Morgunblaðið - 29.12.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 29.12.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018 Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 OPIÐALLA HELGINAGEGGJUÐ TILBOÐOPIÐ FRÁ 12-18 Morgunblaðið kemur næst út í hefðbundinni mynd miðviku- daginn 2. janúar. Á gamlársdag kemur út sérblað Morgun- blaðsins, Tímamót, í samstarfi við The New York Times. Að venju verður öflug frétta- þjónusta á mbl.is yfir áramótin og hægt er að senda ábend- ingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskriftardeildar verður opið á gamlársdag kl. 8- 12. Lokað er á nýársdag. Þjón- ustuverið verður aftur opnað miðvikudaginn 2. janúar kl. 7. Netfang er askrift@mbl.is. Blaðberaþjónustan verður opin á gamlársdag kl. 6-12. Lokað verður á nýársdag. Blaðberaþjónustan verður aft- ur opnuð miðvikudaginn 2. jan- úar kl. 5. Netfang blaðbera- þjónustunnar er bladberi@mbl.is. Hægt er að bóka dánar- tilkynningar á mbl.is. Auglýsingadeildin verður lokuð yfir áramótin og verður hún aftur opnuð miðvikudaginn 2. janúar kl. 8. Netfang auglýs- ingadeildar er augl@mbl.is. Fréttaþjón- usta mbl.is um áramótin Tímamót Heimurinn 2019 ásamt Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Rannsaka tildrög slyssins  Ekki reyndist unnt að ræða við ökumanninn eða farþegann sem lifðu af í gær  Barnabílstóll var laus og ungbarnið ekki í honum þegar lögreglan kom að Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Lögreglan á Suðurlandi hefur enn ekki náð tali af bræðrunum tveimur sem slösuðust alvarlega í bíl- slysinu við Núpsvötn í fyrradag, vegna ástands þeirra. Í tilkynningu lögreglunnar, sem send var á fjölmiðla í gær, segir að aflað hafi verið upplýsinga hjá þeim vitnum sem hafa gefið sig fram og að fyr- ir liggi að taka skýrslu af ökumanni og farþega þegar ástand þeirra leyfi slíkt. Unnið var áfram að rannsókn umferðarslyssins í gær og farið á vettvang með fulltrúa rannsókn- arnefnda samgönguslysa. Þá hófst lögreglan handa við rannsókn á bílnum sem fólkið var á, og segir í tilkynningu lögreglunnar að sú rannsókn miðist við að leiða í ljós hvort eitthvað sem finnist við skoðun á bifreiðinni hafi átt þátt í slysinu eða valdið því. Þá var hluti brúarhandriðsins sendu til Selfoss til frekari rannsókna. Þá segir í tilkynningunni að sérstaklega verði kannað hvort og hvaða öryggisbúnaður og/eða ör- yggisbelti hafi verið í notkun í bílnum, en fram kom í gær að barnabílstóll sem var í bílnum hafi verið laus og ungabarnið sem lést ekki í honum þegar lögreglan kom að slysstað. Þá var blóðsýni úr ökumanni sent í rannsókn í gær og leiddi hún í ljós að hann var ekki ölvaður við aksturinn. Segir í tilkynningu lögreglunnar að slíkt sé alltaf gert þegar um alvarleg umferðarslys sé að ræða. Þá mun réttarkrufning á líkum hinna látnu fara fram 2. janúar. Nöfn hinna látnu birt Breskir fjölmiðlar nafngreindu í gær konurnar tvær sem létust í umferðarslysinu, og birtu mynd- ir af Facebook-síðum þeirra. Þær hétu Rajshree Laturia og Khushboo Laturia, og voru svilkonur. Eiginmenn þeirra, Sheeraj og Supreme Laturia, eru bræður, en Sheeraj og Rajshree munu bæði hafa unnið í fjármálahverfinu í Lundúnaborg. Þá mun Supreme einnig starfa í fjármálageiranum þar. Þau voru öll af indverskum uppruna en með breskt