Morgunblaðið - 29.12.2018, Page 14
Skipulagssamkeppni um BSÍ-reit
Umferðarmiðstöðvarreitur (U-reitur)
afmarkast af Hringbraut í suðri,
Gömlu-Hringbraut í norðri, Njarðar-
götu í vestri og Nauthólsvegi/
Barónsstíg í austri.
60.000 fermetrar er möguleg
heildarstærð bygginga á U-reit.
Fyrirhuguð samgöngumiðstöð
getur orðið 6.000 fermetrar.
Að auki er gert ráð fyrir íbúðum,
hóteli og atvinnustarfsemi.
Mörk U-reits ná yfir lóðina
Hringbraut 12, þar sem N1
er í dag. Leigusamningur
rennur út 1. janúar 2022.
Dæmi um brautarpall með akrein til
framúraksturs. Fyrirhuguð borgarlínustöð
verður yfirbyggð.
Hugmynd að útliti
lestarstöðvar. Mynd: fluglestin.is
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
U
A
B
C
Mögulegt flughlað fyrir inn-
anlandsflug. Með tengingu
við samgöngumiðstöð.
H
R I N
G B R AU T
N
J A
R
Ð
A
R
G
AT
A
N1
BSÍ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
hefur lagt fram tillögu um samkeppni
um deiliskipulag og þróun samgöngu-
miðstöðvar og annarrar byggðar á
svonefndum BSÍ-reit.
Óli Örn Eiríksson, deildarstjóri at-
vinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg,
segir næsta skref að bera tillöguna
undir valda umsagnaraðila. Þeir hafi
frest til 1. febrúar til að veita umsögn.
Tillagan verði svo lögð fram á ný fyrir
borgarráð í febrúar með tillögum frá
umsagnaraðilum.
„Þá í kjölfarið myndi borgarráð vísa
tillögunni til umhverfis- og skipulags-
ráðs og biðja það að halda utan um
skipulagssamkeppnina. Umhverfis-
og skipulagsráð myndi þá skipa dóm-
nefnd sem myndi leggja lokahönd á
skipulagslýsinguna. Það má ætla að
samkeppnin fari fram í sumar og að
úrslitin liggi fyrir í haust,“ segir Óli
Örn um framhaldið.
Eitt úrlausnarefnið varði framtíð
BSÍ og hvort húsið verði friðað eða rif-
ið. Eftir að samkeppni um deiliskipu-
lag liggur fyrir sé hægt að efna til
samkeppni um samgöngumiðstöð.
Myndi þurfa að strípa húsið
„Það eru rök með báðum kostum.
Minjastofnun Íslands hefur gefið út að
hún muni leggjast gegn tillögu um að
rífa bygginguna. Við eigum eftir að
ræða við fulltrúa stofnunarinnar til að
fá fram skýrari afstöðu. Eigi að endur-
byggja húsið er það svo illa farið að
það þarf að strípa
það alveg inn að
steypu,“ segir Óli
Örn um Um-
ferðarmiðstöðina.
Með tillögu
borgarstjóra
fylgir skýrsla frá
Mannviti. Þar má
m.a. sjá hæðartak-
markanir á BSÍ-
reitnum, eða svo-
nefndum U-reit, og hvernig hámarks-
hæð hækkar til austurs í 4-5 hæðir.
Húsin mega vera 1-2 hæðir vestast og
norðan við flugbrautina.
Óli Örn segir aðspurður rætt um að
ný samgöngumiðstöð verði um 6 þús-
und fermetrar, eða álíka stór og
áformað Hús íslenskra fræða, og sam-
anlagt byggingarmagn á reitnum um
60 þúsund fermetrar. Þ.m.t. þjónusta,
verslun, hótel og jafnvel 200 íbúðir.
Stæðin verða neðanjarðar
Hluti innviða verði neðanjarðar, til
dæmis geti stæði fyrir hópferðabif-
reiðar verið að hluta neðanjarðar.
Borgarlína muni liggja frá nýrri
Hringbraut, suður af fyrirhuguðum
meðferðarkjarna nýs Landspítala, og
inn á miðjan BSÍ-reitinn. Fyrsti
áfangi samgöngumiðstöðvar verði
ekki á mörgum hæðum. Nálægðin við
flugbraut leyfi það enda ekki.
„Það er ekki búið að staðsetja mið-
stöðina á reitnum. Byggingin gæti
orðið á lengdina. Vestan við hana gæti
risið borgarlínustöð,“ segir Óli Örn og
rifjar upp hugmyndir nefndar á
vegum samgönguráðuneytis um að
hafa nýja flugstöð í samgöngumiðstöð-
inni. Slíkt myndi kalla á göng undir
Hringbraut og biðstofu við flug-
brautarendann. Þá geti brautarstöð
fyrir fluglestina verið neðanjarðar
suður af Hringbraut með tengingu við
samgöngumiðstöð, sem yrði þannig
tengd við Keflavíkurflugvöll. Til að
setja þessi áform í samhengi jafnast 60
þúsund fermetrar hér um bil á við
Kringluna.
