Morgunblaðið - 29.12.2018, Page 12

Morgunblaðið - 29.12.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Við erum farin að sanka að okkur uppskriftum að góðum áramóta- kokkteilum – ekki seinna vænna. Þessi er sáraeinfaldur í framkvæmd og frískandi. Hentar vel með for- réttum þar sem selta kemur við sögu. Áramótakokkteill 5 cl gin sem þér þykir gott safi úr sítrónu 1-2 skvetta af sykursírópi sódavatn Hellið gini, sítrónusafa og sírópi í glas fyllt af ísmolum. Fyllið upp með sódavatni. Hrærið aðeins í glasinu og skreyt- ið með sítrónuskífu. Kívífizzáramóta-kokkteill Á mbl.is má svo finna ágætan ára- mótakokkteil þar sem kíví er í aðal- hlutverki. 3 cl gin 3 cl kívísíróp 1,5 cl sítrónusafi 6 cl sódavatn Byrjið á að útbúa kívísíróp. Hristið allt hráefnið saman nema sódavatnið. Hellið blöndunni í glas og bætið svo sódavatninu við. Kívísíróp 250 g kívíávöxtur 200 g sykur Afhýðið kívíávexti og maukið í blandara. Látið maukið standa í kæli yfir nótt, bætið sykrinum út í og hrærið vel. Sigtið í pott og látið sjóða við lágan hita í 3 til 4 mín- útur, hrærið í á meðan þar til sykur- inn er uppleystur. Kælið og setjið í krukku. Kívísírópið geymist í mánuð í kæli. Ofurferskir áramótakokkteilar sem bæta og kæta Gin, sítróna og síróp Kokkteill Gult er í glasinu. Kíví Mauk í drykkinn. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Á vettvangi Samein- uðu þjóðanna verður árið 2019 tileinkað frumbyggjum og tungumálum þeirra. Einnig verður fókus settur á rétt- indi umrædds hóps í heimalöndum sínum. Lengi hefur tíðkast á vett- vangi SÞ að tileinka hvert ár ákveðnum málefnum og nýta slag- kraft athyglinnar til að vinna þeim brautargengi. Einangraðir í árþúsund Frumbyggjar eru stórir hópar til dæmis í Asíu, Afríku og löndum Rómönsku Ameríku. Einnig má nefna inúítana á Grænlandi, en menningarheimur þeirra er á fall- anda fæti og loftslagsbreytingar koma inn í breytuna. Þekkt dæmi um frumbyggja eru sömuleiðis frá Ástralíu. Rannsóknir benda til að þeir eigi á þessum slóðum ættir að rekja fimmtíu þúsund ár aftur í tímann – og hafi verið algerlega einangraðir þar til fyrir um 4.000 árum. Menningarauðlegð frum- byggja og þjóðabrota þeirra felst meðal annars í tungumálum þeirra, sem mörg eiga í vök að verjast. Þegar ákveðið var árið 2016 að tileinka 2019 frumbyggjum og mállýskum þeirra var talið að 40% af áætluðum 6.700 tungu- málum heimsins væru í hættu. Því fylgir að menning og þekking við- komandi þjóðarbrota á í vök að verjast, en frumbyggjar eru fé- lagslega og pólitískt oft mjög ein- angraðir. Fólk þetta hefur mikil- vægu hlutverki að gegna, þegar kemur að því að viðhalda menn- ingarhefðum, siðum og gildum. Varðveita náttúrulegt umhverfi Efling menningarlegs fjöl- breytileika, tjáningarfrelsis, tungu- mála og þekkingar er rauður þráð- ur í starfi UNESCO, menningar- málastofnun Sameinuðu þjóðanna sem hefur aðsetur í París. Sú við- leitni hefur festu í yfirlýsingu um réttindi frumbyggja sem alls- herjarþing SÞ samþykkti árið 2007. Þar er kveðið á um ýmis réttindi frumbyggja, s.s. að varð- veita beri náttúrulegt umhverfi sem þeir byggja afkomu sína á, svo og menningararf. Einnig gilda reglur um sjálfsákvörðunarrétt frumbyggja í eigin málum. Talið er að frumbyggjar ráði yfir allt að fjórðungi af lendum jarðarinnar. Á þeim spildum megi finna 80% af líffræðilegri fjöl- breytni plánetunnar – og á þessum spildum séu um 40% af öllum verndarsvæðum heimsins. Sér- staklega á þetta við um Mið- og Suður-Ameríku, en hinir miklu regnskógar þar eru súrefnis- búskap heimsins aldrei mikilvæg- ari en nú. Frumbyggjatungur í fókus Tungumál frumbyggja eiga í vök að verjast. Sameinuðu þjóðirnar til- einka árið 2019 mál- lýskum afskiptra hópa í löndum víða um heim. Í hlut á fólk sem varðveitir mikilvæga menningu. AFP Kólumbía Tilkomumikil jarðarför í smáþorpi í dreifbýlinu. Sinn er siður í landi hverju er sagt, eins og hér sést vel. Gvatemala Að hafa brauð að bíta er hið daglega stríð frumbyggja í landinu. „Tungumál frumbyggja eru dýrmæt menning,“ segir Stefán Jón Hafstein sem í ára- raðir stýrði ýmsum verkefnum Íslendinga á sviði þróunarsamvinnu í Afríku. Stóð meðal annars vaktina í Namibíu og var þá í nálægð við San-fólkið svonefnda. Sá hópur telur nokkur hundruð þúsund og býr í dreifðum hópum og smáþorpum úti í Kalahari- eyðimörkinni sem teygir sig yf- ir hluta Namibíu og Botsvana. Elstu mannvistarleifarnar í Namibíu eru hellamálverk, þau elstu 25 þúsund ára gömul. Þar voru að verki svonefndir Búsk- menn, sem nú kallast Sanar, eða San-fólkið, frumbyggjar landsins. Þeir lifðu flökkulífi sem veiðimenn og safnarar og voru lítt áreittir af öðrum mannanna börnum. Tungumál þeirra eru nokkur og einkenn- ast af svonefndum klikk- hljóðum þegar smellt er í góm, en sum þeirra eiga ekkert rit- mál og lítið er um ritaðar heim- ildir. Þarft framtak „Þegar ég var í Namibíu árið 2007 stóð til að Íslendingar kæmu að þróunaraðstoð við San-fólk með byggingu og rekstri leikskóla. Að koma þannig til móts við yngsta aldurshópinn var talin góð leið til að valdefla frumbyggjahóp- ana, sem eru algjörlega á jaðri mannlegs samfélags í Namibíu. Raunar eiga þessir frum- byggjahópar undir högg að sækja í flestum löndum. Því er mjög þarft framtak hjá Sam- einuðu þjóðunum að vekja at- hygli á stöðu frumbyggja og tungumálanna, sem með öðru skapa sérstöðu þeirra,“ segir Stefán Jón Hafstein. Smellt í góm og ekkert ritmál SAN-FÓLKIÐ Í EYÐIMÖRKINNI Stefán Jón Hafstein

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.