Morgunblaðið - 29.12.2018, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018
www.apotekarinn.is - lægra verð
20mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki
Omeprazol Actavis, 20 mg magasýruþolin hörð hylki, innihalda
virka efnið ómeprazól. Lyfið er ætlað fullorðnum til skammtíma-
meðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít).
Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða
á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og
fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræð-
ings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverk-
anir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
OmeprazolActavis
– Við brjóstsviða og súru bakflæði
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
/
A
ct
av
is
5
1
2
1
2
2
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
/
A
ct
av
is
5
1
2
1
2
2
.apotekarinn.is
- lægra verð
ÚR BÆJARLÍFINU
Þórshöfn
Líney Sigurðardóttir
Enn einn söluskálinn á Þórshöfn
er nú kominn í fullan rekstur eftir
nokkurt hlé og alvöru sjoppu-
menning aftur að myndast í litla
miðbænum. Nýir rekstraraðilar
fóru af stað af fullum krafti og
opnuðu skálann með pomp og
prakt í lok nóvember undir nafn-
inu Enn 1 skálinn og er almenn
ánægja í plássinu með framtakið.
Það eru hjónin Karen Rut
Konráðsdóttir og eiginmaður
hennar, Ólafur Birgir Vigfússon,
sem hafa tekið við rekstrinum en
þau hjón reka jafnframt Gisti-
heimilið Lyngholt á Þórshöfn.
Sjoppureksturinn á Þórshöfn
hefur verið gloppóttur síðan sölu-
skáli N1 brann til grunna í desem-
ber 2016 og var því engin sjoppa á
staðnum í tæp tvö ár. N1 byggði
nýjan skála sem er töluvert minni
en sá gamli. Það var mat margra
heimamanna að verið væri að
hugsa of smátt varðandi nýju
bygginguna sem hefur nú komið á
daginn að er of lítil og þar með lé-
legur rekstrargrundvöllur. Nýi
skálinn var tilbúinn í vor en ekki
opnaður fyrr en í júlí með nýjum
rekstraraðila sem starfaði aðeins í
nokkra mánuði og var þá skál-
anum lokað og enn var sjoppu-
laust á Þórshöfn.
Aftur var þá auglýst eftir
framtakssömu fólki til að reka
skálann.
„Þegar N1 byrjaði í upphafi
að leita eftir rekstraraðilum að
nýja skálanum settumst við hjónin
yfir málið enda höfðum við mikinn
áhuga á rekstrinum. Okkar niður-
staða varð hins vegar sú á end-
anum að við treystum okkur ekki í
að reka skálann í þeirri stærð sem
hann var byggður, með enga
möguleika á eldhúsi eða matsölu,“
sagði Karen Rut.
„En núna nokkrum mánuðum
og einum rekstraraðila seinna,
ákváðum við að hafa samband við
N1 og lýsa yfir áhuga á rekstr-
inum miðað við ákveðnar for-
sendur sem við kynntum fyrir
þeim. Okkur til mikillar ánægju
var tekið vel í hugmyndir okkar
og menn tilbúnir að koma til móts
við okkur þannig að við létum slag
standa og tókum við rekstrinum
stuttu seinna og opnuðum form-
lega 30. nóvember.“
Á Þórshöfn hefur alla tíð verið
rík sjoppumenning, skálinn er vel
staðsettur í hjarta bæjarins. Þar
hefur fólk hist og spjallað og jafn-
an verið heimilislegur hádegis-
verður á boðstólum sem var vel
sóttur. Það var því mikils að
sakna eftir að skálinn brann og
þessi félagsmiðstöð þorpsbúa ekki
lengur til staðar.
Karen og Ólafur Birgir ráðast
af krafti í það sem þau taka sér
fyrir hendur og bæjarbúum til
ánægju er sjoppumenningin byrj-
uð að blómstra aftur.