ríkisfang. Þá var einnig greint frá því í breskum fjölmiðl- um að verið væri að vinna í því að útvega bróður þeirra, Sarvesh Laturia, vegabréfsáritun til Ís- lands, og hafði indverska dagblaðið Times of India eftir Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, að íslenskir embættismenn væru að að- stoða við þá vinnu. Fjölskylda fólksins sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi, sem birt var á vef breska ríkisútvarpsins BBC, þar sem sagði að slysið væri hræðilegt áfall fyrir alla vini og vanda- menn fólksins, og voru fjölmiðlar beðnir um að gefa þeim svigrúm til þess að syrgja í friði. Skjáskot/Daily Telegraph Banaslys Breskir fjölmiðlar nafngreindu fólkið og birtu myndir af Facebook-síðum þess í gær. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Manni hefði fundist það eðlilegra ef Dagur B. [Eggertsson borgarstjóri] væri ekki í þessum hópi enda beinist þetta náttúrulega að einhverju leyti að honum sjálfum,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmála- fræði við Háskólann á Akureyri. Vísar hann í máli sínu til þriggja manna hóps sem ætlað er að rýna í niðurstöður skýrslu innri endur- skoðunar Reykjavíkurborgar um kostnað vegna endurgerðar bragga við Nauthólsveg í Reykjavík. Málið hefur vakið mikla athygli undanfarið og hafa meðal annars þrír oddvitar minnihlutans í Reykjavík kallað eftir afsögn borgarstjóra þar sem skýrslan er sögð varpa ljósi á gríðarlega sóun á fjármunum borgarbúa. Ný- verið sagði einn þessara oddvita, í viðtali við Morgunblaðið, greinilegt að Dagur B. hefði brugðist sem borgarstjóri. Tveir fulltrúar meirihlutans og einn fulltrúi minnihlutans mynda rýnihópinn. Grétar Þór segir enga þörf á því að Dagur B. taki þátt í vinnunni. Í Morgunblaðinu í gær sagði Líf Magneudóttir, borgar- fulltrúi Vinstri grænna, það hins vegar „eðlilegt því hann er æðsti yfirmaður stjórnsýslunnar“. „Ég sé ekki neina knýjandi þörf á því að hann [Dagur B.] sé í þessari rýni, enda veit ég ekki hverju það á að breyta,“ segir Grétar Þór og held- ur áfram: „Þó að hann sé æðsti yfir- maður borgarinnar þá þarf hann ekki að vera með nefið ofan í öllu. Hann getur skipað einhvern annan úr sínum flokki sem fulltrúa sinn í hópnum.“ Þá segir Grétar Þór erfitt fyrir hópinn að sinna starfi sínu þegar „aðalpersóna skýrslunnar er þarna“. Eðlilegra fyrir borgarstjóra að standa utan rýnihópsins  Erfitt að rýna í skýrsluna með aðalpersónuna innanborðs Grétar Þór Eyþórsson Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er búist við stífri norðlægri átt um norðanvert landið á gamlársdag með snjókomu og hitinn nálægt frostmarki. Sunnanlands verður slydda á köflum og gert ráð fyrir að hitinn verði á bilinu 0-5 stig. Þar verður hins vegar stytt upp fyrir miðnætti. Veðrið á gamlársdag „Ég hef nú oft skotið upp flugeldum en mér finnst þetta mjög góður valkostur að geta stutt við starf björgunarsveitanna og um leið stutt við skógrækt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra í gær, þegar hún varð fyrst til þess að kaupa „Rótarskot“ í flugeldasölu björgunar- sveitanna í gærmorgun, en það er hugsað sem valmöguleiki fyrir þá sem vilja styðja björg- unarsveitirnar án þess að kaupa flugelda. Katrín skaut rótum hjá björgunarsveitunum Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.