þétt-
ingarsvæði í borginni munu liggja
meðfram borgarlínu frá Lækjar-
torgi og yfir fyrirhugaða brú yfir á
Kársnesið.
„Þar má segja að sé næsta upp-
byggingarsvæði. Það gæti orðið
sambærileg uppbygging og á Vals-
reitnum,“ segir Sigurborg Ósk og
nefnir Flugvallarveg sem dæmi um
mögulegt uppbyggingarsvæði
nærri borgarlínu.
Til upprifjunar eru allt að 930
íbúðir áformaðar við Hlíðarenda.
Guðni Pálsson arkitekt hefur
teiknað 100 herbergja hótel ofan
við Flugvallarveg. Verkefnið hefur
verið kynnt borginni.
Fjöldi verkefna er í pípunum við
Vatnsmýrina. Meðal þeirra er ný
samgöngumiðstöð en með vorinu
verður efnt til skipulagssamkeppni.
Óli Örn Eiríksson, deildarstjóri at-
vinnuþróunar hjá borginni, segir
niðurstöðu í keppninni að vænta
næsta haust. baldura@mbl.is »14
Byggt hjá Öskjuhlíð
Teikning/GP arkitektar
Hótel í Öskjuhlíð Arkitektar hafa teiknað 100 herbergja hótel í hlíðina.