„Við höfum útbúið okkur lítið
eldhús sem verið er að standsetja
þessa dagana. Í janúar eigum við
von á að rafmagnsmálin verði
kláruð og hægt verði að opna eld-
húsið að fullu upp úr því. En núna
til að byrja með flytjum við mat á
milli húsa svo hægt sé að bjóða
upp á hádegismatinn,“ sagði Kar-
en og þau hjónin eru ánægð með
viðbrögð hjá N1 varðandi hug-
myndir þeirra:
„Stjórnendur N1 hafa tekið
vel í hugmynd okkar um viðbygg-
ingu við skálann og við bindum
vonir við að hún verði að veruleika
fyrr en síðar enda öllum ljóst að
það verður ekki hjá því komist
eigi reksturinn að geta borið sig
og blómstrað.“
Þau hafa nú birgt skálann
upp af vörum og hyggjast þjón-
usta t.d. sjómenn og verkamenn
með vinnufatnað, auk þess að vera
með helstu bílavörur og olíur.
Sælgætisúrval verður fjölbreytt
en rúsínan í pylsuendanum er svo
ísvélin frá Kjörís sem þegar er
farin að gleðja bæjarbúa á öllum
aldri enda hefur yfirleitt ekki ver-
ið boðið upp á ís úr vél yfir
vetrartímann á Þórshöfn.
Heimilismaturinn er á boð-
stólum í hádeginu eins og áður og
ekki er komið að tómum kofunum
hjá Karen sem rekur jafnframt
mötuneyti grunnskólans. Pitsur
verða einnig í boði og fótboltaunn-
endur gleðjast yfir því að enski
boltinn er líka kominn í gang í
skálanum.
Karen og Ólafur hafa ráðið
tvo starfsmenn í fullt starf í sölu-
skálanum og eru bjartsýn á fram-
haldið og ánægð með viðtökur
bæjarbúa sem hafa verið mjög
góðar þessa fyrstu daga. „Við telj-
um að þessi starfsemi sem við er-
um nú þegar með geti farið ljóm-
andi vel með nýja rekstrinum og
stefnum einnig á að flytja starf-
semi kaffihússins í gistiheimilinu
Lyngholti yfir sumartímann í sölu-
skálann,“ sagði Karen, en litla
kaffihúsið í Lyngholti var sett á
laggirnar sumarið 2017 þar sem
þeim hjónum leist ekkert á að
enginn staður væri í boði fyrir
ferðamenn til að hoppa inn og fá
sér kaffi og með því þegar enginn
söluskáli var á staðnum. Þetta litla
kaffihús reyndist svo skemmtilegt
verkefni að það er komið til að
vera.
Enn 1 skálinn stendur nú upp-
ljómaður jólaljósum í litla mið-
bænum á Þórshöfn og aftur hægt
að líta þar inn í kaffi og með því,
heimilislegan mat í hádeginu og
heimabakaða rúgbrauðið hennar
Karenar þykir hreint engin
ómynd.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn Karen Rut Konráðsdóttir tekur hlýlega á móti gestum N1.
Alvöru sjoppu-
menning aftur í
litla miðbænum
Skákfélagið Hrókur-
inn og Kalak, vina-
félag Grænlands og
Íslands, bjóða vinum,
vandamönnum og
liðsmönnum til jóla-
gleði í Pakkhúsi
Hróksins, Geirsgötu
11 við Reykjavíkur-
höfn í dag, laugar-
dag, frá kl. 14-16.
Tónlist og tafl, kakó
og kleinur og andríkt
spjall, segir í tilkynn-
ingu.
Hin unga og hæfi-
leikaríka Sjana Rut Jóhannsdóttir
flytur eigin tónlist og Birkir Blær
Ingólfsson, verðlaunahöfundur og
Grænlandsfari, þenur saxófóninn.
Þá verður slegið upp Air Iceland
Connect - Jólaskákmóti Hróksins
2018.
Hrókurinn og Kalak hafa í sam-
einingu staðið að sjö ferðum til
Grænlands á árinu, auk þess að
senda ógrynni af fatnaði og öðrum
gjöfum til okkar næstu nágranna.
Þá kom þrettándi árgangur 11 ára
barna frá litlu þorpunum á
Austur-Grænlandi á vegum Kalak,
til að læra sund og kynnast ís-
lensku samfélagi.
Eru allir vinir skákgyðjunnar
og Grænlands hvattir til að mæta
í dag.
Hrókurinn Efnt verður til skákmóts í Jólagleðinni í dag.
Jólagleði Hróksins
Hrókurinn og Kalak bjóða til jóla-
gleði í dag Skákmót haldið um leið
Birkir Blær Ingólfsson Sjana Rut Jóhannsdóttir