Fram kemur í kynningargögnum
að lóðaleigusamningur vegna bensín-
stöðvar N1 gegnt BSÍ geti gilt með
framlengingu til 1. janúar 2022.
Borgin geri ekki ráð fyrir að fram-
lengja samninginn umfram það.
Borgarlínustöð á reitnum á að veita
sömu upplifun og þegar gengið er í
lest. Brautarpallar verði undir þaki og
aðgengi að almenningsvögnum þrep-
laust. Veittar verði rauntímaupplýs-
ingar um komur og brottfarir.
Byggð á við
Kringluna
á BSÍ-reit
Umsagnaraðilar fá tillögu borgar-
stjóra Rætt er um 60 þúsund fer-
metra, sem jafnast á við Kringluna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Horft yfir svæðið Bílastæði sérmerkt Landspítala hafa verið gerð norður af BSÍ vegna framkvæmda á svæðinu.
Óli Örn
Eiríksson
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
Starfsfólk Fakó
óskar ykkur
gleðilegs nýs
árs og farsældar
á komandi ári
Fram kom í Morgunblaðinu í gær að markmiðið með
breyttu deiliskipulagi á aðliggjandi lóð við hús Frímúrara-
reglunnar í Bríetartúni sé „m.a. að stuðla að þéttingu
byggðar til styrkingar miðborginni og veita fyrirtækjum
og stofnunum á svæðinu svigrúm til aukinnar uppbygg-
ingar og stækkunar“.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og
samgönguráðs, segir aðspurð að Hlemmsvæðið sé dæmi
um þéttingarsvæði þar sem mögulegt sé að þétta byggð í
miðborginni. Horft sé til þess að stór borgarlínustöð verði
á Hlemmi í framtíðinni. „Þá er mikilvægt að hafa góðan
þéttleika á Hlemmsvæðinu til að styðja við borgarlínuna,“
segir Sigurborg Ósk. Hún segir aðspurð að svigrúm til
þéttingar ráðist af aðstæðum hverju sinni.
„Hluti af markmiðinu er að styrkja atvinnulíf í miðborg-
inni. Reitir á borð við svæðið í kringum Hlemm henta vel
til þess,“ segir Sigurborg Ósk, sem telur bílastæðið norðan
við Lögreglustöðina koma til greina í þessu efni. Hún segir
að meðfram fyrirhugaðri legu borgarlínu, frá Lækjartorgi
og yfir á Kársnesið, með viðkomu í Hlíðarendabyggð og
svæði Háskóla Reykjavíkur, séu miklir möguleikar á þétt-
ingu byggðar. „Þar má segja að sé næsta uppbyggingar-
svæði. Þar gæti orðið sambærileg uppbygging og á Vals-
reitnum,“ segir hún og nefnir Flugvallarveg sem dæmi um
mögulegt uppbyggingarsvæði nærri borgarlínu.
Svo vill til að Guðni Pálsson, arkitekt, hefur gert tillögu
að hóteli við Öskjuhlíð, nánar tiltekið fyrir framan Keilu-
höllina með útsýni yfir Vatnsmýrina. Gerði hann ráð fyrir
100 herbergja hóteli í nýbyggingu til vesturs. Þá setti
hann fram hugmynd um stríðsminjasafn í gömlu olíu-
geymslugryfjunum suður af Keiluhöllinni. Birtist hér
mynd af hótelinu í fyrsta sinn í fjölmiðlum.
Hugmyndir um þéttingu
byggðar við Öskjuhlíðina
Horft til Flugvallarvegar Arkitekt teiknaði þar hótel
Teikning/GP arkitektar
Hótel við Öskjuhlíð Hér má sjá drög að 100 herbergja hóteli vestan við Keiluhöllina, ofan Flugvallarvegar.
Óli Örn Eiríksson segir aðspurður að eftir þessa uppbyggingu verði ekki
lengur stór opin bílastæðasvæði á BSÍ-reitnum. Hafa þau verið allt í
kringum Umferðarmiðstöðina. Þess í stað verði bílastæði neðanjarðar.
Fram kemur í kynningargögnum að 34-52 strætisvagnar muni aka
gegnum nýtt Landspítalasvæði á háannatíma á klst. Á háannatíma í júlí
fari 5.000 farþegar með flugrútunni á dag, samtals í báðar áttir. Miðað
við farþegaspá megi ætla að 2040 verði farþegarnir orðnir 11.600 á dag í
júlí. Það samsvarar rúmlega 480 farþegum á klukkustund.
Bílastæðin munu víkja
ÁSÝND SVÆÐISINS MUN BREYTAST