Morgunblaðið - 29.12.2018, Qupperneq 24
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Olíuverð hefur sveiflast afar mikið á
árinu sem er að líða. Í gærdag stóð
verðið á tunnu af Brent-hráolíu í
52,21 bandaríkjadal. Á aðfangadag
fór verðið á olíutunnu í 50,47 og
hafði þá ekki verið jafn lágt í tæpa
18 mánuði eða síðan í lok júlí árið
2017. Á skömmum tíma hefur olíu-
verð lækkað um tæp 42% eða frá
því í byrjun októbermánaðar síðast-
liðins er verðið fór í 86,29 banda-
ríkjadali. Á þeim tíma veðjuðu ýms-
ir fjárfestar á að verðið færi yfir 100
bandaríkjadala markið.
Brynjólfur Stefánsson, sérfræð-
ingur í hrávörum hjá Íslandssjóð-
um, segir olíumarkaðinn hafa sveifl-
ast með öðrum mörkuðum í
Bandaríkjunum undanfarna daga.
Hann segir helstu ástæður fyrir
þessu lága verði vera áhyggjur fjár-
festa af hægari hagvexti, viðskipta-
stríði Kína og Bandaríkjanna, auk
þess sem viðskiptaþvinganir Banda-
ríkjanna á Íran urðu ekki eins
þungar og talið var í fyrstu. Þá hafi
Bandaríkjamenn verið öflugir í sinni
framleiðslu og saman hafi þetta
skilað sér í bættri birgðastöðu.
Búast við hækkun á nýju ári
„Þá voru einnig bundnar tölu-
verðar vonir við þennan niðurskurð
sem OPEC og Rússar tilkynntu fyr-
ir jólin um að draga úr framleiðslu
sem nemur 1,2 milljónum tunna á
dag. En það gerist ekki fyrr en í
byrjun janúar,“ segir Brynjólfur en
tekur það fram að helstu greinend-
ur geri ráð fyrir hækkun á nýju ári.
„Verðið er vissulega dálítið lágt. En
það er ástæða fyrir því og mikil
óvissa á mörkuðum.“
Snorri Jakobsson, sérfræðingur í
fjármála- og hagfræðiráðgjöf Capa-
cent, segir íslenska neytendur finna
lítið fyrir sveiflum á heimsmarkaðs-
verði olíu og að innkaup á eldsneyti
skipi sífellt minni hluta í vísitölu
neysluverðs.
„Neytendur finna voða lítið fyrir
miklum breytingum á heimsmark-
aðsverði á olíu. Það er bara þannig
að skattar eru langstærsti hluti
eldsneytisverðsins. Við finnum lítið
fyrir þessum breytingum því þetta
er svo lítill hluti olíuverðsins. Við
sjáum kannski 2-3% lækkun ef það
er 10-20% á lækkun á heimsmark-
aði,“ segir Snorri í samtali við
Morgunblaðið.
Sífellt minni áhrif á vísitölu
Í umsögnum greiningaraðila hér
á landi á þeim tíma þegar olíuverðið
var á hraðri niðurleið í lok nóv-
ember kom fram að verðbólga yrði
umtalsvert lægri vegna lækkunar-
innar. Að sama skapi hefði hið háa
verð á eldsneyti í byrjun október átt
að hafa þó nokkur verðbólguáhrif á
móti.
„Ég var bara eiginlega ekki sam-
mála þeim þegar þessi mikla hækk-
un átti sér stað. Hlutfall eldsneytis í
vísitölu neysluverðs er alltaf að
verða minna og minna og það eru
einu beinu áhrifin sem við höfum af
eldsneyti,“ segir Snorri.
Hann segir þó lækkunina á
heimsmarkaðsverði vera jákvæða
fyrir Íslendinga.
„Þetta minnkar flutningskostnað
á öllu hráefni til Íslands. Við flytj-
um meira og minna allt inn. Lágt
olíuverð er alltaf gott fyrir Ísland,“
segir Snorri sem leggur einnig
áherslu á mikilvægi hins lága olíu-
verðs fyrir flugfélögin.
„Flugfargjöld eru miklu næmari
fyrir þessu. Þetta hefur gríðarleg
áhrif á flugfélögin. Rekstraraðstæð-
ur þeirra eru gjörbreyttar,“ segir
Snorri.
Finna lítið fyrir breytingum
á heimsmarkaðsverði olíu
Olíuverð
» Í gærdag var verð á tunnu af
Brent-hráolíu 52,21 banda-
ríkjadalur.
» Í byrjun október var verðið á
tunnu 86,29 bandaríkjadalir.
