Morgunblaðið - 29.12.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 29.12.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018 VÍNBÚÐIN DALVEGI LOKUÐ 2.-11. JANÚAR Vínbúðin Dalvegi verður lokuð vegna framkvæmda frá miðvikudeginum 2. janúar til föstudagsins 11. janúar. Við bendum viðskiptavinum á að næstu Vínbúðir eru í Smáralind og í Kauptúni Garðabæ. Vínbúðir með lengri opnunartíma eru í Skeifunni og Skútuvogi: mán-fös 10-20, lau 11-18. Við þökkum þolinmæðina og hlökkum til að taka á móti ykkur í enn betri Vínbúð. Tónleikar voru haldnir í Selja- kirkju í fyrrakvöld til styrktar Hjálpræðishernum í Reykjavík. Tónleikarnir voru vel sóttir og myndaðist góð stemning. Fjöldi tónlistarmanna kom fram, eða Rúnar Þór Pétursson og hljóm- sveit hans, Ómar Ragnarsson, skemmtikraftur og fréttamaður, Blússveit Þollýjar, Kristinn Svavarsson saxófónleikari, Doro- thea Dam og Sylvía Rún. Jólaball Hjálpræðishersins fer svo fram í Mjóddinni í dag kl 15. Til styrktar Hjálpræðis- hernum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hjálpræðisherinn Hljómsveit Rúnars Þór lék á tónleikunum í Seljakirkju. Nokkur erill hef- ur verið hjá flug- stöðvardeild lög- reglunnar á Suðurnesjum vegna ölvunar farþega í Flug- stöð Leifs Eiríks- sonar. Þannig var ný- verið óskað liðsinnis lögreglu í flug- stöðinni. Þar var ölvaður flugfarþegi æstur og með ólæti. Hann hafði meðal annars verið að áreita aðra flugfarþega og bera sig fyrir framan þá. Hafði fjöldi farþega tilkynnt þessa ósæmilegu hegðun hans, segir í dagbók lögreglunnar. „Hann var óviðræðuhæfur og ósamvinnuþýður vegna ölvunar og var hann því færður í handjárn og fluttur á lögreglustöð. Þar var hann látinn sofa úr sér og síðan birt sektargerð. Að því búnu ætlaði hann að freista þess að komast í flug til fyrirhugaðs áfangastaðar,“ segir lögreglan enn fremur í dagbókinni. Margir á leiðinni í frí Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni hefur annríki jafnan verið mikið kringum jól og áramót þegar farþegar eru á leiðinni í frí. Ekki sé þó hægt að segja að ölvuðum flug- farþegum hafi verið að fjölga í seinni tíð. Flugfélögin hafi tekið harðar á svona málum, í samráði við lögreglu- yfirvöld. Beraði sig í Leifsstöð  Mikill erill vegna ölvunar flugfarþega Starfsfólk sorp- hirðunnar í Reykjavík hefur haft í nægu að snúast um hátíð- arnar sem eru mikill álagstími. Unnið verður í Vesturbæ og í Breiðholti um helgina og lokið var við að hirða Grafarvog í gær. Unnið verður við losun á gráum tunnum undir blandaðan úrgang í Vesturbæ og Miðbæ í dag og á morgun. Einnig verða tunnur undir pappír og plast losaðar í Breiðholti. Magn úrgangs eykst í kringum hátíðirnar. Hægt er að kaupa sér- merkta poka undir aukaúrgang sem eru seldir fimm saman á rúllu hjá N1 stöðvum í Reykjavík og í Þjónustu- veri Reykjavíkurborgar í Borgar- túni 12-14. Einnig er hægt að fara með úrgang á grenndar- eða endur- vinnslustöðvar ef úrgangur rúmast ekki í ílátum við heimili. Opið verður á endurvinnslustöðvum SORPU á milli hátíða í dag og á morgun. Sorphirða um áramótin í borginni Mikið er að gera í sorphirðu. Hringvegurinn liggur nú um Vaðla- heiðargöng eftir að þau voru opnuð fyrir umferð. Fyrir opnun ganganna lá hringvegurinn um Víkurskarð, ut- ar í Eyjafirði. Þetta kemur fram í frétt á vef Vegagerðarinnar. Auk þess að losna við farartálm- ann Víkurskarð, velji vegfarendur göngin, þá styttist hringvegurinn um 16 kílómetra og að sama skapi leiðin milli Akureyrar og Húsavíkur. Eftir þessa breytingu verður hring- vegurinn 1.323 kílómetrar. Vegurinn á milli Akureyrar og Húsavíkur styttist úr 91 kílómetra í 75. Áfram verður hægt að fara veginn um Víkurskarð eftir Grenivíkurvegi (83) og Víkurskarðsvegi (84). Víkur- skarð er 325 metra yfir sjávarmáli, erfiður fjallvegur miðað við hæð og hefur verið einn helsti farartálmi hringvegarins. Brekkur eru erfiðar, með 9% halla þar sem mest er. „Aðalmarkmið með Vaðlaheiðar- göngum er að losna við að fara yfir Víkurskarð, styttingin kemur svo að auki,“ segir í fréttinni á veg Vega- gerðarinnar. Vaðlaheiðargöngin verða formlega opnuð 12. janúar næstkomandi. sisi@mbl.is Hringvegur styttist um 16 kílómetra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.