Morgunblaðið - 29.12.2018, Síða 11

Morgunblaðið - 29.12.2018, Síða 11
Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Vel þekkt eru dæmi um að gæludýr, þá sér í lagi hundar, fyllist ofsa- hræðslu vegna sprengihljóða frá skoteldum um áramótin og nokkuð algengt er að dýrum séu gefin kvíða- stillandi lyf þess vegna. Þetta segir Katla Guðrún Harðardóttir, dýra- læknir hjá Dýralæknastofu Reykja- víkur, í samtali við Morgunblaðið og segir: „Við reynum að sjálfsögðu frekar að hvetja fólk til að nota aðrar aðferðir. Það er svo mikilvægt að venja dýrin við þetta.“ Katla segir að nærvera eigenda við dýr sín skipti mestu máli til að minnka kvíða dýranna en bætir við: „En sumir hundar eru bara svo hræddir við hljóðin og bjarmann að þeir hreinlega sturlast af hræðslu. Þá dugar [nærvera eigenda] ekki til.“ Þurfa að finna fyrir öryggi „Við brýnum fyrir fólki að skilja dýrin alls ekki eftir ein heima. Það er mjög mikilvægt fyrir hundana að þeir séu hjá okkur og finni fyrir öryggi. Fyrir suma hunda er það nóg. Fyrir aðra hunda eru hljóðin svo yfirþyrm- andi, sérstaklega fyrir taugaveiklaða hunda. Svo hræddum hundum gefum við kvíðastillandi lyf til að hjálpa þeim í gegnum þessar erfiðustu stundir.“ Spurð hvaða áhrif eða aukaverk- anir lyf sem þessi hafa á dýrin segir Katla það vera mismunandi eftir hverju dýri fyrir sig, enda sé það eins með menn og dýr að þau þola lyf mis- vel. „Sumir hundar þola ekki lyfið og á aðra hunda hefur þetta lítil áhrif. Svo verða enn aðrir hundar hálf- slompaðir.“ Útikettir haldi sig innandyra Katla segir að almennt séu köttum ekki gefin kvíðastillandi lyf um ára- mótin en hvetur eigendur „útikatta“ til að hafa þá inni meðan mesta sprengjuæðið ríður yfir. Spurð hvort hún búist við að þurfa að taka til meðferðar fjölda hunda sökum ofsahræðslu eftir áramót seg- ir hún svo ekki vera. Það heyri til undantekninga að hundar sturlist af hræðslu en hins vegar geti margir hundar verið hvumpnir fram í febr- úar. Kvíðnir málleysingjar stilltir með lyfjagjöf  Algengt að hundum séu gefin kvíðastillandi lyf um áramótin  Geta verið hvumpnir allt fram í febrúar eftir flugeldahávaða Thinkstock/Getty Images Skelkaður Katla segir það mikilvægast að gæludýr séu ekki skilin ein eftir heima þegar haldið er í áramótateiti. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018 ÁRAMÓTATILBOÐ AFSLÁTTUR AF KJÓLUM 25% companyskringlan gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn fyrir jólin Guð blessi ykkur öll Gleðilegt nýtt ár kæru landsmenn Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 Útsalan hefst 02. jan kl. 13 Þökkum viðskiptin á liðnu ári j Við erum á facebook Bæ arlind 6, Gleðilegt ár Þökkum ánægjulegviðskipti á árinusem er að líða Opið 11-15 í dag Seðlabanki Íslands opnaði í gær í til- efni af fullveldisafmælinu sérstakan gagnavef á heimasíðu sinni, full- veldi.sedlabanki.is, þar sem hægt er að nálgast annál og hagtölur efna- hagsmála frá 1918 til og með 1. des- ember 2018. Miðar vefurinn að því að aðstoða þá sem vilja glöggva sig á þróun efnahagsmála á þessum tíma. Í fréttatilkynningu á heimasíðu bankans kemur fram að annállinn byggi á áður birtum annálum sem ná til áranna 1921-2013. Uppfærði bankinn sinn eigin annál fram til 1. desember þessa árs, en fékk hag- sagnfræðinginn Magnús S. Magnús- son, fyrrverandi skrifstofustjóra á Hagstofu Íslands, til að taka saman annál fyrir árin 1918-1920. Þá var um leið ákveðið að taka saman og birta helstu hagtölur fyrir sama tímabil. Vefurinn er flokkaður í efniskafla og honum fylgir sérstök leitarvél. sgs@mbl.is Seðlabankinn opnar fullveldisannál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.