» Ástæður lágs verðs eru m.a.
áhyggjur fjárfesta af hægari
hagvexti og viðskiptastríði
Bandaríkjanna og Kína.
» Þetta lága verð endurspegl-
ast ekki í eldsneytisverði hér á
landi að mati sérfræðings.
Verð á Brent-hráolíu hefur lækkað um tæp 42% frá því í byrjun október
80
70
60
50
80
70
jan. feb. mars. apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
Brent-olíuverð síðustu 12 mánuði ($/tunnu)
52,34
Heimild: www.bloomberg.com
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018
Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn
stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra.
Með þér í liði
Alfreð Finnbogason
Landsliðsmaðu attspyrnu
„Tækifærið er núna.“
r í kn
Registered trademark
licensed by Bioiberica
29. desember 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 116.37 116.93 116.65
Sterlingspund 146.95 147.67 147.31
Kanadadalur 85.45 85.95 85.7
Dönsk króna 17.76 17.864 17.812
Norsk króna 13.294 13.372 13.333
Sænsk króna 12.881 12.957 12.919
Svissn. franki 117.45 118.11 117.78
Japanskt jen 1.0494 1.0556 1.0525
SDR 161.37 162.33 161.85
Evra 132.63 133.37 133.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 161.0847
Hrávöruverð
Gull 1271.1 ($/únsa)
Ál 1898.0 ($/tonn) LME
Hráolía 54.65 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Heildarviðskipti
með bréf félaga
sem skráð eru á
aðalmarkað í Kaup-
höll Íslands reynd-
ust 992 milljónir
króna. Var það síð-
asti viðskiptadagur
ársins 2018 en
Kauphöllin mun
ekki opna aftur fyrr en þriðjudaginn 2.
janúar næstkomandi. Mest voru við-
skipti með bréf Regins eða 313 millj-
ónir króna. Hækkuðu bréf félagsins um
1,44% í viðskiptunum. Þá var velta með
bréf Marel 257 milljónir króna og hækk-
uðu bréf félagsins um 0,54%. Bréf
Skeljungs lækkuðu um 0,55% í 148
milljóna viðskiptum. Mest lækkuðu bréf
Símans í gær eða um 1,71% í 7 milljóna
viðskiptum. Næstmest var lækkun
bréfa Arion banka eða 0,7%.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,3% á
árinu sem senn er liðið. Heildarvísitalan
lækkaði hins vegar um 5,6%.
Síðasti viðskiptadagur
ársins reyndist rólegur
STUTT
Flutningafyrirtækið Samskip hefur
verið valið til að leiða verkefni þar
sem þróa á næstu kynslóð sjálfbærra
skipaflutninga á styttri sjóleiðum.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá félaginu.
Verkefnið nefnist „Seashuttle“ og
er styrkt af norskum stjórnvöldum
um nálægt 800 milljónir íslenskra
króna, samkvæmt tilkynningunni.
Þar segir einnig að verkefnið
gangi út á að hanna sjálfvirk gáma-
skip sem gefa ekki frá sér mengaðan
útblástur, en eru um leið hagkvæm.
Hluti af mun stærra verkefni
Þá segir að „Seashuttle“ sé eitt
sex verkefna í PILOT-E þróunar-
verkefninu, sem í heildina nýtur 100
milljóna evra stuðnings, um 11,6
milljarða króna.
Að því komi meðal annars Rann-
sóknaráð Noregs, Innovation
Norway og Enova. „Verkefnið snýst
um að flýta hönnun og nýtingu tækni
sem henti umhverfisvænum iðnaði
framtíðar. Að fjármögnun Sea-
shuttle standa fjögur norsk ráðu-
neyti, ráðuneyti matvæla og fisk-
veiða; loftlags og umhverfis; jarðolíu
og orku; og samgangna og fjar-
skipta,“ segir í tilkynningunni.
Are Grathen, framkvæmdastjóri
Samskipa í Noregi, segir í tilkynn-
ingunni að félagið sé himinlifandi yf-
ir því að taka forystu í þessum mál-
um. „Það sem greinir þetta verkefni
frá öðrum og verður lykillinn að vel-
gengni þess er samsetning eldneytis
og tækni sem mun gera það sam-
keppnisfært í kostnaði við hlið nú-
verandi lausna,“ segir Grathen m.a.
tobj@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Þróun Verkefnið gengur út á sjálf-
virk umhverfisvæn gámaskip.
Samskip leiðir
sjálfbæra þróun
Hluti af 11,6
milljarða króna al-
þjóðlegu verkefni